Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 11 Viðtálið Stofnuðum kakósölu og þénuðum vel Karl Bjömsson heitir maður og er bæjarstjóri á Selfossi. Hann leit heim- inn fyrst augum 26. dag aprílmánaðar 1957 og ólst upp í Hlíðunum og Foss- vognum. „Sem strákur var ég i dúfnabransanum, veiddi dúfur og seldi þeim sem áttu kofa. Einnig lék maður sér í Öskjuhlíðinni og þvældist í kring- um flugvöllinn. Annars var það fótboltinn sem átti hug minn allan,“ segir Karl. Hann er mikill Valsari og lék með þeim í yngri flokkunum en vinnuslys endaði feril hans hjá félag- inu. „Það gekk vel í fótboltanum og við unnum flest mót enda var ég í árgangnum með Guðmundi Þor- bjömssyni, Atla Eðvaldssyni og fleir- um sem síðan áttu eftir að gera garðinn frægán. Ég lék frammi og skoraði slatta af mörkum, mest 11 mörk í leik gegn IR sem við unnum 18-0. Þegar ég var 16 ára hætti ég að æfa fótboltann. Ég var þá að vinna i garðyrkju hjá bænum og varð fyrir því óhappi að kantsteinar hrundu ofan á löppina á mér. Ég náði mér en byij- aði aldrei að æfa aftur af alvöm,“ sagði Karl. Yfirkennarinn heyrði lætin í gegnum loftræstikerfið Leið Karls lá i gegnum Hlíðaskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholts- skóla. Á þessum árum vom stærðfræði og saga uppáhaldsfögin. „Maður brall- aði eitt og annað og ég lenti fyrst hjá skólastjóra í 7 ára bekk fyrir ólæti á göngunum en það var í lagi eftir að ég hafði skýrt mitt mál. Annars var ég í frekar miklum ólátabekk fyrstu árin, gallinn var bara sá að þegar við vorum að ólátast gat yfirkennarinn heyrt allt sem fram fór í gegnum loftræstikerfið en hann var þá með skrifetofu beint fyrir neðan stofúna okkar. Greip hann oft irrn í þegar leikurinn stóð sem hæst,“ sagði Karl. Karl gekk í Menntaskólann við Tjöm- ina sem síðar varð Menntaskólinn við Sund. „Skólinn flutti síðasta árið inn við Sund en við erum samt talin sem síðustu stúdentamir úr MT,“ sagði Karl. Hann var í eðlisfræðideild og þótti gott að vera í skólanum. „Ég tók nú ekki mikinn þátt í félagslífinu sem þar var, en þó, ég fór í öll ferðalög og þess háttar. Ég man þó sérstaklega eftir því að við tókum upp á því, nokkrir félagamir, þegar okkur leiddist prins póló og kók-fæðið, að stofna kakósölu. Þar seldum við kakó, rúnstykki, kringlur og þess háttar. Var þessu framtaki vel tekið af skólafélögum okkar og ekki var það verra að’við þénuðum vel á þessu og slíkt kom sér vel fyrir blanka menntaskólanema,“ sagði Karl. Tók hluta af viöskiptafræðinni utanskóla Karl hóf að nemá viðskiptafræði i Háskólanum. Segist honum ekki hafa orðið um sel í fyrstu. „Það var mikill §öldi nema í hverri kennslustund, stórar kennslustofúr og það heyrðist illa í kennurunum ef maður sat aftast. Ég tók fyrstu árin utanskóla og vann með,“ sagði Karl. Honum fannst það ekki sérstaklega erfitt en það varð þó til þess að það tók hann 5 ár að klára en ekki 4 eins og venjan er. „Ég kynntist lítið félagslífinu í Há- skólanum enda lét ég lítið sjá mig þegar ég var utanskóla. Kom bara og tók punkta. Fyrstu árin var ég svo að gera upp hús sem ég keypti á Baróns- stígnum í upphafi náms. Það var billegt, enda í heldur bágbomu ástandi,“ sagði Karl. Skýrsla um félagsleg áhrif brú- argerðar Karl fór að vinna hjá Framkvæmda- stofnun, síðar Byggðastofnun, með námi og var þar uns hann tók við bæjarstjórastöðunni. „Meðal annars vann ég að skýrslu sem tengist þessu svæði en hún hét Félagsleg áhrif brú- argerðar við Ölfusárós. Annars starf- aði ég aðallega að lánamálum sem tengdust sjávarútvegi og sá um ritið Vinnumarkaðinn fyrir árin 1982 og 1983. Golf var fyrsta embættisverkið Karl er ókvæntur og segir það ekk- ert slæmt. Hann á mörg áhugamál og eitt af þeim er ferðalög en hann hefur ferðast viða um Evrópu. „Ég stunda fótbolta enn í kunningja- hópi en við höfum leigt salinn í KR-heimilinu nokkrir saman í mörg ár einu sinni í viku. Annars les ég mikið bækur og þá frekar þungar bók- menntir. Reyni ég svona að kynna mér verk meiriháttar nafna í bók- menntasögunni." Hann hefur stundað laxveiðar í nokkur ár en segist því miður ekki komast eins oft og hann vilji. Að und- anfömu hefur hann þó verið að kynnast nýrri tómstundaiðju. „Ég er farinn að stunda golf lítillega og segja má að mitt fyrsta embættisverk hafi verið að taka þátt í golfmóti sem Golf- klúbbur Selfoss hélt í sumar, ég á ábyggilega eftir að stunda golfið meira," sagði Karl. Margt að læra Honum líst vel á nýja starfið, segist þurfa að kynna sér margt og læra. „Hér eru fjölmörg verkefni og ég er bjartsýnn á framgang mála. Ég stefiii að því að vinna eins vel og ég get að velferð bæjarbúa og vona að vinnan leiði gott af sér. Mitt mottó er að vinna vel en hafa gleði og ánægju jafnframt í fyrirrúmi," sagði Karl Bjömsson. -JFJ fp=l FRÁ TÓNLISTAR- SKÓLA NJARÐVÍKUR Staða málmblásarakennara er laus til umsóknar. Um er að ræða 75% starf við góðar aðstæður. Upplýsing- ar veitir skólastjóri, Haraldur Á. Haraldsson, í síma 92-2903 eða 92-3995. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri kennslu- störfum, sendist Tónlistarskóla Njarðvíkur, Þórustíg 7, 260 Njarðvík, fyrir 20. ágúst. Skólastjóri HVARVORU Hvar voru 72 stóruxar steiktir á teini og 629.520 kjúklingar etnir í október 1985? sjá blaðsíðu 13. Karf Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi. DV-mynd Óskar öm Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Opið til kl. 20 : kvöld I Leiðin liggur til okkai í verslanamiðstöð vesturbæjar. r Munið barnagæsluna á annarri hæð. Opið kl. 14-20. ve Mánudagur 18. ágúst: Lokað kl. 12 á hádegi gna afmælis Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.