Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 32
Frjálst, óháö dagblað „Bjuggumst við brotlendingu‘ Mikill viðbúnaður vegna lendingar DC-8 þotu í Keflavík í morgun Mikill viðbúnaður var á Keflavík- urflugvelli í morgun þegar DC-8 þota Flugleiða á leið frá Chicago til- kynnti að hún væri með sprungið dekk. Vélin, sem varmeð 125 farþega innanborðs, tilkynnti flugtumi um bilunina klukkan 07.29 í morgun og var viðbúnaður samkvæmt neyðar- skipulagi Almannavama settur á stað. „Þegar okkur var fyrst tilkynnt um þetta gerðum við strax varúðar- ráðstafanir samkvæmt neyðarskipu- lagi og bjuggumst við brotlendingu. Lögregla Keflavíkurflugvallar og úr Reykjavík var kölluð út, sjúkrabílar frá Suðumesjum og Reykjavík og slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli. Verið var að undirbúa móttöku á sjúkrahúsum þegar vélin lenti klukkan 07.57 og þá kom í ljós að hjólabúnaður var í lagi,“ sagði Haf- þór Jónsson hjá Almannavörnum í samtali við DV. Starfsmaður Flugleiða á Keflavík- urflugvelli neitaði alfarið að nokkr- ar varúðarráðstafanir hefðu átt sér stað og sagði að hjólin hefðu verið „athuguð í háloftunum“. Að sögn Hafþórs Jónssonar kemur nokkuð reglulega fyrir að kalla verður út lið á Keflavíkurflugvöll samkvæmt neyðarskipulagi. -S.Konn. Veðrið á morgun: Skúrir víð- ast hvar um landið Hæg vestlæg átt á landinu. Smáskúrir á víð og dreif, síst þó á Austfjörðum og Suðausturl- andi. Lægð skammt norður af Jan Mayen og þaðan lægðardrag suðvestur á Grænlandssund. Hitastig verður á bilinu 7-14 stig. LOKI Ef nota á fótboltamál á þessa ályktun kommanna, kallast þetta miðjumoð! Mál Guðmundar J. á miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins í gær og nótfc Memhluti - en deilt um leiðir Miðstjóm Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fela formanni flokksins, fonnanni þingflokksins og formanni fram- kvæmdastjómar, auk tveggja mið- stjómarmanna, að ganga á fund Guðmundar J. Guðmundssonar al- þingismanns og greina honum frá þeim umræðum sem áttu sér stað á fúndinum í gær. Að öðru leyti sá miðstjómin ekki ástæðu til að álykta frekar um mál Guðmundar. Fundi miðstjómarinnar lauk klukkan sex í morgun og hafði hann þá staðið yfir í rúmar níu klukku- stundir. Fundurinn var lokaður öðrum en þeim sem þangað höfðu verið boðaðir. Um eitt hundrað manns sat frmdinn í upphafi en sex- tíu þegar yfir lauk. Samkvæmt upplýsingum DV vom umræður hinar hressilegustu og um fjömtíu ræður fluttar um hin ýmsu mál sem verið hafa ofarlega á baugi innan Alþýðubandalagsins á síðustu vikum. Bar þar hæst mál Guðmund- ar J. Guðmundssonar. Heimildarmenn DV em flestir þeirrar skoðunar að meirihluti hafi verið fyrir því á fúndinum að Guð- mundur segði af sér þingmennsku vegna peningagjafar sem hann þáði frá Albert Guðmundssyni iðnaðar- ráðherra árið 1983. Hins vegar deildu menn um leiðir og vom born- ar fram misjafnlega harðorðar ályktanir þar að lútandi. Sú mest afgerandi kom frá Kjartani Ólafs- syni, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans, og mátti líta á hana sem beina kröfu um afsögn. Tillaga Kjartans var hins vegar felld með 44 atkvæðum gegn 20. Álíka tillögu frá Ólafi Ragnari Grímssyni var vísað frá og aldrei afgreidd á fúndinun. Tillaga fiá Ás- mundi Stefánssyni um að engin ályktun yrði gerð um mál Guðmund- ar var felld með 42 atkvæðum gegn 21. Að lokum var sæst á ályktun frá. Steingrími Sigfússyni og önnu Hildi Hildibrandsdóttur um að fimm manna nefnd flokksmanna gengi á fund Guðmundar og greindi honum fiá umræðum á fúndinum. -EA FRETTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA Skemmuvegur 50 Varð undir dráttarvél Dauðaslys varð á Isafirði á sunnu- dag. Eldri maður lést er hann varð undir dráttarvél sem hann var að vinna við. Fulltrúi Vinnueftirlitsins er kominn til ísafjarðar til að rann- saka tildrög slyssins. Sá látni var búsettur á Isafirði. Ekki er hægt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. -ÞJV Fransks ferðamanns leitað við Herðubreið: Gaf sig fram en hvarf síðan aftur Fransks ferðamanns var leitað í gær og í morgun við austurhlíðar Herðu- breiðar. Rúta tilkynnti um hvarf mannsins í gærdag. Hafði hann ætlað að ganga frá Öskju að vörðu í grenndinni, um tveggja kílómetra leið, en ekki komið fram. Björgunarsveitin Stefán í Mý- vatnssveit hóf að svipast um eftir manninum í gærkvöldi í kringum Öskju en án árangurs. Frakkinn gerði síðan vart við sig í tjaldbúðum tveggja manna við Herðubreið í nótt. Sást hann þar úr flugvél frá Reykjahlíð sem tók þátt í leitinni. Hann var farinn þaðan þegar lögreglubíll frá Húsavík kom á staðinn. Frakkinn fannst síðan aflur um tíu- leytið í morgun heill á húfi í nágrenni Herðubreiðar. DV-mynd KAE Þau voru að dytta að hinu og þessu í kotinu sinu, skötuhjúin, þegar Ijósmyndari átti leið hjá. Kotið er hluti af kofaþyrpingu sem krakkar hafa reist upp á eigin spýtur í Kópavoginum og fer þetta lágreista hús bara vel við tíu hæða steypukumbaldann í baksýn. -BTH -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.