Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Fréttir „Fáum seint þakkað þetta vinarbragð“ Jacqueline Picasso gefur forsetaembættinu veric eftir Pablo Picasso „Við fáum seint þakkað þetta vin- arbragð. Með gjöf sinni •hefur frú Picasso varpað ljósi á ísland og eftir þessu verður tekið um allan heim,“ sagði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir á blaðamannafundi í gær. Tilefiii fundarins var að skýra frá gjöf sem ekkja listamannsins Hér sést hvemig myndin lítur út sem frú Picasso hefur gefið þjóðinni, hún er ómetanleg gjöf. heimsþekkta hefur gefið forseta ís- lands, en það er verkið „Jacqueline". Forsetinn sagði gjöf þessa vera einstaka í alla staði og ekki gætu allar þjóðir státað af þvi að eiga mynd eftir Picasso. Hún tók það skýrt fram að myndin væri gjöf til embættisins og því þjóðarinnar allr- ar. „Eitthvað í fari íslendinga og landið sjálft höfðaði til hennar, henni fannst birta yfir landinu," sagði Vigdís Finnbogadóttir og gat þess einnig að með þeim hefði tekist ævilöng vinátta. Kynningartákn Listahátíðar Listaverkið var kynningartákn Listahátíðar 1986 en í tengslum við hana kom frú Picasso hingað til lands með sýningu úr einkasafiii sínu á verkum eiginmanns síns. „Jacqueline skilur sjálfa sig eftir á íslandi," sagði Vigdís Finnbogadótt- ir en myndina málaði Picasso af konu sinni 1962. Myndin fer aftur út vegna trygg- ingamála en allt hefur verið staðfest og verður því fljótlega gengið frá formlegu atriðunum og sagði forset- inn að ef til vill kæmi frú Picasso til landsins í tengslum við það. Engum blöðum er um það að fletta að listaverk þetta er geypilega verð- mætt og vildi forsetinn sérstaklega geta þess að aðdáunarvert væri að framkvæmdanefiid Listahátíðar skyldi hafa haft djörfúng til að biðja um Picassosýningu, það sýndi best sjálfstæði og frelsi íslendinga. -JFJ Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands: „Einstök gjöf“. Simskeytiö, latlaust gjafabréf sem á stendur: „Viljið þér þiggja „Jacque- line“. Hún er yðar. Þökk og vinarkveðjur. Jacqueline Picasso". Bogi Nilsson ráðinn rannsóknariögreglustjóri Bogi Nilsson, sýslumaður í Suður- Múlasýslu og bæjarfógeti á Eskifirði, hefur verið ráðinn rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins frá 1. október. Bogi er 45 ára gamall, fæddur á Si- glufirði. Hann starfaði áður við sýslumannsembættið í Eyjafirði og bæjarfógetaembættið á Akureyri en síðustu tíu árin hefur hann verið á Eskifirði. Bogi er flokksbundinn sjálf- stæðismaður og hefúr haft nokkur afskipti af flokksstarfi Sjálfstæðis- flokksins á Eskifirði. Þrír aðrir sóttu um stöðu rannsókn- arlögreglustjóra, þeir Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri, Am- grímur ísberg, fulltrúi lögreglustjóra, og Ásgeir Friðjónsson fíkniefnadóm- ari. -KÞ Bogi Nilsson, nýráðinn rannsóknar- lögreglustjóri. A milli þilja í tannlæknadeilunni Það voru reiðir og furðu lostnir við- skiptavinir sem frá urðu að hverfa í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur þegar DV leit þar inn í gær. Voru það þeir sem komu með kvitt- anir frá þeim tannlæknum sem ekki nota gjaldskrá ráðherra. Eins og fram hefur komið í fréttum er sjúkrasamlögum óheimilt að endur- greiða reikninga sem ekki fylgja gjaldskrá ráðherra en hún var sett þar sem engir samningar liggja fyrir. Þama var amma með bamabam sem hún var að koma með frá tannlækni. Reikningurinn var ekki sundurliðaður og heldur ekki samkvæmt gjaldskrá ráðherra. Tannviðgerðin fékkst því ekki endurgreidd og var vísað aftur til tannlæknisins. Margrét Runólfsdóttir, sem kom að í sömu svifum, fékk heldur ekki endur- greitt. Dóttir hennar, sem er 16 ára, er að láta rétta í sér tennumar og ætlaði Margrét að fá þá endurgreiðslu sem hún á rétt á. „Þetta er fáránlegt," sagði Margrét. „Auðvitað vantar mann þennan pen- ing, það er dýrt að fara til tannlæknis. Dóttir mín minntist heldur ekkert á það að tannlæknirinn hefði sagt henni að reikningurinn fengist ekki endur- greiddur." Tannlækriar fullyrtu á blaðamanna- fúndi um daginn að þeir upplýstu sjúklinga um að sjúkrasamlagið end- urgreiddi ekki ef tannlæknar fæm efltir eigin gjaldskrá. Hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur er fastlega gert ráð fyrir að þegar samn- ingar hafa náðst fái viðskiptavinir endurgreitt aftur í tímann. Þetta millibilsástand mun þó koma sér illa fyrir þá sem gert hafa ráð fyr- ir endurgreiðslu nú þegar. -IBS „Ef ekki fæst endurgreitt aftur í tímann læt ég dóttur mína ekki fara til tannlækn- isins í næstu viku,“ sagöi Margrét Runólfsdóttir sem frá varð að hverfa í gær hjá Sjúkrasamlagí Reykjavikur. DV-mynd Óskar Sprengt á Tunguvegi: „Gijóti rigndi yfir þök og garða" „Það var mesta mildi að ekki fór verr, gijóthnullungum rigndi yfir þök og húsagarða i nágrenninu og margir þeirra lentu í garðinum hjá mér, á stað þar sem við sitjum oft í sólstólum. Ég hefði ekki viljað sitja þar þegar þetta gerðist," sagði íbúi við Litlagerði í Reykjavík í samtali við DV eftir að kraftmikil sprenging varð í næstu götu, á Tunguveginum, með fyrr- greindum afleiðingum skömmu fyrir hádegi í gær. Vatnsveita Reykjavíkur var að vinna við dýpkun á skurði við Tungu- veginn við lagningu röra og notaði sprengiefrii við dýpkunina. Ekki er fúllljóst af hverju áhrif sprengingar- innar urðu svo mögnuð sem raun bar vitni, en mottur, sem venjulega eru lagðar yfir staði þar sem sprengt er, þeyttust upp og grjót fylgdi á eftir. Talið er að meiri kraftur hafi verið í sprengiefriinu en vatnsveitumenn reiknuðu með. Engin slys urðu þó á mönnum en nokkrar skemmdir urðu á þökum og görðum nærliggjandi húsa þar sem grjótið féll niður. -BTH Ólafur Erlendsson, ibúi við Litlagerði 3 í Reykjavík, með einn af grjóthnullungun- um sem þeyttust inn í garðinn við sprenginguna. DV-mynd: S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.