Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Reynslan af samningunum Fengizt hefur nær hálfs árs reynsla af síðustu tíma- mótasamningum um launamál. Einmitt nú liggur fyrir, hver verðbólguþróun hefur verið síðustu mánuði. Ætl- unin með samningum var að koma verðbólgu í ár niður í um tíu prósent. Hún hafði verið hátt í fjörutíu prósent í fyrra, og um langt árabil hafði verðbólga verið mikil þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að koma henni nið- ur. Nú liggur fyrir, að verðbólgan óx maí til ágúst 0,38 prósentustigum meira en ráð var fyrir gert í kjarasamn- ingunum. Vísitöluhækkunin nú samsvarar 14,4 prósent verðbólgu á ári. Hækkunin síðustu þrjá mánuði svarar til um 9 prósent verðbólgu á einu ári. Því má segja, að ekki sé langt frá því, að forsendur kjarasamninganna standist í þessu efni. Mestu um hækkunina nú veldur gífurleg verðhækk- un, sem varð á kartöflum. Sú hækkun var þannig til komin, að íslenzkar kartöflur hækkuðu í skjóli skatts, sem lagður var á innfluttar kartöflur. Skatturinn var ojálfíjögðu settur til að veita innlendri framleiðslu óeðlilegan stuðning á kostnað neytenda. Sú aðferð ráð- herra er forkastanleg. Með því keyrðu stjórnvöld verðbólguna upp, svo að til vandræða horfði. Með tímamótasamningunum í febrúar voru stjórn- völd kölluð til ábyrgðar um ýmis efni. Ljóst var, að víða þurfti breytingar á stefnu síðustu ára. Aðilar vinnumarkaðarins tóku að sér að sjá um sinn hluta, en ríkisstjórn hlýtur að bera stærsta ábyrgð á meginhluta þeirra efnahagslegu forsendna, sem samningarnir grundvölluðust á. Reynslan þetta hálfa ár sýnir, að víða hafa komið fram veikleikar í stjórnarstefnunni, sem gætu skapað hættur, næst þegar samið verður við heild- arsamtökin. Brýn þörf er, að í komandi kjarasamningum verði enn farin sama leið og síðast, með hófsamlegum krónutöluhækkunum, lítilli verðbólgu og batnandi kaupmætti. Ýmsar hættur eru á þeim vegi. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið sig sem skyldi. Eitt dæmið er, að enn verður gífurlegur halli á rekstri ríkissjóðs. Ríkisstjórnin hefur dregið úr hinni opinberu verð- bólgu með auknum niðurgreiðslum á dilkakjöti og fleiri búvörum. Þetta er leið, sem hefnir sín. Hún þýðir ein- ungis, þegar upp verður staðið, að skattgreiðendur borga brúsann. Hún þýðir, að hallinn á fjárlögum verð- ur meiri, sem útheimtir erlendar lántökur eða keyrir upp vexti á innlendum lánamarkaði. Ríkisstjórnin hefur haft forgöngu um launahækkanir til ýmissa hópa, umfram hækkanir í almennum samning- um. Þetta hefur þá hættu í för með sér, að kröfur hinna almennu launþega gætu orðið meiri en ella næst. Ríkisstjórnin hefur staðið að því, að tekjuskatturinn verður í ár hærri en við var búizt. Þetta þýðir auðvit- að, að hinn almenni launþegi hefur minna fé til ráðstöf- unar eftir skatta en hann reiknaði með, þegar samið var fyrir hálfu ári. Ríkisstjórnin leyfði í sumar, að gengi krónunnar sigi niður fyrir það meðalgengi, sem gert var ráð fyrir í kjarasamningunum. Þessu fylgdi auðvitað meiri verð- *liækkun en ella á innfluttum vörum. í þessum efnum hefur stefna stjórnvalda reynt á þol- rifin í samningamönnum Alþýðusambandsins. Vonandi verður reynslan sú næsta vetur, að ekkert af þessu hafi sundrað því samningamynstri, sem að skai stefnt. Haukur Helgason. mmm flHBM Seljendur grænmetis hafa á undanförnum árum gert mikið fyrir vöruna. Víðast hvar geta neytendur valið sjálfir það sem þeir ætla að kaupa. Það sem verður eftir á auðvitað að selja með verulegum afslætti ef einhver vill nýta sér það. Tapa allir á græn metisræktu n? Það er ég viss um að hann tengda- faðir minn myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að heildsölu- verð á snemmsprottnum premier kartöflum væri 63 kr. og að gullaug- að væri selt á 75 kr. kg. Með þeirri álagningu, sem notuð er sums stað- ar, fer kg af þessum kartöflum upp í 96 kr. á fyrstu sex uppskerudögun- um. Það hefði einhvem tíma þótt fullmikið fyrir kartöflukíló. Það er annars fróðlegt að spyrja sjálfan sig hvers vegna íslendingar séu yfirleitt að framleiða kartöflur fyrst þeir þurfa að fá svona hátt verð fyrir þær? Er það þjóðhagslega hag- kvæmt að landsmenn séu nauð- beygðir til þess að kaupa holla nauðsynjavöru á þriðjungi hærra verði en hægt væri að fá hana á erlendis frá? Ég á erfitt með að koma auga á það. Landfræðilega séð er landið ekki nógu vel til þess fallið að kartöflur séu ræktaðar í stórum stfl. Vantar hagræðingu í græn- metisræktun Svipað mætti segja um grænmetis- framleiðslu hér almennt. Ef nauð- synlegt er að framleiðslan kosti að jafhaði allt að þrisvar sinnum meira en erlenda grænmetið, jafnvel eftir að búið að flytja það hingað til lands eftir rándýrum flutningaleiðum og leggja á það 40% toll, er greinilegt að tilkostnaðurinn er of mikill og þannig líka þjóðhagslega óhag- kvæmt fyrir okkur að rækta grænmetið hér á landi. Nú er ég ekki dómbær á hvort þama er um að ræða eitthvert okur hjá framleiðendum. Ég þekki ekki hvað það kostar að framleiða t.d. eitt kg af tómötum eða hvítkáli. Ég veit aðeins að það er hægt að fá þessa vöm miklu ódýrari erlendis frá en austan úr Biskupstungum eða Hveragerði. Það er ekki von að ég viti þetta því framleiðendumir sjálfir virðast ekki vita hver kostnaðurinn er og heldur ekki hve mikil framleiðslan er! Þetta hefur komið fram í samtölum við forráðamenn Sölufélags garð- yrkjumanna. Nú ætla þeir nefhilega að gera gangskör að því að gera framleiðslu og dreifingu hagkvæm- ari en verið hefur - og þeir eiga ekki svör við því hve framleiðslan er raunvemlega mikil. KjaUaiiim Anna Bjarnason blaðamaður Engin samkeppni Tilfellið er að þegar landbúnaðar- ráðherra setti hið fræga jöfnunar- gjald á innfluttar kartöflur kippti hann í raun gmndvellinum undan frjálsri verðmyndun kartaflna á markaðinum hér. Ráðherra, eða framleiðendur í gegnum hann, vildi hafa frjálsar hendur um að hækka verðið á ís- lensku kartöflunum þannig að engu tali tekur. Með jöfhunargjaldinu var verð á innfluttum kartöflum komið upp úr öllu valdi - þess vegna urðu viðbrigðin ekki eins skörp - það var búið að búa fólk undir þetta óheyri- lega kartöfluverð. Frjálst verðlag byggist á því að neytendur eigi einhverra kosta völ. Þeir eiga að geta valið hvort þeir vilja dýrar íslenskar kartöflur eða hvort þeir kjósa heldur að fá ódýrar innfluttar kartöflur. Hægt er að fá erlendis kartöflur frá fyrra ári sem geta verið mjög góðar og fást fyrir alveg niður í 20 kr. kg hingað komn- ar. Nú er bannað að flytja kartöflur inn og því geta neytendur ekki valið hvað þeir vilja. Landbúnaðarráð- herra hefur valið fyrir þá. Að vísu er leyfilegt að flytja inn stórar bök- unarkartöflur og kosta þær 43 kr. í heildsölu en þær kartöflur em einn- ig nýuppteknar. íslensku kartöflum- ar em enn svo smáar að það er ekki hægt að nota þær í bakstur. Senni- lega flytja kartöfluverksmiðjumar einnig inn kartöflur til þess að vinna í verksmiðjum sínum - en það er raunar efhi í aðra grein. í leyfisleysi og hálfgerðu banni Á dögunum kvað við mikið harma- kvein er blómkálsbændur neyddust til að lækka verðið á glænýju blóm- káli sínu af því að farmur slapp inn í landið erlendis frá áður en bannið tók gildi! Á sama tíma og þetta harmakvein kvað við var ekkert blómkál til sölu í sölubúð á fjölsóttum stað austur í sveitum þar sem meira að segja er mikil grænmetisrækt. Og þá var einnig mikið af afspymulélegu blóm- káli til í stórmörkuðum í Reykjavík þannig að það þurfti að velta við mörgum hausum áður en kröfuharð- ur neytandi fann það sem hann vildi. Á sama tíma og gómsætar, nýupp- teknar danskar gulrætur á 78 kr. kg vom á boðstólum í stórmörkuðum höfuðborgarinnar, og kannski víðar, var boðið upp ó (að vísu einnig góm- sætar) nýuppteknar íslenskar gulrætur á 120 kr. kg - og það á framleiðslustað þannig að enginn flutningskostnaður þurfti að bætast við. Það em svona verslunarhættir sem neytendur eiga bógt með að sætta sig við. Það gefur augaleið að innflytjendur og erlendir framleið- endur em ekki að gefa okkur framleiðsluvörur sínar. Enda ætlast enginn til þess. Neytendur em til- búnir að greiða sanngjamt verð fyrir fyrsta flokks vöm og jafhvel hátt verð fyrir hana ó fyrstu dögum upp- skerunnar, en þeir krefjast þess einnig að um leið og eitthvað fer að sjá ó matvöm, eins og t.d. blómkáli, sé verðið umsvifalaust lækkað vem- lega. -A.BJ. „Landfræðilega séð er landið ekki nógu vel til þess fallið að kartöflur séu ræktaðar í stórum stíl.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.