Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. VÉLAMENN Viljum ráða strax vanan vélamann, mikil vinna. Loftorka Reykjavík hf. Sími 50877. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Öldugötu 15, þingl. eigandi Bjami Marteins- son, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Kaplaskjólsvegi 1, versl., kj„ þingl. eigandi Hrafnhildur Ellertsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan i Reykjavík, Ingvar Björnsson hdl. og Málflstofa Guðm. Péturss. og a. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Flyðrugranda 16, 4. hæð B, þingl. eigandi Asmundur Guðjónsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 14.45. Uppþoðsþeiðendur eru: Landsbanki íslands, Veðdeild Landsbanka islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. _______ Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hofsvallagötu 19, hl„ talinn eigandi Andrea Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 13.45. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Grandagarði 5, þingl. eigandi Nonni hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Vesturgötu 46 A, hl„ þingl. eigandi Hulda K. Jóhannesdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Guðmundur Óli Guðmundsson hdl. og Jón Ingólfsson hdl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Öldugranda 3, íb. 1-4, þingl. eigandi Ámi Sævar Gunnlaugs- son, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru: Guðni Haraldsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Baldvin Jónsson hrl„ Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Öldugranda 3, íb. 0102, þingl. eigandi Aðalheiður Hauks- dóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur eru: Málflstofa Guðm. Péturss. og a, Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Seljavegi 33,1 .t.h„ talinn eigandi Sveinbjörg Steingrímsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. _______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hólmaslóð 6, þingl. eigandi Sjóli hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. '86 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Há- kon H. Kristjónsson hdl„ Útvegsbanki islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Öldugranda 3, 3.t.v„ þingl. eigandi Olgeir Erlendsson og Anna K. ivarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept. 86 kl. 15.45. Uppboðsþeiðendur eru: Jón Finnsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki islands, Iðnaðarbanki islands hf. og Helgi V. Jóns- son hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Skeljagranda 8, 1. hæð 1, þingl. eigandi Hörður Bergmann og Guðlaug Þorsteinsd., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 1. sept '86 kl. 15.00. Uppboðsþeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðmundur Óli Guðmundsson hdl. og tollstjórinn I Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Birgitta og Ulf Trotzig. (Ljósm. PK) Listir sam- hentra hjóna Birgitta og Utf Trotzig í heimsókn Sænsku listamennimir og hjónin Birgitta og Ulf Trotzig bæta hvort annað upp. Hún er hæglát, íhugul og mikilúðleg, hann er kvikur í hreyfingum, rasðinn og nettur. Það er engu líkara en að listin hafi mót- að persónuleika þeirra. Birgitta situr löngum stundum við að byggja upp sögu-ljóð sín og sagnaveröld, Ulf reiðir sig á innblásturinn, setur síð- an málverk sín saman í nokkurs konar skapandi uppnámi, hratt og djarflega. Stimdum er erfitt að tala við sam- hent hjón þar eð þau eru sjálfum sér næg og kæra sig ekki um að veita utanaðkomandi fólki innsýn í innsta hringinn, einkalíf sitt. Gáfaðir lista- menn em einmitt sérfræðingar í að gæta sín á öðrum. Ég hafði mestan áhuga á því hvemig tveimur skapandi einstakl- ingum gengi að búa og starfa í sama húsi og eftir hik og þreifingar á báða vegu fór boltinn að ganga á milli þeirra Birgittu og Ulfs. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að bæði em þau hingað komin til að kynna list sína í Nor- ræna húsinu. Á sunnudaginn kl. 15 verður opnuð sýning á málverkum og grafík Ulfe Trotzig, bæði í sýning- arsölum og anddyri hússins, kl. 16 sama dag heldur einn þekktasti list- fræðingur Svía, Sven Sandström, fyrirlestur um listamanninn í fund- arsal hússins og þriðjudaginn 2. september talar Birgitta Trotzig síð- an um bækur sínar og les upp. Samleið með Frökkum Ekki er ólíklegt að margir íslend- ingar kannist við rithöfúndinn Trotzig, bæði af bókum hennar, sem Svíar hafa oftar en einu sinni lagt fram til bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs (nú síðast í fyrra) og ekki síst af sjónvarpsþætti um hana sem sýndur var í íslenska sjónvarp- inu fyrir nokkrum misserum. En ég er ekki viss um að margir kannist við myndlistarmanninn Trotzig. Þó er hann af mörgum tal- inn einn helsti listmálari Svía í dag og er verðlag á myndum hans, bæði málverkum og grafík, í samræmi við það. Ástæður þess að Trotzig er ekki betur þekktur en hann er eru að minnsta kosti tvær. Önnur er sú að hann hefur ævin- lega talið sig eiga fremur samleið með franskri myndlist en sænskri enda bjuggu þau hjón lengi í Frakk- landi. Bonnard, Matisse og Monet eru hans menn. Málaralist hans var auk þess of áköf og uppfull af munúð til að falla í kramið hjá Svíum. Á árunum 1964 til 1975, þegar pólitíska raunsæis- stefiian gekk yfir, og gekk sér til húðar í Svíþjóð, hélt Ulf ekki eina einustu einkasýningu í heimalandi sínu. „Þetta var slæmur tími fyrir mig,“ segir hann. Á síðustu fjórum árum, í kjölfar nýju málverkatískunnar, fór hagur Ulfs aftur að vænkast og hefur hann aldrei notið meiri velgengni en ein- mitt nú eins og áður er sagt. Ljóðræn hrynjandi? Yfir kafifibolla og vínarbrauði í Norræna húsinu spyr ég þau Birg- ittu og Ulf hvort þau hafi einhver listræn áhrif hvort á annað. Þau láta lítið yfir því. „Við erum að gera svo ólíka hluti,“ svarar Birgitta.- Nú tala gagmýn- endur um ljóðræna hiynjandi í verkum ykkar beggja, segi ég. Ulf ypptir öxlum: „Þessi hugtök eru svo loðin að það er varla hægt að taka neitt mark á þeim. Við notum þau ekki okkar á meðal.“ - En eru vinnubrögð ykkar á eng- an hátt sambærileg, spyr ég. Þau hjón líta spumaraugum hvort á ann- að. „Við erum bæði með myndir í huga þegar við hefjumst handa og sköpunin gengur út á það að gera þessar myndir að veruleika," segir Birgitta svo. „Hins vegar breytist myndin sennilega meir í vinnslunni hjá mér en hjá Birgittu," skýtur Ulf inn í. „Ég hef verið að horfa á flugvöll- inn héma í mýrinni og flugvélamar minna mig á risaskordýr sem hlamma sér niður milli húsanna. Þannig mundi ég kannski byrja á því að túlka Reykjavíkurflugvöll. En svo getur allt skeð og myndin gjörbreyst þegar ég fer að vinna hana.“ - Náttúran skiptir heilmiklu máli fyrir ykkur bæði, segi ég og vitna í verk þeirra. „Náttúran, jú, vissulega," segja þau svo að segja samtímis. „En ég lit ekki á mínar myndir sem lands- lagsmyndir," segir Ulf, „heldur em þær eins konar minnispunktar um eitthvað í náttúrunni sem ég hef séð.“ Heilbrigði myndlistar Birgitta bætir við: „Ég öfunda Ulf stundum því mér þykja myndlist og tónlist heilbrigðari listgreinar en bókmenntimar. Bókmenntimar em svo mikill bastarður. Áður en maður veit af þvi er maður farinn að segja eitthvað allt annað en maður ætlaði sér. Myndlistin er í eðli sinu svo hrein- ræktuð og hreinskiptin. Því er ekki fjarri lagi að það hafi haft góð áhrif á mín skrif, svona almennt, að fylgj- ast með Ulf.“ Ég nýsist eftir því hvort þau gagn- rýni nokkum tímann verk hvort annars. „Aldrei," segir Birgitta afdráttar- laust. „Við ræðum um listina, látum í ljós skoðanir á list annarra en minnumst ekki á verk hvort annars, sérstaklega ekki meðan þau em í vinnslu. Þetta er bara háttvísi sem okkur hefur lærst í meir en þrjátíu ára hjónabandi." Nú brosir Ulf út að eyrum. Ég spyr hann hvað skipti hann mestu máli í myndlistinni. „Liturinn," svarar hann hiklaust. „Ég teikna að vísu mikið og grafíkin mín gengur mjög út á teikningu en það er liturinn sem heldur í mér líf- inu sem listamanni." „Myndlistarmaður hefur það líka fram yfir rithöfund að hann getur skipt um tækni, hvílt sig á málverki og snúið sér að grafík," bætir Birg- itta við. „Við rithöfúndar sitjum alla tíð hlekkjaðir við ritvélina." Ulf: „En ég hef engar kenningar um það hvemig sé best að beita lit. Best er að hafa engar kenningar, vera bara opinn fyrir öllum mögu- leikum." Birgitta kinnkar kolli, einarðleg á svipinn. Ég kveð þau hjón með virktum enda ekki gustuk að tefja þau. Þau eiga efitir að hengja upp heila sýn- ingu og skoða heilt land á nokkrum dögum. -ai Meiming

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.