Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 14
14 Spumingin Ferð þú eftir verðlags- könnunum? Karl Andreassen nemi: Nei, það geri ég ekki, en ég les þetta nú samt í blöðunum. Jón G. Ásgeirsson eftirlaunamaður: Nei, alltof lítið, því að ég vil versla ódýrt. Hjálmfríður Þorsteinsdóttir húsmóð- ir: Já, ég athuga þær alltaf vel því að ég vil fá vörur á góðu verði. Stefán Sveinsson rafvirki: Já, ef ég get, því að mér finnst gott að geta verslað ódýrt. Gísli Guðmundsson stöðumælavörð- ur: Nei, ég hef ekki tíma til þess. Gíslína Gísladóttir ellilífeyrisþegi: Nei, það geri ég ekki. MIÐVIKTJDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Lesendur Hver a Kolbeinsey og Kjöl? Landsmaður skrifar: Menn eru orðnir vanir boðum og bönnum, ógnunum og hótunum í auglýsingatíma útvarps. Fáir hafa því ef til vill sperrt eyrun þegar lesin var smáauglýsing í þessum miðli hér á dögunum. Þar sagði eitthvað á þá leið að af gefhu tilefrii væru allar mannaferðir óviðkomandi bannaðar til Papeyjar og fyrir þessari nótu voru skrifaðir landeigendur. Hið gefiia tilefhi var væntanlega það að einhver hafði dirfst að tylla tá á þessa eyðieyju án leyfis. Virðist svo sem bændur og landeigendur telji sig geta bannað mönnum ágang á eyðieyjur, útsker, heiðalönd eða jökultinda sem þeir segjast „eiga“, án þess svo mikið sem geta um ástæðuna fyrir slíku banni sem oft er reyndar geðþóttinn helber. Það er skiljanlegt að reynt sé að stemma stigu við umferð óviðkom- andi um varplönd, selalátur eða önnur þau svæði sem af eru hafðar beinar nytjar og ágangur getur spillt. Varla er nokkru slíku til að dreifa í Papey á hallandi sumri og er ástæða til að spyma hér við fót- um. Það munu vera nokkur prósent þjóðarinnar sem telja sig nánast eiga lsland, allt fiá Kolbeinsey til Kjalar. Nú hin allra síðustu ár virðist hafa verið uppi smá viðleitni til að ætla okkur þorra þjóðarinnar og land- leysingjum nokkum rétt til að drepa niður fæti á þetta „annarra manna“ land án þess að þurfa að spyrja leyf- is við hvert fótmál. Hygg ég að í hinum nýju náttúm- vemdarlögum séu greinar í þessa vem, þótt lítið hafi farið fyrir þvi að véfengdur væri sjálfur eignarrétt- urinn inn á innsta afrétt. Nú er það eðlilega svo að það munu að stærst- um hluta vera bændur sem gera stærstu landkröfumar. Þessa sömu bændur styrkjum við landleysingjar með litlum einum milljarði eða svo, í formi niðurgreiðslna og útflutn- ingsbóta svo landshöfðingjamir megi halda velli en veslist ekki upp. En þess skulu þeir minnast, hjá- leigukóngar heiða og skerja, að þótt þeirra ríki hafi nú staðið með órétti í meira en þúsund ár þá falla veldi og rísa. Landeigendaveldið sýnist nú orðið standa einungis fyrir náð hins land- snauða lýðs. Sá tími mun koma irrnan skamms er auglýsing, eins og sú sem í upphafi var getið, mun varða við lög er kennd munu við jafnrétti fólks, rétt eins og nú er bannað að auglýsa eftir karlmanni í vinnu í nafiii jafhréttis kynjanna. fsland er nefriilega okkar allra en ekki einungis þeirra. Hverjir eni hrekkjusviiiin? Konráð Friðfinnsson skrifar: Masada nefnist þáttur sem sjón- varþið hefur verið að sýna undan- famar vikur. Þar em Rómveijar og Gyðingar að kljást. Sagan sú er víst byggð á heimildum, ef þá nokkuð er að marka hin fomu fiæði, en út f þá sálma þori ég ekki að hætta mér. Þeir sem hafa fylgst með þessu efhi hafa kannski ekki svo mikið spáð í það að fyrir tæpum tvö þúsund árum háðu Gyðingar stríð og ennþá em þeir að berjast. Á öllum þeim langa tíma sem liðinn er frá fyrr- nefhdum atburði er ég stórlega efins í að fallið hafi úr einn einasti vopna- dagur hjá þessum stríðsglaða aðila. Hugsið ykkur bara. f dag beijast þeir af miklum móði við araba. Sú deila á sér alllanga sögu. Gyðingar ætla sér landssvæði sem ara- bar með réttu eiga og lausn í deilu þeirri er ekki í sjónmáli. Oft hef ég spurt sjálfan mig að því hvemig í ósköpunum standi á því að þjóðum sé svo mikið í nöp við ísraelsmenn, alla vega hafa þeir ekki fengið neins staðar frið. Eða er þessu kannski öðmvísi farið? Em ísraelsmenn hrekkjusvínin? Hvað um það, ekki dettur mér í hug að setjast í dómarasætið. Vesturálfumenn hafa megnasta við- bjóð á aðgerðum nasista gagnvart gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. En samt gerði enginn neitt til að stoppa þessi voðaverk. Það þarf eng- inn að segja mér að bandamenn hafi ekki vitað hvað fram fór í útrýmingar- búðunum. Það em fleiri sekir en þýskaramir þó að þeirra hlutur vegi þyngst á vogarskálinni. Hryllingur sá sem ég nefhdi réttlæt- ir samt ekki á nokkum hátt slátrun ísraelsmanna á aröbum sem nú á sér stað. Hl ráðamanna á Hlemmi Jóhann Þórólfsson skrifar: Hvað þarf oft að kvarta við ykkur til þess að fa það lagfært að salemin verði jafhlengi opin og önnur starfcemi í strætisvagnaskýlinu á Hlemmi? Þetta er til stórskammar, hvemig eiga farþegar, sem bíða eftir vagni frá klukkan ellefii til hálftólf, að fara að, eiga þeir að gera í buxumar? Þessu verður tafarlaust að kippa í lag og það strax. Ég hef heyrt marga kvarta yfir þessu, þetta er engin þjónusta. Hlutabréf í Hafskipum 5784-5678 hringdi: Ég var ein af þeim sem keypti hlutabréf í Hafekipum síðastliðið haust og nú á ég að fara að borga af því í fyrsta sinn. Ég get ekki sætt mig við að þurfa að borga þetta þar sem þessi bréf vom seld á röngum forsendum. Mér þætti gaman að heyra frá öðrum hvað þeim finnst um þetta mál. Kettlingur týndist frá Grenimel Kattavinur hringdi: Þann 26. ágúst síðastliðinn tap- aði ég fjögurra mánaða kettlingi frá Grenimel. Hann er gulbrúnn á baki og hvítr ur á bringu, svo er hann með bláa hálsól sem reyndar er ekki merkt Ef vera kynni að einhver hafi fundið kettlinginn er hann vin- samlega beðinn að hafa samband við Kattavinafélagið. Margir eru þeirrar skoðunar að fækka þurfi i bekkjum tíl þess að hægt sé að sinna öllum. Alltof mörg bömí einum bekk Móðir hringdi: Ég vil endilega koma á framfæri orðsendingu til skólayfirvalda og vona að í náinni framtíð verði hún tekin alvarlega til greina. Mér hefur fundist áberandi hve mörgum bömum er hrúgað saman í einn bekk í grunnskólum. Ég hef oft og mörgum sinnum heyrt töluna þrjátíu og fimm og hlýtur hver heilvita maður að sjá að þetta er of há tala. Hvemig á einn kenn- ari að geta sinnt öllum þessum bömum svo að vel sé, það hlýtur alltaf einhver að verða útundan og þá helst þeir sem em ófram- feemir. Þetta er tillitsleysi bæði við nemendur og kennara sem þarf að ráða bót á hið snarasta. Bréfrftarf telur að salemfn á Hlemmi þurfi aö vera opin lengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.