Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. Frjálst.óháó dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Þrefalt matarverð „Mér finnst hins vegar ánægjulegast, að í 78% til- vika er innkaupsverð okkar gott,“ sagði framkvæmda- stjóri Félags stórkaupmanna í blaðaviðtali um helgina. Vísar hann þar til samanburðar, sem Verðlagsstofnun gerði á matvöruverði í Reykjavík og Glasgow. Þar kom í ljós, að innkaupsverð íslenzkra heildsala var í 22% tilvika hærra en verð út úr verzlurium í Glas- gow. Vonandi er framkvæmdastjórinn eini maðurinn í landinu, sem er ánægður með þessa prósentu. Hún er því miður allt of há og gefur tilefni til gagnaðgerða. í sömu könnun kom í ljós, að í 55% tilvika var inn- kaupsverð íslenzkra stórkaupmanna hærra en verð frá starfsbræðrum þeirra í Glasgow. Full ástæða er, að málsaðilar kanni, hvernig í ósköpunum stendur á þess- um óhagstæðu tölum, en leggist ekki í sæluvímu. Að minnsta kosti einn íslenzkur heildsali tók harka- lega við sér, er könnun Verðlagsstofnunar sýndi, að innkaupsverð einnar vöru hans var hærra en smásölu- verð í Glasgow. Hann sendi framleiðandanum strax skeyti og bað um skýringu á hinum mikla verðmun. Vonandi gera aðrir stórkaupmenn slíkt hið sama í stað þess að taka mark á drýldni framkvæmdastjóra félags þeirra. Markmið aukins verzlunarfrelsis er, að neytendur hagnist. Ef þeir njóta ekki aukins frelsis síð- ustu ára, eru í mysunni maðkar, sem útrýma þarf. Könnun Verðlagsstofnunar sýndi, að matvöruverð í Reykjavík var nærri þrefalt hærra en í Glasgow. I einu tilviki komst verðið í ReykjavíV upp í að vera sexfalt Glasgow-verð. Þetta var rétt túlkað af Verðlagsstjóra og af fjölmiðlum, sem sögðu agndofa þjóð frá þessu. Engin ástæða er fyrir verðlagsstjóra að taka mark á kvörtunum heildsala um rangtúlkun. Ekki er heldur ástæða til, að félag þeirra fái framvegis að skoða niður- stöður hans, áður en þáer eru sendar fjölmiðlum. Slíkt lyktar af ritskoðun af hálfu eins skálksins í málinu. En skálkarnir eru fleiri, meðal annars hinir erlendu framleiðendur, sem hlunnfara íslenzka stórkaupmenn og íslenzka alþýðu um leið. Meiri og ítarlegri saman- burður af hálfu Verðlagsstofnunar á að geta beint kastljósi að slíkum tilvikum og útrýmt þeim snarlega. Einn versti skálkurinn er íslenzka ríkið sjálft. Það leggur þung gjöld á innfluttar vörur. Ennfremur meinar það stórkaupmönnum að þiggja erlenda vörukrít, sem mundi gera þeim kleift að kaupa inn í stærri skömmtum og ná lægra einingaverði, neytendum til hagsbóta. Verst er, að sérhver álagning leggst ofan á þær, sem fyrir eru. Fyrst taka heildsalar prósentur í formi um- boðslauna. Síðan leggur ríkið gjöld sín, ekki bara á vöruverðið, heldur einnig umboðslaun og flutnings- kostnað. Þannig er hægt að tvöfalda verðið. Næst kemur svo heildsalinn, sem leggur nýja pró- sentu, ekki aðeins ofan á kaupverð vörunnar, heldur einnig ofan á umboðslaun sín, flutningskostnað og opin- beru gjöldin. Loks leggur smásalinn sína prósentu ofan á allt hið sama og ofan á prósentu heildsalans að auki. Þannig getur vítahringurinn endað með, að smá- söluálagningin ein er orðin fyrirferðarmeiri í vöruverð- inu hér innanlands en upprunalegt verð vörunnar frá framleiðanda. Vinda þarf ofan af þessum vítahring. Þjóðhagslega og lífskjaralega er mikilvægast, að nota athuganir á borð við þessa sem tæki til að ná lægra verði frá erlendum framleiðendum. Þannig verður unnt að spara þjóðinni háar fjárhæðir á degi hverjum. Jónas Kristjánsson Nú hafa verið birtar nýjar lána- reglur Húsnæðisstofnunar. Þótt ýmislegt megi að þeim finna þá eru þær almennt séð mikið framfara- spor. Hillir nú undir að viðurkennd- ur sé eðlilegur réttur fólks til þess að eignast húsnæði með viðráðan- legum kjörum. Hitt er vitaskuld til vansa hversu langur tími leið frá því að augljóst var að stórbæta yrði húsnæðíslánakerfið. Biðtíminn hef- ur kostað miklar þjáningar margra. Þær þjáningar urðu svo enn meiri vegna annarra aðstæðna, nefriilega launaskerðingar. Nú þegar hús- næðislánakerfið hefur verið endur- bætt er enn óleystur vandi þessa fólks sem keypti eða byggði íbúð á árunum 1980-85. Miðað við aðra þjóðfélagshópa má reyndar segja að KjaHaiinn Kjartan Jóhannsson þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn „Nú þegar húsnæðislánakerfið hefur verið endurbætt er enn óleystur vandi þessa fólks sem keypti eða byggði íbúð á árunum 1980-^5“ staða þessa fólks sé enn óbærilegri en áður. Eignaupptaka og skuldafen Sannleikurinn er nefnilega sá að þeir sem öfluðu sér íbúðar íyrir 1980 nutu til þess aðstoðar verðbólgu vegna niðurgreiddra lánskjara. Þeir sem afla sér íbúðar á þessu ári og komandi tímum munu njóta góðs af hinu endurbætta lánakerfi og að lík- indum heldur skánandi launakjör- um. Eftir situr þá hópurinn sem aflaði sér íbúðar á næstliðnum árum. Honum hefur verið sökkt í óbærilegt skuldafen og margir í þessum hópi hafa orðið eignalausir, sumir skulda reyndar meira en eignum nemur. Hvað hefur þessi hópur fólks unn- ið sér til óhelgis? Svarið er: Þessi hópur hefur gert það eitt að velja einmitt þessi ár til íbúðaröflunar en ekki einhver önnur. Það voru ytri aðstæður, sem þetta fólk réð ekki yfir sem færðu því skuldabaggann, baslið og eignaupptökuna. Launa- kjör voru stórskert en lánskjaravísi- talan æddi áfram. Þrátt íyrir afborganir, sem urðu sífellt þung- bærari, þá hækkuðu eftirstöðvar lánsins frá einum gjalddaga til hins næsta. Greiðslubyrði þyngdist, skil reyndust oft ókleif og margir hafa hlotið háa dráttarvexti í ofanálag. Þjóðfélagslegt misrétti En fýrir það eitt að velja einmitt þessi ár til íbúðaröflunar stendur þessi hópur fólks verr að vígi en nokkur annar, bæði þeir sem öfluðu sér íbúðar fyrr og þeir sem gera það síðar, samkvæmt nýja húsnæðis- lánakerfinu. Slíkt misrétti má ekki þola. Þetta misrétti er þar á ofan fyrir tilverknað þjóðfélagsins vegna efiiahagsstefhu stjómvalda. Þá er það ótvírætt hlut- verk þjóðfélagsins að jafna misréttið og rétta hlut þess hóps sem svo hart hefur orðið úti - ekki fyrir eigin til- verknað, heldur vegna ytri aðstæðna eins og stjómvöld ákváðu þau með gerðum sínum. Hvað er til ráða? Duga þá ekki lánalengingar eða að þessir hópar gangi inn í nýja kerfið? Svarið er nei. Viðbótarlán duga ekki af því að eignarlaust fólk á engin veð fyrir frekari lánum. Lánalengingar duga ekki því að fólkið er orðið eignalaust og það er í því sem óréttlætið felst. Óréttlætið er m.a. vegna þess að þessu fólki hefur verið gert að greiða vexti og vaxtavexti og dráttarvexti af upphæðum sem það gat ekki átt von á, af því að kjaraskerðing og verðbólga brengluðu allar áætlanir. Þess vegna er ekki nema eitt til ráða til þess að rétta hlut þessa þjóð- félagshóps og gera honum kleift að standa nokkum veginn jafnfætis öðrum í samfélaginu. Sú leið er að lækka skuldir þessara aðila svo að eignarstaða þeirra skáni. Endurgreiða á hluta skulda- aukningar Mér sýnist bæði sanngjamt og skylt að ríkið fyrir hönd samfélags- ins leggi fé til þess að endurgreiða þessum hópi fólks hluta skuldaaukn- ingarinnar, svo að hann geti staðið jafhfætis öðrum þjóðfélagshópum. Hugmynd mín er sú að fyrir hvem og einn þessara aðila verði reiknuð út og metin hækkun skulda fram til 31. des. 1985 og beint má rekja til íbúðaröflunar. Þessi útreikningur yrði gerður á gmndvelli skattfram- tala og annarra gagna frá aðilunum samkvæmt sérstakri umsókn þeirra. Á síðasta þingi flutti ég ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Al- þýðuflokksins tillögu um þetta efni. Þar var gert ráð fyrir að 50% af hækkun þessara skulda umfram hækkun almenns kaupgjalds í landinu myndaði sérstakan endur- greiðsluhluta sem viðkomandi ætti rétt á og yrði þessari upphæð þá varið til þess að greiða vanskil og lækka skuldir hans. Vafalaust geta menn haft skiptar skoðanir um ýmis framkvæmdaat- riði í þessu sambandi. Það er ekkert við því að segja og mætti skoða það nánar. Aðalatriðið er að menn við- urkenni að þann ójöfhuð sem hér um ræðir verði að jafna og hér sé um samfélagslegt verkefhi að ræða, sem greiða verður úr almannasjóði. Kjartan Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.