Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. 5 Stjómmál Reglugerð sett í janúar afnumin hálfu ári síðar Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra afham þann 24. júlí síðastliðinn reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara. Var þá aðeins liðið rúmt hálft ár frá því að sami ráðherra hafði gefið reglugerðina út. „Það komu ffam upplýsingar sem lágu ekki fyrir þannig að ráðherra fannst ekki stætt á því að láta reglu- gerðina gilda að svo stöddu máli,“ sagði Ingimar Sigurðsson lögffæð- ingur heilbrigðisráðuneytisins. - Hvaða upplýsingar voru það? „Þegar tillagan kom út andmæltu sjúkraþjálfar henni og sögðu reglu- gerðina ganga á snið við lög um sjúkraþjálfun þar sem verið væri að fara inn á starfssvið sjúkraþjálfa. Með öðrum orðum væri þama verið að lögvemda starfeemi sem sjúkra- þjálfum væri falið að gegna sam- kvæmt lögum sem gildir um þá. Sett hefur verið á laggimar nefiid skipuð tveim aðilum frá ráðuneytinu, einum ffá Félagi sjúkranuddara og einum frá námsbraut sjúkraþjálfa við Há- skólann sem á að endurskoða þessa reglugerð." - Að hverju miðar sú endurskoð- un? „Hún miðar að þeirri lausn að þau störf, sem verið er að binda við sjúkranuddara, séu fyrir þá en ekki fyrir aðrar stéttir. Deilan snýst fyrst og fremst um lýsingu á störfum sjúkranuddara og á nefndin að skila áliti og tillögu um starfssvið sjúkra- nuddara fyrir septemberlok. Er ætlunin að byggja nýja reglugerð á þeim niðurstöðum sem vonandi allir geta sætt sig við,“ sagði Ingimar Sig- urðsson. -JFJ Andstæð sjónarmið um lögbindingu starfs sjúkranuddara Ingimar Sigurðsson, lögfræðing- ur heilbrigðisráðuneytisins, sagði þá að þetta mál væri allsnúið og ráðherra hefði ekki talið rétt að hafa reglugerðina í gildi á meðan reynt væri að samræma þau and- stæðu sjónarmið, sem komið hefðu fram eftir að hún var sett, og reynt að sjá til þess að sem minnst skörun ætti sér stað. Ekki þörf fyrir sjúkranuddara sem heilbrigðisstétt? Hilmir Ágústsson, formaður Fé- lags sjúkraþjálfara, sagði að sjúkranuddarar væru ekki til sem heilbrigðisstétt víðast hvar í Ev- rópu en nám sjúkraþjálfara væri staðlað, enda væru þeir viður- kenndir um allan heim. „Sjúkra- nuddarar gera ekki neitt sem sjúkraþjálfarar hafa ekki gert og því fæ ég ekki séð hvað rekur heil- brigðisyfirvöld til að löggilda nýja stétt inn á svið sem við sinnum ágætlega. Þegar stéttir eru löggilt- ar festast þær í sessi þó að tilkoma þeirra hafi aldrei verið nauðsynleg. I þessari reglugerð var gengið of langt inn á okkar starfssvið, enda tel ég ekki vera þörf fyrir sjúkra- nuddara sem heilbrigðisstétt, en það mætti kannski segja að það væri markaður fyrir þá.“ Jón Gunnar Arndal sjúkranudd- ari var langt því frá sama sinnis og sagði nudd vera eldra heilsu- gæslustarf heldur en sjúkraþjálfun. Fólk í Félagi íslenskra sjúkranudd- ara hefði að baki 2-2 'A ár í námi erlendis, þar sem það hefði lagt stund á bóklegt nám svo og starfs- nám í sjúkranuddi. Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir bendir á að allt sem menn þurfi til að setja upp nudd- stofu í dag sé vottorð frá heilbrigði- seftirliti um að húsnæðið uppfylli kröfur þess. „Það er ekki vafi á því að brýn nauðsyn er á að reglugerð verði sett um sjúkranudd, því þetta er þörf stétt og mikilvægt að hafa eftirlit með menntun og réttindum svo að engir fúskarar fái þrifist," sagði Guðjón og benti jafnframt á að nudd væri ekki hættulaust, kynnu menn ekki til verka. Vilja sjúkraþjálfarar ekki missa spón úr aski sínum? Guðjón Magnússon sagði um sjúkraþjálfara: „Menn eru búnir að helga sér ákveðinn reit og vilja engin nýbýli í grennd við sig. Vilja ekki missa spón úr aski sínum.“ Mál þetta er margbrotið en þó virðist fátt benda til annars en að sjúkranuddarar fái sína löggildingu eða eins og einn viðmælenda blaðs- ins sagði: „Þetta verða sjálfsagt ekki nema orðalagsbreytingar.“ Ljóst er að sjúkraþjálfarar verða langt því frá hrifnir af því en bæði ráðuneytið og landlæknisembættið telja að löggilding eigi að koma til. Almannatryggingakerfið viður- kennir ekki nema löggiltar heil- brigðisstéttir og ljóst er að fólk leitar til sjúkranuddara í ríkum mæli. Því er löggilding starfsemi þeirra öryggisatriði fyrir fólk sem leitar sér þessarar þjónustu, að mati landlæknisembættisins. Einn- ig hefur verið bent á að skortur sé á sjúkraþjálfurum. Það sem gerir málið enn flóknara er að til er Fé- lag íslenskra nuddara. Félagsmenn þess telja sig ekkert síðri en sjúkra- nuddara, þó að þeir séu einungis menntaðir hér á íslandi, og munu vilja sitja við sama borð og sjúkra- nuddarar. Þeir viðurkenna þó að menntun þeirra sé ekki sambærileg við þá erlendu í bóklegu tilliti en slíkt sé unnið upp með starfs- reynslu. Virðist ljóst að þótt ráðherra hafi afnumið reglugerðina í því skyni að setja nýja, sem fleiri geti sætt sig við, verða alltaf einhverjir óán- ægðir og finnst sér vera mismunað. Hjá því verður vart komist, sögðu flestir sem talað var við. -JFJ Setfoss: Húsið fjariægist af lóð Homsins Skolpleiðslan við Sunnubraut i Kópavogi sem styrinn stendur um, ibúarnir vilja skolpið lengra í burtu. DV-mynd Óskar öm Vinna íbúamir „Bygginganefnd hefur úrskurðað að sýningarhúsið á lóð Homsins við Tryggvagötu verði fjarlægt sem fyrst af hlutaðeigandi aðilum þar sem það var sett þama án tilskilinna leyfa,“ sagði Bárður Guðmundsson, bygg- ingafulltrúi á Selfossi, eftir fund hjá bygginganefhd bæjarins þar sem mál Gunnars Guðmundssonar, kaup- manns í versluninni Hominu, var tekið fyrir. Einingahúsið á lóð Hornsins sem var flutt þangað á vörubílspalli í heilu lagi á fimmtudaginn. Nú hefur bygginga- nefnd úrskurðað það ólöglegt og ætlar að láta fjarlægja það. Eins og komið hefur fram í fréttum var sýningarhús frá SG-einingahúsum á Selfossi sett á lóð Homsins, sem Gunnar leigir af bæjarfélaginu, síðast- liðinn fimmtudag en daginn eftir var það innsiglað að beiðni byggingafull- trúa. Hafði Gunnar ætlað að nota húsið sem vörulager en bygginganefhd hefur síðan frá áramótum synjað hon- um um að byggja við verslunina þar sem lóðin sé ákveðin stofhanalóð í bæjarskipulagi. „Við erum hins vegar reiðubúnir til að veita leyfi fyrir sýningarhúsinu á öðrum stað í bænum en á þessari lóð,“ sagði Bárður. „Ég er vonsvikinn yfir þessum úr- skurði en hef húsið þó ekki á lóðinni í trássi við bygginganefiid," sagði Gunnar Guðmundsson kaupmaður. „Mér finnast þetta vera gerræðisleg vinnubrögð bygginganefndar og tel enn að þessu sé beint gegn mér per- sónulega, a.m.k miðað við annan gang svipaðra mála þegar um aðra aðila en mig hefur verið að ræða. Ég skil ekki að nokkrir fermetrar geti raskað bæj- arskipulaginu svo stórlega. Þessi verslun hefur sannað tilverurétt sinn meðal íbúa hverfisins. Nú verða þeir að taka til einhverra ráða ef verslunin á að vera héma áfram. Ég er búinn að fá mig fullsaddan á eilífhm neitun- um og þvermóðsku þessara aðila." -BTH „Það verður eitthvað gert til að leysa málið og nú erum við að athuga hvemig það verður fjármagnað," sagði Bjöm Þorsteinsson, bæjarritari Kópa- vogsbæjar. Málið, sem Bjöm ræðir um, em deilur þær sem blossuðu upp á milli íbúa Sunnubrautar í Kópavogi og forvígismanna bæjarfélagsins vegna skolplagnar út í Kópavoginn. Þótti íbúunum heldur lítið gert og frá- gangur lélegur og kröfðust úrbóta. V ar haldinn sáttafundur á milli aðila þar sem bæjarstjómin lofaði að taka þessi mál til athugunar og íhuga hvort gera mætti einhverjar úrbætur þegar fjár- hagsáætlun bæjarins yrði endurskoð- uð um miðjan ágústmánuð. Á máli Bjöms var að heyra að íbú- amir fengju kröfur sínar uppfylltar að einhverju leyti en hann sagðist ekki á þessu stigi málsins geta sagt hvað yrði gert. „Það er verið að at- huga hvemig kostnaðurinn verður fjármagnaður og hvemig verkið verð- ur unnið. Við vonum að þetta dragist ekki lengur en svo að fólk geti við unað,“ sagði Bjöm. Hann sagði fullan vilja vera fyrir hendi hjá bæjarstjóm sigur? en verkið yrði auðvitað að vera fram- kvæmanlegt. Jón Skaftason, yfirborgarfógeti og einn af íbúunum við Sunnubraut, sagði að búið væri að lofa fundi með íbúunum þegar eitthvað lægi fyrir af hálfu bæjarstjómar. „Við viljum gjaman leysa málið með samningum en viljum ekki að málið verði dregið. Annars er best að bíða og sjá hvort eitthvað verði ákveðið nú á næstu dögum," sagði Jón Skaftason. JFJ Hvað varð um lýðveldisgjöfina? „Það er dæmalaust að ríkisstjóm skuli leitast við að minnast tímamóta með ákveðnum hætti en láta síðan ekkert fé til þess rakna,“ sagði Hjör- leiiur Guttormsson alþingismaður í samtali við DV en í fyrradag sagði hann sig úr tíu manna framkvæmda- nefrid sem forsætisráðherra skipaði árið 1984 til þess að stuðla að þjóð- arátaki í trjárækt og minnast með því 40 ára afmælis lýðveldisstofnunar á íslandi. Hjörleifur greindi frá því í kjallara- grein, sem hann skrifaði í DV á mánudag, að nefndin hefði einungis tvisvar verið kölluð saman frá þvf henni var komið á laggimar og í annað skiptið til að upplýsa að ríkis- stjómin hefði gleymt að veita nefndinni fé til verkefhisins. „Tvenn fjárlög hafa verið sam- þykkt frá því nefridin var skipuð," sagði Hjörleifur, „en í hvomgt skipt- ið var henni veitt fé til starfa. Og það þýðir lítið að vera að sakast við fjárveitinganefhd því ríkisstjómin hefði auðveldlega getað komið þessu máli í gegn hefði hún viljað.“ Helga Jónsdótth, aðstoðarmaður forsætisráðherra og formaður fram- kvæmdanefndarinnar, sagði í sam- tali við DV að nefndin hefði farið fram á 500 þúsund króna fjárveitingu í fyrra. Því hefði verið hafnað affjár- veitinganefnd og þvi lítið sem ekkert fyrir tíumenningana að gera. Nefhd- in væri þó ekki af baki dottin og hygðist hún sækja aftur um fjárveit- ingu í ár. Hjörleifur sagði DV í gær að ef úrsögn sín yrði til að vekja nefndina til lífeins þá væri það vel. „Þetta er ekkert stórmál,“ sagði Hjörleifiir. „En þessi nefnd er ef til vill dæmi um hvemig ekki á að standa að málum, sérstaklega þeim sem ætlað er að minnast lanis og þjóðar - og sjálfstæðisins." -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.