Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
Fréttir___________
Kreppuástand á
Kjarvalsstöðum
Þóra Kristjánsdóttir, listráðu-
nautur Kjarvalsstaða, hefur hætt
störfum. Mun Gunnar Kvaran, list-
fræðingur og forstöðumaður
Ásmundarsafiis, taka við starfi
hennar til bráðabirgða.
„Ég er búin að starfa við Kjarvals-
staði í tæp átta ár og hef ekki í
hyggju að halda því áfram er sumar-
leyfi mínu lýkur innan skamms,“
sagði Þóra í samtali við DV en vildi
ekki að öðru leyti rekja ástæður
brotthvarfe síns. Samkvæmt áreið-
anlegum heimildum DV hefur
samstarf listráðunautar og Alfreðs
Guðmundssonar, forstöðumanns
Kjarvalsstaða, verið stirt og veldur
því meðal annars að Þóra kýs nú
að hætta . Fyrirrennarar hennar í
starfi, þeir Frank Ponzi og Aðal-
steinn Ingólfeson, yfirgáfu einnig
Kjarvalsstaði af svipuðum ástæðum.
„Þóra var ráðin til fjögurra ára
og sú ráðning síðan framlengd um
önnur ijögur ár. Ráðningartíminn
er nú liðinn og Gunnar Kvaran tek-
ur við starfi Þóru til bráðabirgða.
Staða listráðunautar verður svo
auglýst eins og aðrar stöður innan
borgarkerfisins. Ég neita því ekki
að ýmsar breytingar eru fyrirhugað-
ar á rekstri Kjarvalsstaða en vil
ekki tjá mig frekar um þær,“ sagði
Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi og
varamaður í stjóm Kjarvalsstaða.
I samtali við DV sagðist Alfreð
Guðmundsson ekki hafa í hyggju að
draga sig í hlé og kannaðist ekki við
neinn ágreining við listráðunauta:
„Ég er ekki að hætta,“ sagði hann.
-EIR
Borholan í Sleggjubeinsskarði skömmu eftir aö henni var hleypt upp. Hún er um 1800 metra djúp og sú fyrsta sem tekin er
í notkun í Kolviðarhólslandi. DV-mynd EJ
Borholu hleypt upp á KoMðarhóli
„Þetta er fyrsta holan sem við
hleypum upp í Kolviðarhólslandinu,
hún er í meðallagi kraftmikil raiðað
við borholumar Á Nesjavöllum, gefur
38 kflógrömm á sekúndu af blönduðu
vatni og guiú, og er metin á 51 mega-
vatt,“ sagði Gunnar Kristinsson,
verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykja-
víkur, um borholu sem Hitaveitan
hleypti upp í Sleggjubeinsskarði við
Kolviðarhól á mánudaginn. Holan var
boruð í nóvember sl. en hefúr staðið
ónotuð í vetur.
„Orkan í henni er svipuð og við var
búist,“ sagði Gunnar „Þama hafa far-
ið fram margs konar mælingar til að
kanna það, en erfitt er þó að segja um
hve lengi orkan í henni endist. Á
næstunni verður síðan athugað hvort
fleiri holur verða boraðar í landi Kol-
viðarhóls, með frekari mæhngum og
tilliti til þess hvemig þessi reynist.“
-BTH
Á líðandi stundu:
Stjómendur verða sex
Tvö þriggja manna lið munu stjóma
sjónvarpsþættinum Á lfðandi stundu
í vetur. Er þegar búið að ráða fimm
af sex væntanlegum umsjónarmönn-
um.
í öðrum hópnum verða Jón Gúst-
afeson sjónvarpsmaður, Elín Hirst
blaðamaður og Asdís Loftsdóttir fata-
hönnuður. f hinum hópnum verða
Ólafúr Hauksson rítsfjóri, Dröfii
Hreiðarsdóttir háskólanemi en í þriðja
sætið er óskipað eftir að Guðrún Guð-
laugsdóttir blaðamaður varð að hætta
við sökum annarra starfa.
Umsjónarmenn þáttarins í fyrra
voru þau Ómar Ragnarsson, Agnes
Bragadóttir og Sigmundur Emir
Rúnarsson. -KMU
Nýmastein-
ar og appel-
sínusteinar
- skiptar skoðanir um C-vrtamín
„Ákvörðun Lyfjanefndar byggir á
því að neysla eins.gramms af C-vítam-
íni á dag getur leitt til myndunar
nýmasteina," sagði Guðbjörg Krist-
insdóttir, ritari Lyfjanefridar, í samtali
við DV.
Eins og kunnugt er af fréttum hefur
Lyfjanefnd ákveðið að banna sölu á
C-vítamíni, þar sem hæfilegur dag-
skammtur er auglýstur eitt gramm á
umbúðum, í verslunum og apótekum.
Áfram verður þó hægt að kaupa 500
milligramma töflur án lyfeeðils.
Kemm- þessi ákvörðun Lyfjanefndar
ýmsum spánskt fyrir sjónir enda ekki
til þess vitað að slík takmörkun á sölu
vítamína þekkist annars staðar í ver-
öldinni.
Ýmsir lyfjafræðingar hafa bent á það
í samtölum við DV að engar vísinda-
legar rannsóknir tengi mikla notkun
C-vítamina nýmasteinum. Þvert á
móti hafi ýmsir vísindamenn tröllatrú
á C-vítamínum og nægi í því sambandi
að benda á nóbelsverðlaunahafann
Linus Pauling sem mæli með 10
grömmum af C-vítamíni sem hæfileg-
um dagskammti. Pauling mun nú vera
á tíræðisaldri og laus við nýmasteina.
Þá má geta þess að í einum lítra af
hreinum appelsínusafa má gera ráð
fyrir einu grammi af C-vítamíni. í einni
appelsínu em um 100 milligrömm af
C-vítamíni þannig að fólk verður að
torga 10 stykkjum til að ná bannmarki
Lyfjanefndar.
„Það borðar enginn 10 appelsínur í
einu án þess að fá niðurgang," sagði
Guðbjörg Kristinsdóttir.
Til fróðleiks má geta þess að manns-
líkaminn er talinn þurfa 50
milligrömm af C-vítamíni á dag til
þess eins að koma í veg fyrir skyrbjúg.
-EIR
Concorde í Kefla-
vík á morgun
Hljóðfrá Concorde-þota kemur til
Islands á morgun, laugardag. Lending
á Keflavíkurflugvelli er áætluð klukk-
an níu í fyrramálið.
Með þotunni koma um eitt hundrað
breskir lífeyrisþegar sem keypt hafa
sér dagsferð gegnum hljóðmúrinn til
íslands. Ferðaskrifetofan Úrval tekur
við hópnum og sýnir honum Vest-
mannaeyjar, Bláa lónið og Reykjavík.
Brottför er áætluð frá Keflavík klukk-
an 19.
Þetta verður í þriðja sinn í sumar
sem hópur kemur með Concorde í
dagsferð til fslands. Íslandsflug með
Concorde er einnig á dagskrá um
næstu jól.
-KMU
Helga Möller í hópi keppinauta í Bergen síðastliðið vor. Til vinstri er full-
trúi Dana og til hægri fulltrúi Svía. DV-mynd GVA
Eurovision
aftur á sljá
„Það er ástæðulaust að leggja nið-
ur skottið eftir fyrstu umferð. Við
höfúm ákveðið að verða með í næstu
Eurovision-keppni og höfum til-
kynnt þátttöku okkar,“ sagði Pétur
Guðfinnsson, framkvæmdastjóri
sjónvarpsins. „Keppnin hér heima
verður þó eitthvað einfaldari í snið-
um og ódýrari en síðast.“
Ýmsar leiðir hafa verið ræddar
varðandi framkvæmd keppninnar
hér á landi. Til greina kemur að
þátttakendur verði látnir senda inn
fullunnið efrú á myndböndum en það
myndi takmarka fjölda laga vegna
kostnaðar. Þá þykir einnig koma til
greina að fela einum eða fleiri laga-
höfundum að semja sérstakt lag í
tilefiii keppninnar. Engin endanleg
ákvörðun hefúr verið tekin hvað
þetta varðar.
„Ríkisútvarpið hefur frjálsar hend-
ur varðandi val lags í þessa keppni
og því eru allar leiðir færar,“ sagði
Pétur Guðfinnsson. „Einnig er ekki
ólíklegt að val dómnefridar verði
með öðrum hætti en síðast."
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva verður haldin í Belgíu
næsta vor, heimalandi Söndru Kim
er sigraði eftirminnilega í Bergen 3.
maí síðastliðinn. Gleðibanki Magn-
úsar Eiríkssonar hafiiaði þá í 16.
sætiaf20. -EIR