Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
3
Fréttir
Bylgjan næst
misvel utan
Reykjavíkur
Útsendingar nýju útvarpsstöðvar-
innar, Bylgjunnar, virðast nást vel á
svæðinu við sunnanverðan Faxaflóa,
frá Akranesi til Suðumesja, ef undan
er skilin Mosfellssveit.
Bylgjan næst síður á Selfossi og í
Borgamesi og mjög illa í Stykkis-
hólmi, samkvæmt viðtölum DV við
útvarpshlustendur í gær.
„Við náum Bylgjunni mjög vel,
miklu betur en rás tvö og svæðisút-
varpinu," sagði Heiða Kristjánsdóttir,
fulltrúi á bæjarskrifstofunum á Akra-
nesi.
„Þetta var svolítið vandræðalegt hjá
þeim í morgun en lagaðist þegar Páll
Þorsteinsson tók við,“ sagði Skaga-
stúlkan.
„Við erum búnar að hlusta á Bylgj-
una í morgun. Það heyrist mjög vel í
henni, svipað og Ríkisútvarpinu,"
sagði Hildur Ásmundsdóttir á Aðal-
stöðinni í Keflavík.
„Við kunnum alveg ágætlega við
nýju útvarpsstöðina. Þetta em góð lög
sem þeir spila,“ sagði sú í Keflavík.
Næst betur en rás 2 í Grindavík
„Nýja rásin heyrist mjög vel hér.
Ég næ henni betur, ef eitthvað er, en
rás tvö,“ sagði Grétar Sigurðsson á
hafharvoginni í Grindavík.
„Þetta er frekar óskýrt. Það er svo
mikið suð í því. Það er ekkert gaman
að hlusta á þetta. Við náum rás tvö
mikið betur,“ sagði María Kristjáns-
dóttir, starfsmaður á Reykjalundi í
Mosfellssveit.
„Það virðist heyrast alveg þokka-
lega. En það er ekki sami styrkur ög
í Ríkisútvarpinu. Það kviknaði ekki
ljós á útvarpstækinu eins og gerist
þegar gæðin em best,“ sagði Sigurjón
Gunnarsson, Þórðargötu 4 í Borgar-
nesi.
„Það þarf loftnet til að ná stöðinni.
Ég náði henni ekki með loftnetslausu
Starfsfólk Bylgjunnar við upphaf útsendinga i gærmorgun. Allir nema útvarpsstjórinn vom klæddir hvitri treyju með
merki stöðvarinnar. DV-mynd Óskar.
hmm. Þn a Bylgjunni synir mælinnn
einn. Sem sagt einn fimmta af styrk
KiKisutvarpsins, sagði bellossbuinn.
-KMU
Davíð yfflr á Bylgjuna
tæki í morgun," sagði Borgnesingur-
inn.
Skruðningar í Stykkishólmi
„Ég heyri einhverja skmðninga. Ég
heyri bara óminn af talinu. Þetta er
mjög óskýrt og dettur út þess á milli.
Það er langt í frá að ég njóti þess að
hlusta á þetta,“ sagði Erla Lámsdótt-
ir, Silfúrgötu 25 í Stykkishólmi.
„Það er ekki nógu gott að hlusta á
þetta. Ég svissaði aftur yfir á rás tvö.
Svona bjagaður tónn pirrar mann,“
sagði Kristján Einarsson, Vallholti 47
á Selfossi.
„Ég er með mjög gott loftnet. Þegar
ég stilli inn á rásir Ríkisútvarpsins
sýnir mælirinn fúllan styrk, sem er
„Ég býst við að flytja töluverðan
hluta af auglýsingum mínum yfir á
Bylgjuna, að því tilskildu að stöðin
nái vinsældum," sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson iðnrekandi, sem verið
hefur einn stærsti auglýsandi á rás 2
frá upphafi.
Davíð hefúr nýverið eytt tæpum
tveim milljónum króna í að auglýsa
svaladrykk í sambandi við kjör ungfrú
Bretlands og er með alheimsfegurðar-
drottninguna Hólmfríði Karlsdóttur
og Jón Pál, sterkasta mann í heimi, á
stöðugum ferðum í Englandi og írl-
andi við kynningarstörf.
„Hvar sem þau koma fram selst Svali
upp á örfáum mínútum. Jón Páll er
til dæmis óhemjuvinsæll í Skotlandi,"
sagði Davíð Scheving.
-EIR
Sólheimaleikamir:
Lokaátakið í byggingu nýja íþróttaleikhússins
Mikil íjölskyldu- og íþróttahátíð
verður haldin að Sólheimum í Gríms-
nesi um helgina. Er búist við að mörg
hundruð manns sæki þessa Sólheima-
leika, sem svo hafa verið nefndir, en
meiningin er að þetta verði árlegur
viðburður í framtíðinni.
„Hér verður eitthvað fyrir alla,“
sagði Guðjón Sigmundsson, sem hefur
framkvæmd leikanna með höndum,
„enda er hér um að ræða stórviðburð
í félagslífi fatlaðra og þroskaheftra."
Sólheimaleikamir hefjast á föstu-
dagskvöld með kvöldvöku, en form-
lega verða þeir ekki settir fyrr en á
laugardagsmorgun með ræðuhöldum
og lúðrablæstri Lúðrasveitar verka-
lýðsins. Að lokinni setningunni hefst
Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sólheimaleikanna, til
hægri og Guðmundur Pálsson, móts-
stjóri. DV-myndir Óskar
svo keppni í heföbundnum íþróttum
fatlaðra, borðtennis, boccia og sundi,
og stendur keppni fram eftir degi. Um
kvöldið verður svo diskótek og að því
loknu verður efnt til glæsilegrar flug-
eldasýningar.
Klukkan 10 á sunnudagsmorgun
hefet svo keppni í göngu, sem Reynir
Pétur leiðir, og verður farið svokallað-
an Sólheimahring, þó misjafnlega
langan eftir getu hvers og eins, svo sem
5 kílómetra hring, 10, 15 eða 24 kíló-
metra. Veittir verða verðlaunapening-
ar og viðurkenningarskjöl öllum þeim
sem ljúka göngu og um leið veitir
þátttaka í leikunum rétt til að fara á
ball, þar sem Stuðmenn leika fyrir
dansi síðdegis á sunnudag. Leikunum
lýkur svo um kvöldmatarleytið á
sunnudag.
Þá má nefiia að einnig verður til
skemmtunar ýmiss konar glens og
leikir. Sett hefúr verið upp tívolí og
farið verður í ýmsa þrautaleiki, hesta-
reiðtúra, sund og gufu, svo eitthvað
sé nefnt.
Guðjón sagði að þegar heföu 130
manns skráð sig til keppni, en þeir
byggust við mun fleiri, enda væri hér
kærkomið tækifæri fyrir fatlaða og
aðstandendur þeirra að koma saman.
Aðspurður um kostnað vegna þessa,
sagði hann að hann væri hverfandi
lítill, þar sem nánast öll vinna við
undirbúning leikanna væri gefin, en
skátar hafa hjálpað þeim Sólheima-
mönnum mikið að undanfömu. Þá
væri öll útgáfa í sambandi við leikana
fjármögnuð með auglýsingum. Einnig
væri þátttökugjald á leikana. Það
kostar 2.750 kr. að vera með alla dag-
ana, en 500 krónur að taka aðeins
þátt í göngunni á sunnudag.
Sólheimaleikamir nú era lokaátakið
í byggingu nýja íþróttaleikhússins á
staðnum. Húsið er nú langt komið og
stendur til að vígja það fyrsta vetrar-
dag næstkomandi með leiksýningu
vistmanna. Öllum gefet því kostur á
að leggja sinn skerf í þetta stórátak,
sem hófet með íslandsgöngu Reynis
Péturs í fyrra.
-KÞ
Þaö er sérstök tilfining aö sjá þennan kabarett.
Sambland af dulúö, spennu og grátbroslegri kímni.
Shahid Malik, einn fremsti sjónhverfinga- og töframaður heims,
tvöfaldur heimsmeistari í listinni, kallaöur „Houdini nútímans".
Walter Wasil, jafnvægislistamaður og loftfimleikakonan Jessica,
bæöi með æsileg atriöi.
Barnatrúöurinn Rhubard the Clown og „Stóri karlinn" prófessor
Crump.
- Allt velþekkt fjöllistafólk sem skapar hinn ógleymanlega kabarett.
„Commodore Cabarett" á sýningarpalli virka daga klukkan 17,19
nn ?1 nn um hfilnar kl 15.17.19 oa 21.
bYNINU
MARKAÐUR
SKEMMTUN
HeimiliÓ'86
Laugardalshöll