Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Andlát Júlia Sigurbergsdóttir, Kirkju- ferjuhjáleigu, ölfusi, verður jarð- sungin frá Kotstrandarkirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Lovísa Aðalheiður Guðmunds- dóttir, Klapparstíg 5, Ytri-Njarðvík, lést á Heilsuhælinu í Hveragerði aðfaranótt 14. ágúst. Dagmar Jacobsen,Ránargötu 26, er látin. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, fostudaginn 15. ágúst, kl. 10.30. Maria Auðunsdóttir, Efri-Hól, Vestur-Eyjafjöllum, veður jarðsung- in frá Ásólfsskálakirkju laugardag- inn 16. ágúst kl. 14.00. Ferðalög Útivistarferðir Gamla þjóðleiðin yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Laugardagur 16. ágúst. Kl. 09.00: Reykjakot (í Ölfusi) - Hellis- heiði-Kolviðarhóll-Lækjarbotnar. Gengin gamla varðaða leiðin yfir Hellis- heiði. Áð við Hellukofann. Verð 400 kr. Möguleiki að fara með rútunni frá Kolvið- arhóli kl. 13.30 í bæinn eða halda áfram í Lækjarbotna. Kl. 13.00: KolviðarhóU-Lækjarbotnar. Gengið milli þessara gömlu áningarstaða. Verð 300 kr. Sunnudagur 17. ágúst. Kl. 10.30: Lækjarbotnar-Ártún-EUiða- árdalur-Grófin. Gamla þjóðleiðin lá um Reiðskarð hjá Ártúni. Hægt að stytta til 13.30 við Elliðaárstöðina en þá fer rúta þaðan. Verð 200 kr. Kl. 13.00. Gamla þjóðleiðin um Reykja- vík. Gengið frá Elliðaánum neðan Ártúns um Bústaðaholt, Öskjuhlíð, Skólavörðu- holt og Arnarhól í Grófma. Verð 100 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Brottför 10 minútum fyrir auglýstan tíma úr Grófinni (Gróf- artorgi). Gangið með Útivist um elstu þjóðleið landsins i tUefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. AUir geta verið með. Sjáumst. Sumarleyfisferðir Ferðafé- lagsins 1. 14.-19. ágúst (6 dagar): Fjörður-Hval- vatnsfjörður-ÞorgeirsQörður. Flugleið- is til og frá Akureyri. Gist í svefnpoka- piássi á Grenivík, dagsferðir þaðan í Fjörðu. 2.15.-19. ágúst (5 dagar): FjaUabaksleið- ir og Lakagigar. Ekið um Fjallabaksleið nyrðri, gist í Landmannalaugum, næst er gist á Kirkjubæjarklaustri og farin dags- ferð um Lakagígasvæðið. Frá Kirkjubæj- arklaustri er ekið um Fjallabaksleið syðri til Reykjavíkur. 3. 15.-20. ágúst (6 dagar): Landmanna- laugar-Þórsmörk. Gengið milli göngu- húsa F.I. Fararstjóri: Dagbjört Oskars- dóttir. 4. 21.-24. ágúst (4 dagar): Núpsstaðar- skógur. Ekið austur fyrir Lómagnúp í tjaldstað við fossinn Þorleif míganda. Gönguferðir um nágrennið, Súlutinda, Núpsstaðarskóg og víðar. 5. 22.-27. ágúst (6 dagar): Landmanna- laugar-Þórsmörk. Gengið milli göngu- húsa F.I. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Ferðafélagið býður upp á ódýrar og örugg- ar sumarleyfisferðir. Skoðið Island og ferðist með Ferðafélagi íslands. Ferðafélag íslands Helgarferðir 15.-17. ágúst: 1. Álftavatn-LaufafeLl-Skaftártungur. Gist í sæluhúsi F.I. við Álftavatn. Gengið á Laufafell. Ekin er Fjallabaksleið syðri að Álftávatni og síðan til baka um Skaft- ártungur. 2. Landmannalaugar-Eldgjá. Ekið um Jökuldali í Eldgjá og gengið að Ófæru- fossi. Gist í sæluhúsi F.í. í Laugum. 3. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Fólk sem á eftir sumarleyfi ætti að athuga dvöi í Þórsmörk. 4. Hveravellir-Þjófadalir-Hvítárnes. Gist í sæluhúsi F.I. á Hveravöllum. Heitur pollur til baða og afar góð aðstaða. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eios. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaður meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafulít af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeíldin er i Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 ( i' ■. ) > laugardaga, 9.00 — 14.00 I | sunnudaga, 18.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLACHÐ ■T" 1 ......... Utvarp - sjónvarp dv Guðmundur ReyKjalín framkvæmdastjóri: „Hlusta á morgunútvarpið og fréttimar' Ég leit yfir útvarpsdagskrána í gær og það var ekkert sérstakt á rás eitt sem heillaði mig. Við höfðum því kveikt á rás tvö á meðan við unnum svolítið í íbúðinni. Ég hlusta nokkuð mikið á rás tvö og finnst hún ágæt sem bakgrunnstónlist. Hún getur verið þægileg í það en þó að- eins í smátíma i einu. Maður getur stundum fengið alveg nóg og þá hljómar þetta bara sem bölvaður hávaði. Ég hlusta á fréttir og morgunút- varpið á rás eitt en á mér enga sérstaka uppáhaldsþætti. Maður hlustar þó á þætti eins og Daglegt mál og Úm daginn og veginn þegar maður kemur því við. Ég er almennt ánægður með þá liði sem ég hlusta á og finnst fréttimar góðar. Ég horfi nokkuð mikið á sjónvarp og finnst dagskráin þar yfirleitt góð. Ég hef þó ekki horft mikið undan- farið og fylgist því ekki með þessum nýju framhaldsþáttum. Ég er ánægð- ur með dagskrána en það vantar þó samanburð þar sem um enga aðra stöð er að ræða. Það breytist þó væntanlega fljótlega. Ég get þó sagt að í samanburði við danska sjón- varpið er íslenska sjónvarpið miklu betra. Þeir koma fyrr með ýmsa þætti og eru meira með á nótunum. Ég er því almennt nokkuð ánægður með ríkisfjöLmiðlana. Afmæii Skaftá verður Múlafoss 75 ára afmæli á í dag, 15. ágúst, Ás- gerður Einarsdóttir, Neðstutröð 2, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Ari Jóhannesson verkstjóri. Hún er 70 ára afmæli á í dag, 15. ágúst, Jón F. Hjartar, fyrrverandi deildar- stjóri, Kleppsvegi 144, Reykjavík. Eiginkona hans er Ragna H. Hjartar. 80 ára afinæli á í dag, 15. ágúst, 75 ára afinæli á í dag, 15. ágúst, Ás- geir Valur Einarsson, veggfóðr- arameistari, Langholtsvegi 143. Eiginkona hans er Sigríður Bein- teinsdóttir. Þorvaldur Guðjónsson, frá Kefla- vík, Suðurgötu 15-17. Næstkomandi mánudag 18. ágúst, verður eiginkona hans,Guðbjörg Jónsdóttir, frá Kirkjubæ við Skutulsfjörð, áttatíu ára. Þau hjónin ætla að taka á móti gestum í Kirkjulundi þar í bænum á sunnudaginn, 17. ágúst, kl. 15-18. Eimskipafélag Islands hefur keypt vöruflutningaskipið Skaftá af Útvegs- banka íslands. Skaftá var slegin eign Útvegsbank- ans á miðvikudag eftir uppboð sem haldið var í Antwerpen 29. júlí síðast- liðinn. Keypti bankinn skipið á sem svarar til 21 milljónar íslenskra króna og seldi Eimskipafélaginu það fyrir sama verð. Halldór Guðbjamason, bankastjóri Útvegsbankans, sagði í samtali við DV í gær að með þessum viðskiptum fengi bankinn dágóðan hluta af and- virði skipsins upp í skuld Hafskips við Útvegsbankann en sem kunnugt er var Skaftá eitt sinn í eigu Hafskips hf. Halldór sagði að ekki yrði ljóst hve mikið bankinn fengi fyrr en skiptaráð- andi hefði gert upp skuldir hins gjaldþrota skipafélags við erlenda kröfuhafa. Þórður Magnússon, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins, var í gær spurður hvers vegna skipafé- Kartöfluverð er á niðurleið þannig að næstum því er skráð nýtt heildsölu- verð á hveijum morgni eins og verð á hlutabréfum í kauphöllum. I morgun kostaði premier í 1 kg pokum 47,30 kr. - 45 kr. í stórpakkningum og gul- lauga og Helga kostuðu 61,50 kr. í kg pokum en 57,50 í lausu. Þannig er helmingur af sölunni til verslana sagði Samband ungra jafhaðarmanna verður með fund í Hótel Valhöll á Þingvöllum laugardagskvöldið 16. ágúst. Davíð Bjömsson, formaður SUJ, sagði í samtali við DV í morgun að sambandið hefði enn ekki íengið svar frá formönnum Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags um hvort þeir myndu mæta til kappræðu í Valhöll á laugar- dagskvöld. „Við mætum engu að síður,“ sagði Davíð, „og ef ekki til að halda kappræðufund þá til þess að halda annars konar fund“. Davíð sagði að þrennt yrði á dagskrá slíks fundar: Sýningu frönsku flugsveitarinnar, sem vera átti síðar í dag, hefur verið frestað til klukkan 19 á morgun. „Þdð barst skeyti í morgun frá franska sendiráðinu um að ein vélin lagið hefði staðið að kaupunum á Skaftá með þessum hætti, frekar en að bjóða í skipið á uppboðinu í Ant- werpen á dögunum. Sagði Þórður að þar sem Útvegsbankinn átti miklar kröfur í Skaftá hefðu eimskipafélags- menn talið sýnt að bankinn myndi bjóða ríflega í skipið til að tryggja hagsmuni sína. Ekki hefði verið talin ástæða til að reyna að yfirbjóða ban- kann en bíða þess í stað og sjá hver framvinda mála yrði. Verðið sem Skaftá hefði verið keypt á væri mjög í samræmi við markaðsverð skipa af þessu tagi og lokaniðurstaðan því einkar hagstæð fyrir alla aðila. Eimskipafélagið mun taka við Skaftá f Antwerpen á næstu dögum. Mun skipið hefja siglingar fyrir félag- ið að loknum smávægilegum viðgerð- um sem munu taka um þijár vikur. Skipinu verður gefið nafiiið Múlafoss. Skipstjóri verður Guðmundur Kr. Kristjánsson. Ólafur Sveinsson í samtali við DV. Þykkvabæjarkartöflur lækkuðu verðið í gær, þeir hafa aðeins á boð- stólum tegundina premier sem kostaði 49 kr. í lausu, 53 kr. í kg poka og 100 kr. í 2 kg pokum. Allar innlendar kartöflur voru upp- seldar hjá Mata í dag, en væntanlegar eftir helgi. -A.BJ. stjómmálaþróun á Siglufirði, pólitískt hugrekki, og önnur mál. Nú er ljóst að Æskulýðsfylking Al- þýðubandalagsins mun ekki fara til Þingvalla með ungum jafhaðarmönn' um á morgun. Auglýsing þess efnis birtist í Þjóðviljanum í gær. Sölvi Ól- afsson hjá fylkingunni sagði í samtali við DV að vissulega væri þetta leitt. „Ég vona að hægt verði að reyna aftur seinna, eftir að alþýðuflokksmenn hafa gert upp sín mál. Þeir eiga greini- lega í einhveijum vandræðum," sagði Sölvi. -EA hefði bilað,“ sagði Friðrik Pálsson, forseti Flugmálafélagsins, skömmu fyrir prentun blaðsins. Frétt á blaðsíðu 5 tókst ekki að leiðrétta í tæka tíð. -KMU -EA Kartöfluverð á niðurleið SUJ með fimd á Þingvöllum Flugsýningu frestað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.