Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Utlönd Handtaka bandaríska blaðamannsins: „Ég er vonsvikinn“ Bandaríski sendihenann í Moskvu óttást aivariegar afleiðingar handtökunnar Arthur A. Hartman, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu fullyrðir í fréttaviðtali við bandaríska sjón- varpsstöð í gærkvöldi að handtaka bandarísks blaðamanns og ásakanir um njósnir í þágu bandarísku ley- niuþjónustunnar geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sam- skipti ríkjanna. Ekki kvaðst sendiherrann þó ótt- ast að handtaka blaðamannsins gæti stefht fyrirhuguðum leiðtogafundi Reagans og Gorbatsév í hættu. „Við höfum sagt Sovétmönnum það að mál eins ogþetta geti haft alvarlegar afleiðingar á margskonar samskipti ríkjanna og málaflokka þar sem við vinnum að því að bæta samskiptin" sagði Hartman í sjón- varpsviðtalinu. „Hér er um að ræða mikilvæga málaflokka fyrir sambúð ríkjanna og friðarhorfur í heimin- um“. Kvað sendiherrann handtöku blaðamannsins gersamlega eyði- leggja allar tilraunir Sovétmanna undanfama mánuði við að breyta ímynd sinni í þá átt að virka frjáls- [ I || t. Æ<$ t JÍÉ lr l-f'O I " rtn<g|| k j/ Wm Arthur A. Hartman, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, fremstur á myndinni ásamt sovéskum embættis- mönnum, segist óttast alvarlegar afleiðingar i samskiptum risaveldanna í kjölfar ásakana um njósnir á hendurbandariskum blaðamanni í Moskvu lyndari í augum alheimsins. „Ég er vonsvikinn" sagði sendiherrann, „við sem héldum að umburðarlyndi Sovétmanna gagnvart fjölmiðlum hefði aukist á undanfomum misser- Hartmann á áætlaðan fúnd með utanríkisráðherra Sovétríkjanna á næstunni þar sem mál blaðamanns- ins Nicholas Daniloff verður efst á baugi. Bandarískar sjónvarpsstöðvar áttu einnig viðtal í gærkvöldi við Stanislav Levchenko, fyrrum starfs- mann sovésku leyniþjónustunnar KGB, er flúði til Bandaríkjanna fyr- ir þremur árum í gegnum Japan. Kvað Levchenko þann möguleika líklegan að með handtöku blaða- mannsins væm sovésk stjómvöld að hefha sín fyrir umfjöllun vestrænna fjölmiðla á Chemobyl kjamorku- slysinu í Sovétríkjunum, en sovésk- ur alr-'cnningur frétti af kjamorku- slysinu í gegnum vestrænar fjölmiðlafréttir er láku austur fyrir jámtjald. Asfralir íhuga reykingabann Yfirvöld í Ástralíu íhuga það nú alvarlega að banna alfarið tó- baksreykingar i öllum stofhunum á vegum hins opinbera um allt land á næstu átján mánuðum. Haft er eftir talsmanni Ástralíu- stjómar að hún vilji fyrirskipa táfarlaust bann við tóbaksreyking- um á opinberum ftmdarstöðum og stofhunum þar sem hvers konar nám og eða þjálfunarstarfoemi fer fram. Búist er við því að yfirvöld skipi að öllum reykingum skuli hætt í opinberum stofhunum fyrir fyrsta mars árið 1988. Pik Botha vill aukin viðskiptatengsl við Asíu Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, lagði í gær af stað í ferðalag til nokkurra Asíuríkja til viðræðna um „gagnkvæm við- skipti“ eins og sagði í tilkynningu Suður-Afiríkustjómar í morgun. Heldur Botha fyrst til Japan þar sem hann á viðræður við þarlend stjómvöld auk þess sem fundað verður með ráðamönnum í Hong Kong og Formósu Fréttaskýrendur telja megintil- gang ferðar utanríkisráðherrans að reyna að draga úr áhrifamætti efnahagslegra refeiaðgerða er Ev- rópuríki og Bandaríkin fyrirhuga nú gegn Suður-Afríku með því að styrkja viðskiptatengsl landsins við vinveitt ríki Asíu. Fréttaskýrendur telja að með auknum tengslum við Ásíuríki vilji Suður-Afríka reyna að gulltryggja markað fyrir útflutning sinn ef kemur til alvarlegs banns við suð- ur-afnskum innflutningi í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu er fram að þessu hafa verið mikilvæg- ustu útflutningsmarkaðir iandsins. Táragassprenging í Metropolitanóperunni Mikil táragassprenging varð til þess í gærkvöldi að þúsundir áhorfenda flúðu í angist út úr salarkynnum Metropolitan óperunnar í New York er þar var í þann mund að hefjast mikil og glæsileg sýning þekkts so- vésks ballettflokks. Þúsundir áhorfenda höfðu komið sér fyrir í glæstri óperunni og bjuggu sig undir sýningu Moiseyev dansflokksins er táragassprenging átti sér stað þann- ig að fjögur þúsund áhorfendur urðu að flýja í ofboði út á götu og fresta varð sýningunni. Baráttusamtök herskárra gyðinga lýstu sig ábyrga á táragassprenging- unni í gærkvöldi og sögðust með henni vilja mótmæla komu sovéska ballett- flokksins. „Þessi sýning er ekki listviðburður heldur áróðurssýning og skal ekki fá að vera í friði þá fjórtán daga sem sýnt verður á meðan ofoóknir halda áfram gegn gyðingum í Sovétríkjun- um,“ sagði í tilkynningu baráttusam- takanna í gærkvöldi. Færa varð nokkra sýningargesti til meðferðar á sjúkrahúsi vegna tára- gassins og tuttugu manns urðu að leita sér læknisaðstoðar vegna líkamlegra meiðsla af völdum troðnings er þús- undir flúðu óperuhúsið. Grænfriðungar í leiðangur til suðurheimskautsins Grænfriðungar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda leiðangur í des- ember eða í janúarbyijun til suður- heimskautsins til þess að koma á laggimar bækistöðvum þar. Leiðangurestjórinn, Pete Wilkinson, sagði að 35 manna áhöfri ætlaði að reyna að koma fjórum leiðangurs- mönnum á Rosseyju sem lið í tilraun til þess að gera suðurheimskautið að alþjóðlegu vemdarsvæði. Staðurinn er nálægt bækistöðvum Bandaríkj- anna og Nýja-Sjálands. Fjórmenningamir ætla að dvelja á suðurheimskautinu til ársins 1988 til þess að leggja stund á vísindarann- sóknir. Var kóngsi í símanum? blöðum hér á mánudag. Á mánu- dagskvöld kom fréttatilkynning frá konungsritara um að konungur hefði aldrei hringt til Ingrid Christiansen og að þetta hefði allt saman verið fals. Aftvu- á móti hefði konungunnn sent Ingrid skeyti en alls ekki hringt og hvað þá heldur látið í ljós óánægju með norska sjónvarpið. Einhver hefði verið að spauga og tekist það allvel. Ingrid tók þessu illa, hún taldi það vera hátind ferils síns að Nor- egskonungur skyldi hafa hringt í hana og er hún nú mjög miður sín þrátt fyrir það að hafa unnið gull á Evrópumeistaramótinu. Gauti Grétarsæn, DV, Þrándhenni; Eftir að Ingrid Christiansen sigraði í 10 kílómetra hlaupinu í Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum, sem haldið var í Stutt- gart, fékk hún símhringingu frá manni sem sagðist vera Olafur Noregskommgur. Hann óskaði henni til hamingju með sigurinn og sagðist hafa orðið reiður út í norska sjónvarpið vegna þess að hlé hefði verið gert á útsending- unni þar. Því að kóngurinn hafði hringt og einnig því hvað hann sagði um norska sjónvarpið var slegið upp í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.