Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986.
3
Fréttir
„Hrókur og gosi“ um nótt - 29 gestir ó hálftíma. DV-mynd S
„Hrókur
og gosi“
- áfengi og póker í næturklúbbi við Kleppsmýrarveg
Lögreglan heíur tvívegis ráðist til
inngöngu í næturklúbbinn við Klepp-
smýrarveg er DV greindi frá í gær.
Við þau tækifæri var lagt hald á áfengi
svo og meðlimakort gesta þar sem kom
fram að heiti næturklúbbsins er Hrók-
ur og gosi og skrifetofutími rekstrar-
stjóra er frá klukkan 22.00-00.07.
Gómsætir réttir
Rekstrarstjórinn, sem er matsveinn
að mennt, leigði húsnæðið undir því
yfirskini að þar ætti að vera tilrauna-
eldhús þar sem matreiddir yrðu
gómsætir réttir og síðan ljósmyndaðir
fyrir tímarit. Eigandi húsnæðisins hef-
ur hins vegar lýst því í viðtali við DV
að hann hafi aldrei séð leigjanda sinn
á ferli með mat né myndavél.
Póker og peningar
Lögreglumenn, er unnið hafa að
rannsókn þessa máls, telja sig hafa
vissu fyrir því að sala áfengis fari fram
í næturklúbbnum og einnig sé þar
spilaður póker upp á peninga. Sannan-
ir um vændi liggja ekki fyrir.
Hrókur og gosi hefur 120 fermetra
húsnæði til ráðstöfunar, þar eru þægi-
legir sófar, stólar, borð og bar. Salem-
isaðstaða er á staðnum og autt
herbergi inn af samkomusalnum. Mál
matsveinsins og næturklúbbsins er
enn í rannsókn en verður innan tíðar
sent ríkissaksóknara til ákvörðunar.
Skyndiathugun
í skyndiathugun, er lögreglan gerði
fyrir utan næturklúbbinn á tímabilinu
frá 7.00-7.30, einn sunnudagsmorgun
fyrir skemmstu, vom 29 gestir taldir
út úr klúbbnum og yfirgáfu þeir
Kleppsmýrarveginn í 14 leigubifreið-
um. Var þá enn margt manna eftir
innandyra og spilamennska í algleym-
ingi.
Síðasti snúningur
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um DV má búast við að næturklúbb-
urinn Hrókur og gosi verði opinn í
síðasta skipti um næstu helgi. Eigand-
inn er að flytjast af landi brott og eins
má gera ráð fyrir að lögreglan láti til
skarar skríða áður en langt um líður.
-EIR
Sakadomur:
Útvarpsmenn
sýknaðir
Tíu útvarpsmenn, sem ákærðir vom
fyrir að leggja niður störf í verkfalli
BSRB haustið 1984, vom í gær sýkn-
aðir í Sakadómi. Er hér um að ræða
stjómarmenn í starfemannafélögum
hljóðvarps og sjónvarps frá þessum
tíma og var þeim gefið að sök að hafa
brotið gegn 176. grein hegningarlag-
anna er hljóðar svo: - Ef maður veldur
með ólögmætum verknaði verulegri
truflun á rekstri almennra samgöngu-
tækja, opinberum póst- síma- eða
útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða
virkjana sem almenningur fær frá
vatn, gas, rafinagn, hita eða aðrar
nauðsynjar, þá varðar það varðhaldi
eða fangelsi allt að 3 árum...
Fyrir dómara bám útvarpsmennim-
ir því við að með þvi að leggja niður
vinnu hefðu þeir viljað knýja á um
greiðslu launa er áttu samkvæmt lög-
um að koma til útborgunnar 1. október
en verkfall BSRB hafði verið boðað
4. október. Fengu útvarpsmenn því
aðeins greidd laun fyrir fyrstu þrjá
daga mánaðarins og því vildu þeir
ekki una.
I forsendum dómsins kemur fram að
ásetningur ákærðu hafi ekki beinst
að því að raska útvarpsrekstri enda
hafi ekki nein spjöll verið unnin á
tækjabúnaði né reynt að hindra þá er
ekki lögðu niður vinnu í að sinna
störfum sínum. Þá hafi þess ekki verið
farið á leit við ákærðu að þau hæfu
störf að nýju.
I dómsorði segir:
Ákærð, Halldóra Ámdís Ingvadóttir,
Ævar Kjartansson, Ragnheiður Þórð-
ardóttir, Margrét Guðmundsdóttir,
Stefán Karl Linnet, Ögmundur Jónas-
son, Hannes Jóhannsson, Ragnheiður
Valdimarsdóttir, Gunnar Halldór
Baldursson og Guðrún Pálsdóttir,
skulu vera sýkn af öllum kröfum
ákæmvalds. Kostnaður greiðist úr
ríkissjóði, þar með talin málsvamar-
laun Páls Amórs Pálssonar, skipaðs
verjanda ákærðu, krónur 10.000,-...
Dóminn kvað upp Ármann Kristins-
son sakadómari. -EIR'
ÞJÓÐÞRIFARÁÐ FRÁ PLASTPRENT
SVÖRTU - STÓRU sorpsekkirnir frá Plastprent nýtast þér á marga vegu,
á heimilinu, í garðinum, sumarbústaðnum, ferðalaginu.
Svörtu plastpokarnir frá Plastprent eru sannkallað þjóðþrifaráð þegar taka
þarf til hendinni og sópa út úr hornunum.
Fást í öllum matvöruverslunum, byggingavöru-
verslunum og á bensínstöövum um allt land.
Einfalt og þægilegt statíf fyrir þá
sem nota mikiö af þeim STÓRA frá
Plastprent.