Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. 3 av___________________.____________________________________Fréttir Blaðamannafundur Sovétmanna um svæðisbundin átök í heiminum: Ekki mikilvægur málaflokkur á fundinum Fulltrúar úr sovésku sendinefnd- inni, sem hér er stödd vegna leið- togafundarins, hélt sinn annan blaðamannafund á Hótel Sögu í gær- dag. Umræðuefni íúndarins var svæðisbundin átök í heiminum (Afg- anistan, Nicaragua o.fl.) og sátu íúlltrúamir Bovin, Shishlin og Prim- akov fyrir svörum. I máli þeirra kom fram að Sovét- menn teldu þennan málaflokk ekki mikilvægan á leiðtogafundinum, að- almálið að þeirra dómi væri viðræð- ur um afvopnun og mál tengd vanþróuðu ríkjunum. Sovésku fulltrúamir þóttu fara mjúkum orðum um Bandaríkin og Bandaríkjastjóm á fú"dinum og hafði einn bandarísku blaðamann- anna orð á þessu, sagði að hann hefði aldrei heyrt svo sæt orð í garð Bandaríkjanna. Primakov svaraði honum og sagði að ef einhverjir vildu fá harða gagnrýni á Bandaríkin frá þeim skyldu þeir gjaman veita þeim sömu einkaviðtöl. Komið var víða við í spumingum blaðamanna. Sovétmenn vom m.a. Dagblöð flutt inn á neyðar- leyfum Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur samþykkt að nokkur erlend dag- blöð verði flutt til landsins á svoköll- uðum neyðarleyfum, sem felur það í sér að unnt er að hraða afgreiðslu þeirra til muna. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar mun hafa farið fram á skjótari afgreiðslu blaðanna til að geta selt þau hér samdægurs. „Þetta er aðeins gert út af ástandinu sem hér ríkir og heimildin gildir að- eins í fjögur skipti. Venjulega em neyðarle)din notuð vegna hluta sem gætu skemmst í geymslu og ef um er að ræða varahluti sem mikið liggur á,“ sagði Friðrik Guðmundsson, deild- arstjóri tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli. -SJ Heimsmeistaraeinvígið: Jafntefli í síð- ustu skákinni Anatoly Karpov og Garrí Kasparov sömdu um jafntefli í gær í 24. ein- vígisskákinni, án þess að tefla bið- skákina áfram. Einvíginu lauk þvi með sigri Kasparovs, 12'/> -11 Vi. Karpov þráaðist lengi við áður en hann sættist á jafntefli en er skákin fór í bið var augljóst að einungis æðri máttarvöld gætu breytt úrslitunum. „Ég hef haft trú á sjálfúm mér frá því einvígið hófst og sjálfstraustið brást ekki þrátt fyrir erfiðleikatíma- bil, er ég tapaði þremur skákum í röð,“ sagði heimsmeistarinn Kasparov i viðtali við TASS fréttastofuna so- vésku í gær. „Ég er ekki sérlega ánægður með úrslitin en frá listrænu sjónarmiði er ég ánægður með tafl- mennskuna," sagði hann ennfremur. Karpov teflir við Sokolov í byrjun næsta árs um réttinn til þess að skora aftur á heimsmeistarann. Karpov er talinn sigurstranglegri, en fari svo að hann vinni Sokolov teflir hann aftur við Kasparov næsta haust. Þeir hafa nú teflt 96 skákir í einvígjum og stað- an er sú að Kasparov hefúr unnið 13 skákir, Karpov 12 en 69 skákum hefur lokið með jafntefli. Karpov og Kasparov eru báðir skráðir í sovéska landsliðshópinn fyrir ólympíuskákmótið í Dubai, sem hefst 14. nóvember. Aðrir í hópnum eru Sokolov, Jusupov, Tseshkovsky, Vag- anjan, Beljavsky og Polugajevsky. Endanlegt lið hefur ekki enn verið ákveðið en Kasparov hefur látið í það skína að hann muni ekki tefla í Dubai ef Karpov verður með. -JLÁ spurðir af hverju systir gyðingsins Mikhail Shermans fengi ekki að yfir- gefa Sovétríkin en bróðir hennar þjáist af hvítblæði og þarf nauðsyn- lega beinmerg úr henni til að halda lífi. Svarið var að systirin hefði alla möguleika á að yfirgefa Sovétríkin en eiginmaður hennar gæti hins veg- ar ekki farið vegna vandamála í sambandi við föður hans. Þetta vandamál var ekki skýrt nánar. Ein spumingin var hvort upplýs- ingar um óhróðursherferð Banda- ríkjastjómar á hendur leiðtoga Líbýu gæti stefnt samskiptum stór- veldanna í hættu. Svarið var að hvað þennan fund varðaði væri gildi hans svo mikið fyrir báða aðila að ekkert þessu líkt gæti haft áhrif á hann. -FRI MYNDBANDSBYLTINGIN: JVC HR-D170 HAGÆÐA VHS 11 • n n u t L U U U ***«!» AM NO- .........— OPERATE EÆCr WMíM-l í I^ISIÉÍ — REC PAUSe/STU.L R£W FF TÆKIÐ SEM SETUR STAÐALINN FYRIR NÝJA KYNSLÓÐ MYNDBANDSTÆKJA JVC myndbandstækin eru send inn í draumkennda tækniveröld framtíðarinnar áður en þau koma aftur til fortíðarinnar, til okkar. Reynslan sem þau öðlast þar gerir þeim kleift að standast auðveldlega tímans tönn. ■ HQ Myndgæði. Hágæða VHS mynd með nýhönnuðum myndbætir- ásum sem skýra útlínur í mynd (WCL rás) og auka skerpuna (DE rás). ■ Mjóslegið, aðeins 9,5 cm á hæð og framhlaðið. ■ Þráðlaus, fislétt fjarstýring, með mörgum möguleikum. ■ Örtölvustýrður PLL móttakari með breiðu bandi fyrir 112 sjón- varps- og kapalstöðvar (VHF, UHF, CATV) aukyfirtíðnibands (Hyperband) til að taka við fleiri rásum í framtíðinni. A Ijósaborði er sérstakur sýnir fyrir útsendingarásirnar 112. ■ Móttakarinn ersjálfleitandi og með 32stöðva minni. ■ Nýtt gangverk. Gangverkið í HR-D170 er byltingarkennt í einfald- leika sínum. Færri og nákvæmari vélarhlutir og færri og fullkomnari rafrásir tryggja aukið öryggi og nær hljóðlausan gang. Grindin er ný og úráli. ■ 14 daga/4 liða upptökuminni og endurtekning á sama tíma dag- lega eða vikulega. Leiðtogi VHS býður þér að fjárfesta núna í þessum gæðum framtíðarinnar. Ótrúlegir eiginleikar HR-D170 eru annaðhvort ókomnir eða að finna í dýrustu mynd- bandstækjum. Lítumáeiginleika HR-D170, liðfyrirlið. ■ Alsjálfvirk afspilun. Sjálfvirk gangsetning við innsetningu spólu.. Sjálfvirk afspilun spólu sem öryggisflipi hefurveriðtekinn af. Sjálfvirk afspilun frá byrjun og núllpunkti eftir hraðspólun. Úttaka spólu mögu- leg úr ógangsettu tæki. ■ Mjög vönduð kyrrmynd og myndfærsla. ■ 9föld skutluleitun og hraðspólun fram og aftur. ■ Fínklipping og myndskerpustillir. ■ Skyndiupptakaogsjálfvirkslokknun. ■ Stafrænn teljari og teljaraminni fyrir núllpunkt. ■ Skeiðklukka, snertitakkar og sjálfvirk spólun til baka. ■ VPS Möguleiki. Sérstök merki frá sjónvarpsstöð setja upptöku í gang um leið og dagskrárliður hefst. Eiginleiki sem er enn ónýttur á Islandi. ■ Beindrifsmótor með stafrænni stýringu. Þessa frábæru eiginleika tengir JVC saman í fullkomna heild. Sendiboði framtíðarinnar, HR-D170 HQ, er kominn. Verð Kr. 40.800,- stgr. Munið að enginn þekkir VHS betur en hönnuðurinn, JVC. HQ myndbætirásirnar eru nýjasta tækniafrek leiðtogans. Fjárfestið í gæðum JVC, leiðtoga VHS. JVC VIDEO Myndbandstækni i 30 ár. /Oára qfrnœli í gamla góda midbxnum ms\ FACO 100 milljón myndbandstæki seid. LAUGAVEGI 89 ® 91-13008 Umboðsmenn. Akureyri: Hljómdeild KEA, Hljómver. Húsavik: KF. Þingeyinga. Ólafsfjörður: Valberg. Borgarnes: KF. Borgfirðinga. Sauðárkrókur: Radiólínan, Hegri. Akranes: Skagaradló. Keflavík: Littinn hjá Óla, Hljómval. Hella: Videoleigan Hellu Hvolsvöllur: KF. Rangæinga. Neskaupstaður: Nesvideo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.