Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. . ........... "" ....... " " ^ ' dv____________________________________________________Utvarp - Sjónvarp Fostudagsmyndin: Eigur Richards Föstudagsmyndin að þessu sinni er bresk frá árinu 1980. Leikstjóri er Anthony Harvey en með aðalhlutverk fara leikkonumar Liv Ullman og Amanda Redman. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Frederic Raphael og greinir frá konu einni sem missir manninn sinn í slysi. Henni gengur erfiðlega að fá upplýs- ingar um tildrög slyssins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en starfsfólkið þar er tregt til að veita henni upplýs- ingar. Maðurinn deyr síðan á sjúkra- húsinu og eftir dauða hans kemst eiginkonan að ýmsu óvæntu í fortíð hans. Hann átti sér meðal annars unga hjákonu, sem kemur óvænt inn í líf eiginkonunnar. Myndin fjallar síðan um samband þessara tveggja kvenna, en það verður mjög náið. Væntumþykja og hatur togast þar á og samskipti þeirra verða allflókin, enda kynni þeirra reist á óvenjulegum grunni. Liv Ullman hin norska leikur eigin- konuna, en hún er flestum fslending- um kunn fyrir góðan leik og dramatískan. Hún hefur leikið í fjöl- mörgum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum og fengið alþjóðlega viðurkenningu fyrir góða leikhæfi- kvöld ætti að vera vel við hennar skapmikilla og tilfinningaríkra leika. Hlutverk hennar í myndinni í hæfi, enda nýtur hún sín best í gervi kvenna. Samband eiginkonu og hjákonu látins manns getur orðið alleinkennilegt eins og við fáum að sjá i myndinni i kvöld. Útvarp, rás 1, kl. 23.00: Geimverur og greppitrýni Ekki er ólíklegt að kyndugar verur búi á einhverjum hnöttum himin- geimsins og hafa margir velt fyrir sér útliti og lífsháttum þessara geimvera. í þættinum Frjálsar hendur í kvöld mun Illugi Jökulsson fjalla í léttum dúr um geimverur og ýmsar hug- myndir sem menn hafa gert sér um Á meöal þeirra sem velt hafa fyrir sér útliti og háttum geimvera er Steven Spielberg sem skapaði hina geðþekku geimveru E.T. þau greppitrýni sem hafast við úti í geimnum. Fluttur verður pistill um það hvemig geimverum er lýst í vís- indaskáldsögum og annar um sögu Kristmanns Guðmundssonar, Ferðin til stjamanna, og verður lesið brot úr henni. Baldur Pálmason mun lesa úr verkum Skúla Guðjónssonar frá Ljótunnarstöð- um í þættinum Bréf úr myrttri á rás eitt i dag. Útvarp, rás 1, kl. 14.00: Bréf úr í dag les Baldur Pálmason úr ritum Skúla Guðjónssonar frá Ljótunnar- stöðum. Þátturinn heitir eftir fyrstu bók Skúla, Bréf úr myrkri. Skúli er alþekktur sem rithöfundur en er nú látinn fyrir skemmstu. Hann var blindur nærri hálfa ævi sína, en skrif- aði þó á þeim tíma einar sex bækur. Hann skrifaði einnig marga pistla um daginn og veginn, sem lesnir vom í útvarpi, auk þess sem lesið hefur verið myrkri úr ýmsum bókum hans i útvarpi og var ein þeirra, Heyrt en ekki séð, lesin í heilu lagi árið 1968. Skúli skrifaði um skeið í Þjóðviljann um dagskrá útvarpsins og ýmsar hugleiðingar út frá henni. í þættinum í dag mun Baldur Pálma- son lesa úr tveimur bókum Skúla, Bréf úr myrkri og Svo hleypur æskan ung. Á undan lestrinum mun Baldur flytja formálsorð. Sjónvarp kl. 20.40: Ungling- arnir í frum- skóginum Jón Gústafeson, umsjónarmaður þáttarins Unglingamir í frumskógin- um, fór í heimsókn á skátamótið í Viðey á dögunum, en þar var mikið um að vera og margir fjörugir skátar frá öllum heimshomum komu þar saman. Meðal efnis í þættinum í kvöld verða viðtöl og svipmyndir frá lands- mótinu, auk þess sem fram kemur í þættinum óþekkt og ónefnd hljómsveit og fjórar dansandi stelpur úr Breið- holtinu. Farið verður í heimsókn á landsmót skáta i Viðey i þættinum Unglingamir i frumskóginum í kvöld. ______ Vedrið í dag veður norðaustangola víðast hvar á landinu. Um landið austanvert verður skýjað og á Austurlandi mun súlda dálítið. Allt vestanvert landið verður baðað í sóskini. Við norður- og austurströndina verður fremur svalt en 13-17 stiga hiti suðvestan- lands. Veðrið Akureyri skýjað 9 Egilsstaðir rigning 9 Galtarviti léttskýjað 7 Hjarðames skýjað 9 Keíla víkurflugvöllur léttskýj að 9 Kirkjubæjarklaustur skýjað 9 Raufarhöfn skýjað 8 Reykjavík léttskýjað 8 Sauðárkrókur Jx)ka í gr. 4 Vestmannaeyjar léttskýjað 8 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen skýjað 18 Helsinki léttskýjað 13 Ka upmannahöfn skýjað 17 Osló skýjað 14 Stokkhólmur skýjað 11 Þórshöfn þoka 10 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve heiðskírt 25 Amsterdam mistur 23 Barcelona léttskýjað 27 (Costa Brava) Berlín skýjað 24 Chicago skúrir 21 Feneyjar léttskýjað 27 (Rimini og Lignano) Frankfurt skýjað 24 Glasgow skýjað 16 London skýjað 18 Los Angeles mistur 22 Lúxemburg skýjað 23 Malaga heiðskírt 27 (Costa Del Sol) Mallorca léttskýjað 28 (Ibiza) Montreal léttskýjað 25 New York léttskýjað 26 Nuuk súld 9 París léttskýjað 27 Róm léttskýjað 27 Vín hálfskýjað 22 Winnipeg alskýjað 25 Valencía léttskýjað 28 Gengið Gengisskráning nr. 152 - 15. ágúst 1986 kl. 09.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi 40,600 60,738 29,203 5,2177 5,5167 5,8594 8,2420 6,0417 0,9485 Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Fi. mark Fra. franki Belg. franki Sviss.franki 24,3815 Holl.gyllini 17,4286 Vþ. mark 19,6420 ít. líra 0,02852 Austurr. sch. 2,7933 Port. escudo 0,2771 Spá. peseti 0,3032 Japansktyen 0,26338 írskt pund 54,443 SDR 49,0502 ECU 41,4546 40,720 60,917 29,290 5,2331 5,5330 5,8768 8,2663 6,0595 0,9513 24,4535 17,4801 19,7000 0,02861 2,8015 0,2780 0,3041 0,26416 54,603 49,1954 41,5772 41,220 60,676 29,719 5,1347 5,4978 5,8356 8,1254 5,9709 0,9351 23,9373 17,1265 19,3023 0,02812 2,7434 0,2776 0,3008 0,26280 57,337 48,9973 40,9005*jM Símsvari vegna gengisskráningar 22190. \ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.