Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Reiknið með einni bringu með áföstum væng íyrir hvem. Takið beinið úr og fletjið kjötið út eftir megni með hendinni og kryddið með salti og pipar. Ofan á hverjabringu er látinn biti af kryddsmjöri, sem er gegnumkælt, jaínvel frosið, og kjöt- inu vafið þétt saman utan um smjörið. Áríðandi er að hvergi sé opið inn í smjörið. Rúllunni er svo dýft í þeytt egg og síðan í rasp. Gott að gera það tvisvar til þess að loka rúllunni sem allra best. Kjúklinga- rúllumar em svo djúpsteiktar í heitri feiti í 4-5 mínútur eða þar til þær em ljósbrúnar á lit. Nauðsynlegt er að geyma rúllurn- ar í góðum kæliskáp þar til hægt er að steikja þær svo smjörið linist ekki eða renni út við steikinguna. Rúllumar em bornar fram með soðnum kartöflum. Rússnesku ábætisréttirnir Rússnesku ábætisreitimir em margbreytilegir og bera sannarlega keim af því hve landið er víðlent. Úrval af ávöxtum og hnetum er not- að með rjóma og alls konar kökum. ís er einnig vinsæll með Rússum allt árið umkring. Margir ábætisréttir em tengdir fomum kirkjulegum há- tíðum eins og t.d. paskha og kulich. Þessir tveir réttir em alltaf bornir fram saman. Paskha 500 g 4 msk. 1 þeytt 3 100 g 150 g 50 g 50 g blandaðir sykraðir ávextir 50 g afhýddar saxaðar möndlur 1/8 tsk. salt Nuddið rjómaostinum í gegnum fínt sigti, bætið út í salti, rúsínum og sykmðu ávöxtunum. Blandið vel saman. Hrærið smjörið og sykurinn, bætið eggjarauðunum út í og hrærið vel. Bætið saman við ostablönduna, bætið hrærða egginu út í, hrærið í deiginu og síðast er þeytta rjóman- um blandað varlega saman við. Nú er deigið látið í efri hlutann á tvöföldum potti, eða skálin látin í pott með vatni. Látið hitna þangað til deigið er farið að þykkna og bullsýður í neðri pottinum, en hrær- ið stanslaust í deiginu á meðan þessu fer fram. I Rússlandi em notuð sérstök þrí- hymingslöguð form fyrir paskha , en þau em með gati í botninum. Ef slíkt er ekki fyrir hendi er tilvalið að nota uppháan leirblómapott. Klæðið formið að innan með ein- földu bleiugasi, uppundnu úr köldu vatni. Hellið svo deiginu í pottinn og hnýtið bleiugasið fyrir og látið farg ofan á formið. Athugið að óþarfa vökvi úr deiginu á að leka út um gatið á pottinum. Kælið svo yfir nótt. Takið þá úr forminu, takið bleiugasið utan af og berið fram vel kalt. rjómaostur þeyttur rjómi egg eggjarauður ósaltað smjör vanillusykur rúsínur 13 Neytendur Paskha og kulich er jafnan borið fram saman og þá sem sérstakur páskaréttur. Ef eitthvað verður eftir að máltíð- inni lokinni látið það þá aftur í bleiugasið og geymið í forminu á köldum stað. Kulich Og með paskha er alltaf borin páskakakan kulich. Hún er bökuð í ílöngu, uppháu formi. Rússar hafa sérstök kökuform fyrir þessa hátíða- köku. Oftast em kulich bakaðar fyrir hvern og einn í fjölskyldunni. Litlu börnin fá þá kökur bakaðar úr litlum formum. Mikið er lagt upp úr því á rússneskum heimilum að jafnan séu til kulich til þess að bjóða öllurn páskagestunum sem að garði koma. Ótal atriði fara í þessa uppskrift sem er mjög stór, eftir því sem segir í matreiðslubókinni. 50 g rúsínur, 100 g sultan rúsínur, 60 g sykraður appelsínubörkur, smátt skorinn, 60 g afhýddar, smátt saxaðar möndlur, 250 g ósaltað smjör, 4 egg, 1 eggjarauða, þvnnt með 2 tsk. vatni, 30 g ger, 2,5 dl yl- volg mjólk, 0,6 dl ylvolgt vatn, 2 msk. vodka, 1 kg hveiti, 250 g van- illusvkur, 3-4 greinar saffron, salt á hnífsoddi, 1 msk. fín brauðmylsna. Kremið. 60 g flórsykui-, 'A tsk. sítrónusafi, 1 msk. vatn, hundrað þúsund sykur- rósir til skrauts. Hrærið gerið út með volga vatn- inu. Leggið rúsínurnar í bleyti. Látið saffrongreinarnar í bleyti í lítið vod- ka í litlu glasi. Þegar greinamar hafa sogið í sig allt vodkað er það orðið fagurrautt á litinn. Blandið saman í stóra skál mjólk og einum þriðja af hveitinu, 1 msk. af sykri og saltinu. Blandið gerinu saman við. Breiðið hreint stykki yfir og látið lyfta sér á hlýjum stað þar til deigið hefur stækkað um helming. Mýkið smjörið. Bætið afganginum af sykrinum í og eggjunum og hrær- ið vel. Blandið þessu saman við gerblönduna. Látið renna af rúsínunum og látið þær út í deigið. Setjið vodkað í deig- ið en veiðið saffronið upp úr áður, Bætið síðan möndlum, sultan rúsín- unurn, appelsínuberkinum og af- ganginum af hveitinu út í. Blandið vel. Látið deigið á hveitistráða plötu og hnoðið vel þar til það er orðið gljáandi. Þetta getur tekið allt upp í 20 mínútur. Látið nú deigið í stóra skál og látið lyfta sér aftur þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína. Látið ekki á ykkur fá þótt deigið virðist vera hart, það lyftir sér mjög hægt en bakast afar vel. Smyrjið nú form eða formin, látið kringlótt smurt smjörpappírsblað í botninn á forminu. Látið nú deigið í formin, fyllið þau aðeins til hálfs. Aftur er deigið látið hefast á hlýjurn stað þar til formin eru orðin nærri því full. Þá er yfirborðið penslað með útbleyttu eggjarauðunni, brauð- mylsnu stráð yfir og kökurnar bakaðar í 200 gráða heitum ofni í 15 mín. Þá er hitinn lækkaður í 180 gráður og bakað áfram í 35-40 mín. Þegar kakan er bökuð er hún tek- in varlega úr forminu og látin kólna undir hreinu stykki. Þá er búin til sykurbráðin og henni smurt ofan á kökuna og blómunum (hundrað þús- und) er stráð ofan á. Þegar kakan er borin fram er efsti parturinn skorinn ofan af og síðan sneitt af kökunni eftir þörfum. Þá er „lokið“, með skreytingunni, lagt ofan á aftur. Með kökunni er borið fram paskha. -A.BJ. Non-stop Island - Inna. Svona auglýsa þeir islenska lambið i dönsku blöðunum. cr triii McniHg soo tarumcSaMdetfw, t.\iber.e( ÍÆmincfojllc, . IjfK'.mebóv ni'tvu og L?.rm'.ví}',3is étfbest. Hv» Ds bcstiiíier dct, teoi De ogsát kobc « hck iioiv; itm. Def sr ojjskrim pí pakntegKne. ú Lxicr <a iHTfrt at gí. ói. Og sdvfolgeHg ha'r vi <}c n«lvwdig« kf>xk}«i«r inden for rackkfA'idvic. \feite>ínn»t:r. i Imw. Nogít afwrdcns bc-dite kntnekfjd kormiwr fja IsSind Dct kwmvcr nu mol fty fra Rtyfciavik ó! Irnia udvn pú fívispmikt« hcvx' mciioikn- > ec In-scr. Det betjdcr, at díf; godc- smag, som ísfcr kerA'ícgncr isundsk \m, tt bevsm. At bnuKcne har gpá éc «sjk- sktxam bertydcr,« dc ikk- bxrz: «a enesfö gran'. rrx'erfícviii^T fodí. Fðkfisk cr dw kun 150 ksiorier i 100 gram ianunekðti. Dcrtii kommcr nghoidigc m*r.gder af vitambw, iink og Jcm. Si Umltt mcd á< vsírxic kiidcr gi'r o* \ wndhcd msrv crtd cd sajsa fctet. Def íaiandsk: tammekallís ifim mfekaning- Gott verð fýrir úrbeinaða lamba- lærið í Danmörku íslenska lambakjötið er meðal þess besta sem fyrirfinnst í heiminum segir m.a. í auglýsingu frá dönsku verslana- keðjunni Irmu sem þessa dagana birtist í dönskum dagblöðum. Kjötið er flutt ófryst með flugi frá Reykjavik sem þýðir að hið góða bragð sem einkennir íslenska lambakjötið er óskert, segir einnig i auglýsingunni. Síðan er sagt frá þvi að vegna þess að þessi lömb hafi dvalið í bröttum fjallshlíðunum sé ekki eitt einasta fitu- gramm fram yfir það sem nauðsynlegt getur talist á þessu kjöti. t 100 g sé að finna 150 hitaeiningar og einnig mikið af B-12 vítamínum, sinki og jámi. Þannig gefur landið með heitu hverunum okkur ýmislegt fleira en sögumar, segir í auglýsingunni. Af auglýsingunni er einnig ljóst að hægt er að fá íslenska lambakjötið skorið á fjölbreytten hátt en áður og ef viðskiptavinimir óska eftir því má fá lambið í heilum eða hálfum skrokk- um. Hálft kg af úrbeinuðu lambalæri kostar 49,75 d. kr. hjá Irmu og er kíló- verðið 99,50 d. kr. Það er samkvæmt gengi 8.10. 532,32 ísl. kr. Það er dýrara en við þurfum að greiða fyrir lambið hér á landi. Úr- beinað lambalæri kostaði 453 kr. (í Miklagarði í gær) og óúrbeinað kost- aði lærið 255 kr. kg. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.