Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Fréttir Reagan fór bak- dyramegin inn - ströng öryggisgæsla umhverfis bandaríska sendiráðið þegar försetinn kom þangað „Er hann kominn inn?“, „Hvað er að gerast?“, spurðu fjölmiðlamennim- ir hver annan þar sem þeir biðu komu forseta Bandaríkjanna, Ronalds Reag- an, til Bandaríska sendiráðsins við Laufásveg um áttaleytið í gærkvöldi. Forsetinn notaði bakdyr sendiráðs- ins þannig að það var lítið að sjá þar íyrir utan, nema íslenska lögreglubíla og -þjóna og svörtu límósínumar í bílalest forsetans. Þeir sem stilltu sér upp við Skothúsveginn sáu þó grilla í forsetann í bíl í sínum og veifaði hann til viðstaddra eins og forseta er siður. Bíl hans var síðan rennt inn í port sendiráðsins og þar fór forsetinn inn um bakdymar eins og fyrr sagði. Við náðum tali af einum öryggis- verðinum og spurðum hann hvort þetta væri ekki óþarflega mikil gæsla í kringum forsetann hér uppi á Islandi af öllum stöðum. „Þetta er ekki óvenjulegt og svona viljum við hafa þetta," sagði hann og bað okkur síðan að drífa okkur af svæðinu. Laufásvegurinn harðlokaður Það var illmögulegt að átta sig á hvað var að gerast fyrir utan sendiráð- ið þegar bílalestin kom þar að, þar sem íslenskir lögreglumenn og bandarískir öryggisverðir gættu þess vandlega að enginn óviðkomandi færi inn á „lok- aða“ svæðið umhverfis sendiráðið. Irígreglumennirmr drógu upp íbúa- listann í hvert sinn sem einhver gerði sig líklegan til að fara inn á svæðið og þangað fékk enginn að fara nema nafn hans væri á listanum. Reyndar lentu þeir í smávandræðum þegar ung kona kom þar að og sagðist vera á leiðinni í Ijós. Hún fékk þó að fara ferða sinna í lögreglufylgd. Ljósmynd- ari DV gerði hins vegar dirfskufulla tilraun til að laumast milli húsa and- spænis dyrum sendiráðsins en öryggis- verðimir voru fljótir að vísa honum á brott af felustað sínum. Allir víldu ná„skoti“ Tæpri klukkustund áður en forset- inn var væntanlegur á Laufásveginn voru þónokkrir fréttamenn mættir á staðinn, því vitanlega vildu allir ná „skoti" af forsetanum þegar hann gengi inn í sendiráðið. Á meðan beðið var komu forsetans prófuðu menn tækin og íbúar götunnar sem stóðu úti á tröppum voru vinsamlegast beðn- ir um að halda sig sem næst húsunum. „Viljið þið færa ykkur til hliðar því sjónvarpsmennimir vilja ná góðu skoti af forsetanum," kallaði einn hjálpsamur íslendingur til íbúanna og brá íslensku lögreglumönnunum held- ur betur í brún við þessa beiðni en þokuðust síðan til hliðar þegar þeir sáu að enginn hættulegur var á svæð- inu. Bíll forsetans hvarf inn í portið við sendiráðið og þar fór forsetinn út og bak- dyramegin inn í sendiráðið. Eins og sjá má var mikill fjöldi lögreglubila umhverfis husið og þess var vandlega gætt að enginn óviðkomandi kæmist þar nálægt. DV-mynd KAE Svæðinu umhverfis sendiráðið verð- ur lokað fram á sunnudag, þar til forsetinn er farinn. í gær vom um 40 lögregluþjónar við gæslustörf og lík- lega um 60 bandarískir öryggisverðir. Forsetans er því vandlega gætt og greinilegt að ekki er tekin nein óþarfa áhætta hvað varðar öryggi hans. -SJ Bílalest Bandaríkjaforseta í Fossvogsdalnum. Reagan veifaði út í myrkrið úr upplýstri bifreið sinni. DV-mynd S DV með Reagan á Bústaðabrúnni: Eins og lárétt- ur flugeldur fyrir hom Allir gluggar vom opnir, íbúar úti á svölum og fólk flykktist úr húsum sínum niður á Bústaðabrúna skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi þegar von var á bílalest Bandaríkjaforseta inn yfir landamörk Reykjavíkurborg- ar. Þetta var eins og á gamlárskvöld þegar fólk fer út til að horfa á flugelda. „Þeir koma ekkert þessa leið,“ sagði einn sem hallaði sér upp að brúar- handriðinu eins og hann stæði í vínstúku. „Lögreglan keyrir bara hér á undan til að blekkja okkur. Forset- inn fer aðra leið.“ Ekki hafði hann fyrr lokið setning- unni en ægilangur ljósormur birtist á Kópavogshálsinum og renndi sér í léttri bugðu niður í Fossvogsdalinn. Vegurinn var löngu mddur annarri umferð þannig að leiðin var greið. 1 Fossvogsdalnum miðjum, þegar bíla- lestin var loks orðin lárétt í heild sinni, minnti hún helst á flugeld á fleygiferð eftir jörðu. Enda fylgdust áhorfendur með á sömu forsendum og á gamlárskvöld. Spennan óx eftir því sem bílalestin færðist nær brúnni og þegar hún sveigði af leið upp lykkjuna sem liggur upp á Bústaðabrúna tóku viðstaddir andköf. Allir mændu inn í fyrsta bílinn enda var hann ekki nema í nokkurra metra fjarlægð frá áhorfendum. Þar sást enginn forseti enda var þetta ís- lenskur lögreglubíll þéttsetinn reyk- vískum lögregluþjónum. Bílalestin beygði inn á Bústaðabrúna eins og flugeldur fyrir hom og í íjórða bílnum sá fólk loks það sem beðið hafði verið eftir: Ronald Reagan í upplýstum Ca- dillac og hann veifaði til viðstaddra. Sumir • vom svo heppnir að mæta augnaráði forsetans, aðrir sáu aðeins hnakka Reagans. Svo var hann horf- inn yfir í Skógarhlíðina. Sviðið var autt. Ekkert eftir nema koltvísýringur eftir bílalest sem skaust yfir brúna eins og flugeldur með jörðu. Lyktin í lygnu loftinu minnti á út- brunninn flugeld á gamlárskvöldi. Allir fóm heim; Reagan heim á Lauf- ásveginn. -EIR Vigdís í þyrlu Rétt um klukkan 18.30 í gærkvöldi renndi forsetabifreið Vigdísar Finn- bogadóttur í hlað á svæði Landhelgis- gæslunnar við Nauthólsvík. Ströng gæsla var við hlið og fengu ekki aðrir inngöngu en þeir sem áttu þangað erindi upp í þyrlu Landhelgisgæslunn- ar er flutti útvalda á fund Reagans Bandaríkjaforseta á Keflavíkurflug- velli. Á undan Vigdísi höfðu fengið inn- göngu Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ingvi Ingvason, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, Guðmundur Benediktsson, starfs- bróðir hans úr forsætisráðuneytinu, Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð- herra og loks Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra er kom akandi á eigin bíl gagnstætt öðrum sem höfðu bílstjóra. Utan við flugskýli Gæslunnar stóðu tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, báðar ferðbúnar, en inni í skýli var bandarísk þyrla sem sérstaklega var flutt hingað til lands vegna leiðtoga- fúndarins. Er talið líklegt að Reagan noti hana til að komast frá Reykjavík til Keflavíkur þegar hann yfirgefur landið á sunnudag. Þyrlufarþegamir áttu stuttar við- ræður sín á milli áður en stigið var um borð og örfáum mínútum síðar var þyrlan komin á loft og horfin inn í rigningarsúldina yfir Kópavogi. Hún komst klakklaust til Keflavíkur með móttökuneftidina. -EIR Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kynnir þyrluahofn sina fyrir forsetanum. Ráðherrar, ráðuneytisstjórar og forsetaritari fylgjast með. Vigdís komin upp í þyrluna á leið á stefnumót við Reagan á Keflavíkurflugvelli. DV-myndir S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.