Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
Viðskipti
Kodak innkallar
myndavélar
„Ég tel þetta vera vel gert við
kúnnann enda hafa viðbrögðin
við þessu verið góð, bæði hér sem
og um allan heim að því mér
skilst. Fólk hefur haft afiiot af
vélunum í nokkum tíma og er
nú gefinn kostur á því að fá þær
endurgreiddar á sanngjömu
verði. Þó að þetta kosti stórfé
hef ég þá trú að þetta verði fyrir-
tækinu til framdráttar þegar
fram í sækir,“ sagði Bjami Ragn-
arsson, sölustjóri neytendavam-
ings hjá Hans Petersen, sem
hefur umboð fyrir Kodak vörur
á íslandi.
Kodak fyrirtækið hefur um all-
an heim innkallað svonefhdar
skyndimyndavélar en þær em
með filmu sem framkallast sjálf.
Ástæðan fyrir þessari skyndilegu
innköllun er sú að í lok síðasta
árs tapaði fyrirtækið málaferlum
sem staðið hafa í nokkur ár.
Hafði Polaroid höfðað mál gegn
fyrirtækinu á þeim forsendum að
það hefði notað hugmynd Pol-
aroid að sjálfframkallandi filmu.
Vegna þessa hefúr verið hætt að
framkalla þessar filmur og án
þeirra em myndavélamar vita
gagnslausar. Hyggst því fyrir-
tækið bæta viðskiptavinum
sinum þetta með því að innkalla
vélamar og bjóða greiðslu eða
úttekt á öðrum Kodak vörum í
staðinn.
Að sögn Bjama er Hans Pet-
ersen einungis framkvæmdarað-
ili og ákveður því ekki hvers
virði vélarnar em. Tilboðið um
innlausnina mun standa frá 25.
ágúst til 1. júní 1987. _jpj
Peningamarkaöur
VEXTIR (%) hæst
Innlðn óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar R-9 u>
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb
6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsróttur
Sparað í 3-5 mán. 8-13 Afa
Sp. í 6mán. ogm. 9-13 Ab
Avísanareikningar 3-7 Ab
Hiaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innián verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 25-3.5 Lb
Innlán með sérkjörum 8-16
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 6-7 - Ab
Steriingspund 9-10.5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.8-4 Ab
Danskar krónur 8-7.5 Ab.Lb.Sb
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kgeog19.5
Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kfle Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 órum 4 Allir
Til lengri tima 5 Allir
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 15
SDR 7.75
Bandaríkjadalur 7.75
Sterlingspund 11.25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskirteini
3ja ára 7
4ra ára 8.5
6ára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16
Gengistryggð{5 ár) 8.5
Almenn verðbréf 12-16
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VfSITÚLUR
Lánskjaravisitala 1463 stig
Byggingavisitala 272.77 stig
Húsaleiguvisitala H«kkaði5%1. júli
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs:
Eimskip 200 kr.
Flugleiðir 140 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er
miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
flestum bönkum og stærri sparisjóðum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán. Skammstafanir:
Ab = Alþýðubankinn, Bb=Búnaðar-
bankinn, Ib=Iðnaðarbankinn, Lb =
Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn,
Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar-
bankinn, Sp = Sparisjóðimir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV ó fimmtudög-
um.
,, Ljóst að menn hengja
ekki upp skreið' ‘
Þótt 61 þúsund pakkar af skreið hati farið til Nígeriu nýlega er ekki algengt aö. skip full af skreið leggi úr höfn.
Verðið sem fæst fyrir skreiðina er þar að auki langt undir framleiðsluverði, að sögn söluaðila, og þess vegna er
hafist handa við að rifa niður skreiðarhjalla. Skreiðarhjallar Granda hf. á Seltjarnarnesi eru smám saman að
hverfa eins og myndin sýnir.
Þrátt fyrir gífúrlega sölutregðu og
ótryggar greiðsluhorfúr hafa menn
ekki ennþá gefist upp við að reyna
að selja skreið. Nú virðast vera i
gangi ýmsar undanþágur frá inn-
flutningsbanninu sem gekk í gildi í
Nígeríu 1. júlí síðastliðinn.
„Það eru aðilar sem segjast vera
með framlengd innflutningsleyfi til
áramóta. Tollayfirvöld í Nígeríu
virðast hins vegar ekki hafa fengið
fyrirmæli um framlenginguna. Við
höfum þó séð leyfin en erum að
kanna hvort þau eru marktæk og
hvað viðkomandi aðilar geta gert
varðandi greiðslur," sagði Ragnar
Sigurjónsson, forstöðumaður skreið-
ardeildar SÍS.
Talið er að nú séu um 120 þúsund
pakkar af skreið til í landinu að
verðmæti um 700 milljónir króna.
Framtíö skreiðarframleiðslu
Þótt menn hafi ekki alveg gefist
upp við skreiðarsöluna gætir mikill-
ar svartsýni á framtíð skreiðarfram-
leiðslu í landinu. Söluaðilar í
greininni hafa hvatt framleiðendur
Hertir fiskhausar eru nú uppseldir
í landinu. Þrátt fyrir gífúrlega erfið-
leika við sölu á skreið til Nígeríu
hefur ekki reynst erfitt að selja haus-
ana.
Samtals hafa selst um 200 þúsund
pakkar frá áramótum.
til að hætta alfarið að hengja upp
skreið, rífa niður skreiðarhjallana
og koma trönunum í verð.
„Hausamir eru ekki á bannlista
og hefúr kaupendum reynst auðvelt
að fá innflutningslejfi fyrir hausa í
Nígeríu. Markaðsverð fyrir hausa
er tiltölulega lágt þannig að kau-
pendur sjá sér hag í að versla frekar
með hausa en skreið. Almenningur
í Nígeríu getur síður keypt skreið-
„Það er alveg ljóst að menn hengja
ekki upp skreið fyrir það verð sem
fæst fyrir hana. Framleiðslukostnað-
ina, verðið er svo hátt,“ sagði
Ragnar Sigurjónsson, forstöðumað-
ur skreiðardeildar Sambandsins.
„Það er ljóst að menn hengja ekki
upp skreið en við höfum hvatt menn
til að hengja upp hausa," sagði
Ragnar.
-KB
ur er langt umfram gangverð. Það
eina sem vit er í að hengja upp eru
skreiðarhausar og höfum við hvatt
menn til þess. Það hefur gengið vel
að selja þá til Nígeríu. Þeir eru upp-
seldir," sagði Ragnar Sigurjónsson.
Skreiðarhjallarnir hverfa
Grandi hf. er nú að láta rífa niður
alla sina skreiðarhjalla, bæði þá sem
staðið hafa við Korpúlfsstaði og á
Seltjamamesi. Verkinu er næstum
lokið og fyrir trönumar eiga að fást
um 750 þúsund krónur. Er næsta
víst að margir hjallar muni hljóta
sömu meðferð á næstunni.
-KB
Hausamir uppseldir
Starfsnám Verslunarskólans í nýjan búning:
Bókhald á brautum
Undanfarið hefur verið urrnið að
gagngerum breytingum á starfsnámi
Verslunarskólans. Hingað til hefur
verið boðið upp á einstök námskeið
ósamtengd en nú mynda námskeiðin
samtengda heild og verða kennd á
sérhæfðum brautum, bókhaldsbraut
og skrifstofubraut.
„Starfsnámið er öllum opið, það em
engin skilyrði fyrir inntöku," sagði
Helgi Baldursson, forstöðumaður
starisnámsins.
Rassvasabókhald
„Námið getur hentað í ýmsum til-
gangi þeim sem vilja á skömmum tíma
öðlast þá þekkingu sem krafist er af
vinnumarkaðinum á sviði bókhalds-
eða almennra skrifstofústarfa, smáat-
vinnurekendum sem hafa haft bók-
haldið í rassvösunum en vilja koma
skipulegri reglu á reksturinn, fólki
sem hefur áhuga á því að vaxa i starfi
og/eða takast á við ný verkefni eða
störf og t.d. húsmæðrum sem vilja
Helgi Baldursson forstöðumaður starfsnáms Verslunarskóla Islands situr hér
í tölvustofu skólans sem mun vera eín af þeim fuilkomnustu á landinu.
komast út á vinnumarkaðinn," sagði
Helgi Baldursson.
Helgi sagði að mörg dæmi væru um
að atvinnurekendur sæju sér hag í að
senda starfsmenn sína á sérhæfð nám-
skeið og greiddu jafnvel námskostnað.
Tilhögun
Kennsla á báðum brautum starfs-
námsins fer fram á kvöldin og er hægt
að ljúka brautunum á 2 til 3 námsönn-
um. Kennarar eru mikið til þeir sömu
og kenna i dagskólanum. Námið fer
fram í áfóngum og byggt þannig upp
að þeir sem vilja halda áfram námi
geta fengið brautanámið metið til
verslunar- og eða stúdentsprófs í öld-
ungadeild skólans sem hefúr verið sett
á laggimar í Verslunarskólanum og
tekur í fyrsta skipti til starfa nú í
haust.
Hið nýja húsnæði Verslunarskólans
við Ofanleiti hefur gert þessa nýju
námsmöguleika við skólann mögu-
lega, en með tilkomu nýja húsnæðisins
hefúr öll að aðstaða til kennslu stór-
batnað.
150 manns
Helgi sagði að hver kennslustund í
starfenáminu kostaði í kringum 100
krónur. I sumum tilfellum hafa stétta-
félög, eins og Starfemannafélag ríkis-
stofnana, Starfemannafélag Reykja-
víkurborgar og Verslunarmannafélag
Reykjavíkur, greitt námskostnaðinn
fyrir félagsmenn sína eða stutt þá til
námsins á annan hátt.
Skráning í starfenámið er hafin og
lýkur henni eftir hálfan mánuð. Reikn-
að er með að hægt sé að innrita um
150 manns.
-KB
Þróunarsjóður
í Byggðasjóði
Enn hefúr ekki verið ákveðið hvaða
aðili eigi að annast rekstur norræns
þróunarsjóðs fyrir Færeyjar, Græn-
land og ísland, sem stofnaður var fyrir
skömmu.
í stofnsamningi, sem undirritaður
var á Höfri á Homafirði 19. ágúst síð-
astliðinn, segir að aðsetur sjóðsins
skuli vera í Reykjavík. Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra sem
undirritaði stofnsamninginn fyrir Is-
lands hönd, sagði í samtali við DV að
ákvörðun um nánari aðsetur sjóðsins
yrði ekki tekin fyrr en kosið hefði
verið í stjóm og að það yrði gert í
haust. Þangað til og fyrst um sinn
yrði rekstur sjóðsins því eflaust í
höndum Byggðasjóðs. -EA