Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. Útiönd Vietnömsku bátaflóttamönnunum gengur illa að aðlagast sænsku þjóð- félagi. Víetnömum gengur illa að aðlagast í Svíþjóð hluti Víetnamanna lifir á atvinnu- leysisbótum sem þeir telja hina mestu niðurlægingu. Víetnamamir lifa yfirleitt ein- angraðir, umgangast nær ein- göngu sína landsmenn og þeim hefur gengið mjög illa að læra sænsku. í rannsókninni er tekið dæmi úr bænum Hassleholm þar sem búa 146 Víetnamar af kínversku bergi brotnir. Aðeins 15 þeirra hafa fasta at- vinnu og þykir bær þessi dæmi- gerður fyrir ástandið. Nokkur þúsund Víetnamar búa nú í Svíþjóð og hafa flestir búið hér lengur en í tvö ár. Gunnlaugux A Jánssan, DV, Lundi; Víetnömsku bátaflóttamönnun- um gengur illa að aðlagast sænsku þjóðfélagi. Vonimar sem þeir bundu við flutninginn til Svíþjóðar í upphafi hafa yfirleitt ekki ræst. Þetta kem- ur fram í nýrri rannsókn sem urrnin hefur verið við háskólann hér í Lundi. Niðurstöður ganga þvert á ríkj- andi skoðun sem er á þann veg að Víetnamamir séu þeir útlendingar í Svíþjóð (fyrir utan Norður- landabúa) sem best hafi tekist að koma sér fyrir í sænsku samfélagi. Rannsóknin sýnir að langstærsti Aftökur glæpa- manna í Kína Sjö manns hafa verið teknir af lífi í Shanghai, stærstu borg Kín- verska alþýðulýðveldisins, að undanfomu fúndnir sekir um glæpastarfeemi, þar á meðal nauðganir og rán, að því er segir í dagblöðum í borginni í dag. Það fylgdi ennfremur fréttinni að dómstóll í Shanghai hefði á síð- ustu dögum dæmt hópa ræningja, nauðgara og óróaseggja til allt að lífetíðarfangelsisvistar í borginni í mikilli herferð gegn spillingu og glæpastarísemi sem nú er gerð í Kína. Daghlöð í Peking skýrðu frá því fyrir skömmu að dauðadómum hefði fjölgað til muna í landinu á síðustu misserum og að nú hefóu á skömmum tíma yfir þrjátíu manns verið teknir af lífi fyrir margs konar glæpastarfsemi. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Arnarson Spá uppstokkun í Suður-Kóreu Fréttaskýrendur búast við mikilli pólitískri uppstokkun í Suður-Kóreu á næs- tunni og miklum breytingum á röð æðstu embættismanna stjómarflokks Chun Dog Hwan forseta. Haft er eftir heimildum innan ríkis- stjómarflokks Suður-Kóreu að Chun Dog Hwan, forseti landsins, hyggi á uppstokkun í röðum æðstu embættis- manna flokksins, uppstokkun er miði að því að undirbúa flokkinn undir að velja nýjan fbrseta og jafhframt arf- taka Dog Hwan. Embættismenn stjómarflokksins hafa staðfest að með uppstokkuninni hyggist forsetinn styrkja stöðu núver- andi flokksformanns og Roh Tae-Woo sem af erlendum stjómarerindrekum í Seul er talinn valdamesti stjóm- málamaður í Suður-Kóreu, næst á eftir sjálfum forsetanum. Roh er fyrrum hershöfðingi og skólabróðir og náinn vinur forsetans er boðað hefur til forsetakosninga árið 1988 er kjörtímabili forsetans lýkur. Fréttaskýrendur telja að með breyt- ingum á æðstu stjórn stjómarflokks- ins vilji Dog Hwan forseti reyna að breyta ímynd flokksins áður en við- ræður hefjast við stjómarandstöðuna um endurskoðun stjómarskrárinnar. Suður-AFríka: Reagan skipar svartan sendiherra Bandarísk sjónvarpsstöð skýrði frá því í gærkvöldi að Reagan forseti hefði valið svartan kaupsýslumann sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Embættismenn í Hvíta húsinu vildu ekki tjá sig um frétt NBC sjónvarps- stöðvarinnar í gærkvöldi. Aðstoðarmaður þingmanns repú- blikana frá Indiana staðfesti að Robert Brown, sem yrði fyrsti svarti sendi- herra Bandaríkjanna í Suður- Afríku, kæmi mjög til greina í embættið. NBC stöðin sagði að Reagan heföi þegar valið Brown til starfans en það hefði ekki verið gert opinbert vegna þess að enn væri ekki lokið athugun á ferli hans, en slík athugun er gerð á öllum sem gegna trúnaðarstörfúm fyrir bandaríska stjómkerfið, og að stjóm Suður-Afríku heföi ekki verið gefinn kostur á að segja álit sitt á Brown eins og venja er til. Talið er að Reagan hafi valið Brown meðal annars til að létta af sér þrýst- ingi um að beita Suður-Afríku efna- hagsþvingunum en einnig vegna þess að líklegt sé að svartur sendiherra geti haft góð áhrif á viðræður milli hvíta minnihlutans og svartra í landinu. Stjóm Mexíkó sökuð um kosningasvindl Stjómarflokkurinn í Mexíkó, PRI, hélt ríkisstjóraembættinu í Chihua- hua að því er tilkynnt var i gær. Tilkynningin var gefin út 8 dögum eftir að kosningar vom haldnar í rík- inu en stjómarandstaðan heldur þvi fram að úrslitunum hafi verið hagrætt. Kjörstjómin sagði að Femando Ba- esa Melendez, frambjóðandi stjórnar- flokksins, hefði hlotið 401.894 atkvæði en Francisco Barrio, frambjóðandi stjómEU-andstöðuflokksins, PAN, 231. 109 atkvæði. Leiðtogar kirkjunnar hafa skorað á presta að mótmæla kosningasvindli og loka kirkjum sínum næsta sunnu- dag. Allt virtist með kyrrum kjörum í Chiahuahua í gær en andstöðuhópar hafa boðað víðtækar mótmælaaðgerð- ir. Milljónir Brasilíubúa rændir Meira en þriðjungur allra íbúa í Rio de Janeiro í Brasilíu hefur lent í því að vera rændur og mikill meirihluti þeirra tilkynnti það ekki einu sinni til lögreglu, að því er kemur fram í könn- un sem gerð hefur verið þar í landi. í könnuninni kemur fram að 20% af hinum 11 milljónum íbúa borgar- innar hafa verið rændir oftar en einu sinni. Um 75% þeirra sem verða fyrir barð- inu á ræningjum tilkynna það ekki til lögreglu og flestir gefa þá skýringu að þeir treysti ekki lögreglunni. Könnunin náði til 500 manna. Opinberar tölur um glæpi, sem kynntar vom um helgina, segja að á árinu 1985 hafi verið framið 4.571 morð í borginni en fram í júní á þessu ári vom morðin 2.321. Á árinu 1984 vom framin 3.887 morð í borginni. Nýir fnðarmöguleikar á Sri Lanka í dag hófet aftur ráðstefna á Sri I-anka um friðsamlega lausn á deilu- málum sinhala sem em í meirihluta og minnihluta tamila. í þessari viku hafa 48 manns látist í kynþáttaóeirð- um á Sri Lanka. Öryggisráðuneytið sagði að í gær heföu 11 skæmliðar fallið og einn lög- reglumaður særst í skotbardaga í norðurhluta landsins. Einnig er talið að skæmliðar hafi átt sök á mikilli sprengingu sem varð í gosdrykkjaverksmiðju í gærkvöldi. Það er forseti landsins, Junius Jay- ewardene, sem er í forsæti á ráðstefh- unni en mjög er efast um árangur af henni eftir að stjómarandstaðan ák- vað að taka ekki þátt í henni og hafnaði friðaráætlun forsetans. Samkvæmt áætluninni átti að auka sjálfsstjóm íbúa landsins og taka upp þing í hinum 9 hémðum landsins. Töluverðar vonir em þó bundnar við það að helsti flokkur tamila hefur átt viðræður við forsetann og munu leið- togar flokksins hitta Jayewardene að máli aftur í kvöld og á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.