Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1986. Viðskipti Eimskip: TVeir ráðnir í nýjar stöður Þátttaka í nýju flugfélagi: Sveitarstjómar- menn áhugalitlir - starfsfólk Amarflugs jákvætt „Það hefur mikið verið rætt um að leggja innanlandsdeildina alfarið niður og því fagnar starfefólkið auð- vitað öllum hugmyndum sem lúta að því að finna aðrar leiðir,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, formaður starfsmannafélags Amarflugs, um þá hugmynd að stofhað verði nýtt félag sem tæki yfir innanlandsflug Amarflugs. Guðmundur sagði í samtali við DV að þessar hugmyndir hefðu verið ræddar meðal starfsfólksins sem tel- ur í heildina um 25 manns og fólk hefði almennt verið jákvætt. „Ég held að allir séu ánægðir með þær breytingar sem nú þegar em orðnar á félaginu. Öll umræða hefur verið opinská og þessar hugmyndir komu ekki aftan að mönnum. Við höfum lýst áhuga okkar á að koma tpeira inn í reksturinn og taka á okkur meiri ábyrgð. En hvort það verður með þessum hætti er ekki ljóst enn- þá.“ „Það er alveg ljóst að við höfum engan áhuga á samstarfi sem þessu. Amarflug hefur hingað til ekki stað- ið sig sem skyldi og ég se enga ástæðu til að ætla að það breytist með því að stofhað verði nýtt fé- lag,“ sagði Hilmar Kristjánsson, oddviti á Blönduósi. Guðmundur Sævar, sveitarstjóri á Bíldudal, tók í sama streng og sagði það sína skoð- un að flugfélagið Emir á ísafirði ætti að taka við fluginu. „Fyrir mína parta get ég sagt að við munum ekki taka þátt í nýju félagi, ef Amarflug leggur upp laupana í innanlands- fluginu þá er eðlilegast að Emir taki að sér þá þjónustu." -S.Konn. Eimskipafélag íslands hefur nú ráðið tvo menn í nýjar stöður hjá fyrirtæk- inu. Kjartan Jónsson rekstrarhag- fræðingur hefur verið ráðinn til þess að gegna starfi forstöðumanns nýrrar skrifstofu Eimskips í Svíþjóð, er verð- ur staðsett í Gautaborg. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til Breytingar eru nú fyrirsjáanlegar á innanlandsflugi Amarflugs en þó er ekki Ijóst með hvaða hætti þær verða. Kjartan Jónsson, nýráðinn forstöðu- maður nýrrar skrifstofu Eimskips i Svíþjóð, og Guðmundur Halldórsson, nýráðinn forstöðumaður Norður- landadeildar. starfa í haust, 1. október. Kjartan hef- ur starfað hjá Eimskip frá árinu 1979, er hann lauk framhaldsnámi á sviði stjómunar og markaðsmála frá Versl- unarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann hefur gegnt starfi forstöðu- manns Norðurlandadeildar Eimskips frá miðju ári 1982. Guðmundur Halldórsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn forstöðu- maður Norðurlandadeildar Eimskips frá 1. ágúst nk. Hann réðst fyrst til starfa hjá Eimskip árið 1969. Frá ársbyxjun 1983 hefur Guðmund- ur starfað fyrir Eimskip í Rotterdam, fyrstu tvö árin sem fulltrúi félagsins hjá fyrri umboðsmönnum, en frá 1. janúar 1985 sem forstöðumaður Eim- skips í Rotterdam. \ -BTH Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar.þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara. 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók meö sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaöa reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaöarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verötrvggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hyer3u sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir^greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með aflollum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 826 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 1.052 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.233 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 413 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 207 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 526 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 263 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 617 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 309 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða 'Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er. 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu !agi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum-verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbóigu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júlí 1986 er 1463 stig Hlutabréfamarkaðurinn Kaupverð m.v. 100 kr. nafnverðs Eimskipafélag fslands 370 Flugleiðir 390 Iðnaðarbankinn 125 Verslunarbankinn 124 en var 1448 stig í maí og 1432 stig í maí. Mið- að er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ifrsfjórðungi 1986 er 270 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3998 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01.86. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. Kaupverð Söluverð Söluverð að lokinni m.v. 100 kr. að lokinni jöfnun nafnverðs jöfnun 185 400 200 130 421 140 91 135 98 90 134 97 VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.07 1986 innlAn með sérkjórum sjA sérlista il il HÍÍÍÍH lili Ihi INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÚÐSBÆKUR úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.0 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6mán.uppsógn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12mán. uppsógn 14.0 14.9 14,0 11.0 13.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTURSparað 3 5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10,0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 7.0 7.0 3.0 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3,0 Hlaupareikninyar 4.0 3.0 3.0 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERDTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsógn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.0 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.0 Sterlingspund 11.5 10.5 9.0 9.0 9.0 10,5 9.0 10.5 9.0 * Vestur þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 6.5 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGD ALMENNIRViXLAR (forvextir) 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15,25 15,25 15.25 15.25 VIDSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) koe 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15,5 15,5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kae 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Aö 21/2 árí 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSUJ sjAnedanmAlsii ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.