Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Sljómmál Framboðsmál Sjálfstæðisflokksins: Ekkert fararsnið á þingmönnunum Ekkert fararsnið virðist vera á þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem nú eru 23 að tölu. í viðtölum við DV seg- ir enginn þeirra afdráttarlaust ætla að hætta þingmennsku. Nítján þingmenn segjast ætla að gefa kos't á sér í næstu þingkosningum. Tveir, Matthías Bjamason og Pétur Sigðurðsson, vilja ekki svara því hvort þeir ætla að gefa kost á sér og ætla fyrst að upplýsa kjömefndir sinna kjördæma um þá ákvörðun. Aðrir tveir, Ellert B. Schram og Eyjólfur Konráð Jónsson, segjast ekkert hafa ákveðið í þessum efhum. Eins og kunnugt er hefur Ellert ekki sótt þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins né setið í nefhdum á vegum hans. Full- víst er hins vegar talið að Eyjólfur Konráð æth að gefa kost á sér. Radd- ir em uppi um að hann hyggist gefa kost á sér í Reykjavík en hann hefur fram að þessu farið fram i Norður- landskjördæmi vestra. 29 þingmenn Samkvæmt síðustu skoðanakönnun DV, sem gerð var í maí á þessu ári, hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 39,1 prósent fylgi í Alþingiskosningum. Nýlega gerði svo Helgarpósturinn skoðanakönnum um fylgi flokkanna. Samkvæmt henni fær Sjálfstæðis- flokkurinn 44,4 prósent fylgi og má því vel við una. I síðustu Alþingis- kosningum var flokkurinn með 38,7 prósent fylgi. Ef flokkurinn nær 44,4 prósent fylgi fengi hann 27 þingsæti. I næstu þingkosningum verður þing- sætum fjölgað úr 60 í 63. Samkvæmt skoðanakönnun Helgarpóstsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn tvö af þessum þremur nýju þingsætum. Með öðrum orðum fengi flokkurinn 29 þingsæti. Samkvæmt nýju kosningalögunum er líklegt að flokkurinn auki mest við sig þingsætum í þeim kjördæmum þar sem flest atkvæði eru á bak við hvem þingmann. Á hinn bóginn gæti orðið erfitt að halda sama þingmannafjölda í öðrum kjördæmum þar sem þing- menn hafa komist á þing með fá atkvæði á bak við sig. Það er því líklegt að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi eftir að bæta við sig í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Þegar hafa verið nefnd nokkur nöfn í Reykjavík. Líklegastir til að lenda of- arlega í prófkjöri em til dæmis Geir Haarde, aðstoðarmaður fjórmálaráð- herra, og Vilhjálmur Egilsson, for- maður Sambands ungra sjálfstæðis- Albert lætur ekki deigan síga Þá er athyglisvert að Albert ætlar ekki að láta deigan síga og hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfetæðis- flokksins. Nú þykir líklegt að prófkjö- rið verði 18. til 19. október og að það verði lokað prófkjör. Lokað prófkjör þykir ekki henta Albert og einnig hef- ur verið bent á að tímasetning þess sé óheppileg. Á þeim tíma verði Haf- skipsmálið enn einu sinni í algleym- ingi og nafn hans bendlað við það. Matthías Bjamason vill ekki upp- lýsa hvort hann stefnir á áframhald- andi þingmennsku. Það á eftir að koma í ljós 13. þessa mánaðar en þá rennur út frestur til að tilkynna þátt- töku í prófkjörinu á Vestfjörðum. Líklegt er að núverandi varaþing- maður þar, Einar Guðfinnsson, muni sækja fast að komast á hið háa Al- þingi. -APH Alþingismenn SjáHstæðisflokksins eru ekki af baki dottnir og virðast allflestir ætla sér að halda áfram þingmennsku. Þorsteinn Pálsson: Geri það „Já, ég ætla að gera það,“ sagði Þorsteinn Pálsson, Sjálfetæðisflokki og 1. þingmaður á Suðurlandi, er hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér. Hann sagði jafnframt að enn væri ekki byrjað að ræða framboðsmál á Suðurlandi. Líklega yrðu teknar ákvarðanir um þau á kjördæmisráðs- fundi sem haldinn verður í október. -APH Albert Guðmundsson: Að sjáKsögðu „Að sjálfsögðu" var svarið sem DV fékk er Albert Guðmundsson, Sjálf- stæðisflokki, og 1. þingmaður Reykja- víkur var inntur eftir því hvort hann hygðist gefa kost á sér í næstu Al- þingiskosningum. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa um þetta atriði. Albert hefur setið á Alþingi frá 1974. -APH Matthías Bjamason: Gef ekkert upp „Ég gef það upp við kjömefndina þegar þar að kemur,“ sagði Matthías Bjamasson, 1. þingmaður Sjálfetæðis- flokksins á Vestfjörðum. Hann vildi ekki frekar tjá sig um firamboðsmál sín í næstu þingkosningum. -APH Ragnhildur Helgadóttir Ég stefni íframboð „Já, ég stefrii í framboð,“ svaraði Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- ráðherra og tíundi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Það liggur ekkert ljóst fyrir ennþá hvemig staðið verður að þessum mál- um hjá okkur. En ég mun taka þátt í prófkjöri." -S.Konn. í dag mælir Dagfari Það er með herkjum að Dagfcui kemst í að skrifa pistil dagsins. Nú verður maður að fylgjast með Bylgj- unni og Rás 2 sitt á hvað til að vera fær um að taka þátt í viðræðum um hvor stöðin sé betri. Og svo þarf nú að svissa yfir á þriðju stöðina, Rás 1, til að fylgjast með hvort nokkuð nýtt hafi komið þar upp. Þá er svæð- isútvarpið eftir því ekki má gleyma að þar getur ýmislegt komið fram sem betra er að hafa fylgst með fyrir fimmtugsafinæli kvöldsins. Mikið er gott að sjónvarpið skuli ekki byrja útsendingar fyrr en um kvöldmat og svo að enn skuli aðeins ein sjón- varpsstöð vera starfandi. Einhvers staðar var sagt frá því í blaði, og eins og allir vita er allt satt sem kemur fram í blöðum, að innan fárra ára ættu Bandaríkjamenn kost á að velja á milli 100 sjónvarpsstöðva 24 klukkustundir á sólarhring. Aum- ingja fólkið. En hvað varðar Bylgjuna og Rás 2 og samkeppni þar á milli þá er margt gott að finna á dagskrá beggja stöðvanna. Margir voru þó orðnir leiðir á aulafyndni sumra á Rásinni og þótti sem svo að of mikill hluti dagskrár væri sniðinn að þörfúm poppsjúkra bama fiá fimm ára til 13 ára. Engu að síður væri rangt að fyrir fijálsu útvarpi en andstæðingar þess töldu að allt þetta og meira til gæti rúmast á dagskrá gamla góða útvarpsins sem þeir hefðu hlustað á frá bamæsku. Eftir að þessari mara- þonumræðu lauk hefur enginn minnst á ferðir mjólkurbíla nema í mestu aftakaveðrum og sama er að segja um samgöngur við Breiðholt. Það urðu allir svo leiðir á þessu kjaftæði að strax var litið á Rásina sem sjálfsagðan hlut og hefði þar engu breytt þótt hún hefði verið kölluð Rauf 2. Á sama hátt finnst engum það athugavert þótt Bylgjan hefji útsendingar heldur fagna nýrri útvarpsstöð. Og eftir að Stöð 2 byrj- ar verður það eina áhyggjuefni manna hvenær þeir hafi tíma til að hlusta á lög af plötuspilurum eða kassettutækjum en slík tæki hljóta að leggjast af hérlendis sem og myndbandaleigur. Svo er stutt í fjöl- þjóðasjónvarp gegnum gervihnetti og þá fer þetta nú að ganga glatt. Verst að þurfa að sækja vinnu með þessu öllu. En það er engin hætta á að Ríkisútvarpið gamla og góða gleymist alveg. Það sendir okkur nefiiilega rukkanir. En garmurinn Ketill, Kaninn, hann er öllum gleymdur. Dagfari. Allt nema þögnina halda því fram að Rásin hefði ein- göngu sinnt þessum bömum því margir dagskrárliðir em vandaðir og vekja áhuga fólks sem er komið langt yfir fermingu. Hins vegar er nýjabrumið farið af þessari stöð og því tóku menn Bylgjunni fagnandi. Þorgeir á Rásinni og Einar á Bylgjunni em báðir með á nótunum og hann Markús Öm á Skúlagöt- unni verður að fara að passa sig. Það er svo sem góðra gjalda vert að bjóða upp á stórhríðarsögur á kvöld- vöku við og við og klassíska músík þess á milli. En það sakaði ekki að koma með svona eitt leikrit í mán- uði sem einhver annar en leiklistar- stjórinn hefði áhuga á að fylgjast með. Og hvers eiga menn að gjalda að það skuli vera hellt yfir þá lestri úr forystugreinum dagblaða og alls konar ritlingum sem gefnir em út í hinum og þessum þorpum og sveitum landsins? En það var nú eiginlega ekki ætl- unin að ræða um útvarp MÖ heldur frekar Bylgjuna og Rásina og svo sjónvarpsstöðina nýju sem kallast því ömurlega nafni Stöð 2. Nafiúð eitt stöðar mann svolítið, eins og Austfirðingur einn sagði. Af ein- hveijum orsökum virðist fólk líta á Bylgjurásinastöð 2 sem tímamót í að bændur yrðu að vita gegnum út- varpið sitt hvort mjólkurbíllinn kæmi á réttum tíma og íbúar í Breið- holti hvort þeim væri heimferð greið að afloknum vinnudegi niðri í Reykjavík. Þetta vom helstu rökin fjölmiðlun heimsins. En þau tíma- mót em löngu liðin. Þau komu með umræðunni, sem varð, og deilunum um fijálst útvarp áður en Rásin tók til starfa. Þá var ein helsta röksemd þeirra sem studdu frjálst útvarp sú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.