Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. NÝ ÞJÓNUSTA Ryðvarnarskálans h/f, Sigtúni 5. ^ CAR RENTAL SERVICE lOl BILALEIGAN ^ RYÐVARNARSKÁLINN HF. NNR 9345-5177 — SIGTÚNI 5 — 105 REYKJAVÍK ® 19400 — F fr b fc d st 9 §S FÓSTRUR óstru vantar að leikskólanum Barnabæ á Blönduósi á 15. nóvember næstkomandi. Leíkskólinn er vel úinn o'g starfsaðstaða góð. Fóstran þarf að geta leyst irstöðukonu af í að minnsta kosti 3 mánuði, frá 1. esember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitirfor- öðukona í síma 95-4530 og undirritaður í síma 5-4181. Sveitarstjóri Blönduóshrepps. AÐALBÓKARI , Starf aðalbókara hjá Borgarneshreppi er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmanna- félags Borgarneshrepps. Umsóknum, sem tilgreina menntun og fyrri störf, skal skilað á skrifstofu Borgarneshrepps, Borgarbraut 11, Borgarnesi, fyrir 20. október nk. Nánari upplýsingar gefa sveitarstjóri eða skrif- stofustjóri í símum 93-7207 og 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. Styrkir til háskólanáms i Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu 15-19 styrki til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1987-88. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Íslend- inga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til 9 mánaða námsdvalar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekk- ingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsækjend- ur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. 8. október 1986, Menntamálaráðuneytið. Nauðungaruppboð á fasteigninni Álfalandi 5, þingl. eigendur Gunnar Jónasson og Inga Karls- dóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 13. okt. 86 kl. 16.30. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Tómas Þorvaldsson hdl., Útvegsbanki íslands, Einar Ingólfsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Skarphéðinn Þórisson hrl. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Fálkagötu 30, ris, taldir eigendur Herjólfur Jóhannsson og Dagný Másdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 13 okt. 86 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan i Reykjavík og Klemens Eggertsson hdl. ______________________Borgarfógetaembaettið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Dalseli 33, jarðhæð, þingl. eigandi Unn- steinn Guðni Jóhannsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 13. okt. 86 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki ís- lands, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Gisli Kjartansson hdl. og Ólafur Thoroddsen hdl. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Ólafur Arnarson, blaðamaður DV, ásamt Nicholas Daniloff, blaðamanni timaritsins US News and World Report, á leið- inni til íslands um borð í Flugleiðavél í morgun. Til Islands fyrst og fremst sem blaðamaður „Ég fer til íslands sem blaðamaður til að flytja fréttir en ekki til að aug- lýsa sjálfan mig eða vera með lætí,“ sagði Nick Daniloff við blaðámann DV sem var honum samferða frá New York til íslands í morgun. Það vildi svo til að með sömu vél var Dubinin, sendiherra Sovétríkj- anna í Washington, ásamt fylgdarliði sínu. Dubinin vildi ekkert láta hafa eftir sér um fund leiðtoganna, en Daniloff hafði meðal annars þetta að segja: Nærveran engin áhrif „Ég held að nærvera mín í Reykjavík muni ekki koma til með að hafa nein áhrif á fund Reagans og Gorbatsjovs um helgina, enda kem ég-sem blaða- maður en ekki til að auglýsa sjálfan mig. Sem sérfróður áhorfandi vil ég segja að ég vil sjá stórveldin tvö bæta sam- skipti sín á milli og ég hef því engan hag af því að vera með uppsteit. Ég vil óska þess að báðir aðilar beiti hug- myndaflugi sínu og að stöðugleiki komist á samskipti þeirra. Ég held að Sovétmenn hafi mjög rík- ar ástæður, þégar á heildina er litið, til að reyna að ná samkomulagi við Bandaríkin um afvopnunarmál og ber þar kannski hæst hið slæma efnahags- ástand sem þeir eiga við að stríða. Ólafur Arnarson, blaðamaður DV: Einkaviðtal við Nick Daniloff á leiðinni til íslands í morgun. ítarlegt viðtal er við Daniloff í laug- ardagsblaði DV. Mér sýnist að ef báðir aðilar eru að leita eftir málamiðlunum þá sé þær einna helst að finna á sviði tilrauna með kjamorkuvopn. Þar ættu menn að geta mæst á miðri leiðr Ég reikna með að mannréttindamál í Sovétríkjunum muni verða mikið rædd á fundinum en samt held ég að þau muni ekki verða til að hindra árangur á sviði afvoþnunarmála. Það er mjög ósennilegt að Reagan láti við- ræður um afvopnyn stranda þótt erfiðlega gangi að eiga við Sovétmenn í mannréttindamálum. Hvíld og vinnufriður Ég þori ekki að spá um árangur af fundinum en ég vona, eins og eflaust allir aðrir, að samskipti stórveldanna verði þíðari eftir fundinn en verið hef- ur.“ Við komuna til Keflavíkur lýsti Daniloff yfir ánægju sinni með að vera kominn til íslands. Sagðist hann vona að hann fengi vinnufrið um Jielgina og að hann gæti hvílt sig, en það hefði honum ekki tekist almennilega sfðan hann var handtekinn í Moskvu þann 30. ágúst síðastliðinn. ftarlegt einkaviðtal DV við Daniloff verður birt í laugardagsblaðinu á morgun og þar lýsir hann meðal ann- ars vist sinni í dýflissum KGB í Moskvu. ................- -------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.