Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendingu eða
vitneskju umfrétt-
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið i
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Brtnar hvalkjötssalan á neyslu kindakjöts?
„Gæðin ekkert
sambærileg“
- segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra
„Það er slæmt ef aukningin á eftir
að draga úr sölu á öðrum tegundum
kjöts. Markaðurinn fyrir kjöt er svo
þröngur,“ sagði Jón Helgason land-
búnaðarráðherra um þá miklu
aukningu sem orðið hefur á neyslu
hvalkjöts að undanfómu.
í ágúst seldust um 33 tonn af hval-
kjöti, en í sama mánuði í fyrra um
10 tonn, þannig að neyslan hefur
meira en þrefaldast.
„En ég hef ekki trú á því að fólk
muni í framtíðinni velja hvalkjöt í
stað kindakjöts. Gæðin em ekkert
sambærileg. Það er ljóst að hvalkjöt-
ið hefur fengið ákaflega mikla
auglýsingu undanfarið. Vel getur
verið að það hefði selst meira ef
hrefnukjöt hefði líka verið á mark-
aðinum. En tel líklegt að þetta verði
tímabundin aukning. Það var auk
þess gert ráð fyrir að aukin neysla
hvalkjöts kæmi niður á fiskneyslu,"
sagði Jón Helgason. -KB
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986.
Karlmenn
lagðir inn á
Fæðingarheimilið
ö .
Fyrsti karlmaðurinn var lagður
inn á Fæðingarheimilið við Eiríks-
götu í fyrrakvöld. Ekki til að fæða
barn, heldur gekkst hann undir
skurðaðgerð á handlækningadeild
Fæðingarheimilisins og má búast
við að fleiri kynbræður hans fylgi
á eftir.
„Það er verið að breyta og auka
starfsemi Fæðingarheimilisins og í
framtíðinni munum við hafa karla
jafnt sem konur hér á deildinni,“
sagði Sigríður Lister, deildarhjúkr-
unarkona á handlækningadeild.
Þetta er í fyrsta sinn í 26 ára
sögu Fæðingarheimilisins að karl-
maður leggst þar í sjúkrarúm en
sængurkonur munu eftir sem áður
skipa öndvegi á stofnuninni. Þær
hafa þriðju hæð Fæðingarheimilis-
ins út af fyrir sig.
-EIR
Amar-
- flugsvél
í óhappi
Amarflugsvél hlekktist á í flug-
taki í Jedda í gær þegar hjólbarði
sprakk. Gat flugstjórinn hætt við
flugtak en þegar hann nauðheml-
aði vélinni fór loft af öllum hjól-
börðum hennar, tíu talsins. Einnig
eyðilögðust tvær bremsur en eng-
an farþeganna eða áhafriar sakaði.
í þotunni voru 249 pílagrímar á
leið til 8Íns heima í Alsír. Áhöfri
og farþegar gengu heil firá borði,
en fjórir íslendingar vom í áhöfn-
% inni. Við frumskoðun flugvirkja á
þotunni kom ekkert athugavert í
ljós.
-KÞ
TRÉSMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF„
IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK.
SfMAR: 92-4700-92-3320.
LOKI
Skyldi hann hafa veriö
búinn að ganga lengi
meö þetta í maganum?
Ámi Johnsen alþingismaður hefur sést þeysa á 750 cc Honda vélhjóli um götur höfuðborgarinnar að undanförnu. Er það hald manna að Árni sé
orðinn félagi í Sniglunum samfara þingmennskunni en ekki hefur náðst í hann til að fá það staðfest. Enda maðurinn á ferð og flugi á hjólinu og
hefur ekki vélhjólasima. Að sögn sérfræðinga er hér um að ræða verulega kraftmikið hjól sem menn fá ekki að aka nema gangast undir sér-
stakt próf áður. Ekki einu sinni í Vestmannaeyjum. -EIR DV-mynd Brynjar
Veðrið á moigun:
Vindur
snýst
Á morgun verður vindur smám
saman að snúast til norðlægrar átt-
ar. Skúrir verða vestanlands og
dáh'til rigning eða súld norðaustan-
lands. Á Suðausturlandi verður
léttskýjað. Hiti verður 5-7 stig norð-
antil en S-ll stig sunnantil á
landinu.
Sprenging
í Heklu?
„Það er hugsanlegt að þama hafi
orðið einhver smásprenging. Það hafa
sést nokkrum sinnum öskustrókar úr
Heklu síðan í gosinu árið 1981,“ sagði
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er
DV leitaði skýringa á dökkri rák við
tind eldfjallsins.
Fólk á bæjum næst Heklu og í Hrau-
neyjafossvirkjun tók eftir þessari
dökku skán í gærmorgun og taldi það
vera ösku.
„Það er ekki hægt að útiloka fok á
lausri ösku í rokinu. Það er kannski
sennilegasta skýringin því að þessu
hafa ekki fylgt skjálftar," sagði Páll.
-KMU
Bnaos
j8WWilTiMHaga«TOS8aWg