Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. Utlönd________________________________x> Barist um refsiaðgerðir við Bandaríkjaforseta Reagan hótar að beita nettunaivaldi til að koma í veg fýrir refsiaðgerðir þingsins gegn Suður-Afriku Umræða um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn minnihlutasfjórn hvífra í Suður-Afríku setur nú mjög svip á skoðanaskipti almennings og stjórnvalda í Bandarikjunum. Reagan Bandarikjaforseti hótar aö beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að samþykkt Bandaríkjaþings um ítarlegar refsiað- gerðir gegn stjórnvöldum Suður-Afriku nái fram að ganga. Ólafiir Amaraan, DV, New Yorlc Talsmaður Hvíta hússins sagði í vikunni að Reagan forseti hygðist beita neitunarvaldi gegn samþykkt Bandaríkjaþings um harðar efna- hagsrefsiaðgerðir gegn Suður-Afríku og að embættismenn stjómarinnar væm nú að reyna að afla stuðnings við ákvörðun forsetans í þinginu. Forseti í vanda Richard G. Lugar öldungadeildar- þingmaður, sem er formaður utan- ríkisnefodar þingsins, sagði hins vegar að stjómin ætti langt í land með að afla stuðnings við þessa ákvörðun forseta og að það væri nokkuð ömggt að ákvörðuninni yrði hmndið í þinginu. „Atkvæðin em fynr hendi til þess að fella ákvörðun forsetans og koma lögunum í gegn,“ sagði Lugar sem er repúblíkani frá Indíana. Forsetinn hefur frest fram til dags- ins í dag til að skrifa undir eða beita neitunarvaldi við þessa samþykkt sem felur í sér harðar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Bæði fulltrúa- deildin og öldungadeildin sam- þykktu þessar aðgerðir með miklum meirihluta. Þegar Larry Speakes, talsmaður Hvita hússins, var spurður um það nú í vjkunni hvort forsetinn ætlaði að hafna samþykkt þingsins svaraði hann: „Já, hann ætlar að gera það.“ Embættismenn hafa nú undan- fama daga unnið að því að setja saman tillögur er miða allar að frek- arí aðgerðum gegn Suður-Afríku, að þvi er einn þingmaður repúblíkana sagði. Blakkur Bandaríkjamaður til Pretoríu Þeir vonast til að geta sannfært þingmenn um að styðja forsetann i þessu máli. f tillögunuití felst meðal annars að skipaður verði svartur sendiherra í Pretoríu og veitt verði aðstoð til ríkja sem eiga landamæri að Suður-Afríku. Einnig verða tekn- ar upp sumar af þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Lugar hefur varað forsetann á mjög opinskáan hátt að ef hann beiti neitunarvaldi muni það valda leið- togahlutverki Bandaríkjanna í Afríku miklu tjóni. „Þetta er mjög alvarlegt mál og skiptir máli hvorum megin maður stendur. Við þurfum nauðsynlega á því að halda að standa með réttum aðila sögulega séð í þessu máli.“ Talsmaður Hvíta hússins viður- kenndi að stjómin ætti fyrir höndum erfiða baráttu og ætti undir högg að sækja. I öldungadeildinni, þar sem repúblíkanar eru í meirihluta, voru aðeins 14 þingmenn á móti hörðum aðgerðum gegn Suður-Afríku. Það er 20 atkvæðum færra en forsetinn þarf til að fa sína ákvörðun sam- þykkta ef allir 100 öldungadeildar- þingmenn greiða atkvæði. Neitunarvaldi aldrei hrundið Neitunarvald er hægt að nema úr gildi með tveimur þriðju atkvæða í hvorri deild þingsins. Reagan hefur beitt neitunarvaldi átta sinnum frá því að þetta þing sem nú situr kom saman og aldrei hefur neitunarvaldi hans verið hrundið. Þær aðgerðir, er forsetinn hyggst nú beita neitunarvaldi gegn, miða að banni við frekari fjárfestingum bandarískra fyrirtækja í Suður-Afr- íku, suður-afríska ríkisflugfélaginu verði meinaður lendingarréttur í Bandaríkjunum og bannaður verði innflutningur á suður-afi-ískum iðn- aðarvörum, svo sem kolum, stáli, e&iavörum og úraníum. í áætlunum Hvíta hússins um refsiaðgerðir fyrirfinnst aðeins hluti þessara tillagna. Lany Speakes, talsmaður Hvíta hússins, viðurkenndi að Hvíta húsið væri einnig að undirbúa að minnsta kosti fimm hundruð milljón dollara aðstoð til nokkurra ríkja Afríku er landamæri eiga að Suður-Afríku, en efnahagslegar refeiaðgerðir gegn Suður-Afríku hefðu að auki veruleg neikvæð áhrif á efhahag þessara ríkja. Er Lugar var Bpurður að því hvort tillögur um slíka aðstoð yrðu sam- þykktar á þinginu á sama tíma og barist væri um hvem dollar í efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum kvaðst hann ekki bjartsýnn á sh'kt. Fyrir utan það að tilnefha svartan sendiherra Bandaríkjanna í Pretoríu myndu tillögur Hvíta hússins einnig gera ráð fyrir sérstakri ferð Shultz utanríkisráðherra til suðurhluta Afríku til viðræðna við stjómvöld nokkurra Afríkuríkja. Alvarlegar afleiðingar neitun- arvalds Lugar, aðalhöfundur þeirra refei- aðgerða er Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt, hefur hvað eftir annað fullyrt að hann telji að forset- inn eigi að samþykkja refeiaðgerð- imar skilyrðislaust. Lugar hefur að auki bent á alvar- legar afleiðingar þess að forsetinn beiti neitunarvaldi. Þingmaðurinn telur að neitun for- setans, jafhvel þó hún stæði í sambandi við einhverjar refeiað- gerðir, myndi gera Bandaríkin að stuðningsafli kynþáttaaðskilnaðar- stefriunnar í Suður-Afríku og gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir álit Bandaríkjastjómar í augum um- heimsins. Lugar fullyrðir að Bandaríkin og önnur vestræn ríki eigi nú örlitla möguleika á að þvinga suður-afrísk stjómvöld til að semja við blakkan meirihluta landsins og koma á nýju stjómskipulagi í landinu. Ef forset- inn notfeeri sér ekki þetta tækifæri telur Lugar að ástandið í Suður- Afríku versni til muna með sívax- andi ofbeldisaðgerðum á báða bóga. Ekki hrifinn af neinum refsi- aðgeröum? Nancy Kassenbaum, öldunga- deildarþingmaður frá Kansas, sem meðal annars er formaður þing- nefridar um málefhi Afríkuríkja, hefur lýst yfir stuðningi sínum við sjónarmið Lugars. Kassenbaum lýsti yfir vonbrigðum sínum með það að Hvíta húsið hefði ekki tekið mark á aðvörunum þingmanna. „Ég vildi óska þess að einhver þama í Hvíta húsinu skyldi þá þýðingu er þetta mál hefur á þessari stundu," sagði Kassenbaum. Lugar bætti því við að þetta strandaði allt á Reagan forseta. „Ég held að forsetinn hafi aldrei verið neitt hrifinn af refeiaðgerðum, eng- um refeiaðgerðum." Umsjón: Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.