Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
7
Atviimumál
Hvalamálið:
Japanir tvistígandi
- hafa áhuga en vantar tryggingu
Enn er óvissa um það hvort tekst
að selja þau 49% af hvalafurðum úr
landi sem til stendur. Japanir eru enn
tvístígandi þótt forráðamenn Hvals
hf. séu kokhraustir og segi öll 49%
þegar seld og fari fyrsti farmur til
Japans í október.
„Við höíum átt í viðræðum við
Bandaríkjamenn vegna þessasagði
Nomura, sendiráðsritari í japanska
sendiráðinu í Washington, í samtali
við DV. „Bandaríkjamenn neituðu
okkur í fyrstu um tryggingu fyrir því
að þeir myndu ekki beita okkur efria-
hagslegum refsiaðgerðum ef við
keyptum hvalkjöt af Islendingum.
Við höfum beðið þá áð endurskoða
þetta mál og nú bíðum við eftir svari
frá þeim, þvi áhugi á þvi að kaupa
er mikill í Japan.“
Nomura sagðist ekkert geta sagt
til um hvenær Bandaríkjamenn
myndu svara þeim. Það væri þó ljóst
að ef þeir stæðu við fyrri ákvörðun
sína myndu Japanir ekki kaupa
hvalkjöt af Islendingum. Þeir hefðu
einfaldlega ekki ráð á því, þar sem
miklir hagsmunir væru í húfi.
Hann sagði að hvalkjöt væri mjög
dýrt um þessar mundir í Japan, enda
væri eftirspumin mun meiri en fram-
boðið.
Samkvæmt upplýsingum DV
kaupa Japanir hvalkjötið dýru verði,
ef af verður. Kaupa þöir hvert kíló
á 80 til 180 krónur en verðið fer eftir
þvi hvar á skepnunni kjötið er.
-KÞ
Loðnuflotinn
til Jan
Vestfjarðamið reyndust ekki eins
gjöful á loðnu og menn ætluðu um
síðustu helgi. Hafa loðnuskipin verið
að færa sig aftur á mið við Jan Mayen.
Loðnuskipin öfluðu vel fyrstu tvo
dagana á Vestfj arðamiðum. Fór svo
að dofha yfir veiðunum. I gærmorgun
höfðu flest skipin hætt þar veiðiskap.
Tvö skip tilkynntu loðnu af Hala-
miðum í gær; Eldborg og Skarðsvík.
Mayen
Fóru bæði til Siglufjarðar. I fyrradag
tilkynntu tvö skip um afla; Eskfirðing-
ur, sem fór til heimahafnar, og Öm
sem landaði í Grindavík i nótt fyrstu
loðnunni þar á vertíðinni.
Helmingur loðnuflotans hefur nú
hafið veiðamar, eða 24 skip af 48. Síð-
ast bættust við Huginn VE, ísleifur
VE og Guðmundur Ólafur ÓF.
-KMU
Maigir vilja í flugtum
Margir vilja vinna uppi í flugtumi. Flugmálastjóm bárst 51 umsókn um
nám í flugumferðarstjóm. Umsóknarfrestur rann út fyrr í vikunni.
Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði að á næstu dögum yrðu menn valdir
úr hópnum til að fara í fomám. Sá hópur yrði svo prófaður en fjórir til sex
nemendur síðan sendir til Kanada til að læra fagið. -KMU
Skyndlokanir á þorskveiðisvæðum voru fjörutíu í fyrra. I ár eru þær þegar orðnar 49.
Skyndilokanir
þorskveiðisvæða
aldrei fleiri
„Allt árið í fyrra vom rúmlega 40
skyndilokanir gerðar á þorskveiði-
svæðum í kringum landið, á þessu ári
em þær þegar orðnar 49, sumar hveij-
ar oftar en einu sinni á svæðum sem
aldrei hefur þurft að loka fyrr, t.d. úti
fyrir Vestmannaeyjum," sagði Hrafri-
kell Eiríksson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofhun, um óvenju-
mikinn fjölda skyndilokana í ár.
Skyndilokun er gerð á þorskveiði-
svæði þegar í ljós kemur við athugun
eftirlitsmanna að yfir 20% af þorski
sem veiðst hefur er smærri en 55 sentí-
metrar að lengd.Fyrr í vikunni var
tveimur svæðum lokað af þessum or-
sökum, svæðinu úti fyrir Patreksfirði,
Amarfirði og Dýrafirði, sem lokað var
fyrir dragnót, og svæðinu á Stranda-
grunni úti fyrir Homströndum, sem
var lokað fyrir togveiðum. I gær var
svo svæðinu á Digranesflaki, úti fyrir
Vopnafirði, lokað fyrir togveiði. Auk
þess hafa svæði á Skagagrunni og
Sléttugrunni verið lokuð fyrir togveiði
í nokkum tíma.
Skyndilokanir veiðisvæða gilda allt
að viku, nema ef reglugerð ráðuneytis
segir til um lengri tíma. Fyrir kemur
að svæðum er lokað í viku, oftar en
einu sinni á sumri. Stærsti hluti þess-
ara lokana hefur verið gerður á
veiðisvæðum umhverfis Vestfirði.
Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðing-
ur sagði að ástæðan fyrir því að
skyndilokunum hefði fjölgað svo mik-
ið í ár væri líklega sú að nú væri að
koma upp þorskur úr stórum árgangi
frá árinu 1983. „Orsökin er ekki sú að
minna sé um stóran þorsk,“ sagði Ólaf-
ur „en litlir þorskar úr árganginum
slæðast með. Eg reikna með að lokun-
um fækki aftur næsta ár þegar þessi
stóri árgangur hefur náð viðimandi
stærð." -BTH
BESTA BORGARMYNDIN
Verðlaun fyrir bestu afmælismyndina
LJÓSMYNDAKEPPNI
Tókst þú Ijósmynd í Reykjavík á afmælisdaginn 18. ágúst?
Sé svo átt þú kost á að vinna til veglegra verðlauna.
Myndirnar mega vera í lit eða svart/hvítu, á pappír eða skyggnu.
Veitt verða þrenn verðlaun, Ijósmyndavörur frá versluninni Gevafoto, þau
fyrstu að verðmæti 20 þúsund krónur, önnur að verðmæti 10 þúsund
krónur og þriðju að verðmæti 5 þúsund krónur.
Skilafrestur er til 3. september.
Ljósmyndin þarf að vera vel merkt höfundi með nafni, heimilisfangi og
síma. Hún þarf að berast til DV í umslagi merktu:
DV „BORG ARM YNDIN“
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Til að við getum sent myndirnar aftur til eigenda þarf að fylgja
umslag með nafni og heimilisfangi.