Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. N Andlát Otför Guðjóns V. Mýrdals fer fram frá Fossvogskirkju fímmtudaginn 4. september kl. 15. Jón H. Oddsson, Þórunnarstræti 106, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. september kl. 13.30. Gunnar Bjarni Bjarnason stýri- maður er látinn. Henný Ottósson, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fímmtudaginn 4. september kl. 13.30. Tilkynningar Ólafur Tómasson tekur við embætti póst- og símamálastjóra 1. september sl. tók Ólafur Tómasson við embætti póst- og símamálastjóra. Jón A. Skúlason lét þá af störfum en hann hefur gegnt embættinu undanfarin funmtán ár. Guðmundur Bjömsson, ffamkvæmdastjóri fjármáladeildar, mun jafnframt gegna starfi aðstoðarpóst- og símamálastjóra. Stofnunín hefur látið gera málverk af Jóni A. Skúlasyni og var það afhjúpað við sama tækifæri. Málverkið er eftir listmálarann Baltasar. Blues kvöld í Roxzý Fimmtudaginn 4. september verður meiri háttar blues kvöld í Roxzý. „Smokey bay blues bandiö" mætir á svæðið og munu leika lög eftir blues risa eins og Muddy Waters, Robert Johnson, Willie Dixon, Elmore James og fleiri. Smokey bay blues bandið skipa: Úlfar Úlfarsson (trommur), Þorleifur Guðjónsson (bassa) og Mickey Dean (gítar og Söng). Sniglamir mæta á svæðið og hita upp méð glæsibrag. Smokey bay blues bandið mun einnig mæta á föstu- dag- og sunnudagskvöld. Ættfræðinámskeið Ættfræðiþjónustan - Ættfræðiútgáfan tók nýlega til starfa í Reykjavík. Mun Ætt- fræðiþjónustan standa fyrir námskeiðum í ættfræði þar sem leiðbeint verður um vinnubrögð og heimildir ættfræðinnar, gerð ættartölu og niðjatals o.s.frv. Kennt er bæði í fyrirlestrum og þó mest í eigin- legri rannsóknarvinnu með frumheimildir um ættir þátttakendanna. Fyrstu nám- skeiðin hefjast í fyrri hluta september. Forstöðumaður er Jón Valur Jensson, sem hefur áður haldið slík námskeið. Ætt- fræðiþjónustan tekur einnig að sér að rekja ættir og frændgarð (niðjatöl) fyrir . einstaklinga, fjölskyldur og ættarmót. Ættfræðiútgáfan mun vinna að prentun eða fjölritun ættfræðirita og hjálpargagna við iðkun ættfræði. Pósthólf fyrirtækisins er 1014 (121 Rvík) og síminn 27101. Kirkja Jesú krists hinna síöari daga heilögu opnar Gestamiðstöðina, Skólavörðustíg 46, fimmtudagskvöld kl. 20. Sýndar verða litskyggnur sem fjalla um hina fomu Ameríku í ljósi Mormónsbókar. Verið vel- komin. Land míns föður tekið til sýninga á ný Stríðsárasöngleikur Kjartans Ragnars- sonar og Atla Heimis Sveinssonar, LAND MlNS FÖÐUR, var í fyrravetur sýndur yfir 140 sinnum og komst þar með í röð vinsælustu sýninga Leikfélagsins fyrr og síðar. Vegna hinnar gífurlegu aðsóknar hefur verið ákveðið að halda áfram sýn- ingum á verkinu nú í haust, en þó verður um takmarkaðan fjölda sýninga að ræða. Hefjast sýningar 5. september nk. Sem kunnugt er fjallar verkið um stríðsárin á íslandi, við fylgjumst með kærustuparinu Báru og Sæla allt frá því að breskur her stígur á land í stríðsbyrjun og þar til stríð- inu lýkur og Island er orðið sjálfstætt lýðveldi. Á fjórða tug leikara, dansara og hljóðfæraleikara koma fram í þessari kraftmiklu og skemmtilegu sýningu. Leikendur í öllum aðalhlutverkum verða þeir sömu og í fyrra en fjórir nýir leikarar bætast í hópinn í stað þeirra sem nú hverfa til annarra starfa. Með stærstu hlutverk fara: Helgi Bjömsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ragn- heiður Elfa Amardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Gísli HaUdórsson. Nýju leikararnir eru Valdimar Öm Flygenring, Bryndís Petra Bragadóttir, Edda V. Guðmunds- dóttir og Þór H. Tulinius. Öll hafa þau getið sér gott orð. Valdimar og Bryndis luku prófi frá Leiklistarskóla ísl. í vor og léku í öllum sýningum Nemendaleikhúss- ins, í sumar léku þau í Njálusýningunni í Rauðhólum og í bandarískri kvikmynd sem tekin var hér á landi. Edda V. Guð- mundsdóttir hefur unnið við sýninguna á LANDINU allt frá upphafi og lék ýmis hlutverk í forfollum í fyrravetur en hafði áður einkum leikið með Alþýðuleikhús- inu. Þór H. Tulinius lék hlutverk Bokka í Draumi á Jónsmessunótt fyrir tveimur árum við góðan orðstir. Hann dvaldist í fyrravetur í Frakklandi þar sem hann lék í þjóðleikhúsi Frakka, Comedie Francaise. Eru þá enn óupptaldir eftirfarandi leikar- ar sem margir h.verjir fara með veruleg hlutverk: Guðmundur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson, Soffía Jakobsdóttir, Karl Guðmundsson, Jakob Þór Einars- son, Kristján Franklin Magnús, Guðmundur Ólafsson, Elín Edda Áma- dóttir, Pálina Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jó- hannsson, leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson, búninga gerir Guðrún Erla Geirsdóttir (GERLA) og dansahöfundur er Ólafía Bjarnleifsdóttir. Höfundurinn, Kjartan Ragnarsson, er jafbframt leikstjóri. Fyrstu sýningamar á LAND MÍNS FÖÐUR verða föstudagskvöldið 5. sept- ember og laugardagskvöldið 6. Sala aðgöngumiða hefst nú um helgina. Vikublaðið Heimskringla hundrað ára. Þann 9. september nk. verður Heims- kringla, elsta vikublaðið sem gefið er út á íslensku, 100 ára. Það hóf göngu sína í Winnipeg 9. september 1886 og þar kemur það ennþá út. Heimskringla hefur því í heila öld verið góður tengiliður á milli íslenskra manna báðum megin hafsins og flutt fréttir af því sem efst var á baugi í málefnum þeirra hveiju sinni. I tilefhi ald- arafmælisins hefur Þjóðræknifélagið á Akureyri ljósprentað fyrsta tölublaðið og verður því dreift vestan hafs og hér heima. Eru 200 eintök prentuð á myndapappír, tölusett og árituð. Meðfylgjandi verður svo annað blað, „Heimskringla hundrað ára“, og þar birtist ávarp útgefanda ásamt afmæliskveðjum frá velunnurum blaðsins um land allt. Nauðungaruppboð á fasteigninni Austurbergi 20, 1 .h., þingl. eigandi Björn Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5. sept. '86 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. _____________Borgarfógetaembaettið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Dvergabakka 26, 3.t.h., þingl. eigendur Birkir Pétursson og Svana Stefánsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5. sept. '86 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðmundur Pétursson hdl. og Hákon Árnason hrl. _____________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Útvarp - sjónvarp Ema Haraldsdóttir húsmóðir: Flóamarkaðurinn stórgóð nýjung Eg horfði aðeins á tvennt í sjón- varpinu í gær. Fréttimar og þáttinn um glasabömin og tilraunir er bein- ast að því að ná tökum á erfðaeigin- leikum mannsins. Ég hef mjög gaman af fræðsluþáttum yfirleitt. En framhaldsþáttum fylgist ég ekki með nema að þeir séu stuttir. Mest horfi ég á fasta þætti þar sem hver þáttur er sjálfstæður eins og til dæm- is ,, Fyrirmyndarfað ir‘ ‘. Á heildina litið finnst mér sjónvarpið frekar lélegt, get ég sem dæmi nefnt að varla hefur verið horfandi á eina einustu bíómynd í því í allt sumar. Þá hef ég bara slökkt á því og kveikt í staðinn á útvarpinu. Bamaefiii finnst mér enn alltof lítið. Þó að bætt hafi verið við þá finnst mér eins og alltaf sé verið að endurtaka sama efiiið þar. Otvarpið er ég ánægð með. Síðustu dagana hef ég mest hlustað á Bylgj- una 98,9 og haft mjög gaman af. Sérstaklega sunnudagsmorguninn þegar hægt var að hlusta á létta tónlist í morgunsárið í staðinn fyrir þunga klassíska tónlist sem yfirleitt er í ríkisútvarpinu á þessum tíma. Flóamarkaðurinn á Bylgjunni finnst mér mjög sniðugur. Stórgóð þjón- usta sem ég hef þegar notfært mér með góðum árangri. Dagskrárgerð- armenn finnst mér yfirleitt standa sig vel en Páll Þorsteinsson er þó sérstaklega í uppáhaldi hjá mér. Afmæli 70 ára afmæli á í dag, miðvikudaginn 3. september, frú María Bjarnason á Bakka í Siglufirði. Hún fæddist í Vogi á Suðurey í Færeyjum. Maður hennar er Guðmundur Bjamason og eiga þau fimm uppkomin börn. María er að heiman í dag. Slasaður eftir harðan árekstur Harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á Bústaðavegi, skammt frá gatnamótum Suðurhlíðar, upp úr kl. 8 í morgun. Ökumaður annars bíls- ins var fluttur á slysadeild en ekki er ljóst hvort hann er mikið slasaður. Báðir bflamir em mikið skemmdir eft- ir áreksturinn. -BTH Samnorræn sjónvarpsópera pöntuð frá Atla Heimi „Nordvision (tónlistarstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna) hefur ákveðið, á fundi í Salzburg 24. ágúst 1986, að panta drög að sjónvarpsóperu frá íslenska tón- skáldinu Atla Heimi Sveinssyni, ef samningar þar að lútandi nást við tón- skáldið. Óperan skal byggð á rammís- lensku yrkisefni og því sem næst 60 mínutur að lengd. Atli skal vinna óperuna frá grunni með hinom þekkta finnska sjónvarpsleikstjóra. Hannu Heikinheimo. Sænska sjónvarpið mun leggja til dramat- urg með sérþekkingu á sviði óperugerðar og danska sjónvarpið leikmyndateiknara (dekoratör). Óperan verður skrifuð fyrir íslenska söngvara, en danska sjónvarpið mun Ieggja til tónlistarmenn m.a. dönsku sinfóníuhljómsveitina. Norðurlöndm munu skipta jafnt á milli sín kostnaðinum við þetta verk, og Nordvision veitir Hrafni Gunnlaugssyni, dagskrárstjóra RUV, fulla heimild til að semja við Atla Heimi á þess- um grundvelli. Óperudrögin skullu liggja fyrir þann 1. febr. 1987. Þá verður tilnefnd- ur höfundur til að semja söngtexta og stjómandi hljómsveitarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem öll Norðurlöndin samein- ast um óperuverkefni sem þetta. Vinna við undirbúning óperunnar hefst 5. okt. nk. þegar Hannu Heikinheimo kemur til ís- lands ásamt sænska dramaturgnum. Fulltrúi RUV á fundinum var Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri. „íslenska húsnæðiskerfið“ Út er komið rannsóknarrit á vegum Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Islands sem ber heitið „Islenska húsnæðiskerfið: Rannsókn á stöðu og þróun húsnæðis- mála.“ Höfundar em Ingi Valur Jóhanns- son og Jón Rúnar Sveinsson félagsfræð- ingar. 1 ritinu er greint frá rannsóknum á xslenskum húsnæðismálum sem höfundar hafa unnið að um árabil. Þeir byggja nið- urstöður sínar bæði á sérstakri könnun sem þeir gerðu á höfuðborgarsvæðinu og opinþerum talnagögnum sem ná til lands- ins alls. Fjallað er um þróun íbúðabygg- inga, fjármögnun og opinbera húsnæðis- lánakerfið, skattaívilnanir, vinnuframlag húseigenda og byggingartíma, fiölskyld- una og húsnæðismálin, húsnæðisstöðu þjóðfélagshópa, þróun leigximarkaðar og stöðu leigjenda. I lokakafla draga höfund- ar saman niðurstöður sínar í umfjöllun um þróun mannfjölda og húsakosts, sér- eignastefhuna, húsnæðiskostnað og fjöl- skylduþróun, lífeyrismál og áhrif húsnæðiskerfisins á skiptingu húsnæðis- gæða. Höfundar reiða fram mikið magn af nýjum upplýsingum um húsnæðismál á Islandi sem mikill fengur er að. Ritið er um 160 síður að stærð og fæst í helstu bókaverslunum og hjá bókasölu stúdenta í Háskóla íslands. „Ert þú hjartgóður“ Landssamtök hjartasjúklinga efndu til sinnar árlegu fjáröflunar um land allt dag- ana 5. og 6. júní sl. undir kjörorðinu „Ert þú hjartgóður". Undirtektir almennings voru með afbrigðum góðar og fjöldi þeirra sem annaðist merkjasölu var meiri en nokkru sinni áður. Formaður fjáröflunar- nefndar, Rúrik Kristjánsson, afhenti nýlega gjaldkera samtakanna, Jóhannesi Proppé, andvirði seldra merkja, sem reyndist vera um 5 milljónir króna. Söfn- unarfénu verður varið til kaupa á tækjum fyrir endurhæfingardeild hjartasjúklinga að Reykjalundi svo og til tækjakaupa fyr- ir væntanlega endurhæfingardeild hjarta- sjúklinga á Borgarspítalanum. Stjóm Landssamtaka hjartasjúklinga þakkar þeim stóra hópi landsmanna sem stutt hefur samtökin á margvíslegan hátt frá stofnun þeirra fyrir þremur árum. Á þess- um stutta tíma hefur reynst unnt að ráðast í stórvirk tækjakaup sem þegar hefur sannað ágæti sitt og munu stuðla að au- knu öryggi í framtíðinni. Þá samþykkti aðalfundur samtakanna, sem haldinn var í lok júnímánaðar sl., að senda forstjóra ríkisspítalanna bestu hamingjuóskir með þann merka áfanga er hafnar voru hjarta- skurðlækningar á Landspítalanum. Ekið á hest Ekið var á hest á Vesturlandsvegin- um, skammt frá Reynisvatni, um kl. 23.35 í gærkvöldi. Slasaðist hesturinn mikið og þurfti að aflífa hann skömmu seinna. Slysið varð með þeim hætti að hest- urinn, sem staðið hafði í vegarkantin- um, stökk skyndilega út á veginn og tókst ökumanni fólksbifreiðar, sem kom aðvífandi, ekki að hemla í tæka tíð og lenti bifreiðin á hestinum. Hest- ar ganga aldrei lausir á þessu svæði svo talið er að þessi hafi sloppið frá eigendum sínum. Ökumaðimnn er ósl- asaður en bíllinn, sem er af Subaru- gerð, er mikið skemmdur. -BTH Kikk í Duus húsi hefjast þeir kl. 22. Einnig munu þau spila Hljómsveitin Kikk heldur hljómleika í fóstudaginn 5. og laugardaginn 6. sept- Duus húsi miðvikudaginn 3. september og ember. Bifhjól ók á bfl í stæði Árekstur varð þegar ökumaður bif- hjóls á leið austur Bergþórugötuna missti stjóm á hjólinu og rakst á kyrr- stæða fólksbifreið í bílastæði. Gerðist þetta um kl. 21 í gærkvöldi. Ökumaður hjólsins var ung stúlka og hlaut hún minni háttar meiðsl. Er talið að hún hafi blindast af ljós- um bifreiðar sem kom á móti vestur götuna, ekki séð kyrrstæða bílinn og sveigt til hægri. Bíllinn, sem hún lenti á, er mikið skemmdur og bifhjólið einnig. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.