Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
47
Útvaxp - sjónvarp
Útvarp, rás 2, kl. 21.00:
Pólitískt rokk
Þátturinn Rokkrásin verður á dag-
skrá rásar tvö í kvöld og að sögn
Helga Skúlasonar umsjónarmanns
verður að þessu sinni fjallað um ýmsa
listamenn sem blandað hafa saman
pólitík og tónlist.
Vinsæl tónlist hefur oft verið notuð
til að koma á framfæri einhveijum
boðskap sem listamönnum hefur legið
á hjarta, hvort sem það eru mann-
réttindamál, trúmál, þjóðfélagsádeila
eða aðrar vangaveltur um lífið og til-
veruna. Tónlistin hefúr reynst
mörgum áhrifamikið verkfæri í því að
koma skoðunum sínu á framfæri, enda
nær hún oft til heilla kynslóða vítt
og breitt um heiminn.
í Rokkrásinni verður meðal annars
fjallað um Bob Dylan, þann snjalla
textahöfund, hljómsveitina Clash og
friðarsinnann John Lennon. íslenskir
tónlistarmenn verða ekki útundan og
fær Bubbi meðal annars einhveija
umfjöllun, enda hefur hann löngum
verið óhræddur við að láta skoðanir
sínar fjúka.
John Lennon var einn þeirra tónlistarmanna sem vildu hafa áhrif á fóik meö tónlistinni og reyndi hann að koma skoö-
unum sínum á framfaeri í lögum sínum. Lög eins og Give Peace a Chance og Imagine báru vott um einlægar hugsjónlr
þessa mikla friðarsinna.
Útvarp, rás 1, kl. 00.05:
Tónlistannenn
frá ísafirði í
þðsttinum Lágnætti
Að loknum fréttum á miðnætti í
nótt sér Edda Þórarinsdóttir um þátt-
inn Lágnætti á rás eitt. Gestir hennar
að þessu sinni verða hjónin Jónas
Tómasson tónskáld og Sigríður Ragn-
arsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans
á ísafirði. Þau eiga bæði til tónlistar-
fólks á ísafirði að telja og vinna að
framgangi tónlistarlífs á heimaslóðum
sem er mjög blómlegt.
í þættinum verður leikin tónlist eftir
Jónas og einnig eftir Domenico Scarl-
atti, Antonín Dvorák, Erik Satie og
Ton de Leeuw.
Er það ættarskylda eða eitthvað
annað sem knýr vel menntað tónlist-
arfólk til að halda kyrru fyrir í
fámenninu þar sem svigrúm er minna
og tækifæri færri en annars staðar? Á
það er drepið í þættinum í kvöld og
viðhorf til tónlistarinnar almennt.
Annar gesta Eddu Þórarinsdóttur i þættinum Lágnætti i kvöld er Jónas Tómas-
son tónskáld frá ísafirði.
Útvarp, lás 1, kl. 23.00:
Ævintýrið
um Öskubusku
Þátturinn Fijálsar hendur, sem er á
dagskrá rásar eitt í kvöld, fjallar að
þessu sinni um ævintýri og þá sér í
lagi um ævintýrið fræga um ösku-
busku.
Illugi Jökulsson, umsjónarmaður
þáttarins, rekur upphaf sögunnar og
ýmsar myndir hennar. Þá verða lesnir
tveir kaflar úr þýðingu hans á einni
af fjölmörgum Öskubuskusögum. Saga
þessi er eftir enska konu, Marina
Wemer. Einnig verður lesinn stuttur
kafli úr leikriti Shakespeares, Lé kon-
ungi.
Lesarar með Illuga verða þær Linda
Vilhjálmsdóttir og Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir.
Geraldine Page leikur aðalhlutverkið í myndinni í kvöld, en í ár hlaut hún
óskarsverölaun fyrir leik sinn i myndinni Perð til Bountiful og sést hér taka
við styttunni eftirsóttu.
Fóstudagsmyndin:
Síðsumarást
Bíómyndin í kvöld er bandarísk fiá
árinu 1961. Síðasumarást heitir hún
og á vel við á þessum árstíma. Mynd-
in byggir á leikriti Tennessee Williams
og gerist í litluiú bæ í Mississippi árið
1916. Þar býr ung kona, prestsdóttir,
sem flestir líta á sem verðandi pipark-
erlingu. Hún er þó leynilega ástfangin
af læknanema nokkrum sem er illa
þokkaður í bænum og álitinn vand-
ræðamaður hinn mesti. Hann lifir
hátt og er algjör andstæða prestsdótt-
urinnar, sem er undurþæg og á í
miklum erfiðleikum með tilfinningar
sínar.
Geraldine Page leikur prestsdóttur-
ina, en margir hafa eflaust séð hana
í myndinni Ferðin til Bountiful, sem
ennþá er verið að sýna í Laugarás-
bíói. Fyrir þá mynd fékk hún óskars-
verðlaun í ár. Þar lék hún gamla konu,
sem átti þá ósk heitasta að sjá æsku-
stöðvar sínar áður en hún kveddi
þennan heim. í myndinni í kvöld leik-
ur hún yngri konu með sambærilegri
sannfæringu og var hún einnig út-
nefiid til óskarsverðlauna fyrir þann
leik. Hún hefur þó leikið meira á sviði
heldur en í kvikmyndum og lék hún
til að mynda prestsdótturina í Síðsum-
arást á sviði við góðan orðstír áður
en kvikmyndin var gerð.
Leikstjórinn, Peter Glenville, er
einnig þekktari fyrir störf sín á sviði
en í kvikmyndum, en hann hefúr þó
leikstýrt nokkrum myndum sem flest-
ar hafa áður notið vinsælda á sviði sem
leikrit.
Kvikmyndahandbókin gefur Síð-
sumarást þrjár og hálfa stjömu og
lofar góðan leik aðalleikaranna. Það
ætti því að vera vel þess virði að horfa
á föstudagsmyndina í kvöld, ef fólk
hefúr gaman af góðum leik og örlítilli
rómantík.
Vedrið
i
£? O --f
í dag verður hæg vestlæg átt á landinu
og víðast léttskýjað, þó þykknar dálít-
ið í lofti síðdegis. Hiti verður 9-13 stig.
Veðrið
Akureyri skýjað 4
Egilsstaðir léttskýjað 1
Galtarviti skýjað 9
Hjarðames léttskýjað 2
Keflavíkurflugvöllur skýjað 7
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 5
Raufarhöfn léttskýjað 2
Reykjavík léttskýjað 6
Vestmannaeyjar léttskýjað 7
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen rigning 14
Helsinki rigning 10
Ka upmannahöfn léttskýjað 14
Osló rigning 10
Stokkhólmur skýjað 15
Þórshöfn skýjað 11
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve heiðskírt 22
Amsterdam skúrir 13
Aþena heiðskírt 27
Barcelona skýjað 20
(CostaBrava)
Berlín skýjað 19
Chicago léttskýjað 17
Feneyjar skýjað 20
(Rimini ogLignano)
Frankfurt skúr 12
Glasgow skýjað 13
London skýjað 14
LosAngeles léttskýjað 23
Luxemburg skúr 11
Madrid léttskýjað 23
Malaga heiðskírt 34
(Costa del Sol)
Nuuk rigning 9
París skúr 13
Róm heiðskírt 26
Vin rigning 16
Winnipeg skýjað 20
Valencia skýjað 22
(Benidorm)
Gengið
Gengisskráning nr. 162 - 29. ágúst
1986 ki. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgeng
Dollar 40,620 40,740 41,220
Pund 60,036 60,214 60,676
Kan. dollar 29,132 29,218 29,719
Dönsk kr. 5,2320 5,2475 5,1347
Norsk kr. 5,5390 5,5553 5,4978
Sænsk kr. 5,8729 5,8903 5,8356
Fi. mark 8,2377 8,2620 8,1254
Fra. franki 6,0379 6,0557 5,9709
Ðelg. franki 0,9553 0,9581 0,9351
Sviss. franki 24,5068 24,5792 23,9373
HoU. gyllini 17,5351 17,5869 17,1265
Vþ. mark 19,7809 19,8393 19,3023
ít. líra 0,02865 0,02874 0,02812
Austurr. sch. 2,8096 2,8179 2,7434
Port. escudo 0,2773 0,2781 0,2776
Spá. peseti 0,3020 0,3029 0,3008
Japansktyen 0,26039 0,26115 0,26280
írskt pund 54,303 54,463 57,337
SDR 48,9920 49,1371 48,9973
ECU 41,5319 41,6546 40,9005
Símsvari vegna gengisskráningar 22190.
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mér
eintak af
r
Urval