Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 45 Eins og ngill Það hafa fleiri fugl á höfði en Egill Stuðmaður. Þessi fjarskyldi frændi vestra heitir Karl og leikur sér löng- um stundum við Gillu andarunga sem lætur sér vel lika þegar hann hnoðast með hana sér til skemmt- unar. Annars er Karl þessi mikið kvennagull, þykir með afbrigðum kynþokkafullur og myndin af honum með þennan síkvika fjaðraskúf á skallanum vermdi ótalin ungmeyjar- hjörtu. Nokkur ár eru liðin siðan dag- blöðin urðu sér úti um sólar- stúlkur á siðurnar jafnskjótt og sást til sólar. Sólardrengur Sviðsljóssins að þessu sinni heitir Guðmundur Birgisson og hann sat ekki auðum höndum i góða veðrinu heldur múraði veggi Morgunblaðshallarinnar af miklum dugnaði. Viðgerð fór fram á götuhæðinni enda mikil- vægt að undirstöður haldist vel traustar. DV-mynd Óskar örn Sviðsljós Ólyginn sagði... Díana prinsessa mætti topplaus til vígslu sjúkra- húss í Wales. Að vísu var það hatturinn hennar sem toppinn vantaði á en það vakti ómælda athygli og heilmiklar bollalegg- ingar. Kunnugir segja frúnni hreint alveg ótrúlega heitt á höfðinu við opinber tækifæri og hún hafi reynt að fá siðameist- ara hirðarinnar til að samþykkja hattleysi við slíkar athafnir i framtíðinni. Svarið var þvert nei og þá ákvað Díana að réttast væri að fara bil beggja eins og I öllum meiriháttar samninga- viðræðum. Því fékk kúfurinn að fjúka. Peter Grönvall segist alls ekki þurfa einn eyri af aurum föður síns - Benny Andersons í ABBA-grúppunni velþekktu. Hann býr með kær- ustunni Angelique í lítilli íbúð og spilar tónlist öllum stundum. Framtíðardraumurinn er að lesa þá umsögn í einhverjum blaða- dálki og faðir Peters Grönvall hafi heitið Benny Anderson og sá hafi ekki verið slæmur músi- kant heldur. Annars er samband fegðanna ágætt eftir að óhætt þótti að kynna þennan son Bennys fyrir aðdáendum. Tilvist Peters var haldið stranglega leyndri þegar mestu vinsælda- hrinurnar stóðu yfir því ekki þótti ráðlegt að sýna soninn opinberlega. Nú hefur komið i Ijós að Abba-Benny átti ekki aðeins eitt heldur tvö börn á unglingsárunum - Peter fæddist þegar foreldrar hans voru tæp- lega sextán ára gamlir. Don Johnson er á lausu og segist sjálfur vera heimsins besti elskhugi. Þetta er að hans sögn einstakt tæki- færi fyrr 'iær stúlkur sem hlusta vilja og treista gæfunnar - en einhverja tortryggni vekur að ekki eitt einasta orð um málið hefur enr.þá fengist frá fyrrum eiginkonunni, Patti. Eftir hefð- bundna meðferð hefur leikaran- um tekist að komast yfir óskaplega eiturlyfja- og brenni- vínsflkn en kvennafíknin hefur vaxið að sama skapi. Konurnar í llfi kappans eru löngu orðnar óteljandi og ekkert lát á ósköp- unum - Don Johnson hefur megna andstyggð á því að reyna að standa á eigin fótum. «•

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.