Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
11
Viðtalið
Stefán Eiríksson, forstöðumaöur sölu- og markaðsdeildar Skipadeildar Sam-
bandsins. DV-mynd Óskar Öm
„Er í næsta
syndsamlegum
félagsskap“
Nýráðinn forstöðumaður sölu- og
markaðsdeildar Skipadeildar Sam-
bandsins heitir Stefán Eiríksson.
Hann er Hafhfirðingur í „húð og hár“
og leit dagsins ljós þann 30. ágúst 1951
í Hafharfirði.
„Þessi fyrstu ár voru eitt stórt ævin-
týri og maður lék sér að öllu mögu-
legu, var í fjörunni, við höfnina og
auðvitað í hrauninu. Svo var maður
líka í skóla en ég fór í Bamaskóla
Hafharfjarðar sem nú heitir Lækjar-
skóli að ég held. Þar fannst mér
skemmtilegast að læra málfræði og
íslensku. En við vorum nú ekki alltaf
lærandi og prakkarar í okkur eins og
gengur með stráka. Því gerðum við
at og stríddum náunganum þegar færi
gafst en allt í góðu,“ sagði Stefán.
Leið Stefáns lá í Flensborg sem þá
var gagnfræðaskóli. „Þar var mjög
gaman og uppáhaldsfögin voru tungu-
mál. Annars var þetta einn leikur út
í gegn og ég var frekar latur í skóla,“
sagði Stefán.
Kynbætti tómata og agúrkur
Eftir að námi í Flensborg lauk fór
Stefán að vinna næstu 5 árin til sjós
og lands. Á þessum tíma dvaldist hann
2 ár í Svíþjóð. „Ég vann þar fyrst í
gróðurhúsum í Landskrona við kyn-
bætur á tómötum og agúrkum og það
var nokkuð skondið starf. Síðara árið
sem ég var þama úti vann ég í Malmö
hjá mjólkurfyrirtæki. Þetta voru fjör-
ug ár og liðu alltof hratt. Sennilega
vom þetta bestu ár ævinnar."
Hann fór í Iðnskólann í Hafnarfirði
og komst á samning hjá Landssmiðj-
unni. Úskrifaðist hann sem plötu- og
ketilsmiður 1976. „Það var gaman að
takast á við þetta en vinnan hjá
Landssmiðjuni var þrælarí. Þetta vom
uppgangsár í sjávarútveginum og það
var unnið myrkranna á milli, lífið var
stanslaust streð.“
Stefan segist hafa unnið hjá ýmsum
fyrirtækjum til 1978 en þá hafi hann
ráðið sig til Skipadeildar Sambandsins
við almenn skrifstofústörf. „Ég var
búinn að fá mig fullsaddan af þvi að
þræla myrkranna á milli án þess að
fa neitt og sjá aldrei neitt nema puð-
ið,“ sagði Stefán.
Fékk bíladellu hálffulloröinn
Þegar talið berst að tómstundaiðju
kemur fyrst upp í huga Stefáns bíla-
della sem hann segist hafa fengið
hálffullorðinn. „Þetta stóð stutt yfir
en á meðan á þessu stóð var ég með
nefið ofan í kvartmílu og var sjálfur
að eiga við bíla þó að það gengi hálf-
brösuglega. Einnig reyndi ég að koma
upp eigin bíl en það tókst nú ekki.“
Hann segist aldrei hafa verið mikill
íþróttamaður en hafi þó verið í hand-
bolta og fótbolta með Haukum hér
áður fyrr, í yngri flokkunum. Segist
hann hafa verið í þessu fyrir félags-
skapinn. „Ég starfa ennþá í félagsmál-
um í kringum íþróttir og hef setið í
knattspymustjóm FH,“ segir Stefán.
Þegar hann er spurður hvort það flok-
kist ekki undir drottinssvik hjá
gömlum Haukamanni að starfa fyrír
FH, kveður hann nei við. Segist hann
aldrei hafa verið rígbundinn í þessum
félagaríg og frekar opinn fyrir félögum
og félagastarfsemi.
„Slíkt umburðarlyndi gagnvart fé-
lögum er kannski tilkomið vegna þess
að ég er í næsta syndsamlegum félags-
skap, verri en nokkur ljónahópur. Það
er svonefnt Átthagafélag Hafnfirð-
inga. Skæður hópur Hafhfirskra
átthagamanna i Reykjavík sem kemur
saman á föstudögum og slúðrar yfir
hádegisverði á Borginni. Á vetuma
bætist svo bridge við starfsemina á
hverju fimmtudagskvöldi. Em allt upp
í 10 manns í þessu ægilega félagi,"
segir Stefán hlæjandi.
„Fréttasjúkur eins og flestir ís-
lendingar"
Eitt af áhugamálum Stefáns er
ferðalög. „Ég hef ferðast mikið um
Evrópu og mitt helsta hobbí nú er að
ferðast erlendis. Vera frjáls eins og
fuglinn."
Hann segist lesa mikið og þá helst
reyfara. „Ég er fréttasjúkur eins og
flestir Íslendingar. Við viljum alltaf
vita nákvæmlega hvað er að gerast
alls staðar í heiminum. Enda er sjálf-
sagt gósentími fram undan fyrir okkur
fréttasjúklingana ef nýju útvarps- og
sjónvarpsstöðvamar standa sig í frét-
taflutningi." Hann segist lesa öll
blöðin og þau tímarit sem hann kemst
yfir. „Einnig horfi ég töluvert á sjón-
varp en hef þó minnkað það í sumar
enda hefur það verið heldur lélegt,
maður hefur fullt eins getað horft á
útvarpið eins og einhver sagði héma
um árið,“ segir Stefán.
Hann segir starfið skemmtilegt, það
komi aldrei dauðir punktar, „og eigin-
lega er ég vinnusjúklingur." „Annars
er mitt markmið í framtíðinni að skila
þessu starfi vel af mér og tryggja mér
og mínum og auðvitað fyrirtækinu
sem ég vinn hjá góða framtíð. Ég vil
vera ég sjálfur og helst geta bætt sjálf-
an mig,“ sagði Stefán Eiríksson.
JFJ
Föstudag, laugardag
mánudag og þriðjudag
^SköBúðIn^
Aipviió \
&0RGARTÖM 23
Opið virka daga kl. 9-18.
laugardaga kl. 10-12.
simi
29350
GMC Suburban K-25 4x4 árg. 1978
með 6,2 lítra orginal GMC disilvél,
ekinn aðeins 40 þús. km, 4 gira,
vökvastýri, fljótandi öxlar, nýleg
dekk, útvarp og segulband. 9 manna.
Tilvalinn I skólaakstur, glæsilegur
bíll með nýju lakki. Ath. skipti á
ódýrari. Verð kr. 650.000.
Dodge Ramcharger 150 Royal SE ár-
gerð 1982. Stórglæsilegur, ekinn
aðeins 77 þús. km, 8 cyl. sjálfskipt-
ur, vökvastýri, breið dekk, krómfelg-
ur, útvarp/kassetta, litur svartur, einn
eigandi frá upphafi. Ath. skipti á
ódýrari bifreið. Verð 760.000.
Nissan Sunny 1500 GL árgerð 1986,
ekinn aðeins 9 þús. km, góður nýleg-
ur, framdrifinn bill fyrir veturinn.
Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð
410.000.
Daihatsu Charade CX árgerð 1986,
ekinn 5 þús. km, 5 dyra, sem nýr.
Bein sala. Verð 330.000.
Saab 900 GL árgerð 1982, ekinn að-
eins 69 þús. km, framdrifinn vetrar-
bill. útvarp/kassetta. Ath. skipti á
ódýrari bifreið. Verð 350.000.
Mercedes Benz 280 SE árg. 1980,
ekinn 188 þús km, 6 cyl., sjálfskipt-
ur, vökvastýri, rafmagnssóllúga,
centrallæsingar, álfelgur, útvarp/
segulband. Ath. skipti á ódýrari
bifreiö. Verð aðeins 700.000.
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
MEIRIHÁTTAR
VERÐLÆKKUN
Opið til kl. 21 í kvöld
og frá 10-16 á laugardögum.
Smiðjuvegi 4e, c-götu, á horni Skemmuvegar.
Símar 79866 og 79494.
Laugavegi 28, Reykjavík Mánagötu 1, ísafirði
Stóragarði 7, Húsavík Hafnarstræti, Akureyri.
Egilsbraut 7, Neskaupstað