Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháö dagblað
FÖSTUDAGUR 15. ÁGUST 1986.
Guðmundur J. endurgreiðir
þrotabúi Hafskips ferðina
Guðmundur J. Guðmundsson al-
þingismaður hefur endurgreitt
þrotabúi Hafskips fjárhæðina sem
harrn þáði í nóvember 1983 úr hendi
Alberts Guðmundssonar, þáverandi
fjármálaráðherra, til þess að leita sér
heilsubótar í Flórída.
í bréfi, sem Guðmundur skrifaði
16. júli síðastliðinn til Markúsar Sig-
urbjömssonar, skiptaráðanda í
Reykjavík, segir: „Með því að Albert
Guðmundsson hefur neitað að koma
þessum Ijármunum til skila, bið ég
yður, hr. skiptaráðandi, að veita
þeim viðtöku fyrir hönd þrotabúsins.
Hér er um að ræða kr. 100.000,- að
viðbættum vöxtum kr. 52.250,- og
fylgir í bankatékka."
Með bréfinu fylgdi ávísun til
skiptaráðanda frá Alþýðubanka ís-
lands að fjárhæð 152.250 krónur.
Skiptaráðandi kvittaði samdægurs
fyrir móttöku fjárins.
DV skýrði frá því í gær að Al-
þýðubankinn hefði undir höndum
ávísun sem Guðmundur sendi Albert
10. júlí síðastliðinn. Guðmundur
vildi að Albert kæmi fénu til réttra
eigenda en Albert treysti sér ekki til
að verða við þeirri bón og endur-
sendi Guðmundi ávísunina daginn
eftir.
Samkvæmt upplýsingum DV var
ávísuninni þá skilað til Alþýðu-
banka íslands til þess að fá aðra
stílaða á skiptaráðanda. Báðir tékk-
amir eiga rætur að rekja til sérstaks
reiknings sem Alþýðubankinn notar
til að framkvæma ýmiss konar milli-
færslur, þar á meðal greiðslur á
víxillánum. Mun ekki hafa verið um
endurgreiðslu á láni að ræða þegar
ávísuninni til Alberts var skilað í
bankann heldur fengin ný ávísun
sem send var skiptaráðanda 16. júlí.
-EA
|\\ Alþýðubankinn hf
0926626
.152.250.00
uku'£tuum Skiptaráóandanum i Reykjavík
eitthundraófimmtiuogtvöþúsundtvöhundruóogfimmtiu 00/100
ALÞYÐUBANKINN HF.
16. júli
rcttur fvr« tOlvuskrwt - h£r fyrir nedan mA hvorki skrifa né stimpla
-----I7B-----7IZ7Z
i;s'
DOfiGARI-QGfiTAEMnÆTTIÐ í REYKJAVÍK FYRIR INNBOJ.’GUN 7 0-10
Sioptorultur
BOTíGUN \, 70
/PUmum t ’
'jfí NfHHiK ttf
11 Trjrcjginu
Ijg Aörai ii...t
! £ndurgr«.duur Uonn.ðu. Q Pcnuujar
y»r uppskr.lt
w tíae suu. ÖKt> i í <52.zsö,8»
Avísunin sem Guðmundur sendi skiptaráðanda 16. júli síðastliðinn og kvittunin frá borgarfógetaembættinu stimpluð og undirrituð af Markúsi Sigurbjöms-
syni skiptaráðanda.
Coldwater-könnunin:
“ Halldór
orðlaus
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra neitaði í samtali við DV að
segja álit sitt á skoðanakönnuninni,
sem Gallup-stofnunin gerði fyrir Cold-
water Seafood Corporation, um vis-
indaveiðar íslendinga og birt var f DV
í gær.
Sagðist Halldór ekkert hafa við DV
að tala. Skýrslan hefði aldrei átt að
fara fyrir almenningssjónir enda um
trúnaðarmál að ræða.
at- Eins og fram kom í DV í gær var
könnunin gerð í lok síðasta árs. Þar
kemur meðal annars ffarn að 77%
Bandaríkjamanna eru á móti vísinda-
veiðunum og 42% eru tilbúin að
bindast samtökum um að hætta að
kaupa íslenskan fisk. -KÞ
Ávallt feti framar
SÍMI 68-50-60.
o,0lLASro
ÞRÖSTUR
SÍÐUMÚLA 10
LOKI
Kemst skiptaráðandi
þá til Fiórída?
>“•
Létt bifhjól og fóiksbifreið lentu í hörðum árekstri framan við Þverholt í Mosfelissveit um ki 22.30 í gær-
kvöldi. Kom ökumaður bifhjólsins keyrandi á mófi bifreiðinni en rétt áður hann hann mætti henni sveigði
hann skyndilega fyrir bílinn og ætlaði inn á verslunarplan hinum megin við veginn. Ökumaður i bílnum náði
ekki að hemla í tæka tíð svo hjólið skall á bílnum og kastaðist pilturinn af því. Fótbrotnaði hann og fékk
minni háttar áverka. Hann var hjálmlaus. Bifhjólið er mikið skemmt en billinn með minni háttar skemmdir.
-BTH/ DV-mynd S
Veðrið á moigun:
Kaldast
verður fyrir
austan
Á morgun lítur út fyrir hæga norð-
austlæga átt og bjartviðri um allt
sunnan- og vestanvert landið en
skýjað og öllu svalara um landið
austarívert og þokuloft við norður-
og austurströndina. Hiti verður á
bilinu 12-17 stig.
Kartöfluveiksmiðjan á Svalbarðseyri:
Hlutafélag
stofnað um
rekstorinn
Ján G. Hauksscsi, DV, Akureyri:
Mikil spenna ríkir nú um Kaup-
félag Svalbarðseyrar og eru forráða-
menn þess að ræða við kröfúhafa þessa
dagana um það hvort þeir séu tilbúnir
að slá svo mikið af kröfúm sínum að
ekki komi til gjaldþrots. Samvinnu-
bankinn er stærsti kröfuhafinn vegna
lána til kartöfluverksmiðjunnar á
Svalbarðseyri. Hann lánaði bæði lang-
tímalán og afurðalán til verksmiðj-
unnar.
í gærkvöldi var stofnað hlutafélag
um rekstur kartöfluverksmiðjunnar
þar sem KEA á 60%, Ágæti í Reykja-
vík 20% og félag kartöflubænda í
Eyjafirði 20%. Menn velta því nú mjög
fyrir sér hvert verði kaupverð þessa
nýja félags á verksmiðjunni og hvað
Samvinnubankinn er tilbúinn til að
slá mikið af kröfum sínum.
Ársskýrslan fyrir síðasta ár, sem átti
að vera tilbúin í mars, er enn ekki
komin en hún ku þó vera að fæðast..
Greiðslustöðvun félagsins lýkur um
næstu mánaðamót. Samkvæmt árs-
skýrslunni er ljóst að tap varð á
i'ekstrinum síðasta ár og milljóna
gjaldþrot blasir við nema kröfuhafar
slái svo mikið af að ekki komi til gjald-
þrots.
Laun hækka um
næstu mánaðamót
- í kjöifar vísitóluhækkunarinnar
Laun hækka um 0,38% um næstu
mánaðamót. Kemur sú launahækkun
til viðbótar þeim 3% sem laun áttu
annars að hækka eins og kveðið er á
um í aðalkjarasamningunum frá þvi í
febrúar.
Þessi ákvörðun var tekin á fundi
launanefndar Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins í morgun.
Umframhækkunin kemur í kjölfar 0,
38% hækkunar framfærsluvísitölu frá
maí til ágúst umfram það sem miðað
var við i kjarasamningunum frá í febr-
úar. -KÞ