Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 2
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Karl Bretaprins og blaöamaöur DV, lengst til hægri, í göngutúmum um Reykjavíkurflugvöll. Fylgdarmaður og lifvörður prinsins voru einnig með í för. Blaðamanni DV gafst óvænt tæki- færi til að ræða við Karl Bretaprins á gönguferð um Vatnsmýrina í gær. Þota bresku konungsfjölskyldunnar hafði millilent á Reykjavíkurflug- velli til eldsneytistökú. Ekki var gert ráð fyrir að prinsinn myndi stíga frá borði þennan hálf- tíma. Reykjavík gerist hins vegar vsu-la fegurri í svo björtu og kyrru veðri sem var í gær. Og þá fegurð stenst enginn útlendingur, allra síst prinsinn af Wales. Þegar lífverðir báðu blaðamann og ljósmyndara DV að færa sig lengra frá flugvélinni var ljóst að prinsinn ætlaði að anda að sér ferska loftinu. Prinsinn birtist í . dyragættinni, gekk niður landganginn, heilsaði fulltrúum breska sendiráðsins og Flugmálastjómar, virti fyrir sér sjóndeildarhringinn en tók svo á rás frá flugvélinni. Og lífverðimir flýttu sér á eftir. Gekk í áttina að Miklatorgi Prinsinn gekk í áttina að Mikla- torgi en hélt sig innan flugvaOar- girðingar. Gengið var eftir malarvegi meðfram einni flugbrautinni. Prinsinn og tveir fylgdarmenn hans vom komnir langleiðina að bamaheimili starfsmanna Landspít- alans í Vatnsmýrinni er þeir snem við eftir um tíu mínútna göngu. Blaðamaður DV fylgdi þeim auð- vitað eftir en í hæfilegri fjarlægð til að ergja ekki vopnaða lífverði. Ætl- unin var að ná góðri ljósmynd af erfingja Bretaveldis með Landspítal- ann og Hringbrautina í baksýn. Að Bretaprins skyldi kalla til mín og vilja spjalla við mig hafði mér ekki komið til hugar. Áður en varði hafði ég sem sagt slegist í hópinn og var kominn í hrókasamræður við hans hátign. Hann leiddi spjallið í fyrstu. Spurði um starf mitt, blaðið sem ég ynni hjá og um íslenska blaðaútgáfú. Við fyrsta tækifæri kom ég að öðm umræðuefhi. Ég spurði hann hvenær við íslendingar mættum búast við honum næst í laxveiði. Upptekinn viö að ala upp böm Léttur í bragði kvaðst Karl hafa verið upptekinn við bamauppeldi. Bömin væm orðin tvö. Hann vonað- ist til að geta komið seinna enda hefði hann átt góðar stundir í lax- veiði á íslandi. Spurði hann mig svo hvort ég stundaði laxveiði. Ég sagði honum allt af létta um mína laxveiði en beindi svo spum- ingu að honum: Hvert er ferðinni heitið? Kvaðst hann vera á leið til Boston í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli ætti 350 ára afinæli. Flugferðin tæki alls 13 klukkustundir. Því væri gott að geta teygt úr sér í þessu dásam- lega veðri í Reykjavík. Undir spurningahríö prinsins Hann spurði hvort ég hefði komið til Bretlands. Ég játaði því, hafði heimsótt Skotland, England og Norður-írland. Togaði hann svo ferðasöguna upp úr mér með hverri spumingunni á fætur annarri, skaut inn spumingu um hvemig veðrið hefði verið á íslandi í sumar með athugasemd um að veðrið hefði ver- ið leiðinlegt í Skotlandi. Ég fékk ekki frekari tækifæri til að koma að spumingum. Dæmið hafði snúist við. Blaðamaðurinn sat undir spumingahríð prinsins það sem eftir var þessarar stuttu en eftir- minnilegu gönguferðar. -KMU Fimmtíu endurráðnir til Stjóm Amarflugs samþykkti á fundi sínum í fyrradag að hefja endurráðn- ingu starfsmanna með þvi að ráða um 50 starfsmenn til millilandaflugs fé- lagsins. Kemur þetta fram í frétt frá félaginu. Gert er ráð fyrir að starfslið þetta verði fyrst og fremst ráðið úr röðum núverandi starfsmanna félagsins sem öllum var sagt upp miðað við 1. októb- er næstkomandi vegna endurskipu- lagningar á rekstri félagsins. Verið er að taka út rekstur innan- landsflugs félagsins. Ákvörðun um framtíð þess verður tekin á næstu dög- um. Amarflugs Ákveðið er að halda áfram leiguflugi eriendis. Starfslið til þess verður ráðið eftir því sem verkefrii gefa tilefni til. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra í stað Agnars Frið- rikssonar sem gert var ráð fyrir að stýrði félaginu til 1. október. -KMU Litill sendiferðabíil valt i Sætúninu i gærmorgun upp úr kl. 10. Hafði hann verið á leið vestur Sætúniö þegar lólks- bifreið kom akandi út frá litlum afleggjara sem liggur út í Laugarnesiö. Ætlaði fólksbifreiðin að beygja til vinstri, yfir eina akrein og austur Sætúnið. Til þess aö komast hjá árekstri, sveigöi sendibillinn til hliðar eh lenti þá í ræsi i umferðareyjunni og valt. ökumaður slapp ómeiddur en bíllinn hlaut nokkrar skemmdir af. -BTH/DV-mynd S Aðstoðaimaður Edwards Derwinski: Gefum engar upplýsingar „Við getum engar upplýsingar gefið um málið á þessari stundu en það er verið að vinna í því af fullum krafti," sagði aðstoðarmað- ur Edwards Derwinski er DV spurði frétta af Rainbowmálinu í Bandaríkjunum. Derwinski hefúr verið aðalráðgjafi bandaríska ut- anríkisráðherrans í þessu máli. Það var í sumar sem George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, lofaði að gera reglugerð eða breytingar á lögum þar í landi til að íslensk skipafélög gætu gert tilboð í flutninga fyrir vamarliðið. Þessi reglugerð hefur þegar verið samin og 27. ágúst rann út frestur hagsmunaaðila til að lýsa skoðun sinni á henni og gera athugasemd- ir. „Við erum að bíða eftir hvaða tillit Bandaríkjamenn taka til þessara athugasemda," sagði Matthías Mathiesen utanríkisráð- herra í samtali við DV. Hann sagði að einnig væri unnið að samning- um við vamarliðið um aukin kaup þeirra á íslensku kjöti. -APH Nú velta menn því fyrir sér hvort Steingrími muni takast að skjóta Reagan ref fyrir rass með þvi að tefla fram nýjum lögum á móti hans lögum sem eru frá 1904. DV-mynd Brynjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.