Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Page 28
40
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
Andlát
Júlíus Jónsson lést 17. september
sl. Hann fæddist 18. ágúst árið 1900
í Reykjarfirði í Amarfirði. Foreldrar
hans voru hjónin Jóna Ásgeirsdóttir
og Jónas Ásmundsson. Júlíus fluttist
til Bíldudals og var verkstjóri í hrað-
frystihúsinu um árabil og síðan
starfsmaður frystihússins og Rækju-
vers hf. Hann giftist Guðmundu S.
Magnúsdóttur en hún lést 1956. Þeim
hjónum varð ekki barna auðið en ólu
upp systurson Júlíusar. Utför hans
verður gerð frá Áskirkju í dag kl.
13.30.
Guðmundur Illugason, fyrrver-
andi lögregluþjónn og hreppstjóri á
Seltjarnarnesi, er látinn.
Kristbjörg Bjarnadóttir lést á
Hrafnistu 25. september.
Guðbjörg Fjóla Jónsdóttir Jörg-
ensen andaðist í sjúkrahúsi í Bergen
23. september 1986.
Karlotta Þórunn Þorsteinsdóttir,
Efstasundi 9, lést í Öldrunardeild
Landspítalans, Hátúni 10 b, 22. sept-
ember.
Ingunn Kr. Einarsdóttir frá Borg-
arnesi verður jarðsungin frá Borgar-
neskirkju laugardaginn 27.
september kl. 13.
Tilkyrmingar
Fermingarfræðsla
og barnastarf
Að venju hefjast spurningar ferming-
arbarna í Reykjavíkurprófastsdæmi
í byrjun október. Rétt á fermingu
eiga nú þau börn sem fædd eru árið
1973. Með orðum þessum fylgir listi
frá söfnuðum og prestum prófasts-
dæmisins þar sem greint er frá því
hvenær börnin eiga að koma til við-
tals hið fyrsta skiptið og fá almennar
upplýsingar um kverið sem notað er
og tilhögun spurninganna. Er brýnt
að börnin mæti í þessa viðtalstíma
en séu einhverjir i vafa um sóknar-
mörk og hvert leita eigi er hægt að
fá þær upplýsingar á skrifstofu dóm-
prófasts, sími 37810, eða á hagstof-
unni.
Fyrsta sunnudag í október hefjast
líka bamasamkomur og sunnudaga-
skólar. Verður það nánar auglýst
með messutilkynningum safnaðanna
fyrir aðra helgi en á sunnudaginn
kemur mun verða fjallað nánar um
bama- og æskulýðsstarfið á komandi
vetri og þá munu fulltrúar frá KFUM
og KFUK koma í messur og skýra
frá væntanlegu starfi félaganna og
þá verður um leið sagt frá því sem
er á döfinni í viðkomandi söfnuði.
Þá vil ég einnig vekja athygli á því
að þeir söfnuðir, sem færa messutím-
ann til kl. 11 árdegis á sumrin, breyta
nú aftur til með fyrsta sunnudegi í
október og færa messutímann aftur
til kl. 14.
Ólafur Skúlason
dómprófastur.
Fermingarböm ársins 1987
Árbæjarprestakll
Væntanleg fermingarböm mín í Ár-
bæjarprestakalli á árinu 1987 em beðin
að koma til skráningar og viðtals í safn-
aðarheimili Árbæjarsóknar þriðjudag-
inn 30. sept. nk. Stúlkur komi kl. 18 (kl.
6 síðdegis) og drengir kl. 18.30 (kl. 6.30
síðdegis) og hafi börnin með sér ritföng.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja
Væntanleg fermingarböm mæti í safnað-
arheimili Áskirkju kl. 17.00 þriðjudaginn
30. sept. nk. Sr. Árni Bergur Sigurbjöms-
son.
Breiðholtssókn
Væntanleg fermingarbörn næsta árs
mæti í Breiðholtsskóla fóstudaginn 3.
okt. nk.. kl. 18. Sóknarnefndin.
Bústaðakirkja
Væntanleg fermingarböm ársins 1987
em beðin að koma í kirkjuna föstud. 3.
okt. kl. 18.00 og hafa með sér ritföng. Sr.
Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall
Þau böm í Digranesprestakalli sem
fermast eiga næsta vor em beðin að
koma til innritunar í safnaðarheimilið
við Bjamhólastíg miðvikudag 1. okt. kl.
3-4 og fimmtudaginn 2. okt. kl. 3. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan
Væntanleg fermingarböm sr. Þóris Step-
hensen em beðin að mæta til skráningar
í Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. okt. kl.
5 e.h. Börnin em beðin að hafa með sér
ritföng. Væntanleg fermingarbörn sr.
Hjalta Guðmundssonar em beðin að
mæta til skráningar í Dómkirkjunni
föstudaginn 3. okt. kl. 5 e.h. Bömin eru
beðin að hafa með sér ritfóng.
Fella- og Hólakirkja
Þau fermingarböm sem ekki hafa þegar
verið skráð í skólunum komi til skrán-
ingar í kirkjuna fimmtudaginn 2. okt.
milli kl. 5 og 7 síðdegis. Sr. Hreinn Hjart-
arson.
Grensáskirkja
Væntanleg fermingarbörn næsta árs
komi til skráningar í safnaðarheimilinu
við Háaleitisbraut miðvikudaginn 1. okt.
milli kl. 5 og 6 síðdegis. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Hallgrímskirkja
Væntanleg fermingarbörn komi í kirkj-
una þriðjudag 30. sept. kl. 17. Sóknar-
prestar.
Háteigskirkja
Væntanleg fermingarböm komi mið-
vikudag 1. okt. kl. 18 í kirkjuna. Börnin
hafi með sér ritföng. Sóknarprestur.
Kársnesprestakall
Væntanleg fermingarböm mæti til
skráningar í Kópavogskirkju milli kl. 6
og 7 síðdegis miðvikudaginn 1. okt. nk.
Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja
Fermingarbörn Langholtskirkju vor og
haust 1987 mæti til skráningar í safnað-
arheimilinu þriðjudaginn 30. september
kl. 18. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson.
Laugarneskirkja
Væntanleg fermingarböm komi til inn-
ritunar í safnaðarheimili Laugames-
kirkju þriðjudaginn 30. sept. kl. 17. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson.
Neskirkja
Væntanleg vorfermingarböm mæti til
skráningar í kirkjunni nk. miðvikudag,
1. okt., kl. 15-17. Sóknarprestarnir.
Seljasókn
Væntanleg fermingarböm ársins 1987
komi til skráningar í Ölduselsskóla
mánudaginn 29. sept. kl. 17-18 og í Selja-
skóla þriðjudaginn 30. sept. kl. 17.30-18.
30. Sr. Valgeir Ástráðsson.
Seltjarnameskirkja
Væntanleg fermingarbörn komi til
skráningar á skrifstofu sóknarprests í
Seltjamameskirkju milli kl. 15 og 17
þriðjudaginn 30. sept. nk. Sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir.
Frikirkjan í Reykjavík
Væntanleg fermingarböm ársins 1987
eru beðin að koma í kirkjuna laugardag-
inn 4. okt. nk. kl. 14. Sr. Gunnar Bjöms-
son.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Ljárskógum 29, þingl. eigandi Dan Valgarð S. Wiium og
Helga K. Wiium, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 29. sept. '86 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Laekjarseli 3, þingl. eigandi Guðbjartur Rafn Einarsson, fer fram
á eigninni sjálfrí mánud. 29. sept '86 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
______________________Borgarfógetaembaettið i Reykjavík.
Útvarp - Sjónvarp
Klemenz Jónsson Eeikari:
Vetrardagskráin lofar góðu
í gærkvöldi gat ég ekkert hlustað
á útvarpið því ég var að horfa á
generalprufu á leikritinu Uppreisn á
Isafirði. Þar af leiðandi missti ég af
leikritinu Kappinn að vestan en ég
ætla að hlusta á það í staðinn næsta
þriðjudagskvöld þegar það verður
endurílutt. Þetta leikrit er í miklu
uppáhaldi hjá mér.
Eg hlusta talsvert mikið á rás 1.
Sérstaklega um helgar. Mér finnst
mörg atriði þar bæði fræðandi og
skemmtileg. En mér finnst rás 1 ekki
fullnýtt að deginum, miðað við hve
það er góður hlustunartími. Eftir
klukkan 8 á kvöldin hlusta ég lítið
á útvarpið, nema það sé eitthvað
sérstakt. Þvi þá horfi ég frekar á
sjónvarpið.
Ég hlusta lítið á rás 2 og get því
lítið sagt um hana. Bylgjuna hef ég
aðeins hlustað á og finnst hún lífleg
og lofa góðu. En það getur verið að
fólk hlusti meira á hana en rás 2
vegna nýjabrumsins og þess að það
er annar stíll á henni.
í sjónvarpsdagskránni verður
maður að velja og haftia. Oftá tíðum
eru skemmtilegir þættir en stundum
er óttalegt drasl innanum. Ég horfi
náttúrlega alltaf á fréttimar og
finnst allt í lagi að flytja þær fram
um hálftíma. Vetrardagskráin, sem
kynnt var um daginn, finnst mér
lofa góðu. Þættimir Sjúkrahúsið í
Svartaskógi em ágætir. Það er gott
að fá efni annars staðar en frá en-
skumælandi löndum.
DúnduríTónabæ
1 kvöld, föstudag, verður haldinn stórdans-
leikur í Tónabæ, húsi Æskulýðsráðs. Þar
kemur fram hljómsveitin Dúndur en sveit-
in er ein vinsælasta danshljómsveit
landsins um þessar mundir. Hljómsveitina
skipa: Gunnlaugur Briem, trommur, Jó-
hann Ásmundsson, bassi, Sigurgeir
Sigmundsson, gítar, Hjörtur Howser,
hljómborð, Bjartmar Guðlaugsson, söng-
ur, Pétur W. Kristjánsson, söngur og
Eiríkur Hauksson söngur. Dansleikurinn
hefst kl. 20 og stendur til 00.30. Miðaverði
er mjög stillt í hóf, aðeins kr. 300. Sem
sagt ef þú ert fæddur fyrir það herrans ár
1973 þá er margt vitlausara en að skella
sér í Tónabæ á föstudagskvöldið.
90 ára er í dag, 26. september, Guð-
rún Eiríksdóttir, Flateyri. Hún er
ekkja Hinriks Guðmundssonar. Guð-
rún hefur alið allan sinn aldur á
Flateyri. Hún tekur á móti gestum á
heimili dóttur sinnar og tengdasonar
þar í bænum í dag.
Torfhleðslusýningin Fold ’86
stendur yfír þessa dagana sunnan við
Norræna húsið. Ósvaka verður laugardag-
inn 27. sept. í Vatnsmýrinni. Kl. 15 verður
ljóðalestur og kvæði, kl. 16 verður dansinn
„Kattfimi“ sýndur. Kl. 2Ó verður AUA
uppákoma. Kl. 20 Rúnagaldur og kl. 21
kvöldvaka; langeldur, sögur, vísur og ljóð.
Sunnudaginn 28. sept. kl. 15 talar Tryggvi
Hansen um íþróttir og listir. Kl. 15.30 sýna
félagar 1 Ármanni íslenska glímu, kl. 16
bardagalist, kl. 16.30 bogfimi, kl. 17 torf-
hleðsluíþrótt. Kl! 17.30 sýna félagar úr
Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur stökk og kl.
20 fremja íslenskar seiðkonur og seiðmenn
hvítan galdur.
Tapað-Fundiö
Minkahattur tapaðist
Minkahattur með börðum, sérsaumaður,
tapaðist úr húsi við Ingólfsstræti þriðju-
daginn 16. september sl. milli kl. 9 og 10
um morguninn. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 14657 eða 78007 eftir kl. 19 ,, ... ... , ,
eða þá hafi samband við lögregluna. Fund- Gulfbruðkaup eiga í dag, 26. sept-
arlaun. ember, hjónin María Júlíusdóttir
80 ára er í dag, 26. september, Val-
garður Sigurðsson trillukarl frá
Hjalteyri, Hátúni 1, Keflavík. Hann
er að heiman.
og Guðmundur Jónatansson mál-
arameistari, Ránargötu 20, Akureyri.
Tónleikar hjá Musica Nova
Sunnudaginn 28. september verða í Norr-
æna húsinu tónleikar á vegum Musica
Nova. Þar mun tvíeykið Inside-Out frá
Danmörku flytja nýja norræna tónlist.
Inside-Out skipa þeir Karl Antz baríton-
söngvari og John Ehde sellóleikari, en
þeir eru um þessar mundir á tónleikaferð
um Norðurlöndin. Þeir félagar hafa starf-
að saman um nokkurt skeið og mörg
tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir þá.
Það á við um öll verkin á efnisskrá tónlei-
kanna í Norræna húsinu. Frumflutt
verður m.a. nýtt íslenskt verk eftir Áma
Harðarson, en það er samið að beiðni
Corona-dansflokksins í Kaupmannahöfn í
samvinnu við Inside-Out. Erlendu tón-
skáldin, sem eiga verk á þessum tónleikum
eru Per Nörgárd, Birgette Alsted, Ruth
Bakke og Hans Söderberg og er verk hins
síðastnefnda jafnframt frumflutningur.
Vakin er athygli á tímasetningu tónlei-
kanna en þeir eru á sunnudag eins og
áður sagði og hefjast kl. 14.
Guösþjónustur
Keflavíkurkirkja. Guðsþjónusta kl.
14. Vetrarstarf KFUM og K í Kefla-
vík hefst. Valfríður Finnbogad.,
formaður KFUK í Reykjavík talar.
óskar Birgisson flytur ávarp. Sókn-
arprestur.
Afmæli
80 ára er í dag, 26. september, Sigur-
veig Steingrímsdóttir, Álfaskeiði
43, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar
var Jóhannes Gunnarsson kaup-
maður er lést árið 1951. Hún er borin
og barnfæddur Hafnfirðingur.