Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Page 15
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
15
„Fólk lítur Kópavogshæli homauga meðan eina umræðan um staðinn er neikvæð..."
Við, starfsmenn á vinnustofum
Kópavogshælis, sem höfum flest
unnið hér á hælinu við hinar ýmsu
deildir árum og jafnvel áratugum
saman, erum orðin langþreytt á nei-
kvæðum skrifum um þessa stofhun.
í mörg ár hefur öðru hvoru skotið
upp kollinum einhver sem hefur ta-
hð það sína heilögu köllun að láta
alþjóð vita hversu mikil mann-
vonska tíðkist á „hælinu“. Við, sem
þama störfum, viljum halda því fram
að við séum ekki vont fólk sem reyn-
um að lítilsvirða vistfólkið. Þvert á
móti göngum við með reist höfuð og
finnst við gera okkar besta í þessu
skemmtilega starfi. Við höfum oft
talað um að svara þessum neikvæðu
skrifum í eitt skipti fyrir öll.
Starfiö á hælirtu
Á Kópavogshæli dvelja um 160
manns. Þar eru 11 almennar deildir
með 12-14 vistmönnum, 4 íbúðir, sem
undirbúningsdeildir fyrir sambýlis-
vist, með 5-7 einstakl. og eitt
einbýlishús í nágrenni hælisins er
notað sem sambýli.
Á lóðinni er stórt nýtt hús sem er
notað sem vinnustofúr. Þar vinnum
við frá kl. 8.30-16.30 virka daga. Um
90 vistmenn koma hingað á vinnu-
stofúmar daglega og vinna hin ýmsu
störf sem hér bjóðast. Þetta eru
mörg og misjöfii verkefrii, til dæmis
pökkum við sorppokum fyrir Plast-
prent, blöðum sem Fijálst framtak
gefur út og límum áskriftarmiða á
hvert blað. Þetta hvort tveggja er
mikil og góð vinna og mjög margir
geta unnið þetta sér til ánægju og
tekjuauka. Ef þú, lesandi góður, ferð
í byggingarvöruverslun þá er víst
að þar er eitt og annað sem okkar
vinnufúsu hendur hafa handleikið,
t.d. múrtappar (við röðum töppunum
í brettin og full brettin eru sett í
kassa) og skrúfur (við teljum skrúfúr
í poka). Við búum til öskjur og lím-
um vöruheiti á þær, við röðum
saman björgum og hringum fyrir
hurðalamir. Nú, þegar þú ferð á
hótel og veitingahús eða einstakar
matvöruverslanir og færð gefins eld-
spýtustokka þá sérð þú auglýsingu
viðkomandi fyrirtækis á stokkunum,
þetta höfum við gert á Kópavogs-
hæh. Við pökkum og heftum saman
alla happdrættismiða fyrir SÁÁ og
einnig blöð þeirra og gíróseðla til
félagsmanna. Við pökkum blöðum
fyrir Vegagerð ríkisins, happdrætti
samtaka áhugafólks um byggingu
tónlistarhúss, upplýsingaritum fyrir
farþega Flugleiða, púsluspilum og
flugspilum fyrir sama fyrirtæki og
saumum servíettur og dúka fyrir
hótelið. Við pökkum grisjum og bó-
mullarhnoðrum fyrir dauðhreinsun-
ardeild LSP. Hluta úr degi sínum
ver fólkið í hina ýmsu handavinnu,
vefriað, hnýtingar, sauma, prjóna,
rússneskt hekl, gimb, mottuvefnað
o.fl., o.fl. Afrakstur þessa er síðan
sýndir á vinnustofunum einu sinni á
ári, nánar tiltekið 13. des., sem er
afinælisdagur hæhsins og hússins
okkar. Þá standa vinnustofumar
opnar öllum almenningi sem hefur
áhuga á að fræðast um okkar starf,
kaupa nytsama hluti og styrkja okk-
ur fjárhagslega um leið. í ár ber
þennan dag upp á laugardag svo
ekki verður vinna vistmanna í gangi
þann dag en ég veit að þeir verða
þama flestir af lífi og sál þvi vinnu-
staðurinn er þeim flestum aðallífið.
Við starfefólkið höfum fengið góð-
fúslegt leyfi framkvæmdastjórans til
að vinna þennan dag og munum við
með mikilli ánægju taka á móti ykk-
ur og fræða ykkur um okkar starf-
semi, því sjálfeagt gleymi ég að telja
upp allt, auk þess er sjón sögu rík-
ari. Enn er eftir að segja fiá einum
mikilvægum þætti í starfeemi vinnu-
stofanna. Það er deild sem við
nefnun hæfingu. Þar fer fram þjálfun
vistmanna svo þeir verði færir um
að vinna á vinnusal. Við höfum til
þessarar þjálfunar ýmis hjálpargögn
sem við höfúm ýmist keypt, leigt,
fengið gefins eða útbúið sjálf. Það
er fróðlegt fyrir fólk sem aldrei hefur
séð þessa vinnu að kynna sér hvílíkt
feikilegt starf og hugmyndaflug þarf
til að ná sem bestum áranngri með
hvem og einn. Allt þetta er gert og
allt þetta fólk endist í þessu starfi
KjaUarinn
Hulda Harðardóttir
deildarþroskaþjálfi
vegna ánægjunnar. Það er áreiðan-
lega skemmtilegasta starf sem hægt
er að hugsa sér. Það em skemmtileg-
ar uppákomur daglega, vistfólkið
hefur húmorinn í lagi og vinnugleði
þess smitar út frá sér til okkar. í
hæfingunni er unnið að þjálfun gróf-
og fínhreyfinga, samspili augna og
handa, að hlusta, að skoða, að tala,
ýmist mælt mál, táknmál með tali,
bliss-tákn eða önnur málkerfi. Við
förum í bílferðir, á veitmgahús og
kaupum okkur léttar veitingar og í
sjoppur (við þurfum líka að læra að
eyða vasapeningum eins og aðrir).
Við förum á listasöfn, sýningar, í
skemmtigarða og oftast er okkur vel
tekið. Við ræktum kartöflur og
grænmeti sem við seljum á markaði
hér. Á sumrin tökum við einn frídag
frá vinnunni og grillum úti og förum
í leiki. í sumarfríum sínum fer vist-
fólk í útilegur, í sumarhús, sumarbú-
staði, bátsferðir og hinar ýmsu
ferðir. SÁÁ bauð öllum starfemönn-
um (vistmönnum) í ferð til Þingvalla
og í Tívolí í sumar. Frjálst framtak
sendi okkur marga kassa af konfekti
og páskaliljur um páskana. SÁÁ gaf
tertur á jólaballið okkar og svona
mætti lengi telja upp allt það sem
gert er.
Margt ófullkomið
Við vitum öll að margt er ófull-
komið á þessari stærstu stofnun
landsins fyrir þroskaheft fólk. Við
vitum líka að þetta eilífa væl um þá
miklu skömm, sem viðgengst í hinum
og þessum efnum á hælinu, er engum
til góðs, allra síst vistfólkinu. Það
fylgist vel með og finnst ekkert gam-
an að heyra í öllum fjölmiðlum hve
allt sé slæmt á þess heimili, frekar
en þér eða mér þætti slíkt ánægju-
legt ef okkar heimili ætti í hlut.
Fólk lítur Kópavogshæli hornauga
meðan eina umræðan um staðinn
er neikvæð, þar af leiðandi er heimil-
isfólkið litið homauga og allt þar
dæmt vanhæft og spuming hvort þá
sé ekki hikað við að veita fé í slíka
ósvinnu. Að lokum. Á Kópavogs-
hæli býr gott fólk, örfáir em í slíku
geðrænu ástandi að þeim er ekki
treystandi einum utan dyra né inn-
an. Engum gestum, hvort sem um
er að ræða „háttvirta" eða aðra, er
gerður sá grikkur að vera einir í
návist slíks fólks.
Á Kópavogshæli starfar gott fólk
og enginn maður endist þar í vinnu
nema honum líki vel og fari að þykja
vænt um vistmennina (það er reynd-
ar atriði sem fólk ræður ekki við og
flestir falla afar fljótt fyrir persónu-
töfrum vistmanna).
Við vonum innilega að þú, lesandi
góður, sért fróðari eftir lesturinn og
munir eftir því jákvæða næst þegar
einhver þarf að hneykslast á því sem
hann hefúr ekkert vit á í sambandi
við hælið okkar. Vertu velkominn á
sölusýninguna okkar 13. des. nk.
Hún verður auglýst er nær dregur.
Hulda Harðardóttir
deildarþroskaþj álfi.
„Við sem þama störfum viljum halda því
fram að við séum ekki vont fólk sem reyn-
um að lítilsvirða vistfólkið. Þvert á móti...“
Með opinn hug
í lokað prófkjör
í prófkjöri Sjálfetæðisflokksins
vegna alþingisWninga í Reykjavík
hafa aðeins flokksbundnir menn at-
kvæðisrétt. Þess vegna er það kallað
lokað prófkjör. Aðrir þurfa að ganga
í Sjálfetæðisflokkinn til að greiða
atkvæði.
Ég er í framboði í þessu prófkjöri.
Ég sækist eftir atkvæðum sjálfetæð-
ismanna til að vinna mínum hugðar-
efnum fylgi á Alþingi íslendinga. Til
þess að flokksfélagar mínir geti veg-
ið betur galla mína og kosti mun ég
freista þess að koma skoðunum mfn-
um á framfæri eftir föngum næstu
vikumar.
Að vísu hef ég viðrað þær flestar
í um eitt hundrað blaðagreinum síð-
ustu tíu árin. Því vinnst mér aðeins
tími til að stikla á stóm fram að
prófkjörsdegi þann 18. október næst-
komandi. \
Að hafa skoðun
í stjómmálum vega skoðanir
þungt. Þær em hálf baráttan. Hinn
helmingurinn er maðurinn á bak við
þær. Skoðanir skipta stjómmála-
mönnum líka í tvo hópa: Þá sem
hafa sínar eigin skoðanir og þá sem
em jafnan sammála síðasta ræðu-
manni.
Stjómmálamenn með sínar eigin
skoðanir em oft kallaðir umdeildir
stjómmálamenn. Stjómmálamenn
með engar sérstakar skoðanir em
hins vegar oft kallaðir farsælir
stjómmálamenn. Umd 'ildfr stjóm-
málamenn fá oft fa n ,;væði í
prófkjörum heldur en farsælir
stjómmálamenn.
Með því að bjóða mig fram í próf-
KjaUarinn
Asgeir Hannes
Eiríksson
verslunarmaöur
kjöri sjálfetæðismanna stefrii ég að
því að verða stjómmálamaður. Og
hér vil ég staldra við áður en lengra
er haldið. I upphafi baráttu minnar
tek ég fram bæði hátt og snjallt:
Þurfi ég að velja á milli þess að
hafa mínar eigin skoðanir og að
hafa engar sérstakar skoðanir þá kýs
ég frekar að verða umdeildur maður
með fa atkvæði heldur en farsæll
með mörg.
Hér verður ekki slegið af skoðun-
um fyrir atkvæði.
Meö opinn hug
Á milli frambjóðenda og kjósenda
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dugir
ekkert minna en einlægni. Því legg
ég upp í þennan prófkjörsslag með
opinn hug í von um að gera gagn
þó síðar verði. Vera sjálfum mér
„Lykillinn aö sölum Alþingis er i höndum kjósenda í pröfkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins.“
samkvæmur. Menn verða að hafa
stuttan stans • 'Vngi og nýta vel
kraftana á u ■*. i 'fr era ennoá
ferskir. Forði. • ð b»/a þingsetu að
ævistarfi.
„Skoðanir skipta stjómmálamönnum líka
í tvo hópa: Þá sem hafa sínar eigin skoðan-
ir og þá sem eru jafhan sammála síðasta
ræðumanni.“
Lykillinn að sölum Alþingis er í
höndum kjósenda í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins. Þeim er því bæði
vandi á höndum og ábyrgð á herð-
um. En ég spyr í einlægni og óska
eftir svari í hreinskilni: Er ekki
breytinga þörf?
Oft þarf að dirfast að þora og þora
að dirfast. Nú er rétti tíminn fyrir
sjálfetæðisfólk að ljúka upp Alþing-
ishúsinu fyrir nýju fólki sem kveður
dyra. Á morgun er það um seinan.
Ásgeir Hannes Eiríksson.