Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Gerbreyttur markaður Gengisbreytingar á alþjóðamarkaði á þessu ári hafa gerbreytt verðhlutföllum í útflutningi íslenzkra fisk- afurða. Bandaríkjamarkaður er ekki lengur áhugaverð- asti markaðurinn, jafnvel þótt verð þar á frystum sjávarafurðum sé nú hærra en nokkru sinni fyrr. I fiskútflutningi hafa undanfarin misseri einkennzt af vel heppnuðum tilraunum til að festa íslenzkan fisk í sessi á öðrum markaði en freðfiskmarkaðnum í Banda- ríkjunum. Sérstök áherzla hefur verið lögð á að endurlífga freðfiskmarkaðinn í Bretlandi. Meiri bylting felst í hinni nýju áherzlu á ferskfisksöl- ur. Menn eru farnir að átta sig á, að nútíma flutninga- tækni gerir kleift að ná ívíð hærra verði á ferskum fiski en næst á fiski, sem hefur farið með miklum viðbótar- kostnaði um frystihús og frystigeymslur. í rauninni eru þetta gömlu ísfisksölurnar í nútíma- legri mynd. Athyglisvert er, að löndunarbann Breta í fyrsta þorskastríðinu olli því á sínum tíma, að þessi markaður vék fyrir freðfiskmarkaðnum vestra, sem var bjargvættur okkar þá og hornsteinn æ síðan. Nú hefur annars konar löndunarbanni verið veifað framan í okkur, í þetta sinn vegna hvalastríðsins. Bandarísk yfirvöld hafa íhugað að beita okkur við- skiptaþvingunum, sem líklega mundu felast í háum tollum á fiski eða hreinu innflutningsbanni. Ef ferskfisksölur til Bretlands og fleiri landa eiga eftir að verða okkur hliðstæður bjargvættur og freð- fisksalan til Bandaríkjanna varð á sínum tíma, má segja, að sagan hafi gengið í hring. Því meira, sem hlut- irnir breytist, þeim mun meira séu þeir eins! Vonandi komumst við að raun um, að Bretland er ekki eini ferskfiskmarkaðurinn, sem við getum haft gagn af. Verð á góðri vöru af því tagi er enn hærra í löndum á borð.við Frakkland, þar sem meiri hefð er fyrir fersku gæðahráefni en á Bretlandi. Mikilvægt er, að stjórnvöld leggi ekki stein í götu þess, að reynt sé að koma íslenzkum sjávarafurðum á annan markað en bandarískan freðfiskmarkað. Við verðum einmitt að dreifa áhættunni á marga staði með- an við eigum í útistöðum við Bandaríkin. Tilgangslaust er að etja kappi við öflugan aðila um hvalveiðar, sölu kjötmetis til varnarliðs og flutninga á varnarliðsgóssi, nema hafa undirbúið króka á móti bragði. Ef við hyggjumst standa á okkar rétti, verðum við að geta mætt mótleikjum andstæðingsins. Greinilegt er, að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki sætta sig við afstöðu og gerðir bandarískra stjórn- valda í nokkrum málum okkar og allra sízt hótanir þeirra í hvalveiðideilunni. Einstakir ráðherrar hafa sagt, að þeir muni fylgja þessum vilja eftir í verki. Þótt ekki kæmu til ágreiningsefnin, er varhugavert, hversu ákaft vex stuðningur vestra við atvinnuverndar- stefnu, viðskiptaþvinganir gagnvart útlöndum og raunar hvers kyns einangrunarstefnu. Einnig þetta ætti að hvetja okkur til að dreifa áhættunni. Fisksölufyrirtæki okkar í Bandaríkjunum hafa staðið sig vel og eiga allt gott skilið. En aðstæður hafa breytzt svo róttækt á síðustu misserum og einkum síðustu mán- uðum, að líklegt má telja, að þau verði að draga saman seglin og sætta sig við minni markaðshlutdeild. Stjómvöldum ber af öryggisástæðum að greiða fyrir breytingunum með því að styðja tilraunir til að finna nýja markaði og efla þá, sem nýlega hafa náðst. Jónas Kristjánsson Viðreisnarstjóm Bjama Benediktssonar: „Enda þótt við ýmis vandamál hafi að sjálfsögðu verið að etja, hefur hvorki fyrr né síðar verið betra almennt jafnvægi í efnahagslíf inu til lengri tíma en á þessum ámm, 1960-1971.“ Tímamót í efnahagsmálum? Eru tímamót í efriahagsmálum þjóðarinnr nú? Þetta er að sjálfsögðu stór spuming sem erfitt er að svara og verður líklega ekki svarað til hlít- ar fyrr en að mörgum árum liðnum. Það er þó fróðlegt að velta þessari spumingu fyrir sér. Ekki verður á móti mælt að mikilsverður árangur hefur náðst á síðustu misserum. En er þessi árangur varanlegur, hafa efnahagsmálin tekið nýja og betri stefhu til frambúðar? Þótt efriahagsstefha stjómvalda hafi auðvitað breyst margoft á liðn- um áratugum er miklu sjaldgæfara að hægt sé að tala um grundvallar- breytingu sem hefur haft viðtæk áhrif á efhahagslífið til lengri tíma. Slík tímamót em fátíð í íslenskri hagsögu. Frá stofnun lýðveldisins em ótví- ræð þáttaskil að þessu leyti í efriahagsstjóm tvisvar sinnum; árið 1960 þegar nýmynduð stjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, viðreisnarstjómin, markaði nýja efhahagsstefnu, sem fylgt var í al- mennum atriðum út stjómartíma þessara flokka, þ.e. til 1971, og eftir 1971 vom teknar upp nýjar hag- stjómaraðferðir sem einkenndu meira og minna allar stjómir til 1983. Haftastjóm 1945-1960 Kaftastefna, sem fólst í innflutn- ingshöftum og millifærslum milli aðila efnahagslífsins, var ráðandi í efnahagsstjóm hér á landi allar göt- ur frá 1945-1960. Þrátt fyrir að flest vestræn lönd hafi þegar eftir stríð einkum reitt sig á almenna fjármála- stjóm og fijálsræði í utanríkisversl- un, var íslenskt efhahagslíf njörvað niður með höftum, millifærslum og ýmsum sértækum aðgerðum. Sem dæmi um árangursleysi þessarar efhahagsstjómar má nefria að halli var á viðskiptum við önnur lönd öll árin 16. í upphafi tímabilsins átti þjóðin miklar gjaldeyriseignir en í lok tímabilsins var hún sokkin í fen erlendra skulda. Þetta sextán ára tímabil var nær samfelld haftastjóm þótt gerð hafi verið merkileg tilraun til að breyta Kjallaiinn Þórður Friðjónsson efnahagsráðgjafi forsætisráðherra efnahagsstefriunni í þá vera sem aðrar vestrænar þjóðir fylgdu um 1950, að undirlagi hagfræðinganna Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Bjömssonar, sem því miður rann út í sandinn vegna alvarlegrar efna- hagskreppu á þessum tíma. Almenn fjármálastjórn 1960- 1971 Árið 1960 var gerbreytt um efiia- hagsstefnu. Horfið var frá hafta- stefhunni. í stað þess var treyst á almenna fjármálastjóm sem felst' einkum í því að setja efnahagslífinu ramma með stefnunni í ríkisfjármál- um og peningamálum. Þessi stefha var í meginatriðum sú sama og aðr- ar þjóðir höfðu tekið upp 10-15 árum áður og Benjamín og Ölafur gerðu tillögu um í kringum 1950 eins og áður sagði. Enda þótt við ýmis vandamál hafi að sjálfeögðu verið að etja hefur hvorki fyrr né síðar verið betra al- mennt jafhvægi í efnahagslífinu til lengri tíma en á þessum árum, 1960- 1971. Efhahagsstjóm var samræmd- ari og markvissari en bæði áratuginn á undan og eftir. Þetta kom fram með ýmsum hætti sem of langt mál yrði að rekja hér. Þó má nefha sem dæmi að afgangur var í viðskiptum við önnur lönd í 5 ár á þessu tímabili. En það hefur ekki gerst nema einu sinni frá stríðslok- um fyrir utan þetta tímabil. Viðun- andi jafhvægi í fjármagnsmarkaðn- um er annað dæmi sem minna má á. Vísitölustjórn 1971-1983 Á áranum 1971-1983 var efhahags- stefiian í meginatriðum fólgin í einhvers konar vísitölustjóm. Þessi vísitölustjóm, sem svo er nefnd hér, var fólgin í því að reyna að lagfæra stöðugt jafiivægisleysi í efnahagslíf- inu með vísitöluaðferðum. Jafnvægisleysið skapaðist vegna þenslustefnu í ríkisfjármálum (halla á ríkisbúskapnum) og peningamál- um (neikvæðum raunvöxtum). Þetta olli stöðugri spennu á vinumarkaðn- um og þrýstingi á laun og verðlag upp á við. Stjómvöld reyndu að hemja þennan þrýsting með því að rjúfa kjarasamninga og banna verð- hækkanir. Þetta gekk auðvitað ekki, enda svipað og að reyna að halda í lok á potti sem sýður upp úr. Allar ríkisstjómir á þessu tímabili gerðu þessi grundvallarmistök þótt nokkr- ar tilraunir hafi verið gerðar til að brjótast út úr þessum farvegi. Almenn fjármálastjórn 1983-? Þótt þessi ríkisstjóm hafi byrjað sinn feril með hefðbundnum vísitöl- uráðstöfunum til að lækka verð- bólguna var strax hafist handa um að breyta efnahagsstjóminni í grundvallaratriðum í þá vera að leggja höfuðáherslu á almenna fjár- málastjóm. í þessu skyni vora m.a. gerðar róttækar breytingar á sviði peninga- og lánamála sem hafa skil- að auknum spamaði og betra jafn- vægi í efnahagslífinu. Jafnframt hafa genginu verið settar fastari skorður en áður. Umfangsmiklar breytingar hafa einnig verið gerðar á ýmsum öðrum sviðum, þar sem vandamál höfðu hrannast upp, s.s. í sjávarút- vegi og landbúnaði, þó að í land- búnaði sé mikill vandi enn óleystur. Þetta er grandvallarbreyting á efnahagsstjóm frá vísitölustjóm síð- asta áratugar. Ríkari áhersla er lögð á almenna fjármálastefhu eins og flestar aðrar þjóðir gera og gert var hér á landi á sjöunda áratugnum. Ef haldið verður áfram á þessari braut er sennilegt að þau ár, sem nú era að líða, muni marka upp- hafið að farsælli efnahagsstefnu en fylgt hefur verið hér á landi um ára- bil. En úr þessu verður ekki skorið fyrr en síðar þótt nú stefhi í rétta átt og margt hafi áunnist. Þórður Friðjónsson. „En er þessi árangur varanlegur, hafa efnahagsmálin tekið nýja og betri stefnu til frambúðar?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.