Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. fe Smáskífa vikunnar lcicle Works - Understand- ing Jane (BEG) Stórgott rokklag, gam- alpönkaður undirtónn með sveitalegri laglínu og text- inn sömuleiðis uppá gamla móðinn. Vissulega óvenju- leg blanda en sérdeilis vel lukkuð hjá Icicle Works. Aðrar ágætar It Bites - Calling All The Heros (Virgin) Hér er ekki laust við að andi Steely Dan svífi dálít- ið yfír vötnunum en það skemmir ekki þetta ágæta lag sem iðar af fjöri og krafti. Jack Bruce - I Feel Free (Virgin) Það tíðkast nú mjög að draga gömul lög fram í dagsljósið og klæða þau í ný föt, láta svo ýmist gömlu flytjendurna syngja það eða fá nýja áhöfn. Hér hef- ur gamli Creamkallinn hann Jack Bruce verið dubbaður upp og látinn auglýsa Renault bíla með gamla Cream laginu I Feel Free. Lagið heldur gildi sínu og hefur alls ekki elst illa. Honeymoon Suite - What Does It Take (WB) Kanadískir iðnaðarrokk- arar hasla sér nú æ meiri völl á bandaríska vin- sældalistanum. Brúðarsvítan er ný þar og fer hér troðnar slóðir í rokkballöðu sem miðað við allt og allt er alveg ágæt, passlega hress, passlega ljúf án þess að vera væmin. Nú versnar í þvt Lulu - Shout (Jive) Nú má segja að nánast allir sótraftar séu á sjó dregnir þegar mislukkaðar kerlingar frá fyrri tíð eru sjænaðar upp og fengnar til að syngja lög sem ekki einu sinni voru talin góð þegar þau komu fyrst út. Þetta lag hefur elst illa en þar var svosum ekki úr háum söðli að detta. Geirmundur & Erna - Með vaxandi þrá (Geimsteinn) Þetta lag var alveg þolan- legt í undanrásum Euro- visionkeppninnar en hér hefur heldur sigið á ógæfu- hliðina, lagið er flatt og litlaust og held ég að Geir- mundur hefði átt að láta það vera að syngja þetta sjálfur. -SþS. The SmHhs - The Queen ís Dead Með allt á hreinu Poppið snýst einsog alþjóð veit ekki nema lítillega um tónlistina sjálfa. Hljómsveitir hafa fjárfest í fórðunar- meisturum, klæðskerum og mynd- bandasérfræðingum, að ógleymdum markaðsfræðingunum sem sjá um að koma „vörunni" á framfæri á réttum tíma. Þó ekki væri nema vegna þess að Smiths kærir sig kollótta um allt þetta fánýti og helgar tónlistinni alla krafta sína - þá væri hún einstök hljómsveit. Þegar ofan í kaupið bætist að skáldin í hljómsveitinni, tónskáldið Marr og ljóðskáldið Morrison, eru því sem næst fullkomnir og plötur Smiths gera ekki annað en batna eftir því sem þær verða fleiri þá verður einfaldlega ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að Smiths er ein fremsta starf- andi rokkhljómsveit okkar daga. Menn eiga sér stundum uppáhalds- lög sem gera það að verkum að einhverskonar hrifningarstraumur hríslast niður bakið. Þessa dagana vekur lagið I Know It’s Over slíkar kenndir hjá undirrituðum, magnað lag og hæðnin í textanum fyrsta flokks. Reyndar er sama hvar borið er niður á þessa þriðju breiðskífu Smiths, menn grípa hvergi í tómt, hér eru lög afskap lega jöfh að gæðum og erfitt að gera upp á milli þeirra. Þó þykir mér ástæða til að geta titillagsins, The Queen Is Dead, sem er ótrúlega áhrifamikið lag, örugglega eitthvert sterkasta lag Smiths frá upphafi; breska heimsveldið fær þama á baukinn hjá Morrison og eins og titillinn ber með sér er drottn- ingin persónugerð fyrir bresku krúnuna og hennar tími sagður liðinn. Morrison er ansi stórorður á þessari plötu, einsog oft áður, skemmtilega hæðinn og fyrir löngu kominn á bekk með bestu pennum breska poppsins. Þó hann sýni stöðuga framför í texta- gerðinni held ég að Marr eigi enn meira lof skilið: tónlist hans á þessari plötu er eitt besta dæmi síðustu ára um hugmyndaríkt og fjölhæft tón- skáld. Auðvitað er óþarft að metast um Morrison og Marr, saman eru þeir sterkasta „parið“ í bresku poppi nú um stundir. The Queen Is Dead er besta dæmið - enn sem komið er - um snilligáfu þeirra og Smiths fyrir löngu hætt að vera efriileg hljómsveit. Hún er einfaldlega ein sú allra besta í rokk- inu. -Gsal. Big Country - The Seer Upp, upp, mín sál Þrjú ár eru liðin frá því að skoska hljómsveitin Big Country iagði rokk- heiminn að fótum sér með fyrstu breiðskífunni, The Crossing. Tónlistin var eldfjörugt, hressilegt rokk og sekkjapípuhljómurinn úr gítar Stuarts Adamson vakti sérstaka athygli. Við- brögð við skífunni voru með ólík- indum, hún seldist í stóru upplagi um allan heim og þótti mörgum hún ein skemmtilegasta rokkskífa ársins 1983. Big Country varð fljótt rómuð fyrir frábæra frammistöðu á hljómleikum og sveitin varð á ótrúlega skömmum tíma ein af vinsælustu rokksveitum heims. Steeltown kom út í október 1984 en nú var annað uppi á teningnum. Plat- an var öllu þyngri, yfirbragðið dökkt og drungalegt og textamir öllu pólití- skari en áður. Steeltown er á köflum mögnuð skífa en heildarmyndin var grá og menn voru ekki á eitt sáttir um gæðin. Big Countiy hafa tekið sér góðan tíma við gerð þriðju breiðskífúnnar og það vekur strax athygli að Steve Lilly-White, sem stjómaði upptökum á fyrstu plötunum, er horfinn á braut en Robin Millar situr við takkaborðið, sá sami og hefur starfað með m.a. Sade og Fine Young Cannibals. Tel ég þetta jákvætt skref, því útkoman er bjartari plata með fjölskrúðugari útsetningum en á Steeltown. Ekki er þó rétt að skrifa þetta allt á Millar, því bjartsýni og lífegleði einkenna bæði lög og texta The Seer. The Seer merkir spákona og það er einmitt tiltekið viðhorf til framtíðar- innar, sem er meginþema plötunnar. Adamson, sem sér um alla textagerð Big Country, hafiiar allri fortíðar- hyggju en vill að menn notfæri sér fortíðina sem þekkingu er kemur að notum síðar á lífeleiðinni. Menn eigi ekki að leggjast í dróma yfir einstök- um mistökum eða andstreymi, heldur líta björtum augum til framtíðar, reynslunni ríkari. Tónlistin endurspeglar þessa já- kvæðu afetöðu, lög eins og I Walk the Hill og One Great Thing eru sannkall- aðir gleðisöngvar, einfaldar en skemmtilegar lagasmíðar þar sem allt byggist á sterku viðlagi. Smáskífúlög- in Look Away og Teacher eru í svipuðum stíl, grípandi lög sem festast fljótt í hugskoti. Teacher er að auki athyglisvert sökum laglegs gítarleiks Adamsons en hann sýnir hér á sér Youngblood - Ymsir Bandansk bíólög Tónlist skipar núorðið æ stærri sess í kvikmyndum. í þeirri margfrægu mynd, Beverly hills cop, er til dæmis miklu meira af tónlist en talmáli. Svo maður tali nú ekki um hreinar tónlistr arkvikmyndir eins og Absolute beg- inners. Unglingamyndin Youngblood var nýlega tekin til sýningar hér á landi. Hún byggist ekki algerlega upp á tón- list en tónlistin er látin undirstrika baráttu aðalpersónanna fyrir að ná settum markmiðum. Þessi formúla hefúr einmitt verið notuð áður með góðum árangri, til dæmis í Flashdance og St.Elmos fire. Og muniði ekki eftir Rokcy þar sem hann hoppar á tröppum þinghússins með handklæði um háls- inn og tónlist Survivor i bakgrunni? Auga tígursins, tönn fyrir tönn ... í Youngblood koma ýmsir þekktir tónlistarmenn við sögu. Allt eru þetta bandarískir iðnaðarmenn fram í fing- urgóma, Autograph, Starship, Mr. Mister, 1 svo nokkrir séu nefridir. Tónlistina má í framhaldi af því flokka undir iðnaðarvaming, rokk eins og Bandaríkjamenn einir geta leikið það. En hér er í flestum tilfellum á ferðinni vönduð vara. Lög Starship og Mr. Mister, Cut down your size og Somet- hing real, eru til að mynda ágætlega áheyrileg. Sömu sögu má segja um lag Marc Jordan, Soldier of fortune. Aftur á móti eru gömlu jálkamir í Autogr- aph orðnir svo leiðinlegir að engu tali tekur. Þeir em síst skárri en Kizz og er þá djúpt tekið i árinni. Það hefur oft viljað brenna við að kvikmyndatónlist sé ekki hlustunar- hæf án myndarinnar sjálfar. Svo er ekki í tilfelli Youngblood. Flest lögin standa ágætlega ein sér þó alls ekki saki að hafa séð myndina. Þá er mögu- legt að gleyma sér í sófanum heima og hvetja Rob Lowe áfram á íshokkí- vellinum, til dæmis við undirleik Autograph. Viðlagið undirstrikar þema myndarinnar og er auðlært: ,Aðalatriðið er að sigra.“ Áfram Rob! -ÞJV POPP I nýja hlið (sem minnir að vísu örlítið á Skuggahliðar Hanks Marvin). Hold the Heart er gullfalleg ballaða, sem sómir sér vel við hlið Chance og Just a Shadow. Eiledon nefnist annað gott lag af rólegra taginu og þar gefur söngkonan June Miles-Kingston lag- inu aukinn þýðleika með bakröddun. Adamson fær einnig aðstoð við söng- inn í titillaginu og má segja að Kate Bush bjargi því fyrir hom þvi söngur Adamson er ansi píndur í annars góðu lagi. The Sailor er að mínu viti besta lag plötunnar, lag með magnaðri stíg- andi, hefet sem lungamjúk ballaða en endar í rótþéttum rokkara. Virkilegur stemmningssöngur sem heltekur hlu- standann. Big Country varð þeirrar tvieggjuðu gæfu aðnjótandi að hljóta heimsfrægð í fyrstu atrennu og það markaði sín spor á aðra breiðskífúna: Steeltown. The Seer er hins vegar vísbending þess að Big Country hefúr ratað úr því tilfinningalega öngstræti og horfir nú brosandi mót morgundeginum. The Seer kemur hvergi á óvart, hér em í engu fetaðar ótroðnar slóðir en þetta er vönduð og grípandi rokkplata, skref í rétta átt hjá þessari geðþekku sveit. Skúli Helgason. SMÆLKI Sæi nú! ... Striðið niilli David Lee Roth annars vegar og fynum félaga hans i Van Haien hins vegar heldur áfrain affullum krafti vestan hafs. Van Halen strákarnir áttu siðasta leik á hljómleikum sem þeir héldu i New Jersey á dögunum. Á meðan á hljómleikunum stóð kastaði eínhver úr áhorfenda- hópnum veski uppá svið. Sammy Hagar, núverandí söngvari Van Halen. tók veskið upp með fyrirlitningarsvip og sagði: Hver kastaði þessu uppá sviðið? Við þurfum ekki svona lagað lengur, sá náungi er hætt- ur i hljómsveitinni. Hagar klæddist líka T-bol sem kastað var uppá sviðið en á honum stóð: Hvaða Dave? Nú biða menn eftir næsta leík frá David Lee Roth... Sögur eru á kreiki vestan hafs að gamla Buffalo Springfield sé að ihuga endur- komu sina en í þeirri hljómsveit voru upphaflega ekki ófrægari menn en Neil Young, Stephen Stilis og Richie Furay... Boy Guorge hefur verið sektaður um sem svarar 15 þúsund islensk- um krónum fyrir að hafa heróín undir höndum og sama dag og þessi dómur var kveðinn upp var gamall vinur hans, Steve Strange. fyrrum liðsmaður Vis- age, sektaður um tvöfalt hærri upphæð fyrir þjófnað og falsan- ir. Heirnur versnandi fer. . . Human League hefur tekið til starfa aftur eftir hlé í eitt og hálft ár og nú með haustinu kcmur út ný breiðskifa með hljómsveitinní, áður kemur smáskifa með lagiiui Human... Simple Minds ráðgera útgáfu á tveggja plötu albúmi snenuna á næsta ári og verður þar um hljómleíkaupptökur að ræða... Hljómplötufyrirtækið Stiff Rec- orris á nú i mestu vandræðum vegna fjármálaóreiðu. Ef ekki rætist úr á næstuuni er líklegt að fyrirtækið verði gert upp til gjaldþrotaskipta. Það eru víðar vandræði en á Ísfandi... Priitce heldur áfram að tina lög af plötu sinni, Parade, á smáskífur, næst er það lagið Girls And Boys... Þriðja sóióplata Lionel Richies frá Motown Dancing On The Ceiling er væntanleg og þar koma fram sem gestir Eric Clapton, Sheila E. og sveitadrengirnir i Alabama.. Meat Loaf kailinn er lika að senda frá sér smáskifu og heit ir sú Rock'n'Roil Mercenaríes Ekki beint liðugur titill i munni.. . Látuin gott heita... -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.