Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. 15 Rýmið í húsi föður míns „1 húsi fbður míns er rúm fyrir alla, alla,“ sagði Jóhann Hafstein um Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma. Þessi stóru orð úr ritningunni fengu þama nýja merkingu hjá sjálf- stæðisfólki: Umburðarlyndi. Sjálf- stæðisflokkurinn á að rúma fólk úr öllum áttum og með skoðanir af öllu tagi. Fólk í flokka Sjálfstæðisfólk greinir sjálfsagt á um allt milli himins og jarðar ef að líkum lætur. Skoðanir eru liklega jafnfjölbreyttar og fólkið sjálft á bak við þær. En það er trúin á einstakl- inginn sem bindur fólkið saman í flokk: Fólkið eigi atvinnutækin en ekki ríkið - einkaframtak. Allt frá dögum Jóns Þorlákssonar hafa menn úr einkarekstri sett svip sinn á Sjálfstæðisflokkinn. Ólafúr l'hors er frægasti einkaframtaks- maður flokksins úr fremstu víglínu. En hin síðari ár hefur sigið heldur á ógæfúhliðina og bilið breikkað á milli flokks og fólks i einkaframtaki - á milli flokksins og fólksins, þetta bil þarf að brúa. Fjöldinn er breiddin Sjálfetæðismenn mega aldrei missa sjónar á helsta takmarki sínu: hreinn meirihluti á Alþingi íslend- inga. Vígorðið, eflum einn flokk til ábyrgðar, er i fúllu gildi í dag. En þvi aðeins næst meirihluti á þingi að meirihluti náist hjá fólkinu. Fólk- ið velur fulltrúana. Og fólkið þarf að sætta sig við framboðslista flokksins. Þar ræður breiddin úrslit- um. En breiddin fæst aðeins með fólki úr öllum áttum, fólki með skoð- KjaUarinn Stefán Benediktsson 8. þingmaður Reykvikinga anir af öllu tagi, þvi í húsi fóður míns er rúm fyrir alla. Á kynningarfundi með frambjóð- endum i prófkjöri sjálfstæðismanna á þriðjudagskvöldið lagði Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, höfúðáherslu á velgengni flokksins í kosningum. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Á framboðslista sjálfstseð- isflokksins þarf fólk sem dregur langt út i þjóðlífið, fólk sem er lík- legt til að vinna flokknum nýtt fylgi. Það er höfuðmálið. Á aðalfundi fulltrúarráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík í vetur sagði Davíð Oddsson orðrétt: „... framboðslistinn sé skipaður full- trúum sem flestra sjónarmiða og viðhorfa, stétta og kynja“. Betur verður ekki að orði komist. „En hin síðari ár hefur sigið heldur á ógæfuhliðina og bilið breikkað milli flokks og fólks í einkaframtaki - á milli flokksins og fólksins, þetta bil þarf að brúa.“ Fólkið velur fulltrúana Sjálfetæðisflokkurinn er enginn venjulegur flokkur. Hann er íjölda- hreyfing og á engan sinn líka í nágrannalöndum okkar. Trúin á einstaklinginn bindur þar saman fólk í flokk í húsi föður míns. En fjöldmn umhverfis flokkinn er sjálf- stætt fólk með eigin skoðanir. Og fjöldinn velur sér fulltrúa á þing. Vilji flokkurinn ná til fjöldans þarf fjöldinn að eiga fulltrúa á lista flokksins. Þennan sannleika sjá for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins. Þennan sannleika sjá kjósendur hans. Og þessi sannleikur liggur á borðinu hjá okkur flokksmönnum í prófkjörinu þann 18. október næst- komandi. Ásgeir Hannes Eiríksson. „A aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik í vetur sagði Davið Oddsson orðrétt: „...framboðs listinn sé skipaður fulltrúum sem flestra sjónarmiða og viðhorfa, stétta og kynja.“ Betur verður ekki að orði komist.' Stjórnkerfisbylting „Á flokksþingi Alþýðuflokksins helgina 3.-5. október var samþykkt að flokk- urinn tæki upp nýtt baráttumál sem er þriðja stjómsýslustigið." Á flokksþingi Alþýðuflokksins helgina 3.-5. október var samþykkt að flokkurinn tæki upp nýtt baráttu- mál sem er þriðja stjómsýslustigið. í áratugi hafa menn reynt að stemma stigu við síaukinni miðstýr- ingu ríkisvaldsins. Orsök þessarar miðstýringar er síaukið samkrull löggjafar- og framkvæmdavalds sem afleiðing af þröngri hagsmunavörslu stjómmálaflokkanna. Með þriðja stjómsýslustiginu er verið að breyta stjórnkerfinu og taka stóran hluta framkvæmdavaldsins frá ríkinu og færa það út í héruð landsins, færa völd og ábyrgð til þess fólks sem valdið og ábyrgðin snertir. Bandalag jafnaðarmanna ákvað á landsfundi 1983 að taka upp baráttu fyrir þessu máli en Alþýðuflokkur- inn er sá eini af gömlu flokkunum sem tekið hefur upp baráttu fyrir þriðja stjómsýslustiginu. Hvers vegna? Allir vita að sveitarfélög á íslandi em rótgrónar félagseiningar en van- máttugur hluti af stjómkerfum. Sífellt fleiri verkefni hafa verið flutt frá sveitarfélögum til ríkis þrátt fyr- ir áratugabaráttu fyrir auknu sjálf- stæði sveitarfélaga og þrátt fyrir sífelld loforð stjórnmálaflokka um valddreifingu. Nú er svo komið að sjálfsforræði sveitarfélaganna, hvort sem er á Langanesi eða í Reykjavík, snertir ekki orðið nema litið brot af umsvifum þeirra. Öllu er stjórnað úr stjómarráðinu Hvers vegna þessi leið? f áratugi hafa menn barist fyrir KjaUaiinn Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður auknu sjálfstæði sveitarfélaga. Sú barátta hefur strandað á mörgu. Fyrst ber að telja lítinn áhuga stjómmálamanna sem hafa meiri áhuga á völdum en lagagerð. Menn hafa þó reynt ýmsar leiðir, eins og sameiningu sveitarfélaga, en hún virðist aðallega stranda á and- stöðu fólks við að gefa þá félagsein- ingu upp á bátinn sem það telur sína eign. Á þetta sérstaklega við um fólk í fámennum sveitarfélögum. Samein- ing sveitarfélaga með valdboði er því mannréttindaskerðing. Samvinna sveitarfélaga er stunj^j^ og hefúr víða gefið góða raun en hún er þó andlýðræðisleg þar sem aðeins einn fúlltrúi hverrar sveitarstjómar ræð- ur ferðinni í þeim málum , sem samstarf er um. Fjárhagsleg ábyrgð í samvinnunni er mest hjá stærsta sveitarfélaginu en vald þess jafnt valdi þess minnsta. Þriðja stjórnsýslustigið Með nýju lýðræðislega kjörnu stjómsýslustigi milli ríkis og sveitar- félaga er hægt að auka völd og áhrif allra landsmanna óháð búsetu þeirra. Ósjálfstæði sveitarfélaga þýðir réttindaleysi einstaklinga til umráða yfir eigin aflafé og ákvarð- ana um eigin mál. Þriðja stjóm- sýslustigið gefur fólki lýðræðisleg réttindi til að taka völd og ábyrgð á eigin fé og umsvifum í sínar hendur. Aukin lýðréttindi þýða aukið frum- kvæði og framtak í eigin þágu. Nálægð valdsins þýðir sterkt aðhald að lýðræðislega kjömum fulltrúum. Þriðja stjómsýslustigið þýðir afnám miðstýringar á bankakerfi og frjálsa gjaldeyrisverslun þar sem hémðin og fólkið sem þau byggir fengi sjálf- krafa völd til að ákveða verð á eigin framleiðslu. Fegurra mannlif íslendingar em meðal ríkustu þjóða heims og þeirra tekjuhæstu. Meirihluti íslendinga finnur þó ekki mikið fyrir þessu ríkidæmi í rekstri eigin heimilis. Orsakir þess eru pólitískt arðrán ríkisstjóma undanfarinna áratuga, hroðaleg fjárfestingarslys í pólitískum gælu- verkefnum og rússnesk miðstýring á framleiðslu, verðlagi og nýtingu auðlinda okkar. Þessu er hægt að breyta og verður að breyta. Allir Islendingar eiga rétt á að njóta þeirra auðæfa sem við eigum. Þriðja stjómsýslustigið er fyrsta skrefið til að taka það vald sem stjómvöld hafa ekki kunnað að fara með, færa það til fólksins og leggja þannig gmnn að fegurra mannlífi á íslandi. lsland fyrir alla. Stefán Benediktksson „Ósjálfstæði sveitarfélaga þýðir réttinda- leysi einstaklinga til umráða yfir eigin aflafé og ákvarðana um eigin mál.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.