Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Side 20
20
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986.
Er bara Reykvíkingur
og ekkert annað
- rætt við Gunnar Bjarnason,
fyrrum skólastjóra Vélskólans
Hann er fæddur í hjarta borgarinn-
ar, kominn í tuttugasta og níunda
ættlið frá Ingólfi Arnarsyni og bjó
sín bernsku- og uppvaxtarár á þeim
stað í bænum þar sem talið er að bær
Ingólfs hafi staðið. Sé hægt að tala
um að menn séu miklir Reykvíkingar
þá er Gunnar Bjarnason, verkfræð-
ingur og fyrrum skólastjóri Vélskól-
ans, sennilega eins mikill Reykvík-
ingur og nokkur getur orðið.
Hann er nærri jafngamall öldinni
en ákaflega em, var nýkominn heim
frá því að þvælasteinsamall um
Norðurlönd þegar helgarblaðið hitti
hann að máli. Hress og skemmtilegur
karl, Gunnar Bjarnason, og tók því
ljúfmannlega að ræða við okkur og
deila með okkur minningabrotum frá
lífinu í Reykjavík hér í den tid.
Afkomandi Ingólfs
Fyrst var Gunnar spurður um ætt
og uppruna, eins og vera ber.
„Ég er fæddur þann 12. febrúar
1901, uppi á lofti í Aðalstræti 2 sem
nú heitir Geysishúsið. Niðri verslaði
Fischer, sem var danskur kaup-
maður, en pabbi minn, Nicolai
Bjarnason, var faktor hjá honum.
Pabbi var fæddur í Vestmannaeyjum
en kom þaðan 1882 og fékk þá vinnu
hjá þessum Fischer. Fyrst var hann
faktor hjá Fischer í Keflavík en alda-
mótaárið flutti hann til Reykjavíkur
og gerðist faktor í Aðalstræti 2.
Móðir mín hét Anna Emelía, fædd
Thorsteinsson. Hún var dóttir Þor-
steins Thorsteinssonar á ísafírði.
Þetta var mjög þekkt fjölskylda,
Thorsteinssonfólkið. Th. Thorsteins-
son var einn þeirra, þekktur maður
hérna í bænum í gamla daga, kaup-
maður mikill og bjó í Liverpool, sem
þá hét, niðri á Vesturgötu.
Það var einmitt einn Thorsteins-
sonanna, bróðursonur móður
minnar, sem lét rekja ættir okkar og
fann út að við værum tuttugasti og
níundi ættliður frá Ingólfi Arnar-
syni. Ég á þá ættfræði alla.“
Amma danska
„Móðurafi minn hafði haldið utan,
til Danmerkur, í verslunamám en
að loknu námi giftist hann danskri
konu. Þegar ég fæddist þá var amma
gamla danska hjá foreldrum mínum.
Hún talaði bara dönsku og ég lærði
dönsku af henni um leið og ég lærði
íslensku. Hún var indæl manneskja
og mér þótti ákaflega vænt um hana.
Við vomm fjögur, systkinin, ég
yngstur og sá eini sem er fæddur í
Reykjavík. Þorsteinn hét elsti bróðir
minn. Hann var bókari og kenndi
bókfærslu við Verslunarskólann í
mörg, mörg ár, var, held ég, aldrei
kallaður annað en bókarinn þar.
Næst var Stella, hún hét nú reyndar
Jóhanna en var aldrei kölluð annað
en Stella. Hún giftist Steindóri
Gunnarssyni sem var prentsmiðju-
stjóri í Félagsprentsmiðjunni og
stofnaði Steindórsprent. Hjálmar
Bjamason, bróðir minn, var einu ári
eldri en ég, fæddur árið nítján hundr-
uð. Hann var bankamaður, lengst af
í Útvegsbankanum."
Fetað í fótspor Ingólfs
í Aðalstræti 2 bjó fjölskylda Gunn-
ars tvö fyrstu æviár hans. Þegar
Fischer dó 1902 fluttu þau til bráða-
birgða þangað sem nú er Hverfisgata
4. Þetta var næsta hús fyrir austan
Smiðjustíginn en það var ekki búið
að byggja neitt við Hverfisgötu á
þessum tíma. Þarna dvaldi fjölskyld-
an í góðu yfirlæti í eitt ár en þá
flutti hún í Uppsali. Uppsalir var
kallað stórt og mikið hús við Túngöt-
una, beint á móti Hjálpræðishemum,
og var rifið fyrir nokkrum ámm. Þá
var það að Bjarni keypti Suðurgötu
5 haustið 1905. Einmitt á þessum
stað, á horninu á Suðurgötu og Von-
arstræti, er mál manna að Ingólfur
hafi reist sitt bú. Er vel við hæfi að
það skuli hafa verið afkomendur
hans sem þar uxu úr grasi tæpum
ellefu hundruð árum síðar.
Suðurgata 5 stendur ekki lengur
en þar sem áður var garður fjölskyld-
unnar stendur ennþá ákaflega fall-
egur hlynur sem faðir Gunnars
gróðursetti snemma á öldinni.
Klunkutíð
„Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla. Og ég er tiú svo
þægilega innréttaður að ég man eig-
inlega ekki nema það sem mér hefur
þótt skemmtilegt og haft gaman af,“
sagði Gunnar þegar hann hóf að rifja
upp þá gömlu, góðu daga. „Til dæm-
is þá finnst mér að það hafi alltaf
verið sólskin og blíða í Reykjavík
fyrir fyrra stríð.
Einstaka sinnum man ég eftir að
það hafi verið rigning, en það er þá
vegna þess að ég var búinn að fá ný
stígvél eða regnkápu - aldrei að það
væri óþægilegt.
Ég man að þetta tímabil í kringum
aldamótin var stundum kallað
klunkutíð sem er náttúrlega komið
úr dönsku eins og fleiri algeng orð á
þessum tíma. Með orðinu klunkutíð
var vísað til þess að þá var allt í
blúndum og flaueli, svona eins og
maður sér oft á gömlum myndum frá
því á 19. öldinni.“
- Hvernig var umhorfs í miðbænum
þegar þú varst að alast upp?
„Það var ekki nein, svo heitið gæti,
byggð nema í Kvosinni. Það var ekki
búið að byggja í Þingholtunum þegar
ég var að alast upp. Skólavarðan stóð
þarna eins og klettur í hafinu, ein
og sér. Það var bara miðbærinn.
Engin var höfnin og fjaran náði al-
veg upp að Vesturgötunni og
Hafnarstrætinu.
Uppskipunarskipin voru sett á
Qöru þar og þar var oft þurrkaður
fiskur. Það var þurrkaður fiskur eig-
inlega um allan miðbæinn. í raun
og veru var saltfiskframleiðslan eins
konar heimilisiðnaður hjá okkur Is-
lendingum. Karlamir, sjómennimir,
fiskuðu, gerðu að og söltuðu. Síðan
voru það konan og krakkamir sem
þurrkuðu þetta, lögðu það svo inn
hjá Geir Zoega, eða einhverjum öðr-
um sem var með verslun, og tóku út
í vörum.“
Olfulampar og ánægtfólk
„Ég held að yfirleitt hafi fólk verið
ósköp ánægt héma í miðbænum. í
dag má náttúrlega segja að það hafi
verið fátækt en hvað er fátækt ræðst
auðvitað af kröfum hvers tíma fyrir
sig. Fólk bjó yfirleitt í smákofum en
það gerði litlar kröfur, þekkti ekkert
annað og þá sættir maður sig sig við
hlutina og tilfellið var að yfirleitt var
fólk ánægt.
Ljósfærin voru náttúrlega bara ol-
íulampar, þeir voru við lýði alveg
fram undir 1917-1918. Það voru af-
skaplega skemmtileg og hugguleg
ljós, olíulampamir.
Ég er nú einn af þeim sem em fædd-
ir með silfurskeið í munninum,
myndi einhvef segja. Ég var alla tíð
það sem kalla má sólarmegin í tilver-
unni. Föðurafi minn og hans faðir
voru verslunarstjórar hjá Bryde í
V'estmannaeyjum og faðir minn fékk
að ganga menntaveginn, hann fór til
Danmerkur á verslunarskóla, og við
bjuggum við betri aðstæður en marg-
ur.
Við bjuggum þama á Suðurgöt-
unni lengst af og við höfðum ansi
rúmt um okkur. Auðvitað þurfti að
spara alla hluti, það var ekki bmðl-
inu fyrir að fara á þessum tíma. En
auðvitað voru lifnaðarhættimir
öðruvísi hjá þeim sem töldust svona
aðeins yfir. Við höfðum til að mynda
alltaf tvær vinnukonur. Maður varð
þessa þó ekki svo mjög var í sam-
skiptum við annað fólk.
Einn besti vinur minn, Karl Guð-
jónsson, var til dæmis af frekar
fátæku fólki, sonur ekkju. Þau
bjuggu í Bmnnhúsum, sem voru fyr-
ir ofan brunastöðina í Suðurgötunni,
og það bjuggu nokkuð margir þar.
Við vorum alltaf saman, ég og Kalli
í Brunnhúsum, húsgangar hvor
heima hjá öðrum, og minnist ég þess
ekki að það hafi nokkum tíð og tíma
þótt nokkuð athugavert við það.“
Lomberspilarar
„Pabbi minn var í eins konar klúbb
eða klíku, með nokkrum góðum
mönnum. Það var til dæmis Geir
gamli Zoega í Sjóbúð, Guðmundur
Olsen, sem var kaupmaður og þekkt-
ur maður í bænum, þá Magnús
Einarsson dýralæknir, einnig Sig-
hvatur Bjömsson, kunnur seinna
sem bankastjóri í Útvegsbankanum,
og loks Th. Thorsteinsson, frændi
mömmu. Þessir spiluðu Lomber sam-
an og héldu oft veislur, eða það sem
kallað var gilliboð, hver fyrir annan.
Þá borðuðu þeir fínan mat og drukku
koníakstöddý og spiluðu Lomber.
Ég man svo vel eftir þessum gilli-
boðum. Geir gamli var nú orðinn
ansi gamall þegar ég man fyrst eftir
honum, kominn yfir áttrætt, og ég
man eftir því að stundum þegar hann
var að tala við einhvern í þessum
boðum þá átti hann það til að sofna
í miðju samtali. Svo vaknaði hann
kannski upp tíu mínútum seinna og
sagði: Já, hvað varst þú aftur að
segja? Hann var ansi skemmtilegur
og eftirminnilegur kall, hann Geir.
Þetta var heilmikill viðburður allt-
af, þessi boð. Náttúrlega fengum við
krakkarnir ekki að vera með og ekki
kvenfólkið heldur. Boðin voru bara
fyrir karlana, það var mikið karla-
veldi ríkjandi í þá daga.“
Lýðurinn skrásettur
„Já, þetta eru breyttir tímar. Þegar
ég var krakki var slökkviliðsmálum
þannig háttað að allir karlmenn
bæjarins voru skráðir í brunaliðið.
Það fór fram allsherjar skráning
öðru hvoru, líkt og í Betlehem forð-
um daga. Svo var gengið með lúður
um bæinn þegar bruni var og safnað
liði. Það fannst mér alltaf voða
óhuggulegt hljóð.
Mér er mjög minnisstætt eitt skipti
þegar verið var að skrá. Það hefur
verið svona í kringum 1910.
Þá hafði múgur og margmenni
safnast saman við dómkirkjuna og
það stóð til að halda æfingu. Voru
einhverjir nafngreindir menn úr
hópnum kallaðir til að stjórna
sprautunum sem voru geymdar í skúr
við Gúttó. Þessu fylgdu svo hand-
knúnar dælur.
Þegar búið var að skrásetja lýðinn
var haldið niður að Tjörn þar sem
„Ég er nú svo þægilega innréttaður
að ég man eiginlega ekkert annað
en það sem mér hefur þótt skemmti-
legt og haft gaman af.“
æfingin átti að fara fram. Flestar'
sprauturnar virkuðu ágætlega en ég
man eftir því að sprauta númer fjög-
ur, sem pabbi var umsjónarmaður
með, bara funkeraði ekki. Það kom
ekki dropi úr henni. Og það sámaði
mér voða mikið.“
Bruninn1915
- Manst þú eftir brunanum 1915?
„Já, já, mikil skelfing, ég man vel
eftir því. Herbergið mitt sneri frá
miðbænum og mamma kom um nótt-
ina og vakti mig og sagði að það
væri stórbruni í bænum. Eg var fljót-
ur á fætur þá, maður. Það var allt
rautt á litinn inni í herberginu af
bjarmanum af logunum. Ég kom nið-
ur í bæ rétt áður en Hótel Reykjavík
hrundi. Þetta var ansans ári drama-
tískt allt saman. Ég held að það hafi
allir fótafærir Reykvíkingar verið
þarna.
Ég lenti í að bjarga vömm úr versl-
un þarna og var í því alla nóttina.
Ég var fjórtán ára þá. Maður var
allur útataður eftir að bera sekkja-
vöru og allan skrattann, svo bættist
sótið af reyknum við þannig að mað-
ur var orðinn allófrýnilegur þegar
leið á nóttina.
Guðjón úrsmiður, Ingólfshvoll
brann að nokkru leyti, en Guðjón
úrsmiður dó þama, kafnaði í reyk.
Þá var kominn dagur. Það hafði
komið hingað til lands slökkvidæla
en ekki verið hægt að kaupa hana
vegna peningaleysis og hún lá á ein-
hverri afgreiðslu. Einhvern veginn
æxlaðist það svo þannig að þessi
dæla var tekin þarna til handargagns
og reynd. Og þá komst almennilegur
kraftur á þetta og það tókst að
slökkva í Ingólfshvoli með þessari
dælu og það varð til þess að þessi
dæla var keypt. Ingólfshvoll stóð á
horni Pósthússtrætis og Hafnar-
strætis þar sem bankinn er núna.
„Þaö var ekki nein byggð, svo heitið
gæti, nema i Kvosinni, þegar ég var
að alast upp.“
Maðurinn, sem átti húsið, var kall-
aður Guðjón úrsmiður, hann - var
faðir Gunnars Guðjónssonar skipa-
miðlara. Guðjón úrsmiður dó í
þessum bmna, kafnaði í reyk.
Ég fór heim um tíuleytið og drakk
morgunkaffi. Svo fór ég aftur niður
eftir að skoða og þá var þetta allt í
rúst. Það var alveg synd að Hótel
Reykjavík skyldi fara, svona ljóm-
andi fallegt og puntulegt hús.“
Tuttugu og fimm aura
salibunan
Þau eru mörg minningabrotin sem
leita á hugann þegar honum er leyft
að reika. Gunnar man eftir því þegar
fyrstu blöðin voru að koma út og
hann man líka eftir því þegar fyrsti
bíllinn birtist á götum borgarinnar.
„Vísir var fyrsta blaðið sem kom
út. Það var Einar Gunnarsson sem
gaf hann út. Ég seldi Vísi nokkrum
sinnum, var nú ekkert sérstaklega