Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
Viðskipti
Lítið er um saltfisk um þessar mundir í vinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þó fundust nokkrir fiskar, sem starfsfólk Kirkjusands hf. hafði á milli hand-
anna. Þetta er fiskurinn sem hefur hækkað mest í verði undanfarið. DV-mynd Brynjar
Saltfiskmaikaðurinn
aldrei verið betri
Bókaútgáfa á Norðurlöndum:
Hæsta
hlutfall
þýðinga
er hér
í erindi sem Kristján Jóhannsson,
forstjóri Almenna bókafélagsins, flutti
á nýloknu bókaþingi kom fram að á
Norðurlöndunum væri hæsta hlutfall
þýðinga á útgefrium bókum hér á fs-
landi eða 40% á móti 60% af frum-
sömdu efni.
í Danmörku er hlutfall þýðinga í
útgáfu bóka 30%, í Noregi er hlut-
fallið 35% en i Svíþjóð er þetta lægst,
eða 25%.
Kristján Jóhannsson sagði í samtali
við DV að hann teldi tvær meginskýr-
ingar á þessu háa hlutfalli hérlendis.
Sú fyrri væri að við værum opnari
fyrir fjarlægari menningarsvæðum en
aðrar Norðurlandaþjóðir og sú síðari
fælist í hve fá við værum og markaður-
inn lítill. Vegna þess væri fjárhagslega
of dýrt fyrir okkur að gefa út frumsa-
mið efhi á vissum sviðum, einkum á
sviði fræðibóka. Eina leiðin til að
koma slíku efhi á framfæri væri að
þýða erlendar bækur á þessu sviði.
í erindi Kristjáns kom einnig fram
að fjöldi forlaga væri næsthæstur á
íslandi af Norðurlöndunum, aðeins í
Svíþjóð væru fleiri forlög til eða 120 á
móti 90 forlögum hér. í Danmörku
væru 80 forlög og 60 í Noregi. Hér er
átt við fyrirtæki sem hafa útgáfú
skráða sem meginviðfangsefni.
-FRI
Peningamarkaöur
VEXTIB (%> hæst
Innlán óverátryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.lb.Vb
6 mán. uppsögn 9.5-13.5 Vb
12mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab
Sp. í 6 mán. og m. 5-13 Ab
Ávisanareikningar 3-7 Ab
Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,5 U>
Innlán með sérkjörum 8-16
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 6-7 Ab
Sterlingspund 8.75-10,5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Danskar krónur 7-9 Ib
íltlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 15,25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge og 19,5
Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,25 Allir
Útlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 4 Allir
Til lengri tima 5 Allir
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 15
SDR 7.75
Bandarikjadalur 7.5
Steriingspund 11.25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskírteini
3ja ára 7
4raára 8.5
Bára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16
Gengistryggð(5 ár) 8.5
Almenn verðbréf 12-16
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala 1486 stig
Byggingavísitala 274.53 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1. júli
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs:
Eimskip 200 kr.
Flugieiðir 140 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er
miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
flestum bönkum og stærri sparisjóðum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán. Skammstafanir:
Ab=Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar-
bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb=
Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn,
Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar-
bankinn, Sp=Sparisjóðimir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.
Reykjavík
Landanir hjá Granda hf.: Ottó N.
Þorláksson landaði 15.9. alls 133 tonn-
um fyrir kr. 2.313 millj., skiptaverð-
mæti kr. 1.642 millj. Þorskur kr. 23,28
kílóið. Ýsa kr. 23,75 kílóið. Karfi kr.
14,10 kílóið. Ufsi kr. 14,10 kílóið.
Skiptaverðmæti 70% af heildarverði.
B.v. Jón Baldvinsson landaði 16.9.
alls 124 tonnum. Samtals verðmæti kr.
1.760 millj. Skiptaverð kr. 1.250 millj.
B.v. Ásgeir landaði 17.9. alls 90 tonn-
um. Verðmæti alls kr. 1.266 millj.,
skiptaverð kr. 900.813 þúsund.
B.v. Ásgeir landaði 17.9. alls 90 tonn-
um. Verðmæti alls kr. 1.266 millj.,
skiptaverð kr. 900.813 þúsund.
B.v. Ásþór landaði 19.9. alls 123
tonnum, aflaverðmæti kr. 1.827 millj.,
skiptaverðm. kr. 1.287 millj.
B.v. Ásbjöm landaði 22.9. alls 167
tonnum. Aflaverðmæti kr. 2.330 millj.,
skitpaverð kr. 1.682 millj.
B.v. Hjörleifur landaði þriðjudaginn
23. sept. 43 tonnum eftir viku útivist.
Ögurvíkurskipin: B.v. Freri landaði
í síðustu viku eftir 14 daga útivist,
aflaverðmæti var kr. 5 millj.
B.v. Ögri landaði 15.9. 159 tonnum,
aflaverðmæti 2,3 millj.
Mjöl og lýsi
„Þolanlegt verð fyrir fiskimjöl,“ seg-
ir Fiskaren 9. sept. „Meðan verð á
mjöli hefur verið nokkuð stöðugt hef-
Fiskmarkaðirnir
Ingólfur Stefánsson
ur lýsisverðið fallið og er nú talið í
algjöru lágmarki og ekki útlit fyrir
bata.“ Svo fórust framkvæmdastjóra
Christian Vedeler í Nordmel orð á
fúndi Landssambands síldarmjöls-
framleiðenda. Ræddi hann útlit á verði
á mjöli og lýsi og sagði að þrátt fyrir
mikla framleiðslu á sojamjöli væri
verðið stöðugt.
Að nokkru réðst verðið á fiskimjöli
af veiðum ríkja í Suður-Ameríku en
veiðamar í Chile hefðu brugðist og
litlar birgðir væru nú til.
Veldur það því að aukin eftirspum
hefur verið að undanfómu eftir fiski-
mjöli.
Verð á venjulegu fiskimjöli n.kr.
3,11, ísl. kr. 17,26. Mjöl sem Norðmenn
kalla LT mjöl er á n.kr. 4,97, ísl. kr.
27,52.
Verð á lýsi var um síðustu áramót
n.kr. 2,50 eða ísl. kr. 13,80 kílóið. Um
mitt ár var selt alimikið af lýsi, eða
3300 tonn, fyrir n.kr. 1,80 eða ísl. kr.
10,00.
I Fiskaren 9. september er að finna
miklar upplýsingar um verð á mjöli
og lýsi frá árinu 1977 til ársins 1986.
Saltfiskur
Saltfiskmarkaðurinn hefur aldrei
verið betri en nú segir í Fiskaren 9.
september.
„Framleiðendur þurrfisks borga
himinhátt verð fyrir fiskinn og telja
menn að aldrei áður hafi verið slík
eftirspum eftir saltfiski og nú. Fram-
boð er mjög lítið og fer minnkandi
næstu vikur." Þetta er haft eftir Olav
J. Rosmeri, sölustjóra Fiskeprodu-
sentens Fellessalg í Nordlys.
Norskir fiskréttir
Sex norskir útflytjendur fiskafurða
hafa stofhað til útflutnings á norskum
fiskréttum, aðallega úr laxfiski. Þeim
finnst óeðlilegt að flytja allan laxinn
út annaðhvort heilan eða í flökum.
Nú vilja þeir breyta þessu og bjóða
þeim frönsku sérrétti úr fiski.
New York
Ekki virðist mikil breyting á verði
enn sem komið er á markaðnum hjá
Fulton þrátt fyrir að sumarleyfin séu
á enda. Verð á hörpuskel helst stöðugt
og ekki sjáanlegt annað en það m’uni
haldast enn um sinn. Nokkuð hefúr
verið á markaðnum af hörpuskelfiski
frá Mexíkó og Panama. Þessi fiskur
er smár, seigur og gulur og miklu verri
markaðsvara en sá ameríski. Verðið
var 5-5,5 dollarar pundið. Ýsuverð var
mjög hátt á markaðinum í Boston og
var pundið á 3,25 til 2,50 dollara eða
kr. 285-312 kílóið.
Beinamjólsverksmiðjan Strandir ónýtt í ár:
Hefur fengið greiðslustöðvun
Hráefnið úldnar fyrir utan verksmiðjuna.
DV-mynd Brynjar
Beinamjölsverksmiðjan Strandir hf.
á Reykjanesi hefur nú staðið ónotuð
í tæpt ár eða frá nóvember í fyrra.
Fyrirtækið hefúr fengið greiðslustöðv-
un sem rennur út í næsta mánuði.
Viðræður eru í gangi við aðila sem
sýnt hafa rekstrinum áhuga en fram-
tíð verksmiðjunnar er óljós.
Verksmiðjan var sú eina sinnar teg-
undar í heiminum sem framleiddi
beinamjöl með notkun jarðvarma. Af-
köstin voru á bilinu 200-250 tonn á
sólarhring og var verksmiðjan, sem
stofnsett var 1983, farin að skila hagn-
aði er hún stöðvaðist er nauðsynleg
fyrirgreiðsla fékkst ekki úr Fiskveiða-
sjóði. Ekki fékkst uppgefið hjá sjóðn-
um ástæða þess.
„Allar okkar áætlanir, sem sjóður-
inn hafði samþykkt, og væntingar
okkar stóðust fram að því að við feng-
um ekki þessa fyrirgreiðslu sem var
okkur óskiljanlegt mál,“ sagði Hilmar
Haraldsson, framkvæmdastjóri verk-
smiðjunnar, í samtali við DV. „Síðan
er búið að velta þessu máli fram og
aftur og svo virðist sem við séum að
berjast við einhver myrkraöfl í kerfinu
sem við kunnum engin deili á.“
Að sögn Hilmars fengu þeir hráefrii
í reksturinn úr fiskverkunarfyrirtækj-
um á Suðumesjum og höfuðborgar-
svæðinu. Framleiðslan var dýrafóður
á innanlandsmarkað og til útflutn-
ings, m.a. hafði verksmiðjan sent mjöl
til Ástralíu. Starfsmennimir vom á
bilinu 7-10 þegar allt var í fullum
gangi.
„Mesta verðmætið, sem við firam-
leiddum, var hins vegar sú þekking
og reynsla sem fékkst við nýtingu
jarðvarmans í rekstrinum. Þessar
verksmiðjur em nú reknar með olíu
og þótt verðið sé lágt er engin framtíð
í því fyrir okkur,“ sagði Hilmar.
-FRI