Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 15 Hvað vilja konumar? Eiður Guðnason alþingismaður er bæði leiður og reiður út í Kvenna- listann og Bandalag jafnaðarmanna í kjallaragrein í DV sl. fimmtudag, hina heilögu flokka í íslenskri pólit- ík, eins og hann kallar okkur. Bæði eru þó samtök en ekki flokkar. óán- ægja hans virðist einna helst sprott- in af gagnrýni þessara samtaka á það hvemig útvarpsráð er skipað, þ.e. að stjómmálaflokkamir skuli tilnefna fulltrúa sína til setu í ráð- inu. Jafnframt er Eiður ósammála hug- myndum Kvennalistans til úrbóta og nefhir auk þess dæmi um flokk- spólitíska varðgæslu í grein sinni. Hvað varðar athugasemd fulltrúa Kvennalistans, Ingiþjargar Hafstað, sem hann tilgreinir, þá er það að sjálfsögðu hlutleysisbrot þegar verið er að lesa leiðara sem tíundar stjóm- málaástandið almennt að sleppa þeim hluta sem getur Kvennalistans, þegar allir aðrir stjómmálaflokkar hafa verið nefndir. Reynslan hefur sýnt að konur þurfa sífellt að vera á verði gagnvart því að þeim sé ekki mismunað eða þær settar til hliðar. Hvað er pólitísk nefnd? Þingmaðurinn spyr hvað sé pólit- ísk nefrid og kemst að þeirri niður- stöðu, að pólitísk sé sú nefnd sem stjómmálamenn eiga sæti í. Hann telur nefrid ekki verða pólitíska við það eitt að vera skipaða eftir sama mynstri og hlutfoll flokkanna á þingi. Þessa skilgreiningu skil ég ekki. Nefnd, skipuð eftir sama mynstri og hlutföll flokkanna á þingi, er í mín- um huga sannarlega póhtísk, m.a.s. flokkspólitísk. Jafnframt er sú manneskja sem stjómmálaflokkur eða -samtök velja til setu í nefnd ábyrg gagnvart þeim sem fela henni nefiidarsetuna auk þess sem hún er að sjálfsögðu ábyrg gagnvart sjálfri sér og viðfangsefni sínu. Slík nefiid- arskipun er því að mínu viti í eðli sínu pólitísk og slík tilhögun vænt- anlega sprottin af löngun stjóm- Kjállaiinn Guðrún Agnarsdóttir þingkona Samtaka um kvennalista málaafla til að ná áhrifum og völdum, tryggja hagsmuni og íhlut- unarrétt sinn um hin ýmsu málefni þjóðfélagsins. Endurspeglun hins pólitíska valdamynsturs, sem ríkir á Alþingi á hverjum tíma, gerir slíka nefhd ekki ópólitíska, þvert á móti. Valddreifingarstefna Kvenna- listans Valddreifing er eitt af grundvallar- atriðunum í hugmyndafræði Kvennalistans en í stefnuskrá okkar segir m.a.: „Við teljum nauðsynlegt að dregið verði stórlega úr miðstýr- ingu íslensks samfélags. Síaukin miðstýring færir völd og ábyrgð á æ færri hendur. Talandi dæmi um þetta em viðamikil ráðuneyti þar sem ákvarðanir eru teknar um jafiit hin stærstu mál sem varða alla þjóðina og minni mál sem snerta eingöngu einstök sveitarfélög. Allir þekkja ráðuneytistilskipanir um hvemig fyrirkomulagi skólastarfs skuli hátt- að án tillits til staðhátta eða þarfa neytenda. Sambærilega miðstýringu er að finna i öllum ríkisstofnunum, en þar ráða ríkjum flokkspólitísk ráð og nefndir, en starfsfólk og neytend- ur em áhrifalitlir um allar meiri háttar ákvarðanir. Flestir fá þannig litlu ráðið um skipan samfélags síns, verða áhorfendur og þolendur í stað þess að vera þátttakendur. í slíkum kerfum er rödd kvenna veik og hags- munir þeirra fyrir borð bomir. Því viljum við leggja áherslu á að kann- aðar verði leiðir til aukinnar vald- dreifingar í stjómkerfinu. Við viljum valddreifingu sem felur í sér að fjár- mála- og stjómunarvald færist frá miðstýrðum ríkisstofnunum út til fólksins í landinu. Hvers vegna ekki útvarpsráö? Kvennalistinn hafði frá upphafi mótaða afstöðu í útvarpsmálum, en í stefiiuskrá okkar segir: „Við viljum ekki breyta útvarpslögunum að því er tekur til einkaréttar ríkisútvarps- ins til útsendinga en styðjum hugmyndir um fleiri rásir, lands- hlutaútvarp og beinan aðgang hópa eða félagasamtaka að ríkisfjömiðl- um. í samræmi við hugmyndir okkar um valddreifingu viljum við leggja niður flokkspólitísk ráð og stjómir á öllum sviðum menningar og lista.“ Kvennalistinn bauð fram til Al- þingis til að fá umboð kjósenda til þess að ganga inn í stjómkerfi sem við teljum að þarfnist breytinga. Við erum ekki sammála uppbyggingu þess eða leikreglum en ákváðum samt að taka þátt til þess að hafa áhrif til breytingar. Ákvörðun okkar um setu í út- varpsráði var tekin á sömu forsend- um eftir talsverða umhugsun. Seta okkar þar hefur fært okkur vitn- eskju og reynslu sem nýttist m.a. til þess að semja sérstakt frumvarp til útvarpslaga sem lagt var fram á Al- þingi 1984. Grundvallarhugsun í þessu frum- varpi byggir á valddreifingu og atvinnulýðræði en í greinargerð þess stendur: „Með þessu frumvarpi er gerð tilraun til valddreifingar í Rík- isútvarpinu þar sem sérhver starfs- maður er gerður ábyrgari í starfi og honum jafnframt gefinn kostur á að nýta hæfileika sína betur....“ Útvarpsráð í núverandi mynd leggst af. Reynslan hefur sýnt að meirihluti útvarpsráðs, sem er pólit- ískt kjörið og hefur endanlegt ákvörðunarvald um dagskrá, hefur vald og aðstæður til að þjóna flokks- hagsmunum fremur en að gæta fyllsta hlutleysis í starfi þegar úr- slitavald til að ákveða dagskrá er að lokum í höndum fúlltrúa póliti- skra afla. Pólitískt kjörið útvarpsráð er því óæskilegt. Þess í stað kemur notendaráð skipað sjö konum og sjö körlum. Notendaráö í stað útvarps- ráðs Notendaráð er valið með tilviljun- arúrtaksaðferð enda er hún eina úrtaksaðferðin sem tryggir jafha möguleika allra landsmanna, sem kjörgengi hafa og kosningarétt, til setu í notendaráði. Slík tilnefhing hefur hvetjandi áhrif á einstaklinga til skapandi hugsana og starfa. Jafii- framt evkur valddreifing af þessu tagi áhuga einstaklinga á að hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt. Hlut- verk notendaráðs er að móta dagskrárramma útvarpsstöðvanna hvað varðar hlutfall hinna ýmsu efn- isflokka. (t.d. hlutfall bamaefnis. íþrótta. afþrevángarefnis) og ráðið gætir þess að mismunandi sjónarmið allra málaflokka fái sambærilega umfiöllun. Að öðru leyti skiptir not- endaráð sér ekki af dagskrárgerð né framkvæmd dagskrár en gagnrýnir hana eflir á og veitir starfsmönnum Ríkisútvarpsins þannig aðhald í störfum sínum. Valddreifing sú sem frumvarp þetta byggir á er að mati flutnings- manna undirstaða sanngjamari þjóðfélagsskipunar en við búum nú við. Með þessu frumvarpi er leitast við að færa sér kosti valddreifingar í nyt í útvarpsmálum og tiyggja að Ríkisútvarpið verði ótvírætt fjölmið- ill landsmanna allra, lýðfrjálst útvarp þar sem íslensk menning og virðing fyrir skoðunum allra ein- staklinga og hópa í íslensku þjóð- félagi sitja í öndvegi. Rótgrónar stoðir riöa það em margir sem eiga erfitt með að skilja eða sætta sig við aukna valddreifingu en skynja í henni ör- yggisleysi og glundroða. Þeir em enn fleiri sem hvorki skilja né sætta sig við viðleitni kvenna til að hafa mótandi áhrif á samfélag sitt á eigin forsendum. f eyrum þeirra em orð eins og kvenfrelsi og þingkona tákn ögrandi aðskilnaðarstefnu sem ógn- ar þeim viðteknu gildum og venjum sem lögmál hins daglega lífs bvggist á. Konur láta þó ekki lengur þagga niður í sér né heldur missa þær sjálf- straust þótt smekk einhvers sé þannig farið að honum þyki þær hafa vitlausari hugmyndir en aðrir. Nei. konur em famar að tala í sam- kunduhúsinu. jafnvel um útvarps- mál. Skilningur minn er sá að þeir þing- menn og -konur sem sitja á Alþingi hljóti að virða rétt annarra til að hafa skoðanir. hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeirra eigin. alveg eins og nauðsvnlegt er að við- hafa í Ríkisútvarpi þar sem ríkja verður rírðing f\TÍr skoðunum allra einstaklinga og hópa í íslensku þjóð- félagi. Guðrún Agnarsdóttir. „Pólitískt kjörið útvarpsráð er því óæski- legt.“ Ráðdeild er svarið við skattahækkunum Aukin ráðdeild og spamaður í ríkis- rekstri verða að vera aðalsvarið við hækkuðum tekjuskattsgreiðslum nú á sfðari hluta ársins. Fyrirfram- greiðsla tekjuskattsins í ár miðaðist við tekjur fólks á árinu 1984 sem var rýrt ár. Fyrirframgreiðslan var þvf óvenjulétt í ár og eins vom skattam- ir léttir á síðari hluta ársins í fyrra. Mikil og eðlileg óánægja hefúr orðið hjá þeim sem þurfa að standa undir 20%, 30% eða 40% og þaðan af hærri mánaðargreiðslum vegna tekjuskatts. Því fylgfr óhjákvæmi- lega mikil röskun á heimilum þegar ráðstöfunartekjumar beinlínis lækka jafiivel um tugi þúsunda. Gildir þar einu þótt hækkun skatt- anna sé rökrétt afleiðing af hækk- andi tekjum á árinu 1985 og þótt útgjöld ríkisins hafi hækkað svo mikið umfram fjárlög að ekki sé nein skynsemi í því að breyta álagn- ingunni. Fólk er að sjálfsögðu óánægt yfir því að þurfa að standa undir hærri útgjöldum. Hallinn mikið vandamál Hallinn á ríkissjóði í ár verður að líkindum ekki langt frá því sem hann var í fyrra eða tæpar 2400 milljónir króna. Af breytingunni til hins verra á afkomu ríkissjóðs frá því sem ætlað var má rekja rúman helming til að- gerða vegna febrúarsamninganna en afganginn til ónækvæmra fjárlaga og ófyrirséðra breytinga á aðstæð- um. (I fyrra voru fjárlögin afgreidd KjaUaiinn Vilhjálmur Egilsson formaöur SUS með 163 milljón króna afgangi.) Á næsta ári gilda skattalækkanimar vegna febrúarsamninganna í heild ár og ríkissjóður verður því af meiri skatttekjum en á þessu ári. Á móti kemur að skattstofnamir stækka í góðærinu sem m.a. stafar af útflutn- ingsaukningu og lágri verðbólgu í kjölfar febrúarsamninganna. Ríkið fær auknar tekjur þegar skattstofii- amir stækka. Þótt aðeins tækist að hemja raunverulega aukningu ríkis- útgjalda, en ekki beinlínis að minnka umsvifin, myndi hallinn á ríkissjóði ekki vera neitt meiri hátt- ar vandamál á næsta ári. En út- gjöldin, sérstaklega launakostnaður, hafa hækkað umfram fjárlagaáætl- anir og því má vænta þess að á næsta ári aukist hallinn á ríkissjóði nema að gripið verði til sérstakra ráðstafana. Ráðdeild raunhæfur kostur Ýmsir munu segja að allt sé í lagi að reka ríkissjóð með halla svo lengi sem hann sé fjármagnaður innan- lands. En lántökur ríkissjóðs þrengja að öðrum lántakendum, sér- staklega atvinnulífinu og það hefur óheppilegar afleiðingar. Því má svo sem halda fram að skattahækkanir komi enn verr niður á atvinnulífinu en lántökur ríkissjóðs þar sem allir skattar eru teknir af verðmætasköp- un atvinnulífeins með einum eða öðrum hætti. En valið má ekki standa um skattahækkanir eða halla á ríkissjóði. Ráðdeild og spamaður í ríkisbúskapnum verða að vera raunverulegur kostur. Þeim kosti vilja margir stjómmálamenn því miður gleyma. Við uppstokkun ríkisstjómarinnar í fyTrahaust var mikið talað um að gera þvrfti ýmsar kerfisbrevtingar í ríkisbúskapnum til þess að ná fram ráðdeild og spamaði og að þær breytingar vrði að yndirbúa á næstu mánuðum. þ.e.a.s. í fyrravetur og sl. vor. Þær umræður em ekki gleymd- ar og til þess verður ætlast að athafrnr fylgi orðum nú þegar ríkis- stjómin hefur fengið hátt í ár til þess að vinna að þessum kerfisbreyt- ingum. Viðbrögð almennings við hærri tekjuskattsgreiðslum sýna að fólk sættir sig ekki við að standa undir auknum ríkisumsvifum. Stjómmálamennimir fá ekki al- menning til að trúa því að engu sé hægt að hnika til í bákninu. Skatta- hækkanir og halli á ríkissjóði em fyrst og fremst vitnisburður um að stjómmálamennimir standi sig ekki nógu vel. Það þýðir ekki fyrir stjóm- málamennina að segja að þeir geti ekki lækkað ríkisútgjöldin þegar fjölmörg heimili þurfa nú að spara og lækka útgjöld sín vegna hærri skattgreiðslna. (Og þar sem stjómar- andstaðan hefur verið sérlega ötul við að gagnrýna ríkisstjómina vegna hærri tekjuskattsgreiðslu hlýtur að mega búast við því að í þeim herbúðum verði ekki mikil andstaða við raunhæfar aðgerðir til þess að unnt sé að lækka skatta.) Niðurskurður á útgjöldum eöa atkvæöum Margar tillögur um ráðdeild og spamað í ríkisbúskapnum hafa verið settar fram á undanfömum árum. Vandaðasta tillögugerðin er án efa sú sem ungir sjálfetæðismenn settu fram í fyrravetur fyrir afgreiðslu fjárlaga. I tillögum ungra sjálfetæð- ismanna var einmitt dregið fram hvers konar aðgerðir em nauðsyn- legar ef ná á einhverjum umtalsverð- um spamaði í ríkisrekstrinum. Nú er að renna upp sá tími sem stóm ákvarðanimar em teknar vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjómarinn- ar. Þeir sem taka þessar stóm ákvarðanir munu sjálfeagt sumir telja erfitt að samþykkja tillögur um minni ríkisumsvif. En víst er að erf- iðara verður fyrir þá að samþykkja þann niðurskurð sem verður á at- kvæðum þeirra í næstu koeningum, ef þeir ætla að hækka skatta eða svæla lánsfé i stórum stíl út úr at- vinnulífinu og sleppa því að pera eitthvað sem máli skiptir í ráðdeild og spamaði í ríkisbúskapnum. Vilhjálmur Egilsson „Skattahækkanir og halli á ríkissjóði eru því fyrst og fremst vitnisburður um að stjómmálamennirnir standi sig ekki nógu vel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.