Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Spumingin (Spurt á Akureyri) Hver er þinn uppáhaldsmatur? Ómar Guðmundsson: Það er ábyggilega rauðvínssteiktur svína- hryggur. Það er það besta. - Borðar þú allan sláturmat? Já, enda alinn upp við slíkan mat. Jóhanna Arnoddsdóttir: Kjúkl- ingar, alveg tvímælalaust, þó ég borði þá ekki oft. Einnig finnst mér allur fiskur góður, til dæmis soðinn fiskur með rófum og smjöri. Valdimar Thorarensen: Hamborg- arhryggur með öllu tilheyrandi er það besta. Enda er það jólamaturinn á mínu heimili. Eins fmnst mér fisk- ur góður, nema þorskurinn, alltaf fundist hann vondur. Sigfús Jónasson: Kjúklingar eru bestir. Ég hef þá tvisvar til þrisvar í mánuði heima, en geri lítið að því að fara á kjúklingastaðinn hér. Og ég hef auðvitað kjúklinga í matinn á jólunum. Guðrún Jónsdóttir: Svínakjöt er það besta, og þá sérstaklega svina- kamburinn, hann er langbestur. - Hefurðu oft svínakjöt? Nei, ekki oft, það er svo dýrt. En á jólunum? Að sjálfsögðu, það er engin spurning. Guðmundur Óli Jónsson: Roast- beef með remolaði og frönskum kemur niimer eitt, það er alveg meiriháttar. - Hvað er næstbest? Það er nú það, eigum við ekki að segja grillað læri, það er frábær matur. Lesendur Barnanauðganir Elísabet Brekkan skrifar: I sambandi við umræður um af- kynjun bamanauðgara sem lausn á því óhugnanlegu vandamáli þá lang- ar mig að koma á framfæri nokkrum meginpunktum sem mér finnst að beri að athuga í samhenginu. Hver er orsök þess að menn fremji verknað sem getur leitt til þess að gjöreyðileggja líkama og sál sak- lausra bama sem lært hafa að bera traust til hinna fullorðnu? Orsökina má oftast rekja til þess að verknaðurinn er framinn af manni sem á við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Annars vegar sér nauðgarinn sjálfan sig sem fórn- arlamb, það er að segja hann „identiferar" sig með baminu, hins vegar tekur drifkraftur hefhdarinnar yfirhöndina og leysir þetta viður- styggilega ofbeldi úr læðingi. Nauðgarinn telur sig sjálfan vera bamið og ofbeldismanninn í sömu persónu og getur ekki greint þar á milli. Undantekningalítið hefur bamanauðgari orðið_ fyrir einhverri svipaðri reynslu í eigin bemsku. Það hefur sýnt sig og verið mikið um það fjallaö bæði í Svíþjóð og Þýskalandi að gelding eða vönunar- aðgerð hefti ekki eða dragi úr þeirri ofbeldishneigð sem hér er um að ræða. Með þvi að vana manninn er „Menn með þessa geðbilun fái ekki að komast í návígi við börn.“ aðeins eitt af hans ofbeldistólum þessari kolbrjáluðu hugsun, er alveg gert óvirkt, hneigðin, sem byggir á jafhsterk eftir sem áður. Það er svo sem allt í lagi og góð viðvömn að vana svona mann en það er ekki aðgerð sem fyrirbyggir að hann sé eða verði umhverfi sínu hættulegur. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda hvað svona maður getur gert eftir að hann hefur verið vanað- ur. Það sem ég og fleiri leggjum til í þessari óhugnanlegu en nauðsyn- legu umræðu er að það komi til lagabreytingar „núna strax“, að bamssálin sundurtætta verði metin til heils mannlífs og bamanauðgari látinn sæta dómi sem um morð væri að ræða. Nú, ef dómskerfið og lagakrókar geta með engu móti breytt þessu skilgreiningaratriði þá finnst mér að löggjöfin ætti að innleiða „loboto- meringu", heilabarkarskurðaðgerð. Komi til þeirrar aðgerðar er ömggt að viðkomandi gerir hvorki sjálfum sér né öðrum mein framar. Ég veit að allir foreldrar finna til viðbjóðs og vanmáttar ganvart þessum geð- biluðu mönnum. Þetta er sjúkur verknaður framinn af sjúkum mönn- um og þeir em sjúkir í heilanum en ekki kynfærunum einum saman. Þess vegna tel ég hættulegt að stara sig blindan á vönunargerð sem lausn. Það þarf að beita sér fyrir að menn með þessa geðbilun fái ekki að komast í návígi við böm. Er Sjallinn orðinn unglingaathvarf þar sem allir eru 15 ára á föstu? Unglingar í Sjallanum Alltof mikið um skoðana- kannanir Aðdáandi Sjallans skrifar: Ég vil koma því áleiðis til dyravarða Sjallans að þeir hleypi ekki yngra fólki en átján ára í húsið. Ég fór í Sjallann um síðustu helgi og mér brá vægast sagt því þar var aragrúi af unglingum, fímmtán til sextán ára, innandyra. Þetta gengur náttúrlega ekki. Ég hef um árabil sótt staðinn enda mikill Sjallaaðdáandi. Óviðfelldin Gestur skrifar: Hótel Örk virðist taka flestum veit- ingastöðum hérlendis fram að glæsi- leika og öllum búnaði, svo unun er á að líta, og er það vel. Ég lagði þangað leið mína ásamt vinafólki um síðustu helgi og fengum við okkur súkkulaði og kaffi ásamt einhverju meðlæti. Er um það allt gott að segja og nutum við stundarinn- ar til að byrja með. En jafnótt og diskar tæmdust hjá einhverju okkar eða ef hlé varð á drykkju voru öll áhöld (diskar, bollar og könnur) í burtu numin og sátum við brátt yfir auðu borði áður en við höfðum áttað okkur á að þessari neyslu væru i raun- inni lokið. Okkur fannst þessi ffamkoma þjón- Sjallinn er tvímælalaust einn besti skemmtistaður landsins en ef á að gera hann að unglingaathvarfi þar sem allir eru „fimmtán ára á föstu“ þá sný ég mér eitthvað annað. Ég vil minna Sjallamenn á að Hótel KEA er í mikilli sókn og hægur vandi er að snúa sér þangað. Dyraverðir góðir, BIÐJIÐ krakkana um PASSA. ofþjónusta ustukvenna vægast sagt ákaflega óviðfelldin. Hvað á svona ofþjónusta að þýða? Táknar hún það að gestir eigi sem snarast að hafa sig í burtu? Mega þeir ekki ræða í ró og næði stundarkorn, þótt neyslu veitinga sé lokið? Ekki voru gestir staðarins svo margir þessa stundina að rýma þyrfti fyrir öðrum aðvífandi. Það er óvið- kunnanlegt að sitja yfir auðu borði. Við stóðum því bráðlega upp og kom- um okkur af stað fyrr en ástæða hefði verið til eða við höfðum ætlað okkur. Ég vil óska að ráðendur þessa nýja húss hafi hér gætur á, til þess að við- skiptavinimir, sem ef til vill eiga eftir að líta þama inn aftur, þurfi ekki að hafa leiðindi af komunni þangað, í stað þess að njóta hennar sem best. Konráð Friðfinnsson skrifar: 80% landsmann vilja imbann dauð- an á fimmtudögum. 75% vom hlynntir hvalveiðum á sínum tíma. 64% vom meðmæltir Bylgjunni. 50% þótti hitt, þú veist, álitlegast. Aðeins 10% kusu eitthvað allt annað en þetta og þar fram eftir götunum. Hvað er mann- fjandinn að rugla? Góð spuming, þama á ég að sjálfsögðu við skoðana- kannanirnar sem dynja á þjóð vorri af svo miklum krafti og á svo skömm- um tíma að manni verður bumbult af því einu að heyra orðið. Ég bíð aðeins eftir að hinir forvitnu fari af stað og kanni hug fólks til hurðaskella al- mennt í heimahúsum. Sú könnun verður mjög gagnleg og forvitnileg þvi 7779-3712 hringdi: Ég vil koma á framfæri að tekið verði stefið, „rás 2 um allt land“, á rásinni þar sem Djúpivogur er ekki fátt er hvimleiðara fyrir hinn svefh- stygga sem reynir við hádegisblundinn sinn en það em eilífir skellir í hurðum alla daga. Nú, svo væri alveg upplagt i leiðinni að spyrja þá hina sömu hvaða skoðun þeir hefðu á því ef dóna- legir gæjar tækju upp á því að ganga allsnaktir niður Laugaveginn klukk- an fjögur á föstudögum, sem sagt á háannatímanum. Niðurstaðan yrði að öllum likindum heilmikill fróðleikur og lesning. A því leikur enginn vafi. Ef svo undarlega vildi til að 70% af landslýð væri fylgjandi þessum háal- varlegu nektarsýningum, hef ég það eitt að segja að siðferðiskennd Islend- inga er á hálum ís. inni í dæminu. Við hérna á Djúpavogi heyrum ekki í rás 2 og þykir mér það mjög miður því stöðin lofaði góðu. Rás 2 nær ekkí um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.