Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
31
Iþróttír
-if í gær í tugþrautinni. Hér er hann á
lær tékk hann timann 14,04 sek. Síma-
Lyftingamót"
w w
tveggja km hæð
Verður sett Islandsmet á Bárðarbungu?
Jón G. Hauksgan, DV, Akureyn;
Kraftlyftingamenn M Akureyri
ætla að keppa á löglegu kraftlyft-
ingamóti uppi á Bárðarbungu á
Vatnajökli, í 2000 metra hæð, undir
berum himni, laugardaginn 6. sept-
ember. Keppt verður uppi á hábung-
unni og verða dómarar til staðar.
Söguleg stund því aldrei fyrr hefur
verið keppt í lyftingum uppi á jökli.
Lyftingaráð Akureyrar heldur mótið
og á því ætlar sjálfur „tígrisköttur-
inn“ Kári Elísson, silfurhafi á HM
í kraftlyftingum í fyrra, að reyna að
slá íslandsmetið í bekkpressu en það
er 167,5 kg og á Kári það sjálfur.
„Þetta verður stórkostlegt lyft-
ingamót, svona nokkuð hefur aldrei
verið reynt áður í sögu lyftinga. Það
yrði meiriháttar ef þama yrði sett
met,“ sagði Flosi Jónsson, formaður
lyftingaráðs Akureyrar, í samtali við
DV f gær en hann mun einnig keppa
á mótinu.
Keppendur verða fjórir, auk Flosa
þeir Víkingur Traustason, „heims-
skautabangsinn", Kári Elísson og
Aðalsteinn Kjartansson. Allir eru
þeir methafar í kraftlyftingum.
Ekki er allt upptalið því Flosi og
Víkingur ætla að lyfta hálfu tonni
af Svalafemum þama uppi á jöklin-
um. Hefur verið gerð serstök lyfh _
ingagrind fyrir femumar. Fimmtán I
manna hópur heldur á jökulinn. I
Utbúnaðurinn, sem farið verður ■
með, vegur rúmlega eitt tonn. I
Óhætt er að segja að þeir Flosi og _
Kári standi í ströngu þvi helgina |
eftir mótið á Bárðarbungu halda ■
þeir á Norðurlandamótið í kraftlyft- |
ingum í Finnlandi. a
-SK.J
„Þetta var stórkostlegt“
- sagði Öm Eiðsson um tugþrautarkeppnina
„Þetta var algjörlega stórkostlegt.
Stemmningin á áhorfendapöllunum
alveg ólýsanleg," sagði Öm Eiðsson,
fyrrverandi formaður FRÍ, í gærkvöldi
að lokinni keppninni í tugþrautinni.
„Daley Thompson sannaði það hér
að hann er án nokkurs vafa fremsti
íþróttamaður í heimi í dag. Hann gafst
aldrei upp og þrátt fyrir að 50 þúsund
áhorfendur hafi óspart hvatt Þjóðveij-
ana í keppninni hélt hann sínu striki
og eftir keppnina var hann óspart
hylltur af öllum áhorfendum á vellin-
um. Það ætlaði allt vitlaust að verða
þegar þrír efstu menn í tugþrautinni
hlupu að áhorfendastúkunni og köst-
uðu búningum sínum til áhorfenda.
Þetta var í einu orði sagt stórkostlegt
og í raun og vem á ég ekki orð til að
lýsa Daley Thompson. Það em ekki
til nein lýsingarorð yfir þennan frá-
bæra íþróttamann," sagði Öm Eiðs-
son.
-SK
on skaut hrakspám og
irjunum ref fyrir rass
autina á EM og var aðeins 36 stigum frá heimsmetinu
i Heimsmet ■
Öm Hðsaan, DV, Stultgaxt
„Ég vona að þetta heimsmet eigi
eftir að standa lengi,“ sagði Fatima
Whitbread í gær eftir að hún hafði
sett glæsilegt heimsmet í spjótkasti
kvenna á Evrópumótinu. Hún kastaði
77,44 metra í undankeppninni sem
fram fór í gær. Eldra metið átti austur-
þýska stúlkan Petra Felke en það var
75,40 metrar og sett í júm' á síðasta ári.
-SK .
ssra r.-“
• KR-ingar fögnuðu enn einum titlinum i 2. flokki í knattspyrnu í gærkvöldi en þá sigruðu þeir Framara í úrslitaleik bikarkeppninnar með fjórum mörkum
gegn tveimur. öll mörk leiksins voru i meira iagi glæsileg. Sigurður Valtýsson og Steinar Ingimundarson komu KR i 2-0 en þeir Þórhallur Vikingsson
og Lúðvík Þorgeirsson jöfnuðu fyrir Fram. Stefán Steinssen skoraði sfðan sigurmark KR i sfðari hálfleik en hann er fremstur á myndinni. DV-mynd HH.
Stórkostlegur endir
Reiknimeistarar komust að því að Wentz
þyrfti að ná um 12 sek. betri tíma en Thomp-
son til að ræna titlinum af Bretanum.
Hlauparamir þustu af stað eftir skot ræsis
og vart heyrðist mannsins mál á vellinum.
50 þúsund bijálaðir áhorfendur hvöttu tug-
þrautarmennina óspart en þegar líða tók
að lokum hlaupsins var ljóst að snillingur-
inn Thompson var hinn öruggi sigurvegari.
Hann kom í markið á hreint frábærum tíma,
4:26,16 mín. og var í þriðja sætinu. Júrgen
Hingsen varð annar í hlaupinu á 4:21,61
mín. og Siggi Wentz sjötti á 4:35,00 mín.
Sigur Thompsons var því öruggur og í meira
lagi glæsilegur. Hann hlaut samtals 8.811
stig, Júrgen Hingsen endaði í 8.730 stigum
og Siggi Wentz varð þriðji með 8.676 stig.
Thompson hafði enn einu sinni sannað að
hann stendur íþróttamanna fremst í heimin-
kastaði 64,38 metra. Daley Thompson kast-
aði 62,78 metra og varð fimmti. Hér tapaði
Thompson því örlitlu af forskoti sínu en
fyrir síðustu greinina, 1500 metra hlaupið,
var staðan þannig að Thompson var með
77 stiga forskot á Sigga Wentz sem var í
öðru sætinu.
um í dag. Hann hefur ekki tapað tugþraut-
arkeppni síðustu tíu árin og segir það allt
sem segja þarf og ekki orð um það meir.
-SK
•Viðar Þorkelsson.
Viðarfer
til Finnlands
- Fram-Víðir frestað
Viðar Þorkelsson hefur verið
valinn í 21 árs landsliðið sem
mætir Finnum í stað Guðna Bergs-
sonar Val sem er í prófúm og kemst
ekki með til Finnlands.
Framarar eiga þvi þrjá menn í
21 árs liðinu en liðið kemur heim
aftur til íslands eftir rétta viku og
Fram á að leika gegn Víði á laug-
ardag samkvæmt leikjaniðurröð-
un. Þeim leik hefur verið frestað
til sunnudags en leiktími hefur
ekki enn verið ákveðinn. Toppliðin
Fram og Valur leika því bæði á
sunnudag en Valsmenn, mæta
KR-ingum á heimavelli sínum við
ÍHlíðarenda. -SK.
i # W
\ 'rrsr'
Helga og íris
í 22. og 19. sæti
Öm Eiðssan, DV, Stuttgart
Þrátt fyrir þokkalega útfært
hlaup Helgu Halldórsdóttur í 400
metra grindahlaupi hér á Evrópu-
mótinu í Stuttgart hafnaði hún í
22. sæti af 24 keppendum og fékk
tímann 58,24 sek.
íris Grönfeldt keppti í gær í
spjótkasti og kastaði 51,58 metra
og hafrtaði í 19. sæti. -SK
I