Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Fréttir Fié bandaríska sendiráðinu að Hófða: Leigunámshúsin í nágrenni Höfða: Leið Reagans Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, á að vera mættur á íyrsta fund með Gorbatsjov kl. 10.30 í fyrramálið. Hann yfirgefur því sendiráðið á Lauf- ásvegi 21 nokkru fyrir þann tíma og stígur upp í bifreið sína fyrir utan. Þá mun bíll Reagans og bílalestin, sem honum fylgir, aka sem leið liggur eftir Laufásveginum og niður Skál- holtsstíginn, beygja til hægri inn á Fríkirkjuveg og aka eftir Lækjargötu og Kalkofnsvegi. Þá beygir lestin inn á Skúlagötu, ekur eftir henni endi- langri að Skúlatorgi, beygir síðan inn Borgartúnið og keyrir frá Borgartúni og að Höfða. Þessi leið Reagans verður lokuð allri bílaumferð þann tíma sem hann keyr- ir um og frá miðnætti í kvöld þar til síðdegis á sunnudag verða allar bíla- stöður bannaðar á þessari leið. -KB Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Allir sendir burtfyrir kl. 18 í dag - leigunámsgreiðslur borgaðar Allir, sem vinna eða búa í ná- grenni við Höfða, verða að hafa sig brott af svæðinu fyrir kl. 18 í dag. Húsin hafa verið tekin leigunámi og svæðinu verður lokað. Fjölskyldur og einstaklingar sem búa á svæðinu verða að koma sér fyrir annars stað- ar um helgina. Fyrirtækin verða alveg lokuð mannaferðum. Ef fólk fer ekki með góðu verður það fjarlægt af lögreglu. Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglunni hefúr verið haft samband við öll fyrirtæki og alla íbúa svæðisins og ekki er búist við að fjarlægja þurfi fólk með valdi. Svæðið verður opnað aftur kl. 18 á sunnudag. \ Fólki, sem býr á þessu svæði, er sagt að það fái einhveijar leigun- ámsgreiðslur frá ríkinu, en hveru mikið og hvenær hefur ekki fengist upplýst. Fólki er sagt að það mál verði metið eftir fúnd leiðtoganna. Ekki er heldur vitað hversu mikið fyrirtækin fá fyrir þennan leigun- ámstíma. -KB i—-—i II [ □ !=□ C=3 c 1 1=1 — l cTl r~\ i j i—cj r\v— Dökka svæðið á kortinu sýnir leið Reagans frá Laufásvegi 21 að Höfða. Götur á Ijósa svæðinu verða lokaöar allri umferð um helgina eða þar til síðdegis á sunnudag. Haukur Matthíasson, tvífari Reagans. Tvffarinn önnum kafinn „Ég hef haft nóg að gera. Sjón- varpsmennimir streyma til mín,“ sagði Haukur Matthíasson sem nú gengur undir nafninu „tvífarinn í Reykjavík" eftir að DV birti af hon- um myndir á þriðjudaginn. Haukur er sláandi líkur Ronald Reagan Bandaríkjaforseta eins og héims- byggðin getur borið vitni um á næstu dögum. „Hér hafa verið sjónvarpsmenn frá Lúxemborg, Kína og Japan. Þeir hafa myndað mig í bak og fyrir og innt mig álits á leiðtogafundinum. Ég býst ekki við að ég treysti mér til að taka á móti fleirum í dag. Það verður víst nóg að gera á morgun," sagði Haukur Matthíasson er DV ræddi við hann. -EIR Hemaðarástand við Laufásveg: Opnir gluggar, svalaferðir og parta' óæskileg Nú fer enginn inn á lokaða svæðið í kringum bandaríska sendiráðið öðruvísi en að gefa upp nafn og er- indi. Allir íbúar svæðisins eru á skrá hjá lögreglunni. íbúamir hafa gefið lögreglunni upp- lýsingar um nöfn allra þeirra sem hugsanlega koma í heimsókn til hvers og eins á meðan á lokuninni stendur. Þannig er hver lögreglumaður á svæðinu með alllangan nafhalista. Ef einhver vill komast inn á svæðið sem ekki er á nafnalistanum verður sá að gefa upp nafn og erindi. Ef viðkom- andi er að fara t.d. í heimsókn til íbúa á svæðinu verður honum fylgt af lög- reglu til íbúans og ef sá vill kannast yið. gestinn verður honum leyft að verða eftir. Ef talið er að viðkomandi eigi ekki erindi inn á svæðið verður honum vísað frá. Lögreglan hefur hvatt íbúana þama til að takmarka eins og unnt er allar gestakomur. Gluggar eiga helst að vera lokaðir, svalaferðir em óæskileg- ar og allur gleðskapur. Lokuninni verður aflétt síðdegis á sunnudag. Lokað svæði við Laufásveg. Eins og kortið sýnir er Laufásvegur lokaður frá Baldursgötu að Skálholtsstig, Hellusundið er lokað og Þingholtsstræti frá Hellu- sundi að Skálholtsstíg. Skálholtstígur er lokaður frá Miðstræti að Fríkirkjuvegi og Grundarstigur er lokaður frá Bjargarstíg að Hellusundi. Skothúsvegurinn er lokaður frá Fríkirkjuvegi að Grundarstíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.