Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Qupperneq 19
• FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
31
íþróttir
„Allsekki hönd
- „Skil ekkert í faránlegum fullyrðingum Morgunblaðsins/4 segir Amór Guðjohnsen
„Það er alveg heilagur sannleikur
að boltinn fór aldrei í höndina á mér.
Og ég verð að segja eins og er að mér
finnst fullyrðingin í Morgunblaðinu
þess efiiis að ég hafi snert boltann með
hendinni stórfurðuleg og myndin á
baksíðu blaðsins sannar akkúrat ekki
neittsagði Amór Guðjohnsen knatt-
spymumaður í samtali við DV í
gærkvöldi. Mjög miklar umræður hafa
verið í gangi um mark Amórs gegn
Sovétmönnum og ekki allir verið á
einu máli um lögmæti þess.
Gefum Amóri aftur orðið: „Ég var
mikið spurður um það eftir leikinn
hvort boltinn heíði farið í höndina á
mér. Ég grínaðist með þetta og datt í
hug tilfæringar Maradona í Mexíkó
og sagði sem svo að ef um hönd hefði
verið að ræða þá hefði hönd guðs ve-
rið að verki. Ég verð að segja að mér
finnst það furðulegt hvemig Morgun-
blaðið getur leyft sér að fiillyrða að
boltinn hafi farið í höndina á mér. Ég
hélt að varla væri hægt að finna nei-
kvæðan blett á leik okkar gegn
Sovétmönnum en það er alltaf reynt
að finna eitthvað til. Það var ekkert
að þessu marki og boltinn fór aldrei
nálægt hendinni á mér,“ sagði Amór
og var greinilega mjög sár yfir því að
reynt væri hér á landi að halda þvi
fram að mark hans hafi verið ólög-
legt. Þess má geta að í samtali við DV
i gær sagðist Amór ekki hafa lagt fyr-
ir sig knöttinn með hendinni heldur
bijóstkassanum. Ef knötturinn hefði
farið í einhverja hönd hefði það verið
hönd einhvers annars (guðs).
Hreinar línur í sjónvarpinu?
Bjami Felixson, íþróttafréttamaður
sjónvarpsins, er búinn að skoða þetta
umdeilda mark mjög oft og að hans
sögn kemur það greinilega fram að
boltinn kom aldrei nálægt hendi Ar-
nórs. Það ætti því að vera ljóst að
markið umdeilda var löglegt. -SK
. Hann
Annað Alohamótið
hjáGR
Annað Alohamótið í golfi, sem styrkja GR-sveitina en sem kunn-
haldið er til styrktar sveit GR, sem ugt er náði sveitin þeim Érábæra
keppir í Evrópumóti klúbbliða á árangri að haína í fjórða sæti í
Spáni í nóvember, fer fram á Graf- fyrra.
arholtsvelli á morgun og hefst Á sunnudagsmorgun klukkan
klukkanníu.Leikinnverðurhögg- tíu fer fram haustleikur unglinga
leikur með forgjöf og em allir og verður leikinn fjórmenningur.
kylfingar hvattir til að mæta' og -SK
Stórtap nyrðra
Tékkar unnu stóran sigur á ís-
lenska landsliðinu, skipuðu leik-
mönnum undir 21 árs, er þjóðimar
léku á Akureyri i gærkvöldi. Tékk-
ar skomðu eitt mark i fyrri hálfleik
en þijú i þeim síðari og sigmðu
því með fjórum mörkum gegn
engu. Besta marktækifæri íslenska
liðsins fékk Siguróli Kristjánsson
en skot hans í fyrri hálfleik hafn-
aði í þverslánni.
-SK.
• Mark eða ekki mark? Þessi skemmtilega mynd sýnir þegar Atli Eðvaldsson
(nr. 6) skoraði mark gegn Toni Schumacher, landsliðsmarkverði V-Þjóðverja,
um sl. helgi. Fridhelm Funkel (nr. 10) lyftir upp höndum og fagnar.
„Slæmt fyrir
Stuttgart að
missa Allgöwer"
„Ágreiningur Karls Allgöwer og
formanns Stuttgart hefur verið upp-
blásinn í blöðum í Vestur-Þýskalandi.
Það er stirt á milli þeirra en ég held
að Allgöwer sé ekki á förum frá okk-
ur, fjarri því,“ sagði Ásgeir Sigurvins-
son þegar við spurðum hann um þau
ummæli formanns Stuttgart að hann
vildi fegirrn losna við Allgöwer.
„Það yrði slæmt fyrir Stuttgart að
missa Allgöwer. Hann er snjall mið-
vallarspilari sem skorar mikið af
mörkum. Allgöwer hefur verið marka-
hæsti leikmaður Stuttgart undanfarin
ár,“ sagði Atli Eðvaldsson.
„Já, lið okkar yrði ekki það sama
ef Allgöwer færi,“ sagði Ásgeir.
-sos
• Karl Allgöwer sést hér skora úr vitaspymu gegn Dusseldorf um sl.
helgi. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. Ásgeir Sigurvinsson sést t.v.
á myndinni.
„Erfitt að stöðva Bayem“
- sem er eins og Uverpool á Englandi
„Það er ljóst að það verður erfitt að
itöðva Bayem Miinchen. Félagið er eins
)g Liverpool á Englandi. Hefur mikið af
injöllum leikmönnum í herbúðum sínum.
Jetur leyft sér það að láta stórgóða leik-
nenn verma varamannabekkinn," sagði
\tli Eðvaldsson.
„Bæjarar em með mjög öflugan mann-
ikap og það er meistarastimpill á félaginu.
5g sé ekkert félag sem getur veitt Bayem
iarða keppni. Ég held að Bremen verði
ekki inni í dæminu eins og undanfarin
ár. Bremen hefur hafnað í öðm sæti þijú
undanfarin keppnistímabil," sagði Ásgeir
Sigurvinsson.
„Bremen-liðið er byggt upp á gömlum
leikmönnum sem hafa greinilega ekki
þolað það að missa af meistaratitlinum í
síðasta leik sl. keppnistímabils á lakari
markatölu heldur en Bayem,“ sagði Atli.
- Hvað með Stuttgart og Uerdingen?
„Við hjá Stuttgart stefnum að því að
tryggja okkur UEFA-sæti. Meistaratitill
yrði aukabónus. Að sjálfeögðu reynum við
allt sem við getum til að blanda okkur í
meistarabaráttuna," sagði Ásgeir.
„Það er sama upp á teningnum hjá okk-
ur. Við hugsum fyrst og fremst um
UEFA-sæti,“ sagði Atli.
- Nú hafa Stuttgart og Uerdingen skor-
að mikið af mörkum að undanfömu.
„Já, og við vonum að þar verði engin
breyting á,“ sögðu þeir félagar. SOS
Atli og Láras
til Mexíkó
Atli Eðvaldsson, Lárus Guð-
mundsson og félagar þeirra hjá
Bayer Uerdingen fara í æfingaferð
til Mexíkó í desember. „Það er er
ráðgert að leikmenn Uerdingen
komi saman á annan í jólum og
haldi þá í tveggja til þriggja vikna
æfingaferð til Mexíkó. Það er auð-
vitað gaman að koma til Mexíkó
en aftur á móti er það leiðinlegt
að þurfa að yfirgefa íjölskyldu sína
um jól og áramót,“ sagði Atli Eð-
valdsson um keppnisferðina til
•Carr er hér á ferðinni.
Carrhleypur
100 m á 10,4
sekúndum
„Strákurinn hljóp á venjulegri
grasflöt og notaði ekki einu sinni
hlaupaskó eða startblokk. Eigi að
síður hljóp hann 100 metrana á
ótrúlegum tíma eða 10,4 sekúnd-
um.“ sagði Brian Clough, fram-
kvæmdastjóri Nottingham Forest.
Pilturinn, sem hann er að tala um.
er blökkumaðurinn Franz Carr.
Hann er einn af hinum ungu leik-
mönnum Nottingham sem svo -
mjög hafa komið á óvart það sem
af er keppnistímabilinu. Hinn
mikli hraði Carr hefur átt stóran
þátt í því hve sóknarleikur Nott-
ingham hefur verið beittur það sem
aferkeppnistímabilinu. Að margra
dómi er Carr eitt mesta eftii sem
komið hefur fram í Englandi í
langan tíma.
„Ég er þess fullviss að Carr gæti
keppt í frjásíþróttaliði Englend-
inga á næstu ólvmpíuleikum ef
hann fengi réttar æfingar." sagði
Clough. -SMJ
Schackner fær
tíu millj. í
árslaun
Austurríkismaðurinn Walter
Schaekner, sem varð að víkja fyrir
Hollendingnum Wim Kieft hjá
Torínó á ítalíu, hefur gengið til
liðs við Avellino. Með þvi félagi
leikur Brasiliumaðurinn Dirceu.
Avellino kev'pti hann fyrir um
75 milljónir ísl. króna. Schackner,
sem er 29 ára, fær vel vfir tíu millj- <r
ónir í árslatm hjá félaginu.
-sos
Teitur á
fulla ferð
Guxmlaugur A. Jónsson, DV, Sviþjód:
Teitur Þórðarson er nú byrjaður
að æfa af fullum krafti með Öster
eftir þrálát meiðsli sem hann hefur
átt við að stríða. „Þetta keppnis-
tímabil hefur farið í ekki neitt hjá
mér. Ég hef aldrei verið svo óhepp-
inn áður að heilt keppnistímabil >.
hafi farið í súginn," sagði Teitur.
„í hamaganginum við að komast
í æfingu eftir meiðslin á hendi
tognaði ég illa á læri,“ sagði Teit-
ur. öster hefur ekki géngið vel í
„Allsvenskan" og er nú í tíunda
sæti þegar tvær umferðir eru eftir
í Svíþjóð. öster kemst þvi ekki í
úrslitakeppnina um Svíþjóðar-
meistaratitilinn. -SOS
Framarar tyrfa
Miklar framkvæmdir hafa staðið v
yfir á félagssvæði Fram við Safa-
mýri undanfarið og á morgun
klukkan níu fyrir hádegi ætla
Framarar að reka endahnútinn á
að tyrfa félagssvæðið. Af því tálefni
eru allir Framarar hvattir til að
mæta og taka til hendinni. -SK