Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Page 13
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
13
pv___________________________________________________________________Neytendur
Súrir, saltaðir eða sætir:
Tómatar til vetrarins
f vikunni fór verðið á tómötum
niður úr öllu valdi, heildsöluverðið
alla leið í 50 kr. kg. Tómatar eru
ekki sérlega vel fallnir til frystingar,
en ef þið hafið tækifæri að kaupa
ódýra tómata skulið þið gera það
fyrir alla muni. Frystir tómatar
henta vel í alls kyns pottrétti þótt
ekki séu þeir hæfir í salat þegar þeir
þiðna.
Hægt er að geyma tómatana í súr-
sætum legi til síðari nota.
Saltir tómatar
1 kg litlir tómatar
60 g gróft salt
2-3 stk. dillkvistir
Skolið tómatana og stingið í þá með
gaffli. Látið þá í glerkrukku með
dillkvistunum. Leysið saltið upp í
vatninu, látið löginn kólna alveg
áður en honum er hellt yfir tómat-
ana. Látið pressu á þannig að fljóti
örugglega yfir tómatana. Geymið á
köldum stað í 2-3 mánuði.
Þessir söltuðu tómatar þykja mjög
góðir með kjötréttum. Margir kunna
betur við þá heldur en súrsæta tóm-
ata.
Tómatkraftur
Ef þið eigið kost á ódýrum tómöt-
um getur e.t.v. borgað sig að búa til
eigin tómatkraft. Hann er í öllu falli
ekki síðri en sá keypti.
2 kg vel þroskaðir tómatar
1-2 stk. laukar
Það getur verið skemmtilegt að geyma óvanalegar flöskur og krukkur til þess að nota undir sultur og saftir.
2 msk. salt
3 tsk. sykur
Skolið tómatana og skerið þá i litla
bita og látið í pott. Flysjið laukinn
og hakkið og setjið út í pottinn.
Látið sjóða við vægan hita undir
loki í ca hálftima. Hrærið í af og til
og gætið þess að ekki brenni við.
Látið síðan allt í gegnum sigti og
aftur í pottinn og látið suðuna koma
upp. Látið sjóða þangað til þetta er
orðið hæfilega þykkt, hrærið í af og
til. Látið rotvamarefni út í. Tómat-
krafturinn er síðan látinn á glös eða
hálsvíðar flöskur.
Tómatahlaup
Vegna fjölda áskorana birtum við
á ný uppskrift úr tilraunaeldhúsi
DV að tómatahlaupi sem þykir sér-
lega gómsætt.
500 g tómatar
4 dl sykur
2 msk. sítrónusafi
1 pk. Royal hindberjahlaup
Dýfið tómötunum ofan í sjóðandi
vatn og flysjið af þeim ystu húðina.
skerið þá síðan niður, gott að gera
það í kvöm ef hún er til. Látið svo
tómata, sykur og sítrónusafa í pott
og sjóðið við vægan hita í 20 mín.
Þá er potturinn tekinn af plötunni
og hlaupduftinu hrært samnan við.
Hlaupið er sett á hrein glös og bund-
ið yfir. Þetta er gott eins og hvert
aimað hlaup með ristuðu brauði eða
kexi. -A.BJ.
FATALAGERIIMN FLYTUR í
SMIÐJUVEGI (SAMA HÚS). 0PNUM LAUGARDAG KL. 10.00.
(STÆRRI OG GLÆSILEGRI VERSLUN MEÐ SAMA LAGA VERÐINU)
Þykk skyrta, 20% ull, nr. 39-44,
kr. 690,-
Vatteraöar úlpur, S-M-L-XL,
kr. 1.490,-
Peysa, akrýl, S-M-L, kr. 1.390,-
Gallabuxur, þykkar, nr. 30-46,
kr. 1.290,-
Stúlknapeysur, kr.
590,-
Gallabuxur, kr.
990,-
Jogginggallar, kr.
890,-
Drengjapeysur, kr.
690,-
Drengjaskyrtur, kr.
690,-
Herrabolir, nr. S-M-L, kr. 1.290,-
Dömubolur, kr. 990,-
Gallabuxur, þröngar, nr. 28-36, kr. 1.390,-
Dömuflauelsbuxur, kr. 1.490,-
Barnaúlpa, nr. 1-5,
1.090,-
Barnabuxur, nr 1-5,
kr.
kr.
Herrajakkaföt, nr. 38-42, kr. 5.980,-
Dömudress, bómull, margir litir, kr. 2.150,-
Röndóttar buxur, kr. 690,-
Blússa með nælu, kr. 890,-
Barnasamfestingar, nr.
1-5, kr. 1.290,-
Barnastígvél, nr. 23-40,
kr. 390,-