Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 27
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 39 Skipt um jarðveg á fiugvélastæði við Loftleiöahótelið. DV-mynd S Framkvæmdir við flugvöllinn Malbikun á aðalflugbraut, jarð- vegsskipti á flugvélastæði og girðing eru helstu framkvæmdir við Reykja- víkurflugvöll í ár, samkvæmt upplýs- ingum Jóhanns Jónssonar, fjármála- stjóra Flugmálastjómar. Lokið verður fyrsta áfanga við stóra girðingu umhverfis flugvallarsvæðið, tæpum tveim kílómetrum af um sjö. Hver kílómetri kostar um 600 þúsund krónur. Þessa dagana vinnur Hlaðbær hf. að jarðvegsskiptum á stæði smáflug- véla við Loftleiðahótelið. Hlaðbær bauð lægst í verkið, 2,5 milljónir króna. Kveðst Jóhann fjármálastjón vonast til að fjárveiting fáist til að malbika stæðið á næsta ári. í næsta mánuði er svo ætlunin að breikka malbikað svæði norður-suður flugbrautarinnar fyrir fimm milljónir króna. Ekki er búist við að truflun verði á flugumferð af þeim sökum. Öflug tæki Reykjavíkurborgar þurfa ekki nema tvo sólarhringa til verksins og rætt er um að vinna það að nætur- lagi, að sögn Jóhanns. -KMU STARFSMENN ÓSKAST Viljum bæta við okkur húsgagnasmið, járnsmið og iðnverkamanni. Goö laun í boði fyrir hæfa menn. Nánari upplýsingar gefnar í síma 12987. IHÚSGÖGN SKÚLAGÖTU 81 REYKJAVfK SÍMI 12987 TORFÆRUAKSTURS- KEPPNI STAKKS Hin árlega torfæruaksturskeppni björgunarsveitarinnar Stakkur, Keflavík - Njarðvík verður haldin við Haga- fell i Grindavík sunnudaginn 31. ágúst nk. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki götubíla og flokki sérútbúinna jeppa. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig í símum 92- 1102 (Þorsteinn) og 92-3666 Sævar) LAUS STAÐA Umsóknarfrestur um áður auglýst starf sérkennara (2/3 stöðu) sem ætlað er að starfa með forstöðu- manni lesvers við Æfinga- og tilraunaskóla Kennara- háskóla íslands er hér með framlengdur til 22. ágúst nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. 14. ágúst 1986 Menntamálaráðuneytið. Mikið hefur verið um erlenda ferðamenn á Akureyri að undanförnu og hefur veðrið leikið við þá. Þessi feröalang- ur brá sér i tennis á dögunum og er ekki annað að sjá en að spaðinn sé meðhöndlaður af mikilli leikni. DV-mynd JGH Fjallalamb: Lifði af hrap niður Goðafoss Jón G. Hauksson, DV, Akureryit „Það sá ekkert á lambinu eftir fallið," sagði Viðar Vagnsson bóndi en hann og bróðir hans, Sigtryggur, björguðu lambi sem féll niður Goðafoss þar sem fossinn er hæstur og kraftmestur síð- astliðið föstudagskvöld. „Það gekk vel að ná í lambið. Við sigum 12-13 metra niður bjarg sem er rétt við fossinn. En þar fyrir neðan, á gijóteyri, hirðist lambið," sagði Viðar. Fjöldi útlendinga, aðallega Austur- ríkismenn og Þjóðverjar, var að skoða fossinn þegar lambið féll fram af foss- brúninni. Gerðu þeir þegar viðvart. „ Lambið lenti í djúpum hyl og því skaut strax upp. Þess vegna slapp það lifandi úr þessum hildarleik," sagði Viðar. FRÁ SKÓLASKRIFSTOFU KÓPAVOGS Ritari Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir ritara, verk- efni ritarans eru að tölvufæra gögn skólans og annast almenn skrifstofustörf. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst nk. Frekari upplýsing- ar í skólanum í síma 43861 og 46865. Kennari Kennara vantar við Þinghólsskóla, kennslugreinar eðlisfræði og líffræði. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 41132 og 42530. Skólafulltrúi LAUSAR STÖÐUR Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöður við námsbraut í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands. Hlutastaða dósents í klínískri lyfjafræði. Hlutastaða lektors í lyfjagerðarfræði, með töflugerð sem aðalgrein. Hlutastaða lektors í félagslyfjafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindasturr, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. september nafestkomandi. 12. ágúst 1986. Menntamálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.