Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Qupperneq 40
FRÉTTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju umfrétt-
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Reykjavik er að færast í hátíðarbuning enda afmælisveisla á næsta leiti.
Davið borgarstjóri hefur í nógu að snúast og hér veifar hann tveimur löxum
þó í steinlíki séu. Þessi stytta skreytir einmitt eina af verslununum á horni
Lækjargötu, en þar verður annar endi afmælistertunnar sem á eftir að
teygja sig frá Lækjartorgi og allt niður að Tjörn, alls 200 metra. Yfirlæknir
á Vogi varar alkóhólista við að bragða á tertunni því i henni eru 30 litrar
af áfengi og ef hún væri seld i sneiðatali út úr bakaríi myndi hún kosta
eina milljón og tvö hundruð þúsund krónur. -EIR
DV-mynd KAE.
__ Tjamarskóli:
Endar náðu
ekki saman
„Endar náðu ekki saman hjá okk-
ur á síðasta ári en þetta voru samt
sem áður ekki stór skakkaföll fyrir
okkur sem stöndum að skólanum,"
sagði Margrét Theódórsdóttir, önn-
ur af tveimur skólastjórum skólans.
Margrét sagði að skólagjöldin
myndu verða um 4.200 á mánuði eða
37.800 á ári en það er um þriðjungs
hækkun frá því í fyrra. Að auki fær
Tjamarskóli greiddan styrk frá rík-
inu sem nemur launum 3,2 kennara
en það eru kennarastöður miðað við
höfðatölu og einnig leggur Reykja-
víkurborg til húsnæði, skólanum að
kostnaðarlausu.
„1 fyrra voru hér 75 nemendur og
þeir verða einnig 75 í ár vegna hús-
næðisskorts. Við urðum að vísa
mörgum frá og reyndum þá að fara
eftir búsetu, dreifðum nemendum um
borgarhverfin og létum Reykvíkinga
sitja í fyrrirrúmi,“ sagði Margrét.
Hún sagði að svipuð samsetning
virtist vera á nemendahópnum þar
eins og í öðrum skólum.
„Við höfúm hug á að stækka við
okkur en það er sem stendur óleyst
gáta hvemig að því verður staðið
eða hvenær það gæti orðið. Aðalá-
hersla okkar í sambandi við skólann
er þó að hlúa að einstaklingnum.
Það gerum við með því að hafa sam-
felldan skóladag fyrri hluta dagsins
en þann seinni er boðið upp á aðstoð
við heimanám til klukkan 16,“ sagði
Margrét.
Hún sagði að nýjungar þær í
kennslugreinum sem skólinn hefði
boðið upp á hefðu mælst vel fyrir
og yrði haldið áfram með þær. í
Tjamarskóla er tölvufræði skyl-
dufag í 9. bekk en val í liinum
bekkjunum, svo er einnig um fram-
sagnarkennslu og atvinnulífs-
fræðslu.
-JFJ
Amarflug og írar
semja um skuldina
Samningar hafa tekist um greiðslu
26 milljón króna skuidar Amarflugs
við frsku áhafnaleiguna Parc Ltd.
Fyrir nokkrum vikum bað írska fyr-
irtækið íslenskan lögfræðing um að
krefjast þess við skiptaráðendur að
Amarflug yrði tekið til gjaldþrota-
skipta ef skuldin yrði ekki greidd.
Aldrei kom til þess að krafan yrði lögð
fram.
Agnar Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Arnarflugs, sagði í samtali við
DV í gær að beiðnin hefði eflaust ve-
rið send lögfræðingi vegna misskiln-
ings. Samningaviðræður hefðu verið í
gangi milli fyrirtækjanna þegar þessi
harka hljóp í leikinn, að því er virtist
að ástæðulausu, og samkomulag tekist
skömmu síðar sem allir gátu sætt sig
við. Endanlega hefði verið gengið frá
greiðslu skuldarinnar í ferð tveggja
stjómarmanna Amarflugs til írlands
í vikunni og væri því málið úr sögunni.
-EA
Flugsvertín
yfir borginni
W’ Franska flugsveitin Patroill de
France áætlar lendingu á Reykjavik-
irflugvelli klukkan 19 í kvöld. Fyrir
endinguna munu herþotumar fljúga
oétt saman lágt yfir borginni og teikna
nislitar rákir á himininn ef aðstæður
leyfa. -KMU
Ávallt feti framar
SÍMI 68-50-60.
Asrö
ÞR0STIIR
SIÐUMULA10
LOKI
Maður verður þá iátinn
blása í afmælisblöðru
löggunnar eftir kökuátið!
Veðrið á moigun
Hæg norðaustan-
átt verður
á landinu
Á morgun, sunnudag, verður hæg
norðaustanátt á landinu. Skýjað
verður norðaustanlands og súldar-
vottur við austurströndina. Á Suður-
og Vesturlandi verður bjartviðri.
Fremur svalt verður á annesjum
norðaustan- og austanlands en hlýtt
um sunnanvert landið. Hitastig
verður á bilinu 8-17 stig.
Veðrið á mánudag
„Afmælis-
bomin“ verða
í sólskini
Á afinælisdaginn lítur út fyrir
hæga breytilega eða norðaustlæga
átt á landinu. „Afinælisbömin"
verða í sólskini nema líklega verður
skýjað á Eskifirði. Við norðaustur-
ströndina verður svalt en hlýtt á
Suðvesturlandi. Hitastig verður á
bilinu 8-17 stig.
Kaupfelag Svalbardseyrar:
Rannsókn
lokið
Ján G. Haukssan, DV, Akmeyii;
„Rannsókn á bókhaldi Kaupfélags
Svalbarðseyrar er lokið. Ég vil ekki
tjá mig um niðurstöðumar. Við höfum
sent það til skattstjórans í Norður-
landi eystra," sagði Oddur Gunnars-
son deildarstjóri í rannsóknardeild
ríkisskattstjóra.
„Málið er ekki á okkar vegum enn-
þá,“ sagði Jónatan Sveinsson hjá
ríkissaksóknara, „og verður ekki
nema að skiptaráðandi sendi það til
ókkar komi til gjaldþrots og þá að
hann telji ástæðu til að láta rannsaká
ákveðna þætti, með tilliti til saka-
dómsmeðferðar".
Loðnu landað
á Eskifirði
Eskifjörður er kominn í flokk loðnu-
'bæja á þessari vertíð. Loðnuskipið
Guðrún Þorkelsdóttir SU var væntan-
legt með 700 tonn til Eskifjarðar í
nótt eftir meira en 40 klukkustunda
siglingu frá miðunum við Jan Mayen.
Raufarhöfn fær skammt fyrir há-
degi. Þangað er Svanur RE væntan-
legur með 700 tonn.
I gær lönduðu Súlan EA 750 tonnum
og Fífill GK 300 tonnum.
Fjórar haihir em núna famar að
taka á móti loðnu; Raufarhöfri,
Krossanes, Siglufjörður og Eskifjörð-
ur. Alls hafa fjórtán skip af um finuntíu
hafið veiðamar. -KMU