Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 5 Frárennslismálin á höfuðborgarsvæðinu: Átak boðað á næstu árum Viða er pottur brotinn i skolpmálum eins og blaðamönnum DV var bent á i Kópavogi fyrir skömmu. DV-mynd Óskar Öm Að undanfömu hafa sjónir manna beinst að frárennslismálum höföð- borgarsvæðisins. Bæði er það vegna kvartana íbúa er búa við strandlengj- una (einkum í Kópavogi og Garðabæ) svo og átaks þess sem forvígismenn sveitarfélaganna hafa boðað á næstu árum. Þetta boðaða átak er eins og geför að skilja fima dýrt og á sér nokkra sögu og ekki er hægt að segja með vissu hvenær hún byrjaði. Þó er senni- lega nærtækast að staðsetja byrjunina árið 1970 en þá rannsakaði danska fyrirtækið „Isotopcentralen“ gerlam- engun sjávar á höföðborgarsvæðinu en eftir það var talsvert farið að ræða þessi mál. Árið 1974 var sett á fót „samvinnunefnd um frárennslismál á höföðborgarsvæðinu" og 1981 gerði „Skipulagsstofa höföðborgarsvæðis- ins“ tillögur um aðgerðir í firárennslis- málum höföðborgarsvæðisins. í þessum tillögum er vandanum skipt í þrennt: 1. Útlitsmengun 2. Gerlamengun 3. Lífíræðileg mengim í skýrslunni stendur um útlitsmengun: „Segja má að ástandið sé slæmt á höfúðborgarsvæðinu að því er þennan þátt varðar. Útrásir holræsa ná yfir- leitt ekki niður fyrir stórstraumsfjöru- borð, þrátt fyrir ákvæði þar að lútandi." Um gerlamengun segir meðal ann- ars: „í grófum dráttum má segja að ástandið á höföðborgarsvæðinu sé þannig, að gerlamengun sé þó nokk- ur, en misjöfa. í nánd við sumar holræsaútrásir er gerlamengun hverf- andi lítil og sama gildir yfirleitt nokkur hundruð metra frá landi.“ Um líffræðilega mengun segir meðal annars: „Árið 1977 rannsakaði Líf- fræðistofhun háskólans lífríki fjöru við Skeijaljörð. Niðurstaðan benti til verulegra áhrifa skolps á lífiíki fjö- runnar." Gerðar tillögur um úrbætur Á vegum Skipulagsstofnunar voru lagðar fram 3 mismunandi umræðu- tillögur um úrbætur í þessum efaum. í tillögunum öllum var gert ráð fyrir að við útrásir yrðu hreinsistöðvar með grófhreinsun. Með þessu átti útlitsm- engun að hverfa að mestu en talað er um í skýrslunni að til að minnka gerl- amengun þyrfti annaðhvort að „hafa langar útrásir og/eða hafa útrásir við fjörur, þar sem tiltölulega litlar kröfúr eru gerðar um hreinleika sjávar" eða „hafa föllkomnari heinsistöðvar (líf- fræðileg eða efaafræðileg hreinsun)". Áhersla var lögð á að fá fram álit heilbrigðisnefada, umhverfisnefada, skipulagsnefada og annarra aðila um tímasetta áætlun um frárennsliskerfi fyrir einstök sveitarfélög og svæðið í heild, þar sem staðsetning útrása og hreinsistöðva væri ákveðin. Síðar var gefin út umræðutillaga þar sem rætt var um að eftirfarandi skil- yrðum yrði fullnægt innan næstu 20 ára: 1) Allt frárennsli verði að minnsta kosti grófhreinsað þannig að útlitsm- engun hverfi að mestu leyti. 2) Við fjörur, þar sem gert er ráð fyrir útivist skal gerla- og sýklamengun sjávar lúta tilmælum Alþjóðaheil- brigðismálastofaunarinnar um hrein- leika sjávar. í lok skýrslunnar segir svo: „Miklu skiptir þó að sveitarfélögin á þessu svæði verði nokkum veginn samstíga með aðgerðir í þessum málum.“ Og síðar: „Jaföframt leggjum við áherslu á að hlutaðeigandi sveitarfélög greini á milli fyrsta áfanga þessara aðgerða , t.d. 5 ára, og að þegar verði hafist handa um athugun á möguleikum á íjármögnun þessara aðgerða." Nú eru liðin tæp 5 ár síðan skýrsla þessi var gefin út og send fjölmörgum aðilum sem starfa fyrir sveitarfélögin á höföðborgarsvæðinu. En hver er staða málsins? Hafa frárennslismál svæðisins hreyst til batnaðar eða eru sveitarfélögin vel á veg komin með framkvæmdir sem að þessu lúta? Þessu er ekki auðsvarað en segja má að sveitarfélögin séu mislangt komin með framkvæmdir í þessu máli en alls staðar eru þessi mál á umræðustigi. JFJ Þórunn Valdimarsdóttir cand. mag. afhendir hér borgarstjóra framlag Sögu- félagsins til Reykjavikur á 200 ára afmælinu. Er það rit um búskap i Reykjavík 1870-1950 og er Þórunn höfundur ritsins. DV-mynd KAE Verðkönnun í gamla miðbænum: Verðmunur á hvvtkáli 55 kr. á kg Þessa dagana er gífurlegur verð- munur á grænmeti milli verslana. Eftir mikla umfjöllun, sem verð á kartöflum og grænmeti heför fengið undanfarna daga, hafa seljendur þessara afurða keppst við að lækka verðið. Ekki em allir jafaduglegir í verðniðurskurðin- um. Þvi getur orðið gífurlegur verðmunur á milli verslana á einstök- um vörutegundum. Þannig munaði hvorki meira né minna en 93% á verði á hvítkáli. Ódýrast var hvítkálið hjá Hagkaup á Laugaveginum, 59 kr„ en dýrast hjá Kjötbæ, sem einnig er á Laugaveginum, nokkrum húsum neð- ar en Hagkaup. Þar kostaði hvitkálið 114 kr. Þama var í báðum tilfellum um nýtt íslenskt hvítkál að ræða. Á sama tíma mátti fá innflutt hvítkál í versluninni Þingholti á aðeins 35 kr. kg. Miklu munaði einnig á agúrkuverði eða 54 kr. á hverju kg sem er 56%. Ódýrastar vom gúrkumar hjá SS í Hafaarstræti á 96 kr. kg en dýrastar vom þær á 150 kr. í Gunnlaugsbúð og Hverfiskjötbúðinni. Á tómatakg munaði 52 kr. Dýrastir vom þeir á 150 kr. hjá Kjötbæ en ódýr- astir á 98 kr. í Hagkaup. 42 kr. verðmunur var á blómkálskílóinu, dýrast var það á 120 kr. hjá nokkrum verslunum en ódýrast á 98 kr. hjá Viði, Austurstræti. Þegar þessi verðkönnun var gerð var enn hægt að fá erlent blómkál hjá Hagkaup og kostaði það 69 kr. kg. Á Río kaffipakka munaði nærri 20 kr„ ódýrast var kaffið hjá Kjötbúri Péture. Laugavegi 2, en dýrast hjá Kjötbæ, Laugavegi 34. Verðkönnun þessi var framkvæmd 13. ágúst sl. af Neytendafélagi Reykja- víkur og nágrennis og aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Kannað var verð á nítj- án vömtegundum hjá níu verslunum, sem allar em staðsettar í gamla mið- bænum. -A.BJ. Þotumar koma klukkan hálfsjö Veðurhorfur em góðar fyrir flugsýn- ingu frönsku flugsveitarinnar Patroill de France yfir Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. Áætlun í gær gerði ráð fyrir að sýning þeirra hæfist klukkan 18.30. Herþotumar tólf em á leið frá Bandaríkjunum með millilendingum í Kanada og á Grænlandi. Skýrist því ekki fyrr en eftir hádegi hvort áætlun þeirra stenst. Þeir sem vilja sjá sýninguna sem best ættu að koma sér tímanlega fyrir í Öskjuhlíð. Nægir að minna á um- ferðaröngþveitið í kringum Reykja- víkurflugvöll þegar breska flugsveitin Rauðu örvamar lék listir sínar yfir borginni á síðasta áratug. Búist er við að sýning frönsku flug- sveitarinnar standi yfir í fimm til tíu mínútur. Eftir sýninguna lenda þot- umar á Reykjavíkurflugvelli. Farið verður með flugmennina til Þingvalla þar sem þeir gista í nótt. Brottför áleiðis til meginlands Evrópu er áæt- luð um miðjan dag á morgun. -KMU Margir minnast sýningar Rauðu ör- vanna yfir Reykjavik. Stórútsala i fullum gangi, Hattabúðin, Frakkastig 13. simi 29560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.