Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1986, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1986. 11 Sendir 30 lonn af fatnaði til Tekið á móti fatasendingu Rauða krossins í Mosambique. Rauði krossinn: Mosambique Rauði kross íslands sendi nýlega 30 tonn af fatnaði til Mosambique firá lager danska Rauða krossins á Jót- landi þar sem fötin voru flokkuð og þeim pakkað til sendingar. Föt þessi söfnuðust hér á landi í söfiiun þeirri sem efht var til sl. haust. Einkum er þama um að ræða notuð föt en einnig hafa ýmis fyrirtæki gefið ónotuð föt af eldri birgðum sínum. Á lagemum í Danmörku hefur danski Rauði krossinn komið upp að- stöðu til að hreinsa, gera við og flokka fatnað úr söfiiunum og hefur samstarf við Rauða krossinn hérlendis á þessu sviði. Það vom alls um 70 tonn sem send vom til Danmerkur til vinnslu og þar af hafa nú verið send milli 40 og 50 tonn til Mosambique, en þar er þeirra mikil þörf eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum í kjölfar hungursneyð- arinnar. Verið er að vinna við frágang á því sem eftir er í Danmörku til send- ingar. \ ________________-BTH Fundu mó- rauðan hrafn í neti JSS^w KJOTMIÐSTOÐIN Laugalœk 2. Simi 686511. Minna en 1% fita. Diet nautahakk 399,- Nautahakk aðeins 250,- 5 kg. í poka. Lambahakk 210,- Kindahakk 185,- Baconsneiðar 275,- Baconstykki 199,- Marinerað lambal. 310,- Marineraðar lambakótel. 328,- Marineraðar lambasn. 366,- Marineruð lambasteik 218,- Krydduð lambarif 126,- Svinabógar, reyktir, 290,- Nýr svínsbógur 247,- Reykt svínalæri 295,- Ný svínalæri 245,- Svínarif 178,- italskt gúllas 370,- kr. kg. Londonlamb, 1 ,fl„ 375,- Fréttaskotið, síminnsemaldrei sefur KÓKOSKEX ..ljúffengt og bragömifeiö KEXVERKSMIÐJAN HOLT 68-7&-58 „Mér er sagt að hrafiiinn sé svokall- aður albínói, þess vegna hefur hann þennan undarlega litarhátt," sagði Sigurður Tómasson, bóndi í Sólheima- tungu í Borgarfirðinum, í samtali við DV um sérstæðan mórauðan hrafh með ljósa bringu sem farrnst flæktur í neti á bökkum Gljúfurár, skammt frá bænum í gær. „Það virðist verða hrafnafjölskylda hér í Borgarfirðinum sem hefur arf- genga brenglun í litareinkennum. Ég skaut árið ’66 hrafn með sama litar- hætti og þessi hefur, sá hrafn er nú á Náttúrugripasafninu í Reykjavík. Svo hef ég séð fleiri af sama tagi i gegnum árin hér í sveitinni. Það er mikið mið- að við að þetta eru mjög sjaldgæf tilfelli." Sagði Sigurður hrafninn mórauða orðinn sprækan á ný þótt hann hefði verið hálfvankaður er hann fannst. „Þeir sækja krumma til mín frá Sæ- dýrasafhinu í kvöld, hann fær að spóka sig þar frá og með morgundegin- um.“ -BTH Fólk kemur að skoða hafisinn Regína Thoraienseav, Qögii Síðustu viku var hér hiti og blank- andi logn en einn daginn um ellefu leytið fór ísþokan að skella hér yfir og var nístandi köld. Óteljandi smá- ísjakar, eins og hreistrið á síldinni, tóku stefiiuna inn á Djúpuvík . Fólk hefur komið hingað mikið undanfama daga til að skoða hafísundrið og fær það góðar viðtökur á hótelinu í Djúpu- vík. Nú er ísinn þó á undanhaldi og á rekur út Húnaflóann Sláttur hér í Ámeshreppi byrjar ekki fyrr en um mánaðamót, að sögn bænda. st- og vetrarlistinn kominn OG OPIO KL. 1 -6 VERÐ KR.190 - SEM END U PÖNTUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.