Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. Merming Hrátt og soðið (tnv »»>m (itiiIUix »t>tf < »Nr>«rHtJt>»l i«'\ lki«l«-< N dlxHU »4*viai »/-<t-.f<>j*«{<>giv‘ “ OK'f/yrr Claude Lévi-Strauss - The Raw and The Cooked: Introduction to a Science of Mythology, 369 bls. Penguin, London, 1986 Fáir núlifandi mannfræðingar njóta eins mikillar virðingar og Frakkinn Claude Lévi-Strauss. Þó er hann ekki mannfræðingur í hefðbundnum skiln- ^ingi, sífellt á ferðalagi meðal írum- stæðra þjóða, heldur miklu frekar heimspekingur sem byggir kenningar sínar á tiltölulega fáum grundvallar- atriðum. Lévi-Strauss dvaldi í New York í síðara stríði og kynntist þar rannsóknum tékkneskra fræðimanna á lögun og uppbyggingu tungumáls, auk þess sem hann varð fyrir miklum áhrifum frá kenningum Claude Shannons. um upplýsingamiðlun og stýrifræði (cybemetics). Með þessi fræði að bakhjarli, svo og málfræðirannsóknir Saussures, hóf Levi-Strauss samanburðarrannsóknir á frumstæðum þjóðum og gekk þá oft- ar en ekki' út frá trúarbrögðum þeirra og mýtum. Auk þess hefur hann lagt út af mægðum og náttúrudýrkun með- al afskekktra ættbálka, t.d. í Suður- Ameríku. Penguin heíúr nú gefið út ritgerða- safn eftir Lévi-Strauss er nefnist The Raw and The Cooked (Hrátt og soðið) þar sem höfundur fæst mestmegnis við að flokka mýtur suður-amerískra in- díána og sýna fram á að þær mynda skýrt sálfræðilegt munstur. Ennfremur telur Lévi-Strauss ein- sýnt að þetta munstur sé í grundvall- aratriðum ekki frábmgðið þeim hugmyndaheimi sem þróaðri menn- ingarsamfélög hrærist í. Bækur Lévi-Strauss myndu ekki flokkast undir skemmtilestur og þessi bók er á köflum eins og reiknings- fræðileg skýrsla. En engum dylst að hér fer skarpgreindur og vekjandi fræðimaður sem veit hvað hann syng- ur. -ai Þrjár skáldsögur Marguerite Duras Marguerite Duras - Three Novels: The Square, Ten-Thirty on a Summer Night og The Aftemoon ot Monsieur Andesmas, 288 bls. John Cakter, London, 1985. Að því ég best veit hafa bækur frönsku skáldkonunnar Marguerite Duras aldrei verið þýddar á íslensku. Þó hefur hún lengi verið í miklum .^metum meðal unnenda tilraunabók- mennta í heimalandi sínu og talin einn af öndvegishöfundum ,tnýju skáldsög- unnar“ sem nú er reyndar orðin aldarfjórðungs gömul. Duras ólst upp í Austurlöndum fjær, nánar tiltekið Víetnam, sem gerði hana að hatrömmum andstæðingi ný- lendustefhu og vakti með henni meðvitund um firringu og andlega ein- angrun Vesturlandabúa. Hún barðist með frönsku andspymuhreyfingunni í síðara stríði, sat um tíma í fangabúð- um Þjóðverja og tók síðan virkan þátt í franska kommúnistaflokknum, allt %, þangað til hún var rekin úr honum árið 1955. í fyrstu skrifaði Duras skáldsögur í nýraunsæjum stíl og út fiá eigin lífs- reynslu en við samvinnu hennar og kvikmyndaleikstjórans Alain Resnais, æm gat af sér kvikmyndina Hiroshima mon amour (1960), urðu talsverðar breytingar á ritstQ Duras. ^ Söguþráður og persónur renna smátt og smátt saman í eitt frásagnarflæði. Við vitum tæplega hvar sögur hennar gerast, né heldur hvað er raunveru- lega að gerast. Það er því orðið lítið eftir af við- teknum leikreglum skáldsögunnar. En þótt ég lesi frönsku aðeins með herkjum þykist ég þó geta numið hið ljóðræna hljómfall í textum skáld- konunnar, sem raunar skilar sér býsna vel í enskum þýðingum. John Calder hefur nú gefið út þrjár af þekktustu skáldsögum Marguerite Duras, Torgið, Klukkan hálf-ellefu um sumarkvöld og Eftirmiðdagur herra Andesmas, í einni kilju. Torgið segir frá ungri bamfóstru og sölumanni sem hittast fyrir tilviljun í grasgarði og taka tal saman. Eftir því sem líður á eftirmiðdaginn verður tal þeirra opinskárra, einsemd þeirra aug- ljósari en þó tekst þeim ekki að tengjast náið. I lokin kveðjast þau og fara hvort sina leið, en þó er ekki úti- lokað að þau kunni að hittast á ný. Klukkan hálf-ellefú um sumarkvöld er bæði spennu-.og ástarsaga og e.t.v. læsilegri fyrir „venjulega" lesendur heldur en hinar tvær sögumar. Sögu- hetjan, María, er í sumarfríi á Spáni með manni sínum og bestu vinkonu þeirra hjóna. í þrumuveðri kemst hún skyndilega að þvi að eiginmaður hennar er í ástarsambandi við vinkon- una og að uppi á þaki við hliðina á hóteli þeirra liggur eftirlýstur morð- ingi í felum. Þetta tvennt rennur saman í vitund hennar og veldur undarlegu hugar- ástandi. María afræður síðan að gera hvörttveggja í senn, bjarga morðingj- anum undan réttvisinni og hjónabandi sínu frá skipbroti. Eftirmiðdagur herra Andesmas er síðan löng ljóðræn stemma um gamlan mann, herra Andesmas, sem situr uppi í fjallshlíð og bíður eftir arkitekt sem ætlar að teikna hús fyrir dóttur hans. Meðan hann bíður rifjar herra An- desmas upp fortíð sína og verður á endanum ljóst hvað framtíðin ber í skauti sér. Textinn er hreinn, klár og blæbrigðaríkur. Fyrir þá sem vilja kynnast skáld- verkum Marguerite Duras er þessi skáldsagnaþrenna alveg ágætur inn- gangur að þeim. -ai Irskir afburðamenn The Faber Book ol Contemporary Irish Poetry, 415 bls. Edited by Paul Muldoon. Faber and Faber, London, 1986 Það er mál margra bókmennta- manna að bresk ljóðlist standi nú í mestum blóma meðal þeirra írsku skálda sem skrifa á enskri tungu, eða eru jafrivíg á ensku og írsku. I því sambandi er oft vísað til góðvinar okkar, Seamus Heaney sem gerði stormandi lukku á alþjóðlegri ljóð- skáldavöku hér í fyrrahaust. En írar eiga fleiri afburðamenn í ljóðlist, Thomas Kinsella, Paul Muldoon, John Montague, Michael Longley, Derek Mahon, Paul Durcan, Tom Paulin (sem einnig hefur komið til íslands og skrifað um reynslu sína) og Medbh McGuckian. Nú hefur eitt þessara skálda, Paul Muldoon, tekið saman sýnisbók ljóða eftir írsk nútímaskáld sem fengið hefúr góða dóma hjá gagnrýnendum. Muldoon hefúr brugðið á það ráð að velja fá ljóðskáld en mörg ljóð eftir hvert þeirra. í bókinni eru þau skáld, sem nefhd eru hér að ofan, að Muldo- on sjálfúm undanskildum, en auk þeirra fljóta með tveir látnir skáldjöfr- ar, þeir Patrick Kavanagh (1. 1967) og Louis MacNeice (1. 1963). Þeir eru með í þessum félagsskap vegna þess að Muldoon miðar valið við árið sem nóbelsskáldið Yeats lést, en þeir Kavanagh og MacNeice mega teljast tengiliðir milli Yeats og nú- tímaskálda. Helsti galli á þessari sýnisbók Muldoons er að hann upplýsir hvergi um forsendur fyrir vali sínu. I formála stað eru endurbirtar glefsur úr gömlu útvarpsrabbi þeirra MacNeice og F.R. Higgins þar sem þeir velta fyrir sér náttúru ljóðlistar á írlandi. Higgins hefúr þetta um írsk skáld að segja: „Núlifandi írsk ljóðskáld eru sanntrúuð. Kannski eru þau villutrúar en þau eru innblásin af andagift sem sprettur af trú. Ég er að tala um trú á lífið sjálft, á innstu rök náttúr- unnar, á þjóðarvitundina. Þeir lifa í eins konar draumi sem hefur innrætt þeim galdralist.“ Víst er að mörg bestu ljóðin í þess- ari bók styðja við þessa alhæfingu. Þau standa fostum fótum í gamalli hefð en eru borin uppi af stílbrögðum módemismans. Eíns og íslensk nú- tímaskáld mega írsk skáld sig hvergi hræra fyrir sögunni og hefðinni og skáldskapur þeirra fjallar oftar en ekki um tilraunir þeirra til að rífa sig lausa undan því oki, eða þá að finna sér afskekktan samastað í írskri til- vem. Því er Þorsteinn frá Hamri sennilega írskastur íslenskra ljóð- skálda. -ai 'if rENC.UIN Lm KARY BUX.KAPIHES (i E It \ l, I) N I t; H S I A MEMORY Tt» hy £*> (!«■ best ttl'fbc Ixxát* ftiþt*lK'.l jbou; jjclt KiT<«lk'< itSc «<A. 4t><1 <it jrU wnRm %«lh •> sxri’ ló lt'ig úir Ja*í> s i;wt> pnwe' - Mt'diwwi S- Hert.stnjle. A <; II I T I C A L II 1 0 (i K A P li V 0 F Bókmenntir flökkumanns Mikill rannsóknariðnaður bók- menntafræðinga hefúr þegar risið í kringum Kerouac og Beat- skáldin. Einn ákafur Beat- áhugamaður, Ger- ald Nicosia, hefur nú skrifað ævisögu Kerouacs sem hann nefnir Memory Babe. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Gerald Nicosia - Memory Babe, A Critical Biography of Jack Kerouac, 767 bls. Penguin, 1986 Stundum er sagt að bókmenntafólk skiptist í tvennt, þá sem em hrifnir af skrifum Jacks heitins Kerouac og þá sem ekki vilja heyra á þau minnst. Raunar hefur stjama Kerouacs sem rithöfundar farið hríðlækkandi á und- anfömum árum, og í virtum uppslátt- arbókum (sjá Fontana Biographical Companion to Modem Thought, 1983) er hann kallaður „aftaníhossi Thom- asar Wolfe“. Á sama tíma hafa önnur Beat-skáld og félagar Kerouacs, svo- sem Burroughs og Ginsberg, risið í áhti. En hvað sem um skrif Kerouacs má segja þá er hann merkilegt félagslegt fyrirbæri. Á sjötta áratugnum, þegar bandarískt þjóðlíf var að koðna niður í reglu- og íhaldssemi á öllum sviðum, þá birtist Kerouac eins og frelsandi engill og mælti fyrir nýjum lífsstíl, frjálsræði, flakki, taumlausri einstakl- ingshyggju og yfirskilvitlegum upplif- unum með aðstoð fíkniefna, jasstón- listar og kynhvatar. Flökkubókin „On the Road“ gerði Kerouac frægan og frægðin reyndist honum erfið. I síðari bókum reyndi hann að halda sama dampi og í On the Road, en án árangurs. Þær em mestmegnis bæði lausbeislaðar og bólgnar, en þó stundum mergjaðar. Kerouac sjálfúr lést árið 1969, langt fyrir aldur fram. Þar hefur hann upp á öllum sem þekktu Kerouac, öllum sem rákust á hann dmkkinn eða undir öðrum áhrif- um, öllum sem skrifuðust á við hann, o.s.frv. Á endanum verður allt þetta upplýsingaflæði lesandanum til traf- ala, hann missir sjónar á rithöfundar- ferli Kerouacs. Engu að síður dregur Nicosia margt fróðlegt fram í dagsljó- sið, sérstaklega um uppvaxtarár Kerouacs í Kanada. Frásögn hans af síðustu æviárum hans er einnig raunaleg, en þá lá Kerouac iðulega á meltunni heima hjá móður sinni, sem hélt honum alla tíð í tilfinningalegu varðhaldi, drakk brennivín og ímyn- daði sér að hann ætti eftir að semja ódauðleg meistaraverk. -ai Utangarðs í Ástralíu Criena Rohan - The Delinquents, 193 bls. Penguin, 1986. Penguin útgáfan hefur nú um nokk- urt skeið gefið út bækur eftir ástralska rithöfunda undir merkinu Australian Selection. Nýlega kom út næstum gleymd skáldsaga eftir skáldkonuna Criena Rohan (Deirdre Cash), The Delinquents. Rohan þessi varð ekki langlíf, lést 38 ára gömul eftir að hafa gefið út tvær skáldsögur, The Delinquents (1962) og Down by the Dockside (1963). Delíkventamir sem um er að ræða er komungt par, Brownie og Lola, sem ekki „fíla“ sig í því umhverfi sem þau em alin upp í og hlaupast á brott til að giftast og njóta lífsins. Yfirvöldin komast upp á milli hinna ungu elsk- enda sem þurfa að leggja mikið á sig til að ná saman á ný. Höfundur dregur upp líflega og afar sannfærandi mynd af áströlsku þjóð- félagi á sjötta áratugnum, þegar amerísk rokkmúsík og fatatíska setti allt á annan endann meðal unglinga í hinum enskumælandi heimi. Bókin er bæði angurvær og fyndin, raunsæ og uppfull af ærslafenginni sköpunar- gleði. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.