Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Iþróttir Pat Cash. Ástralir gegn Svíum - í úrslrtum Davis-bikarsins Það verða Ástralir, sem leika til úrslita við Svía í Davis-bikar- keppninni í tennis á Kooyong- leikvanginum í Melboume eftir nokkrar vikur. Ástralir sigruðu Bandaríkjamenn, sem voru án John McEnroe og Jimmy Con- nors, með yfirburðum í Brisbane í gær. í fyrsta skipti ftá því 1973 sem Ástralía sigrar Bandaríkin í Dav- is-bikarkeppninni. Þeir Pat Cash og John Fitzgerald sigruðu í ein- liðaleikjunum fjórum en banda- rísku nýliðamir Ken Flach og Paul Annacone sigruðu mjög óvænt í tvíliðakeppninni. Eins og skýrt var frá í DV á mánudag sigr- uðu Svíar Tékka með yfirburðum í hinum leiknum í undanúrslitum keppninnar og leika Svíar fjórða árið í röð í úrslitum. Hafa sigrað tvö síðustu árin. -hsím Fríðannaraþonsund Leikmenn íslenska kvenna- landsliðsins og unglingalandsliðs- ins í handknattleik ætla að gangast fyrír friðarmaraþonsundi á meðan á leiðtogafimdinum stendur. Byrjar handknattleiks- fólkið sundið um leið og þeir Réagan og Gorbatsjov hittast og linna ekki sundtökum fyrr en þeir eru famir af landi brott á sunnu- dag. Tilefnið er keppnisferðir liðanna á næstu dögum á HM og NL í handknattleik. Þeir sem vilja heita á ,,sundfólkið“ geta lagt inn aura á gíróreikning númer 49000-8. -SK Erfitt hjá Donum Döasku liðin í Evrópumótunum í handknattjeik voru heldur óheppin þegar dregið var til ann- arrar umferðar eða að minnsta kosti telja leikmenn liðanna það. HIK leikur við Rauðu stjömuna, Belgrad, í meistarakeppninni. Helsingör við Tatra, Koprivnice, Tékkóslóvakíu, í keppni bikarhafa og Gladsaxe/HG við sovéska liðið Kaunas í IHF-keppninni. -hsim Krökkunum var hafnað Það ætlar ekki að ganga andskota- laust fyrir sig að koma skólamótinu í golfi á laggimar en um síðustu helgi átti mótið að fara fram á vellinum í Grafarholti. Þá setti veður strik í reikninginn, snjófbl var á vellinum og ekki hægt að leika. Til að fyrirbyggja að fresta þyríli mótinu öðru sinni fóru forráðamenn skólamótsins af stað í leit að öðrum velli en komu að lokuðum dyrum hjá tveimur golíklúbbum sein leitað var tiL Kyrst var talað við Nesklúbbinn en krökkunum var alfarið neitað og nokkrir öldungar látnir ganga fyrir. Þá var haft samband við Golíklúbbinn Keili í Hafnarfirði en þar fékkst sama avar en báðir þessir veliir liggja ekki eins hátt yfir sjávarmáli og því mun minni líkur á snjófoli en í Grafar- holtinu Grafarholtsmenn reynast ungling- unum betur en aðrir og reyna á að halda mótið á sunnudaginn. Leikinn verður höggleikur með og án forgjaf-' ar. Ræst verður út frá 9 11 og skráning fer fram í símum 84735 og 82815. Þátt- tökugjald er ekkert. -SK Magnús frá í fjórar vikur - verður rúmfastur í viku. Afall fyrir Stjömuna „Það er svekkjandi að verða fyrir þessu strax í fyrsta leik okkar í 1. deildar keppninni og þegar Evrópu- leikir eru framundan," sagði Magnús Teitsson, línumaðurinn snjall? hjá Stjömunni, en hann þarf að taka sér frí frá æfingum og keppni í fjórar vik- ur. Magnús meiddist í leik Stjömunn- ar og Ármanns þegar hann skoraði eina mark sitt í leiknum „Það var ekki maður nálægt mér. Ég fann strax sting í náranum þegar ég lyfti mér upp til að skora,“ sagði Magnús. Hann meiddist í nára þar sem vöðvafestingar rifnuðu að hluta. „Ég verð að liggja rúmfastur í eina viku og síðan verð ég að taka það rólega. Má fara að skokka eftir þijár til fjórar vikur, eins og útlitið er núna. Ég mun fara aftur í læknisskoðun eftir viku. Þá kemur í ljós hvað meiðslin eru al- varleg. Magnús er stokkbólginn við nárann og aumur í magavöðvum. -SOS • Magnús Teitsson, línumaðurinn snjalli I liði Stjörnunnar, ist það alvarlega að hann verður frá æfingum og keppni í sést hér skora i einn mánuð. Stjömumennimir gæta Regans og Gorbatsjovs - fjórir leikir í 1. deild karia um helgina Þrír leikmenn Stjömunnar geta ekki. leikið með Garðabæjarliðinu gegn Breiðabliki í 1. deildar keppninni á morgun þar sem þeir eru í öryggis- gæsluliði því sem sér um að gæta Regans og Gorbatsjovs. Það em stór- skyttumar Hannes Leifsson og Gylfi Birgisson og markvörðurinn Jónas Þorgeirsson. Þessir þrír leikmenn eru ailir lög- ■ reglumenn sem sjá um öryggisgæslu þegar leiðtogamir mætast. Það hefur því verið ákveðið að fresta leik Breiða- bliks og Stjömunnar sem átti að fara fram á morgun kl. 15.15 í Digranesi í Kópavogi. Jónas verður því ekki að veija mark- ið þar sem hann sér um aðra vörslu og skyttumar Hannes og Gylfi verða á öðm skyttiríi heldur en með hand- boltann í hendi. Fjórir leikir verða leiknir í 1. deildar keppninni um helgina. Á morgun leika FH og KA í Hafharfirði kl. 14 og Val- ur og Víkingur á sama tíma í Laugar- dalshöllinni. Á sunnudaginn leika Ármann og Haukar í Laugardalshöll kl. 14 og KR og Fram á sama stað kl. 20. -SOS Borðar svo mikið að læsa þurfti ísskápnum - Sfuttar fréttir úr ensku knattspymunni Colin Brazifer, vamarleikmaður með enska knattspymuliðínu Walsall, er sagður hafa farið fram á aukagreiðslur frá félaginu vegna félaga síns í liðinu, Andy Dolan. Brazier hefur eftirfarandi að segja: „Síðan að Andy var keyptur frá Arsenal heíúr hann leigt herbergi hjá mér og konu minni og er hreinlega að éta okkur út á gaddinn. Hann borð- ar allt sem hann kemst yfir og þetta er orðið það mikið vandamál að við höfum orðið að setja lás á ísskápinn." daginn þegar stjómarformaðurinn og eigandi félagsins, Elton John, popp- stjaman fræga, hringdi til hans og óskaði honum alls góðs á ferli hans með Watford. Richardson, sem keypt- ur var til Watford fyrir 225 þúsund pund, sagði í samtali við blaðamenn eftir símtalið: „Það var mjög fallegt af honum að hringja en ég verð að bæta því við að ég hélt að þetta væri einn af gömlu félögunum mínum hjá Everton að æsa mig upp.“ Öllum skónum stolið Forráðamenn enska 2. deildar liðsins Crystal Palace hafa boðið þeim sem geta berit á hvar knattspymuskór leik- manna liðsins em niðurkomnir, 200 pund að launum. Nýverið bmtust þjó- far inn á Mitcham æfingavöll félagsins og höfðú á brott með sér knattspym- uskó leikrnanna liðsins. Þegar Steve Coppell, framkvæmdastjóri Ciystal Palace og fyrrverandi leikmaður með Manchester United, frétti þetta sagði hann: „Ég get ekki ímyndað mér hvaða gagn þjófurinn eða þjófamir geta haft af skónum hans Mickey Droy því hann notar skó númer 47.“ Þrjú félög berjast um Wark Þrjú félög berjast nú um að krækja í miðvallarieikmanninn John Wark hjá Liverpool. Nýlega bættist Hearts í hópinn en fyrir voru Aberdeen og Norwich. Miklar líkur em taldar á því að Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, vilji losa sig við Wark en hvert hann fer veit enginn ennþá. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberde- en, greidddi nýlega 300 þúsund pund fyrir Robert Connor, miðvallarleik- mann hjá Dundee. Það er þó ekki talið draga úr áhuga hans á Wark og í raun hefúr hann lengi haft augastað á Wark. Alex MacDonald samþykkti nýlega að greiða 280 þúsund pund fyrir John Brown, sem einnig er leikmaður á miðjunni hjá Dundee, en þau kaup duttu upp fyrir á síðustu stundu. Mac- Donald gerði ítrekaðar tilraunir til að kaupa Liam Brady frá Italíu í sumar en það tókst ekki. -SK Elton John hringdi Kevin Richardson, nýja leikmannin- um hjá Watford, brá illilega r brún um • Þorbergur Aðalsteinsson. Þorbeigur skoraði 9 enSaabtapaði 29-21 Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Sviþijóð: Þrátt fyrir stórgóðan leik Þorbergs Aðal- steinssonar tókst liði hans, Saab, ekki að forðast stóran skell t leik sínum gegn Kliff í Allsvenskan. Kliff sigraði, 29-21, og skor- aði Þorbergur 9 mörk fyrir Saab, ekkert úr víti, og var markahæsti leikmaður umferð- arinnar. Kliff kom upp úr I. deildinni í ár eins og Saab en þrátt fyrir það átti Saab aldrei möguleika. Kliff komst í 5-0 og var það mest sökum frábærrar markvörslu mark- varðar Kliff sem meðal annars varði þrjú vítaköst í byrjun leiksins. Staðan í leikhléi var 15-7 og úrslitin raunar ráðin. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að GUIF tapaði heima fyrir Kroppskultur, 22-24, Ystad tapaði sömuleiðis á heimavelli fyrir Redbergslid, 17-20, Drott vartn Hellas, 23-21, og Lugi vann stóran sigur gegn Frö- lunda, 26-14. með HöHina - Stjaman í vanda Stjaman gotui' ekki leikið Evi-ópuleik sinn í handknattleik í Laugardalshöllinni laugardag- inn 22. nóvember þar sem Karlakór Reykjavíktir verður á ferðinni í Höllinni þann dag með af- mælistónleika í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkur. Það bendir því allt til að Stjaman leiki gegn júgóslavneska liðinu Dinov Slovanm í Höllinni íostudagskvöldið 21. nóvember. Víkingur leikur aftur á móti gegn svissneska félaginu St. Otmar Gallen sunnudaginn 23. nóv- ember. Kyrri leikir Víkings og Stjömunnar í Evrópukeppninni verða leiknir í Sviss og Júgó- slavíu 15. nóvember. Stjömumenn em Jjó að re'. " að fá fyrri leik sinn heima. Þeir eiga eftir ao í æða um það við forráðamenn júgóslavneska liðsins. _sOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.